Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 44
52 ifeiðivon LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 I 'lV Bikarafhending SVFR: Hilmar fékk Gull- og silfur-fluguna - laxarnir oft verið vænni Þau voru mörg verðlaunin sem afhent voru á árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur sfðastliðinn laugardag á Hótel Sögu enda gekk laxveiðin vel síðasta sumar. Þau voru mörg verðlaunin sem afhent voru á árshátíð Stangaveiði- félags Reykjavíkur síðastliðinn laugardag á Hótel Sögu enda gekk laxveiðin vel síðasta sumar. Árshá- tíð Stangaveiðifélagsins var óvenju- lega glæsileg þetta árið enda verður félagið 60 ára seinna á árinu. Þorbjörg Kristjánsdóttir fékk af- reksbikar kvenna en hún veiddi 14 punda hæng á fluguna garry númer 10 í Bæjarstreng í Sogi í Alviðru í ágúst. Afreksbikarinn er eignarbik- ar, gefinn cif Sjónarrönd, útgefanda íslensku stangaveiðibókarinnar. Hann er veittur þeirri konu sem veiðir stærsta laxinn á flugu á svæðum félagsins. Vigdís Ólafsdóttir fékk Skóstofu- bikarinn sem er gefinn af Skóstof- unni, Dunhaga, en hún veiddi í Efri- Brúarstreng í Fáskrúð í Dölum 16 punda hæng á maðk í júlí. Bikarinn er veittur þeirri konu sem veiðir stærsta laxinn á svæðum félagsins. Útilífsbikarinn er gefinn af versl- unni Útilífi og veittur þeim veiði- manni sem veiðir stærsta iaxinn á flugu í Elliðaánum. Tveir veiði- menn veiddu 10 punda fisk á flugu í Elliðánum síðasta sumar, Ólafur Haukur Ólafsson sem veiddi 10 punda hrygnu á collie dog hálf- tommu í Kistunum og Erling Krist- jánsson sem veiddi 10 punda hrygnu á svarta franses á þrí- krækju númer 12 í Hólsstreng. Var dregið milli þeirra og kom upp hlut- ur Erlings sem hlýtur því bikarinn þetta árið. Magnús veiddi þann stærsta í Norðurá Norðurárbikarinn er gefinn af Kaffíhúsinu Mílanó og er veittur þeim sem veiðir stærsta laxinn á flugu í Norðurá í Borgarfirði. En í ágúst veiddi Magnús M. Norðdahl 14,5 punda hæng í Torfafit á collie dog númer 10 og hlýtur hann því þennan bikar í ár. Veiðivonarbikar- inn er gefin af versluninni Veiðivon og er veittur þeim sem veiðir stærsta laxinn á flugu í Soginu. En tveir veiðimenn veiddu 14 punda lax á flugu í Soginu. Það voru þau Þorbjörg Kristjánsdóttir með áður- nefndan bikarlax á flugu úr Bæjar- streng í Alviðru í Sogi og Þorlaugur Gunnarsson sem veiddi 14 punda hrygnu á rauða snældu - tommu túbu á Landaklöpp í Syðri-Brú í september. Dregið var á milli þeirra og kom upp hlutur Þorbjargar sem fær Veiðivonarbikarinn. Cortlandbikarinn er gefinn af Sportvörugerðinni þeim sem veiðir stærsta laxinn á flugu í Hítará á Mýrum. Og þar voru líka tveir veiðimenn með jafnstóra laxa. Jón Hættu að blekkja sjálfan þig! Rétti dagurinn til aö byrja er í dag. Það eru engar afsakanir teknar gildar. Fáðu þér stimpilkort í næstu sundlaug, eða hjá samstarfsaðilum okkar, mættu tíu sinnum í febrúar og þú færð bókina Betri línur eftir heilsuræktargúrúinn Covert Bailey að gjöf! Þú gætir einnig komist frítt til London eða unnið einn af tugum glæsilegra vinninga! Bergmundsson með 8 punda hæng á rauða franses - tveggja tommu túbu - í Langadrætti í september og Birg- ir Guðmundsson með 8 punda hrygnu á rauða franses númer 8 í Túnstreng í júlí. Var dregið á miili þeirra og nafn Birgis kom upp og hlýtur hann Cortlandbikarinn. Vatnaskilin gáfu væna fiska íTungufljóti ABU-Garcis-bikarinn er gefin af ABU-umboðinu og er veittur þeim sem veiðir stærsta fiskinn á leyfí- legt agn í Tungufljóti. Og enn voru það tveir veiðimenn sem voru jafn- ir. Jón Orri Magnússon fékk 14 punda sjóbirting í Vatnaskilum í september á grænan devon og Karl Udo Lukas fékk 14 punda lax á brúnan devon, líka í Vatnaskilum í ágúst. Og enn var dregið og kom upp nafn Karls Udo og hlýtur hann því ABU-Garcia-bikarinn. Hilmar Hansson fékk síðan Gull- og silfur-fluguna og Sportkringlu- &ridge bikarinn fyrir að veiða stærstu lax- ana í Stóru-Laxá í Hreppum. En þangað fór Hilmar frægan veiðitúr í ágúst og veiddi hann þá 16 punda hrygnu í Gunnbjamarhyl á svarta franses tommu túbu og í september veiddi Hilmar annan 16 punda lax, einnig á svarta franses tommu túbu. Þetta var hængur og tók hann flug- una i Skarðsstreng. Þessir tveir lax- Gunnar Bender ar voru þeir stærstu úr Stóru-Laxá og stærstu laxamir á flugu. Hilmar fékk því gull- og silfur-fluguna. Stangaveiðifélag Reykjavíkur gaf öllum sem fengu bikar verðlauna- pening. Laxamir, sem verðlaun hafa verið veitt fyrir, hafa oft verið stærri, en lax er lax, sama hver stærðin er. Kristján Kristjánsson, forseti Bridgesambands íslands, setur Bridgehátíð ‘99 með því að segja fyrstu sögnina fyrir Pakistanan Zia Mahmood. Bridgehátíð Flugleiða, BSÍ og BR: Sjöundi sigur Zia í sveitakeppninni Bridgehátíð ‘99 lauk sl. mánudag og fóru erlendu bridge-meistaramir heim með drjúgan hluta verðlauna- fjárins. Norðmennimir Tor Helness og Jon Egil Furunes unnu tvímenn- ingskeppnina nokkuð létt, þótt Sig- urður Vilhjálmsson og Ragnar Magn- ússon skytu þeim skelk í bringu í síð- ustu umferðinni. Röð og stig efstu para i tvímenn- ingskeppninni var annars þessi: 1. Helness-Funmes Noregi 858 2. Ragnar Magnúss.-Siguröur Vilh. 840 3. Zia-Barnett Shenkin USA/Skotland 719 4. Anton Haraldss.-Sigurbjörn Haralds. 653 5. Jón Þorvarðars.-Sverrir Kristinsson 651 6. Blakset-Bjerregárd Danmörku 626 7. Valur Sigurðss.-Guðmundur Sveinss. 580 í sveitakeppninni röðuðu gestirnir sér í þijú efstu sætin og varð Zia hlut- skarpastur á endasprettinum. Röð og stig efstu sveita var þessi: 1. Zia Mahmood, USA 195 2. Lars Blakset, Danmörku 189 3. Noregur 183 4. Landsbréf 178 5. Strengur 178 6. Þröstur Ingimarsson 177 7. Grandi hf. 177 8. Samvinnuferðir/Landsýn 176 í síðustu umferð sveitakeppninnar röðuðust saman sveitir Zia og Noregs. Auðvitað var leikurinn sýndur á sýn- ingartöflunni og var hann fjörugur, skemmtUegur og vel spilaður frá upp- hafi tU enda. TU að byrja með hlóð Zia upp stigum með frábærum sóknar- og vamarleik, en síðan tóku norsku landsliösmennim- ir við og jöfnuðu leikinn og gott betur, unnu 17-13. Skoðum skemmtUegt vam- arspU hjá Shenkin og Zia. S/a-v ♦ G7654 Aq ♦ G932 ♦ A7 * 1032 «* * D42 * A1065 * G64 N V A S * K * G73 * 874 * D109853 * AD98 * K10865 * KD * K2 í n-s sátu Norðmennimir Sæ- lensminde og Brogeland, en a-v vom Zia og Shenkin. Sagnimar voru ekki margbrotnar. Suður opnaði á einu hjarta, norður hækkaði í tvö og sögnum lauk með fjögurra hjarta sögn suðurs. Fljótt á litið virðist spUið standa á borðinu, vegna þess að tromplegan er hagstæð. En ekki er aUt sem sýnist! Shenkin lagði af stað með lítinn spaða, lítið, kóngur og ás. TU þess að nokkur vinningsvon sé, verður vestur að eiga trompás og Brogeland losaði tígulhjón- in áður en hann spUaði trompi. Shenk- in tók sér nú góðan tíma tU umhugsun- ar áður en hann lét hjartaásinn. Á meðan hafði Zia fylgt lit í tíglinum með áttunni og sjöunni og í trompið lét hann gosann. Fleiri skUaboð þurfti Shenkin ekki, hann spUað minnsta spaða, Zia trompaði og spUaði laufi tU baka. Enda þótt Brogeland væri viss um að Shenkin ætti laufásinn, þá lét hann kónginn eftir nokkra umhugsun. TUhugsunin að gera spUið upp á eftir, ef Zia hefði átt laufásinn, vóg þar þyngst á metunum. En þar með var hann orðinn tvo niður á spUi sem vannst á hinu borðinu og reyndar á flestum öðrum borðum. Stefán Guðjohnsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.