Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 1 %ðtaí Margir þeirra íslendinga sem leggja leið sina til London skella sér í leikhús til að sjá leikrit en ekki síður til að sjá söngleiki á West End þar sem meðal annars eru sýndir helstu söngleikir Andrews Lloyd Webber. Flestir verða mjög heillaðir af því sem fyrir augu ber enda er West End Broadway Evr- ópu. Það er því mjög ánægjulegt og ber söngvara gott vitni að fá hlut- verk í söngleik á West End. Á síðustu árum hefur einn mað- ur, Cameron Mackintosh, verið nær einráður á West End en hann á sýn- ingarrétt á flestum ef ekki öllum söngleikjum Andrews Lloyd Webber i Evrópu. Þar á meðal er hinn þekkti söngleikur, Phantom of the Opera eða Óperudraugurinn. Nýlega bárust islendingum þau tíðindi að íslenskur söngvari hefði verið fenginn í eitt af aðalhlutverk- unum í Óperudraugnum í Her Majesty’s Theatre á West End. Söngvarinn er Garðar Thór Cortes. Hetjuhlutverkin Margir muna eflaust fyrst eftir Garðari Thór sem Nonna í sjón- varpsmyndaflokknum um Nonna og Manna. Nokkru síðar skaut hann upp kollinum í uppfærslu Þjóðleik- hússins á West Side Story þar sem hann og Felix Bergsson skiptust á I að leika aðalhlutverkið. Hann var líka áberandi í uppfærslum Söng- skólans á Leðurblökunni og söng- leiknum Oklahóma. Síðasta sumar söng hann og lék á móti Caron Barnes i söngleiknum Carmen Negra sem sýndur var í íslensku óp- erunni. Hlutverk Garðars Thórs eru hetjuhlutverkin. „Það er nú þannig með tenórana að þeir syngja hlutverk góðu karl- anna, þeirra sem öllum líkar við,“ segir Garðar Thór. Villtu þorskarnir Garðar Thór á ekki langt að sækja sönghæfileika sína en faðir hans er Garðar Cortes óperusöngvari. „Ég hef raulað frá blautu bams- beini. Hins vegar var ég orðinn átján ára þegar ég hóf að læra söng við Söngskólann í Reykjavík," segir Garð- ar Thór. Eftir að hafa lokið áttunda stigi við Söngskólann í Reykjavík hélt hann til Vínarborgar og var þar eina vetrar- önn. Núna er hann í einkanámi í Kaupmannahöfn. Á hvaóa tegund söngs legguröu mesta áherslu í námi þínu? „Það er óperusöngur og ljóðasöng- ur. Óperan heillar mig mun meira en söngleikurinn, það er engin spum- ine.“ „Það er nú þannig með tenórana að þeir syngja hlutverk góðu karlanna, þeirra sem öllum Ifkar við,“ segir Garðar Thór sem hér sést fyrir utan Her Majesty’s Theatre á West End í Lundúnum. DV-mynd Veronica Peixoto Ætlaöiröu alltaf aó veröa söngvari? „Já, ég held það,“ segir Garðar Thór. „Þegar ég var yngri var ég ekki ákveðinn í því hvemig söngvari ég yrði en það var aUtaf ljóst að ég ætlaði að syngja. Poppið freistaði mín þegar ég var yngri.“ Varstu í hljómsveit? „Ég reyndi að vera i hljómsveit þeg- ar ég var í gaggó en það gekk iUa að mæta á æfingar. Nafn hennar var eitt- hvað í sambandi við fiska, Villtu þorskarnir frá ísafiröi eða eitthvað álíka haUærislegt. En það varð aldrei neitt úr þeirri sveit. Við reyndum að semja tónlist en það varð ekkert úr því heldur." Semuröu tónlist núna? „Nei, ekki svo orð sé á gerandi." Var ekki að leita Sumir streða aUt sitt líf við að reyna að koma sér í sambönd sem veita tækifæri eins og það sem Garð- ar Thór hefur fengið. Það er þvi nær- tækt að spyrja hvernig hann hati feng- ið þetta hlutverk og hvort hann hafi verið að leita. „Nei, nei. AUs ekki. Fyr- ir mánuði var hringt í íslensku óperana og beð- ið um símann minn. Síðan var hringt í mig til Kaupmannahafnar og ég beð- inn um að koma í prufu. Ég kom við á leiðinni heim tU íslands og skömmu síðar var hringt í mig aftur og ég beð- inn um að koma I aðra prufu. Eftir það buðu þeir mér hlutverkið. Svona verkefni era góð á meðan maður er að læra. Námið í Kaup- mannahöfn er mjög dýrt og einhvers staðar verður maður að fá peninga og ég vil helst sleppa við að taka náms- lán. Ég fæ mér söngkennara hér tU að halda mér í formi en ég kemst ekki til Kaupmannahafnar fyrr en eftir þetta tímabil því að ég er bundinn við margar sýningar í viku.“ 8 sýningar í viku í ár er verið að sýna Óperudraug- inn í Her Majesty’s Theatre þrett- ánda árið í röð. Söngleikurinn ger- ist í Parísaróperunni á síðustu öld þegar hún var í sem mestum blóma. Geirðar Thór leikur Raoul, aðals- mann og vemdara óp- eruhússins. Raoul verður ástfang- inn af söngkonunni Christine sem er lærlingur hins skuggalega draugs. Þegar Christine og Raoul ná saman verður draugurinn mjög af- brýðisamur og reynir aUt tU að stía þeim í simdur. Frumsýning Garðars Thórs verð- ur þann 8. mars næstkomandi og nær samningstímabU hans út nóv- ember. Skipulag leikhússvikunnar í London er eUítið frábrugðið því sem tíðkast hér á íslandi. Óperudraugur- inn er sýndur átta sinnum í viku aUan ársins hring. Tvær sýningar eru á miðvikudögum og laugardög- um en engar sýningar á sunnudög- um. Það er því ekki slakað mikið á. Er þaö ekki gífurlegt álag á söngv- ara að syngja átta sinnum í viku? „Jú, en það er þó mjög þægUegt að syngja þetta hlutverk, það er ekki raddlega erfitt. Ég held að eng- inn heilbrigður maður myndi syngja átta sinnum í viku ef hlut- verkið væri mjög erfitt.” Söngvurum og leikurum í sýning- unni er reglulega skipt út og segir Garðar Thór að skiptingin nú sé óvenju viðamikU. „Oftast er það svo að einn og einn kemur inn í sýninguna en að þessu sinni er skiptingin stór. Sjö nýir koma inn og í aðalhlutverk- unum eru aUir nýir.“ Ekkiá Broadway Garðar Thór segir að íslend- ingar þekki tæp- ast til þeirra sem leika á móti honum. Þrátt fyrir það eru mótleikarar hans nokkuð þekktir í London. „Þetta er söng- leikjafólk og gerir ekkert annað en taka þátt í upp- færslu söngleikja. Söngleikjabrans- inn er mjög af- markaður hér í London.” Er þetta ekki mjög sérstakur heimur? „Jú, ég held það.“ Stundum er talaö um mikla hörku og samkeppni á West End. Hefuröu kynnst því? „Ég þekki það ekki en það hlýt- ur að vera eins og annars staðar. Það er aUs staðar samkeppni. Ég hef bara kynnst því fólki sem kem- ur nýtt inn núna en lítið kynnst fólkinu sem er að hætta. Ég hef þó hitt einn og einn á göngunum og það eru allir mjög elskulegir." Hvernig eru launin? „Þetta eru ágætis laun, ég segi ekki meira,“ segir Garðar Thór stríðnislegur í rómnum. „Ég fæ það mikið að ég fór út í þetta.“ Hvert liggur leiöin eftir Óperu- drauginn? „Þá held ég áfram að læra og afla mér fiár til að halda mér uppi.“ Þaö er ekki Broadway: „Nei, það er ekki Broadway.” Ekki einmana „Það er enginn bisness eins og sjóvbisnessinn" segir einhvers staðar og er það líkast tU rétt. Sumir ganga þó með þær grUlur í höfði að það sé eintómur dans á rósum að vera þátttakandi í slík- um „bissness”. Það er hins vegar hörkupúl og æfingarnar hjá Garð- ari Thór eru langar. Hann er ekki kominn heim tU sín fyrr en um áttaleytið á kvöldin og hefur þá æft aUan daginn. Garðar Thór er svo heppinn að þurfa ekki að kúldrast einn undir súð í einmanaleika likt og Fjölnis- menn forðum. Krystyna, móðir Garðars, er ensk og býr Garðar Thór hjá móðursystur sinni og Qöl- skyldu rétt fyrir utan London. „Það er mjög gott að þurfa ekki að hanga einn inni í London. Það er notalegt að hafa fiölskylduna í kringum sig svo maður verði ekki einmana." Heimferðin í lestinni tekur drjúga stund eða um klukkutíma. Synguröu í lestinni? „Nei. Ég á litia handtölvu og er aUtaf að spUa; leggja kapal. Síðan fer ég líka yfir textann. Bráðum verð ég þó búinn að læra hann og þá verð ég að finna mér eitthvað annað að gera.“ -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.