Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 30
3« ferðir LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 DV ÍHalda tvær kjötkveðju- hátíðir á mánuði Borgin Salvador í Brasilíu stát- ar jafnan af stærstu kjötkveðjuhá- tíð landsins. Hátíðinni lauk í vik- unni en í kringum tvær milljónir manna tóku þátt i henni, þar af 800 þúsund ferða- menn. Hátíðin hefur vaxið mjög síðustu tuttugu árin og nú þarf ekki minna en 160 þús- und starfs- menn og 25 þúsund lög- regluþjóna til þess að allt gangi að ósk- um á þessari sex daga hátíð. Salvadorbúar hafa undanfarin ár „flutt“ hátíðina út og nú er mögulegt aö komast á almenni- lega kjötkveðjuhátíð á tveggja vikna fresti einhvers staðar í Brasilíu. Búastríðsins minnst Á þessu ári eru hundrað ár lið- in frá því Búastriðið hófst í Suð- ur-Afríku. Stríðsins verður minnst með ýmsum hætti og von- ast ferðayfirvöld í Suður-Afríku til þess að það muni skila sér með auknum straumi ferðamanna. Þegar hefur verið eytt fimmtíu milljónum til verksins. Bardaga- svæðin á Norðurhöfðanum verða sérstaklega merkt þannig að ferðamenn geti kynnst sögu stríðsins þegar þeir fara þar um. Vonir standa til að minnst 150 þúsund ferðamenn muni leggja leið sína um svæðið á næsta ári. Van Gogh-safnið opnað í sumar Van Gogh-safnið verður opnaö eftir miklar endurbætur þann 24. júní næstkomandi. Safnið hefur verið lokað undanfarna mánuöi vegna umfangsmikilia endurbóta. Byggðir hafa veriö nýir salir þannig að safnið hefur nær tvö- faldast að stærð. Þar er gert ráð fyrir styttri sýningum. Opnunarsýningin í sumar verð- ur helguð Theo van Gogh, bróður málarans, og verður meðal ann- ars sýnt fram á hversu mikilvæg- ur hann var í söfnun og sölu list- verka og hversu vel hann studdi við bakið á bróður sínum. Öryggisráðstafanir Skíðaíþróttin hefur til þessa ekki þótt hættuleg í samanburði við margar aðrar íþróttagreinar.! Bandaríkjunum valda tíð skíða- slys þó auknum áhyggjum. Und- anfamar vikur hafa sex skíða- menn látist í skíðaslysum 1 Vail í Colo- radoríki. Þrír létust er þeir rákust á tré og er talið að þeir hafi verið að forða sér frá öðrum skíðamönnum. Hinir lentu svo í árekstri við aðra skíðamenn. Sú spuming hefur því vaknað hvort sumir skíðamenn séu beinlínis hættulegir í brekkunum; fari glæfralega án tillits til annarra skíðamanna sem verða á vegi þeirra. Yfirvöld á hinu vinsæla skíðasvæði Vail hafa því ákveðiö að setja öryggisverði í brekkum- ar. Þeim er ætlað að fara um á skíðum og fylgjast grannt með því að skíöamenn sýni varkámi á niðurleið. Þeim sem ekki gera það verður vísað frá. -aþ Páskaferð íslenskra fjallaleiðsögumanna: A gönguskíðum um Grænland Átta daga gönguskíðaferð á Grænlandi um páskana er orðinn fastur liður hjá íslenskum fjallaleiösögumönnum. Grænlandsferðir hafa færst mjög í vöxt á undanfómum ámm og æ fleiri íslendingar leggja leið sína þangað í skemmri og lengri ferðir. „Það ríkir cdveg einstök stemning á Grænlandi og að mörgu leyti mjög ólík því sem við eigum aö venjast hér á íslandi. Landslagið á Austur- Grænlandi, þangað sem ferðinni er heitið um páskana, er til dæmis mjög frábragðið því íslenska. Fjöll- in era úr graníti og em bæði hærri og hvassari en hér. Þau minna kannski svolítið á landslag í Ölpun- um. Á Ammassalikeyjunni sjálfri rísa fjöllin í um 1500 m h.y.s. en á fastalandinu norðan við eyjuna ná þau hæstu tvö til þrjú þúsund metr- um,“ segir Einar Torfi Finnsson hjá íslenskum fj allaleiðsögumönnum. Gerviefni og gervihnattadiskar Páskaferðin hefst þann 27. mars með flugi til Kulusuk á Austur- Grænlandi. Þaðan verður flogið með þyrlu til Tasiilaq og hin eigin- lega skíðaganga hefst. íslenskir fiallaleiðsögumenn útvega allan helsta búnað, mat og tjöld. „Daginn eftir göngum viö yfir lít- ið fiallaskarð við Polheimsfiall og síðan yfir ísinn til Qemertivartivit á lítilli klettaeyju í Ammassalikfirð- inum. Engar reglulegar samgöngur era við þorpið yfir vetrartímann en þama búa nokkrar fiölskyldur sem lifa á veiðum. Á þessum slóðum hef- ur ótrúlega lítið breyst frá því fyrstu hvítu mennimir komu þang- að fyrir rúmri öld. Það er kannski helst að gerviefni hafi leyst skinn- klæðnaðinn af hólmi og svo má sjá gervihnattadiska á sumum hús- anna,“ segir Einar Torfi. Tíaldað verður við þorpiö og að sjálfsögðu keypt nýtt selkjöt af veiðimönnum í kvöldmatinn. Með hundasleða út á ísinn Á þriðja degi ferðarinnar verður veiðimönnu fylgt eftir út á ísinn. „Við fylgjumst með þeim við veiðar, án þess þó að trufla þá. Síðan göng- um við yfir lagnaðarísinn á Imiilaa- Gönguskíðamennirnir voru heppnir með veður í síðustu páskaferð. Stillt veður og sólskin er oft á þessum árstíma. Allt gert klárt fyrir nóttina, búið að koma upp tjöldum og ekkert eftir nema henda sér ofan í svefnpok- ann. firðinum og upp í lágt skarð um miðbik Ammassalik-eyju. Útsýnið á þessum slóðum er ótrúlega stórfeng- legt,“ segir Einar Torfi. Leið vatna- búanna er viðfangsefni næsta dags en þá er gengið niður úr skarðinu Kugarmit Avquta. „Við göngum nið- ur í þorpið Tiniteqilaaq sem stend- ur við Sermilik-Qörðinn sem ber nafn sitt, Isafiörður, með rentu. Fjörðurinn er ægifagur og þar eru jafnan risastórir borgarísjakar." Þjóðlegur matur Qorlotoq-vötnin em áfangastaður næstu tveggja daga. Gist verður í fiallaskála við vötnin fyrri nóttina en þá síðari í þorpinu Tasiilag þar sem ferðalangamir dvelja í tvær nætur í svefnpokaplássi. „Þegar komið er til Tasiilaq er stutt að fara í skíðaferð upp í fiöllin fyrir ofan þorpið. Uppi í fiöllunum er mjög gott útsýni yfir fiörðinn og eftir að hafa rennt sér niður verður bærinn skoðaður og tekið til við að smakka þjóðlegan mat hjá Grænlendingun- um. Á síðasta degi skoðum við þorp- ið Kulusuk sem er þrátt fyrir ná- lægðina við flugvöllinn og fiölda túrista á sumrin langt frá því að vera mjög nútímalegur bær. Margt veiðimanna er í þorpinu og fróðlegt að sjá hversu vel innfæddir halda í ýmsar hefðir sínar,“ segir Einar Torfi Finnsson. -aþ Sumarbæklingar ferðaskrifstofanna komnir út Sólarlandaferðir fyrirferðarmestar Um síðustu helgi kynntu allflestar ferðaskrifstofur sumarbæklinga sína. Eins og fyrri ár streymdi mikill mannfiöldi á ferðakynningar víðs vegar um borgina. Fjölmargir bók- uðu sumarleyfin strax um síðustu helgi og ekki annað að heyra á for- ráðamönnum ferðaskrifstofanna en árið í ár sé líklegt til að verða metár i utanferðum landsmanna. Rimini vinsæl í bæklingi Samvinnuferða-Land- sýnar era sólarlandaferðimar mest áberandi og megináherslur svipaðar og í fyrra. í fyrra hóf ferðaskrifstofan að bjóða beint flug til Rimini á Ítalíu og i sumar verður sæta- framboð þangað tvöfald- að vegna mikillar eftir- spumar. Mest fiölbreytnin er þó á ferðum tU MaUorca en þar er boðið upp á sjö mismunandi dvalar- staði, þar af tvo sem ekki hafa verið áður. Það eru Port d’Antratx á suð- vesturhomi eyjarinnar og Cala Mar- sal á austurströndini. Ýmsar sérferð- ir hafa notiö mikUla vinsælda undan- farin ár og hjá SL verður úr nægu að velja. Meðal áfangastaöa má nefiia Prag, Taíland, Keniu og Kúbu Borgarferðir eru á sínum stað og verða 14 þúsund sæti boðin tU stór- borga Evrópu. Genf, Berlín og Gauta- borg eru meðal nýjunga í þeim ferðum. Vikulega tíl Mallorca Úrval Útsýn gefur út tvo bæklinga fyrir sumarið; Sumarsól ’99 og Sér- ferðir. Eins og fyrri ár era Mallorca og Portúgal helstu áfangastaðir sólar- landafarþega. í sumar verða einnig vikulegar ferðir tU Viareggio í Toscanahéraðinu á Ítalíu og í fyrsta sinn verða íslenskir fararstjórar á staðnum. Fimm gististaðir verða í boði á )ar af einn nýr. Það er fiskimannabærinn Cala MUlor á austurströnd- inni. Af nýjungum má nefna flug og bíl tU Portúgals og er væntan- leg ferðahandbók fyrir þá sem hyggjast ferðast á eigin vegum um landið. Af spennandi sérferðum Úrvals Út- sýnar má nefna ferðir tU Asíulanda; Kína og Malasíu, Hong Kong og TaUands. London - París í einni ferð Costa del Sol og Benidorm eru MaUorca, Sólarlandaferðir eru vinsælli en nokkru sinni. í vetur hafa þúsundir manna dvalið á Kanaríeyjum og ekki er reiknað með minni aðsókn í sumar. áfangastaðir Heimsferða þegar kemur að sólarlandaferðum. I aUt sumar verða einnig vikulegar ferðir tU Barcelona og i fyrsta skipti ætlar ferðaskrifstofan að efna tU vikulegra ferða til London yfir sumartímann. Flogið verður á miðvikudögum en farþegum gefst einnig kostur á að kaupa sér pakkaferð sem felur í sér miða með Eurostar-hraðlestinni tU Parísar. Lúxemborg tvisvar í viku Sumar 99 nefnist bæklingur Ferða- skrifstofu Reykjavíkur. Þar er eins og hjá öðrum ferðaskrifstofum lögð áhersla á sólarlandaferðir. Tíunda árið í röð boðar ferðaskrifstofan ferð- ir til Benidorm. Annar kostur er ferð tU Barcelona með dvöl í strandbæn- um Sitges. Þá er ferðaskrifstofan með mikið úrval af ýmiss konar sumarhúsagist- ingu í Þýskalandi og Evrópu. Borgar- ferðir tU Parísar og London er aö finna í bæklingnum auk Lúxemborg- ar en þangað verða boðnar ferðir tvisvar í viku meö flugfélaginu Luxair i aUt sumar. -aþ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.