Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 25
UV LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 25 Kevin Keegan verður iandsliðsþjálfari í fjórum leikjum: Maðurinn með krullurnar Þau tíðindi bárust fyrr í þessari viku að Kevin Keegan yrði lands- liðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu fram á vorið. Keegan mun því einungis stjórna liðinu í fjórum leikj- um í þetta sinn. Næsta vetur heldur hann aftur til Fulham en hann hefur stjómað C- deildarliði Fulham undanfarið og trónir það nú á toppi C- deildar. Tvöfaldur knatt spyrnumaður Evrópu Keegan skaust upp á stjörnu- himininn um miðjan áttunda áratuginn þegar hann spilaði með Liverpool sem þá bar höfuð og herðar yfir önnur lið á Englandi og í Evr- ópu. Maðurinn með krullurnar varð gif- urlega vinsæll meðal knattspyrnuáhugamanna og hafði mikil áhrif á hártískuna. Hann hefur alltaf verið mikill skapmaður og margir minnast þess að Keegan er einn af fáum sem reknir hafa verið af velli í leik um góðgerðarskjöldinn. Það gerðist árið 1971 þegar Keegan lenti í slagsmálum við Leeds-mann- inn Billy Bremner. Á þessum árum var hann tvisvar kosinn knattspymumaður Evrópu. Samspil Keegans og Johns Tos- hack í framlinu Liverpool var ævintýri líkast og virt- ist mörgum sem á milli þeirra væri hugsana- flutningur, svo samstillt- ir voru þeir. Eftir að hafa unnið Evrópubikarinn með Liver- pool árið 1977, þegar liðið vann Krullu- kollurinn Kevin Keegan er einn af dáð- ustu knatt- spyrnumönnum sögunnar. an hélt heim til Englands árið 1980 og gekk til liðs við Sout- hampton sem var þá í neðri hluta fyrstu deildar. Það reyndist vera mjög viturleg ákvörðun og koma Keegans lyfti leik liðsins upp i hæstu hæðir og þeytti því upp stigatöfl- Borussia Mönchengladbach, hélt Keegan til meginlandsins og lék með Hamburger SV. Knattspymuheim- urinn rak upp stór augu þegar Keeg- una. Vera Keegans á The Dell lokkaöi stjömuleikmenn til Uðsins og það stóð í blóma. Árið 1982 hófst ástarævintýri Keeg- ans og áhangenda Newcastle en þá gekk hann til liðs við liðið. Þá var Newcastle i annarri deild en með hjálp Keegans komst það upp í fyrstu deild árið 1984. Enginn leikmaður hef- ur verið dýrkaður jafnmikið af áhan- gendum Newcastle og Keegan. Til marks um aðdáunina má nefna að eft- ir síðasta leik Keegans með félaginu lenti þyrla á miðjum St. James’ Park og flutti hann á brott. Aftur í boltann Keegan hvíldi sig á knattspyrnunni í átta ár. Tímanum eyddi hann á Spáni þar sem hann vann stíft að því að ná niður forgjöfmni. Árið 1992 sneri hann aftur heim til Newcastle þar sem hann tók við stjórnartaumun- um. Hann bjargaði liðinu frá falli nið- ur í þriðju deild og hélt af stað með liðið upp stigatöfluna og kom liðinu upp í efstu deild og var nærri meist- aratitli árið 1996 þegar liðið hafði 12 stiga forystu þegar skammt var eftir af keppnistimabilinu. Einhvem veg- inn náði liðið þó að glutra niður for- ystunni og var helsta ástæðan talin ótímabær innkoma Faustino Asprilla í liðið en Keegan bar auðvitað ábyrgð á því. Keegan endaði feril sinn með Newcastle með óvæntri uppsögn sinni árið 1997. Þegar Keegan var knattspyrnu- stjóri Newcastle var miklum fjármun- um eytt í kaup á leikmönnum, svo miklum að mörgum þótti nóg um. Hann hefur haldið fastar um budduna sem knattspyrnustjóri Fulham. Fræg- asti „verðandi" tengdafaðir í heimi, Mohamed A1 Fayed, hefur þó verið öt- ull við að koma aurum sínum í vasa félagsins. Saman gerðu þeir félagar, Keegan og AI Fayed, áætlanir árið 1997 um að lið Fulham, sem hefur ekki leikið í efstu deild siðan 1968, kæmist upp í A-deild á innan við fimm árum. -sm ALUR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn i rúðum og speglum • • styrktarbita i hurðum • • samlitaða stuðara • á ótrúlegu veröi • Hátt og lágt drif - byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlátvél • Einstaklega góður í endursölu $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is VITARA TEGUND: VERÐ: JLX SE 3d 1.580.000 KR. JLXSE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 KR. Holl og bragdgód jurtakœfa Prjár [júffengar matvöruverslunum hraCtðte&lMCllr! Dreifing: Heilsa ehf. ' S:5B3 3232 NICORETTE tnnsogslyf Þegar þú vilt hœtta að reykja Febrúartilboö á „STARTPAKKA” hjá eftirtöldum aðilum: Apótek Austurbæjar Árbæjar Apótek Borgar Apótek Breiöholts Apótek Fjaröarkaups Apótek Grafarvogs Apótek Háaleitis Apótek Holts Apótek Hraunbergs Apótek Ingólfs Apótek Laugavegs Apótek Nesapótek, Seltj. Vesturbæjar Apótek Háteigsvegi 1 Hraunbæ 102 b Álftamýri 1 Mjódd Hólshrauni 1 b Hverafold 1-5 Háaleitisbraut 68 Glæsibæ Hraunbergi 4 Kringlunni 8-12 Laugavegi 16 Eiðistorgi 17 Melhaga 20-22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.