Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 33 "V %igt fólk í prófíl PiADIO Freyr og Stefán Örn. « Hvernig nýta krakkarnir tímann sem þeir hafa í útvarpinu? „Þeir þurfa aö skipuleggja þáttinn sinn og búa til eigin dag- skrá. Hjá mörgum tekst það mjög vel. Vitaskuld er mikið leik- ið af tónlist, hlustendur hringja inn og senda kveðjur eða spjalla. Oft er eitthvert ákveðið umræðuefni sem getur verið frá hvalveiðum til kynlífs. Þeir hafa mjög gaman af þessu,“ segir Haukur. Sigurgeir er í útvarpsráði. Það þýðir að hann er yfir krökkun- um sem vilja vera í útvarpinu og sér um að skipuleggja dag- skrána. Hann segir að það séu getraunaþættirnir með vinn- ingunum sem eru vinsælastir hjá krökkunum. „Þeir sem að útvarpsstöðinni standa hafa farið í fyrirtækin og fengið styrktaraðila, pitsur og fleira til þess að veita í vinninga. Tón- listin er einnig mikilvæg. Hún er af öllu tagi, ekkert mjög mik- ið af rappi heldur meira af eldri tónlist. Ef ætti að líkja Radíó við einhverja atvinnuútvarpsstöð sem nú er starfandi væri hún einhvers staðar á milli FM og Mono,“ segir Sigurgeir. ctefán Örn Kárason, Kristjon Daníel Örn Jóhannesson, FreyrJohannss^^, sögðust ekkerthafaun Siourbergsson, Magnus Por Olafeson voru nappað eft.r utseno • Þessar vikurnar starfrækja unglingarnir í Grafarvogi út- varpsstöð í sameiningu. Útvarpsstöðin ber nafnið Radio Mono og næst á tíðninni FM 98.3. Sent er út frá Gufunes- bæ sem hýsir stjórn félagsmiðstöðva í Grafarvogi, auk ýmiss konar starfsemi. Aö sögn forstöðumanna Gufunesbæjar, Atla Steins og Hauks, hefur það verið árlegt verkefni um nokkurra ára skeið að starfrækja útvarp í félagsmiðstöðvunum. Fimm skólar heyra undir Gufunesbæ en í stað þess að vera með útvarp á hverjum stað í eina viku var það sameinað og útvarpið haft í tvær vikur. Krakkarnir eru á aldrinum 13-16 ára en líka er í Gufunesbæ starf fyrir unglinga, sext- án ára og eldri, sem áður stunduðu félagsmiðstöðvarnar. Sigurgeir Magnússon og mennirnir sem halda utan um unglingana, Atli Steinn Árnason og Haukur Harðarson. DV-myndir Pjetur Kristjón og Magnús Þór. « Haldið þið að einhver hlusti á ykkur? „Já, ef dæma má af hringingunum þá gera það margir. Við eigum að nást um allt höfuðborgarsvæðið en auðvitað er það mest Grafarvogurinn sem hlustar. Það hefur hlaðist upp heilmikil stemning i kringum Radíó og allir eru að tala um það í hverfinu." En hvað finnst forstöðumönnum um að sumir bendi á Grafarvoginn sem vandræðaunglingahverfi? „Það er al- gjört kjaftæði,“ segja þeir aliir í kór. „Hvaða hverfi sem er getur lent í því að vera talið til vandræða og ekki þarf fleiri en einn eða tvo til þess að skapa slíkt óorð. Svona tal er heldur ekki bundið við Grafarvog, eins og í Ijós kom nýlega með Hagaskólaumræðunni þegar vesturbærinn lenti illa í því.“ -þhs \ / Hugrún Þor- steinsdóttir, markmaður Fram í hand- bolta Fullt nafn: Hugrún Þor- steinsdóttir. Fæðingardagur og ár: 19.12.72. Maki: Hjörlerfur Bernharðs- son. Börn: Þorsteinn, þriggja ára. Starf: Afgreiðsla og ræst- ingar. Skemmtilegast: Handbolti. Leiðinlegast: Að þrífa. Uppáhaldsmatur: Ham- borgarhryggurinn hennar mömmu á jólunum. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og kók. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Sonur- inn. Fallegasta röddin: Jói bakari. Uppáhaldslíkamshluti: Næstu spurningu, takk. Hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni: Alveg hlutlaus. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt? Johnny Bravo. Uppáhaldsleikari: Rowan Atkinson, Mr. Bean. Uppáhaldstónlistarmað- ur: Árni Johnsen, hahaha. Sætasti stjórnmálamað- urinn: Ertu að grínast? Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: [þróttir. Leiðinlegasta auglýsing- in: Dömubindaauglýsingar. Leiðinlegasta kvikmynd- in: Ég man ekki eftir neinni sérstakri. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Þorsteinn Joð. Uppáhaldsskemmtistað- ur: Heima með fjölskyldunni. Besta „pikköpp“-línan: Hvar hef ég séð þig áður. Hver hefur haft mest áhrif á líf þitt? SonurJ minn, þessi elska. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla ekki að verða stærri. Eitthvað að lokum? Áfram, Fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.