Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 16
16 tnyndsjá LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 DV — Kirkjan stendur eins og Ijós í myrkrinu þegar bæjarbúar eru að ganga til náða. í fyrra voru fimm pör gefin saman í kirkjunni og á næstunni ætlar presturinn að ferma þrettán börn úr þorpinu og tvö úr sveitinni. Presturinn segir mannlffið á Patreksfirði gróið og gott og að ekki sé hægt að lýsa þeirri tilfinningu að koma út í vorið að liðnum vetri. DV-myndir ÞÖK Séra Hannes Björnsson hefur verið prestur á Patreksfirði í sjö ár. Hann gef- ur út vikublaðið Vestra og er þegar kominn með 130 áskrifendur. Hann er lít- ið fyrir auglýsingar og segir Patreksfjörð ekki samkeppnisstað í þeim efn- um. „Hér hliðrar fólk til hvað fyrir öðru og leyfir hverjum að vera með sitt,“ segir presturinn og bætir við að það sé heilmikil menning fólgin í þvf að gefa út biað. Hann vill komast í samband við brottfiutta Patreksfirðinga og bend- ir á áskriftarsfmann: 456 1324. IU..IM1IINWU4IJTOII IJl.l. j ILLIIl.ll|il|Jj...4HI Hann hjólar við höfnina og lætur sig dreyma um vélsleða. Hann þarf ekki vara sig á vinnusvæðinu því þar er ekkert um að vera. Eldri strákar eiga flestir vélsleða og sýslumaðurinn eltir þá um bæinn daginn langan því það er bannað að vera á vélsleðum í bænum. Kannski fær hann vélsleða í vor þegar presturinn fermir hann. Á Vatneyrinni standa mjöltankar með húsi á toppnum. Friðþjófur Ó. Jóhannesson flutti tankana frá Noregi fyrir 20 árum og ætlaði þeim hlutverk í tengslum við uppbyggingu loðnubræðslu á staðnum. En loðnan kom og loðnan fór og eftir stóðu tankarnir eins og einkennistákn Patreksfjarðar. Friðþjófur hafði ætlað sér að klæða tankana að utan þannig að þeir litu út eins og háhýsi með gluggum en lauk aldrei verkinu. Klæðningin var komin á neðst og efst þeg- ar loðnan hvarf og allt fór á hausinn. Friðþjófur var sonarsonur Ólafs Jóhannessonar sem allt átti á Patreksfirði á sinni tíð. Þegar ekið er úr þorpinu og út með Patreksfirði að norðanverðu endar veg- urinn allt í einu og allt er búið. Þessi bfll ók á leiðarenda og lét það nægja. Þorpið stendur á Vatneyrinni og eftir henni er frægur bátur nefndur sem reyndar kom staðnum á landa- kort fréttanna í vikunni. Þetta er tæplega átta hundruð manna samfé- lag með grunnskóla, sýslumanni og sjúkrahúsi þó læknirinn sé aðeins einn. Læknisfrúin segir að stutt sé til Reykjavíkur og vinkonum henn- ar finnst gaman að fara í Bónus. Margar láta sér þó nægja að panta árumyndir hjá spákonu í Kópavogi. Þær koma með flugi fyrir hádegi. Um aldamótin bjuggu ríkir fram- kvæmdamenn á Vatneyrinni og íbúafjöldinn fór yfir þúsund. Seinna kom kvótinn og svo fór allur kvót- inn og nú reyna menn að kaupa hann aftur á margfoldu verði. Mörg íbúðarhús standa auð og eyðileggj- ast og ný einbýlishús kosta þijár milljónir - með átta herbergjum. Tvö veitingahús eru þar - annað lokað á kvöldin - og bíó á sunnudög- um. -EIR Bátur á þurru landi og sjórinn fullur af fiski. Það er alls ekki öruggt að hann fari á sjó aftur þessi og blotni þar með um kjöl. Nema þá af snjónum í landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.