Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 47
IjV LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 'mæli 55>' Pétur Andreas Maack Pétur Andreas Maack, varaformaður Verzlunarmannafélags Reykjavlkur, Hlíðarhjalla 52, Kópavogi, verður fimm- tugur á morgun. Starfsferill Pétur er fæddist í Reykjavík og ólst upp i Smáíbúðahverfmu frá flmm ára aldri. Hann gekk í Ásuskóla í Heiðar- gerði, í Breiðagerðisskóla, og varð gagn- fræðingur frá Réttarholtsskólanum 1966. Pétur vann á lyftara hjá Eimskipafé- lagi íslands í Borgarskála og víðar þar til hann hóf störf í vöruafgreiðslu Flug- félags íslands hf. 1966, var lengst af af- greiðslustjóri í farþegaafgreiðslu innan- landsflugs Flugleiða og starfaði við Til hamingju með afmælið 21. febrúar 90 ára Guðrún Jóna Þórðardóttir, Stigahlíð 28, Reykjavík. 85 ára Hólm Kr. Dýrfjörð, Hjallabraut 25, Hafnarfirði. Hann er að heiman. 75 ára Kristín Magnúsdóttir, Miðvangi 41, Hafnaríirði. 70 ára Óskar Guðmannsson, Álfhólsvegi 42, Kópavogi, verður sjötugur þann 24.2. Hann tekur á móti gestum að heimili sínu sunnud. 21.2. frá kl. 15.00. 60 ára Ásbjöm Vigfússon, Suðurvangi 2, Hafnarfiröi. Ingibjörg M. Kristjánsdóttir, Skólagerði 40, Kópavogi. Sigrún Guðnadóttir, Sunnubraut 6, Kópavogi. 50 ára Elzbieta Pawlik Krummahólum 8, Reykjavík, verður fimmtug á mánudaginn. Hún tekur á móti gestum að heimili sínu laugard. 20.2. kl. 20.00. Birgir Georgsson, Stuðlaseli 22, Reykjavík. EUen Olga Svavarsdóttir, Rofabæ 47, Reykjavík. Guðný Jónsdóttir, Áshlíð 11, Akureyri. Haukur Ingvarsson, Kirkjuvegi 21, Selfossi. Ingibjörg Jóhannsson, Hlíðarvegi 9, Siglufirði. Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir, Víkurströnd 9, Seltjarnamesi. 40 ára Amdís Gyða Jensdóttir, Logafold 180, Reykjavík. Hjörtur Guðmundsson, Sóleyjargötu 8, Akranesi. Bogi Þór Jónsson, Suðurgötu 13, Keflavík. Georg László CsiUag, Björtuhlíð 3, Mosfellsbæ. Hilmar Hreinsson, Burknabergi 4, Hafnarfirði. Jens EUs Kristinsson, Hafnargötu 76, Keflavík. María Guðnadóttir, Breiðuvík 7, Reykjavík. Páll Ragnar Guðmundsson, Kjarrhólma 38, Kópavogi. Ragnar Einarsson, Þórustíg 28, Njarðvik. Svanur Kristinsson, Dalhúsum 97, Reykjavík. Valgerður Ámadóttir, Fífuseli 35, Reykjavík. Zophonías Ámason, Flúðaseli 95, Reykjavík. leiguflug félagsins í Nígeríu og í Saudi Arabíu 1980-82. Þá varð hann út- breiðslu og fræðslustjóri hjá Verzlunar- mannafélagi Reykjavikur og ritstjóri VR-blaðsins. Hann varð forstöðumaður daglegs rekstrarsviðs VR 1985 en fram til 1982 vann hann einnig í hlutastarfi í bifreiðavarahlutaverslun og við pípu- lagnir auk þess að þau hjónin ráku Vinnufatahreinsun PM á Seltjarnarnesi í nokkur ár. Pétur var kjörinn í stjórn Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur 1974 og hefur verið varaformaður féiagsins frá 1991. Hann hefur gegnt margs konar trúnað- arstörfum, hefur átt sæti í stjórn Lífeyr- issjóðs verzlunarmanna frá 1992, í stjóm Menningar- og fræðslusambands alþýðu 1982-97, situr í miðstjóm ASÍ frá 1997, í Húsnæðisnefnd Kópavogs frá 1994, í stjórn Heilsustofnunarinnar í Hveragerði 1993-97, í stjóm Aflvaka hf. frá 1995, í stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar frá 1994, í stjórn Máttar hf. 1989-98, í stjórn Máttarstólpa ehf. frá 1989, í varastjórn Fjölmiðlasambands- ins frá 1998, í stjórnum starfsmannafé- lags Flugfélags íslands hf. og sat áður í stjórn skátafélagsins Kópa. Fjölskylda Pétur kvæntist 16.3. 1967, Kristjönu Kristjánsdóttur, f. 30.12. 1949, aðstoðar- manni framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Hún er dóttir Kristjáns Amfjörð Guð- mundssonar, f. 28.4. 1921, fyrrv. þvotta- hússeiganda, og Ragnhildar Oddnýjar Jónsdóttur, f. 6.8.1917, d. 22.1.1994, hús- móður. Börn Péturs og Kristjönu eru Krist- ján, f. 28.7.1967, ljósmyndari en kona hans er Bima Jóna Bjömsdóttir tákn- málsfræðingur og eru synir þeirra Pét- ur Andreas og Markús Darri; Erla Vig- dís, f. 8.9. 1968, sjúkraliði, gift Lofti Gunnarssyni rafvirkjameistara og eru börn þeirra Júlíus Þór og Ragnhildur Oddný; Aðalsteinn, f. 4.4.1973, flugmað- ur en kona hans er Herdís Matthías- dóttir; Ómar Valur, f. 26.1.1980, nemi. Systkini Péturs eru Aðalheiður Maack, f. 5.9. 1944, gift Óðni Geirssyni prentara; Þórhallur Maack, f. 27.9.1950, kvæntur Gyðu Bárðardóttur; Gísli Maack, f. 11.3. 1953; Sigríður Maack, f. 8.11.1963, arkitekt, gift Má Mássyni. Foreldrar Péturs eru Aðalsteinn P. Maack, f. 17.11. 1919, fyrrv. forstöðu- maður byggingaeftirlits ríkisins og Jarþrúður Þórhallsdóttir Maack, f. 8.5. 1920, d. 11.8. 1993, húsmóðir. Pétur Andreas Maack. Aðalsteinn er sonur Pétur Andreas Maack, skipstjóra á Max Pemberton, bróður Elínar Þóru, konu Vilhjálms Snædal; Brynhildar, konu Jóns B. Eyj- ólfssonar; Maríu Maack, forstöðukonu Farsóttarhússins, og Áslaugar Katrín- ar, konu Þorsteins Pálssonar. Pétur var sonur Péturs Andreas Maack, pr. á Stað í Grunnavík, sonar Þorsteins, kaup- manns í Vörum í Garði Guðmundsson- ar, b. í Gufuskálum í Leiru Jónssonar. Móðir Þorsteins var Þórunn Þorsteins- dóttir, pr. á Staðarhrauni Einarssonar, prófasts á Reynivöllum Torfasonar, Haildórssonar, bróður Jóns vígslubisk- ups, foður Finns Skálholtsbiskups og ætttoður Finsenættarinnar. Móðir Pét- urs á Stað var María Bóthildur, dóttir Peters Andreas Maack, verslunarstjóra og veitingamanns í Reykjavík, ættfóður Maackættar, og Þóru Einarsdóttur, snikkara úr Keflavík Hannessonar Krumbæk. Móðir Péturs skipstjóra var Vigdís Einars- dóttir frá Neðri-Miðvík í Sléttuhreppi Friðrikssonar, b. Neðri-Miðvík Hallssonar. Móðir Vigdísar var Ragnhild- ur Jóhannesdóttir, b. í Skála- dal. Móðir Einars var Katrín Jónsdóttir b. Neðri-Miðvík Jónssonar. Móðir Aðalsteins var Hall- fríður, Hallgrímsdóttir, söðla- smiðs Benediktssonar, lands- pósts á Amheiðarstöðum Björnssonar og Elísabetar, dóttur Jóns Guðmunds- sonar Sólargangs og Ingibjargar Sigurð- ardóttur frá Heiðarseli Benediktssonar. Jarþrúður var dóttir Þórhails, smjör- líkisgerðarmanns í Smára Ólafssonar, prentara og umsjónarmanns Iðnaðar-, mannahússins í Reykjavík Ólafssonar,i“ umsjónarmanns Lærða skólans í Reykjavík Ólafssonar. Móðir Þórhalls, var Helga Á. Einarsdóttir, systir Magn-, úsar, organista á Akureyri. Móðir Jar- ‘ þrúðar var Sigríður Bjarnadóttir, skip- • stjóra frá Mýrum Elíassonar og Jar-! þrúðar Þórarinsdóttur, ættuð úr Húna-; vatnssýslu. Pétur og Kristjana taka á móti ætt- - ingjum, vinum og samstarfsfólki í fé- • lagsheimilinu Gullsmáranum, Gull- ' smára 13, Kópavogi, milli kl. 10.30 og 13.00 á afmælisdaginn. Ingibjörg Elín Valgeirsdóttir Ingibjörg Elín Valgeirsdóttir hús- móðir, Hjallavegi 2, ísafirði, er sjötug í dag. Starfsferill Elín fæddist að Gemlufalli í Dýrafirði og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Þá fór hún í vist til Reykjavíkur tfl Karls Ryden og Guðrúnar Friðriksdóttur auk þess sem hún starfaði við kaffibrennslu þeirra hjóna. Þá starfaði hún í Kexverk- smiðjunni Esju. Elín var í vist hjá séra Eiríki J. Ei- ríkssyni og frú Kristínu Jónsdóttur að Núpi í Dýrafirði 1946 og 1947 starfaði hún hjá Finnbimi Finnbjömssyni og konu hans á Isafirði auk þess sem hún vann við fatasaum á Klæðskeraverk- stæði Einar og Kristjáns. Elín stundaði nám við Húsmæðra- skólann Ósk á ísafirði 1948-49 en það ár stofnaði hún heimfli með eiginmanni sínum. Samhliða heimOisstörfum vann Elín í Rækjuvinnslu Böðvars Svein- bjömssonar í nokkur ár en lengst af starfaði hún við mötuneyti Menntaskól- ans á ísafirði á vetrum en við Edduhót- ei á sumrin. Hún hóf störf hjá Hótel ísa- firði við stofnun þess 1981 og starfaði þar tO 1998. Álfheiður Gunnarsdóttir; Ragnhildur Ýr en sambýlismaður hennar er Gunn- ar Kr. Ásgeirsson og er dóttir þeirra Eva Rós; Högni Gunnar. Börn Ingibjargar Margrétar og Arn- ars eru Margrét Ósk en sambýlismaður hennar er Tryggvi Eiríksson og era böm þeirra Martha Sif Jónsdóttir og Ei- ríkur Arnar; Kristinn Elvar. Börn Valgeirs og Elínborgar eru Val- ur Amór en kona hans er Lotte Quist; Eyþór Fannar en sonur hans er Róland Bjami; Ævar; Sveinn Yngvi. Börn Baldurs Þóris og HaOdóra eru Elín Lóa; Erla Björk, og Kristinn, Börn Jóhanns og Sonju eru Rut; Dagný Fjóla, og Jóhann Atli. Systkini Elínar eru Guðbjörg, f. 28.3. 1926, húsmóðir á ísafirði; Jón Kristinn, f. 25.10. 1927, bóndi að Lækjarósi í Dýrafirði; Anna Jónína, f. 4.4. 1931, húsmóðir á Húsavík; Arnór, f. 9.8. 1932, framkvæmdastjóri Áræðis ehf. i Reykjavík; Guðrún Sigríður, f. 11.8. Ingibjörg Elín Valgeirsdóttir. 1934, starfs- maður hjá BásafeUi á Isa- firði; Elísabet, f. 6.7. 1936, t- starfsmaður íslandspósts í Garðabæ; Friðrik Halldór, f. 11.2. 1940, vagnstjóri í Reykjavík; Guðmundur, f. 6.8. 1942, skipstjóri í Reykja- vík. Foreldrar Elínar vora Val- geir Jónsson, f. 3.4. 1899, d. 5.7.1980, bóndi að GemlufeOi í Dýrafirði, og Ingibjörg Mar- grét Guðmundsdóttir, f. 15.9. 1901, d. 8.3.1993, húsfreyja. Elín og Jónas eru að heim- an á afmælisdaginn. Fjölskylda Elín giftist 25.12. 1949 Jónasi H. Pét- urssyni, f. 19.10.1924, vélvh’kjameistara hjá Vélsmiðjunni Þrym. Hann er sonur Péturs Ólafssonar og Þorsteinu Þórann- ar Guðmundsdóttur úr Bolungarvfls. Böm Elínar og Jónasar eru Guð- munda Ólöf, f. 3.11. 1949, starfsstúlka við leikskóla en maður hennar er Aðal- steinn Kristjánsson, byggingatækni- fræðingur hjá Loftorku i Borgamesi og eru börn þeirra þrjú; Pétur Þorsteinn, f. 29.11.1951, framkvæmdastjóri Vélsmiðj- unnar Þryms á ísafirði, kvæntur Kol- brúnu HaOdórsdóttur húsmóður og era börn þeirra tvö; Ingibjörg Margrét, f. 15.6. 1954, húsmóðir en maður hennar er Arnar Kristinsson, framkvæmda- stjóri BásafeOs á ísafirði og eru börn þeirra tvö; Valgeir, f. 17.9.1955, véffræð- ingur við Vélsmiöjuna Þrym en kona hans er Elínborg Bjamadóttir, starfs- maður svæðisskrifstofu fatlaðra og eiga þau þrjú börn;Baldur Þórir, f. 11.2. 1960, framkvæmdastjóri Vélasölunnar - verkstæðis ehf. í Reykjavík en kona hans er HaOdóra Kristinsdóttir meina- tæknir og eiga þau þrjú börn; Jóhann, f. 17.8. 1964, framkvæmdastjóri 3 x Stál á ísafirði en kona hans er Sonja Haröar- dóttir, skrifstofustúlka þar, og eiga þau þijú börn. Börn Guðmundu Ólafar og Aðal- steins era Jónas Pétur en kona hans er Björg Kristjánsdóttir og eru börn þeirra Ólöf og Kristján; HOdur Karen en mað- ur hennar er Gunnar Kristinsson og eru börn þeirra Kristinn Gautur og Júl- ía Björk; Kristján Karl en kona hans er Anna Friða Magnúsdóttir. Börn Péturs Þorsteins og Kolbrúnar eru Jónas Ingi en sambýliskona hans er síasassss ÞÍN FRÍSTUND - OKKAR FAG |BwS>P5 'N'\ L_ili v By Nýtt greiðslnkortatímabil Til 28.febrúar seljum við valdar vörur með góðum afslætti. Úlpur, skíðagallar, peysur, íþróttafatnaður, skór o.fl. o.fl. Komdu og gerðu góð kaup! VINTERSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík » 510 8020 • www.intersport.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.