Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 33 "V %igt fólk í prófíl PiADIO Freyr og Stefán Örn. « Hvernig nýta krakkarnir tímann sem þeir hafa í útvarpinu? „Þeir þurfa aö skipuleggja þáttinn sinn og búa til eigin dag- skrá. Hjá mörgum tekst það mjög vel. Vitaskuld er mikið leik- ið af tónlist, hlustendur hringja inn og senda kveðjur eða spjalla. Oft er eitthvert ákveðið umræðuefni sem getur verið frá hvalveiðum til kynlífs. Þeir hafa mjög gaman af þessu,“ segir Haukur. Sigurgeir er í útvarpsráði. Það þýðir að hann er yfir krökkun- um sem vilja vera í útvarpinu og sér um að skipuleggja dag- skrána. Hann segir að það séu getraunaþættirnir með vinn- ingunum sem eru vinsælastir hjá krökkunum. „Þeir sem að útvarpsstöðinni standa hafa farið í fyrirtækin og fengið styrktaraðila, pitsur og fleira til þess að veita í vinninga. Tón- listin er einnig mikilvæg. Hún er af öllu tagi, ekkert mjög mik- ið af rappi heldur meira af eldri tónlist. Ef ætti að líkja Radíó við einhverja atvinnuútvarpsstöð sem nú er starfandi væri hún einhvers staðar á milli FM og Mono,“ segir Sigurgeir. ctefán Örn Kárason, Kristjon Daníel Örn Jóhannesson, FreyrJohannss^^, sögðust ekkerthafaun Siourbergsson, Magnus Por Olafeson voru nappað eft.r utseno • Þessar vikurnar starfrækja unglingarnir í Grafarvogi út- varpsstöð í sameiningu. Útvarpsstöðin ber nafnið Radio Mono og næst á tíðninni FM 98.3. Sent er út frá Gufunes- bæ sem hýsir stjórn félagsmiðstöðva í Grafarvogi, auk ýmiss konar starfsemi. Aö sögn forstöðumanna Gufunesbæjar, Atla Steins og Hauks, hefur það verið árlegt verkefni um nokkurra ára skeið að starfrækja útvarp í félagsmiðstöðvunum. Fimm skólar heyra undir Gufunesbæ en í stað þess að vera með útvarp á hverjum stað í eina viku var það sameinað og útvarpið haft í tvær vikur. Krakkarnir eru á aldrinum 13-16 ára en líka er í Gufunesbæ starf fyrir unglinga, sext- án ára og eldri, sem áður stunduðu félagsmiðstöðvarnar. Sigurgeir Magnússon og mennirnir sem halda utan um unglingana, Atli Steinn Árnason og Haukur Harðarson. DV-myndir Pjetur Kristjón og Magnús Þór. « Haldið þið að einhver hlusti á ykkur? „Já, ef dæma má af hringingunum þá gera það margir. Við eigum að nást um allt höfuðborgarsvæðið en auðvitað er það mest Grafarvogurinn sem hlustar. Það hefur hlaðist upp heilmikil stemning i kringum Radíó og allir eru að tala um það í hverfinu." En hvað finnst forstöðumönnum um að sumir bendi á Grafarvoginn sem vandræðaunglingahverfi? „Það er al- gjört kjaftæði,“ segja þeir aliir í kór. „Hvaða hverfi sem er getur lent í því að vera talið til vandræða og ekki þarf fleiri en einn eða tvo til þess að skapa slíkt óorð. Svona tal er heldur ekki bundið við Grafarvog, eins og í Ijós kom nýlega með Hagaskólaumræðunni þegar vesturbærinn lenti illa í því.“ -þhs \ / Hugrún Þor- steinsdóttir, markmaður Fram í hand- bolta Fullt nafn: Hugrún Þor- steinsdóttir. Fæðingardagur og ár: 19.12.72. Maki: Hjörlerfur Bernharðs- son. Börn: Þorsteinn, þriggja ára. Starf: Afgreiðsla og ræst- ingar. Skemmtilegast: Handbolti. Leiðinlegast: Að þrífa. Uppáhaldsmatur: Ham- borgarhryggurinn hennar mömmu á jólunum. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og kók. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Sonur- inn. Fallegasta röddin: Jói bakari. Uppáhaldslíkamshluti: Næstu spurningu, takk. Hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni: Alveg hlutlaus. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt? Johnny Bravo. Uppáhaldsleikari: Rowan Atkinson, Mr. Bean. Uppáhaldstónlistarmað- ur: Árni Johnsen, hahaha. Sætasti stjórnmálamað- urinn: Ertu að grínast? Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: [þróttir. Leiðinlegasta auglýsing- in: Dömubindaauglýsingar. Leiðinlegasta kvikmynd- in: Ég man ekki eftir neinni sérstakri. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Þorsteinn Joð. Uppáhaldsskemmtistað- ur: Heima með fjölskyldunni. Besta „pikköpp“-línan: Hvar hef ég séð þig áður. Hver hefur haft mest áhrif á líf þitt? SonurJ minn, þessi elska. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla ekki að verða stærri. Eitthvað að lokum? Áfram, Fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.