Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Síða 25
UV LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 25 Kevin Keegan verður iandsliðsþjálfari í fjórum leikjum: Maðurinn með krullurnar Þau tíðindi bárust fyrr í þessari viku að Kevin Keegan yrði lands- liðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu fram á vorið. Keegan mun því einungis stjórna liðinu í fjórum leikj- um í þetta sinn. Næsta vetur heldur hann aftur til Fulham en hann hefur stjómað C- deildarliði Fulham undanfarið og trónir það nú á toppi C- deildar. Tvöfaldur knatt spyrnumaður Evrópu Keegan skaust upp á stjörnu- himininn um miðjan áttunda áratuginn þegar hann spilaði með Liverpool sem þá bar höfuð og herðar yfir önnur lið á Englandi og í Evr- ópu. Maðurinn með krullurnar varð gif- urlega vinsæll meðal knattspyrnuáhugamanna og hafði mikil áhrif á hártískuna. Hann hefur alltaf verið mikill skapmaður og margir minnast þess að Keegan er einn af fáum sem reknir hafa verið af velli í leik um góðgerðarskjöldinn. Það gerðist árið 1971 þegar Keegan lenti í slagsmálum við Leeds-mann- inn Billy Bremner. Á þessum árum var hann tvisvar kosinn knattspymumaður Evrópu. Samspil Keegans og Johns Tos- hack í framlinu Liverpool var ævintýri líkast og virt- ist mörgum sem á milli þeirra væri hugsana- flutningur, svo samstillt- ir voru þeir. Eftir að hafa unnið Evrópubikarinn með Liver- pool árið 1977, þegar liðið vann Krullu- kollurinn Kevin Keegan er einn af dáð- ustu knatt- spyrnumönnum sögunnar. an hélt heim til Englands árið 1980 og gekk til liðs við Sout- hampton sem var þá í neðri hluta fyrstu deildar. Það reyndist vera mjög viturleg ákvörðun og koma Keegans lyfti leik liðsins upp i hæstu hæðir og þeytti því upp stigatöfl- Borussia Mönchengladbach, hélt Keegan til meginlandsins og lék með Hamburger SV. Knattspymuheim- urinn rak upp stór augu þegar Keeg- una. Vera Keegans á The Dell lokkaöi stjömuleikmenn til Uðsins og það stóð í blóma. Árið 1982 hófst ástarævintýri Keeg- ans og áhangenda Newcastle en þá gekk hann til liðs við liðið. Þá var Newcastle i annarri deild en með hjálp Keegans komst það upp í fyrstu deild árið 1984. Enginn leikmaður hef- ur verið dýrkaður jafnmikið af áhan- gendum Newcastle og Keegan. Til marks um aðdáunina má nefna að eft- ir síðasta leik Keegans með félaginu lenti þyrla á miðjum St. James’ Park og flutti hann á brott. Aftur í boltann Keegan hvíldi sig á knattspyrnunni í átta ár. Tímanum eyddi hann á Spáni þar sem hann vann stíft að því að ná niður forgjöfmni. Árið 1992 sneri hann aftur heim til Newcastle þar sem hann tók við stjórnartaumun- um. Hann bjargaði liðinu frá falli nið- ur í þriðju deild og hélt af stað með liðið upp stigatöfluna og kom liðinu upp í efstu deild og var nærri meist- aratitli árið 1996 þegar liðið hafði 12 stiga forystu þegar skammt var eftir af keppnistimabilinu. Einhvem veg- inn náði liðið þó að glutra niður for- ystunni og var helsta ástæðan talin ótímabær innkoma Faustino Asprilla í liðið en Keegan bar auðvitað ábyrgð á því. Keegan endaði feril sinn með Newcastle með óvæntri uppsögn sinni árið 1997. Þegar Keegan var knattspyrnu- stjóri Newcastle var miklum fjármun- um eytt í kaup á leikmönnum, svo miklum að mörgum þótti nóg um. Hann hefur haldið fastar um budduna sem knattspyrnustjóri Fulham. Fræg- asti „verðandi" tengdafaðir í heimi, Mohamed A1 Fayed, hefur þó verið öt- ull við að koma aurum sínum í vasa félagsins. Saman gerðu þeir félagar, Keegan og AI Fayed, áætlanir árið 1997 um að lið Fulham, sem hefur ekki leikið í efstu deild siðan 1968, kæmist upp í A-deild á innan við fimm árum. -sm ALUR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn i rúðum og speglum • • styrktarbita i hurðum • • samlitaða stuðara • á ótrúlegu veröi • Hátt og lágt drif - byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlátvél • Einstaklega góður í endursölu $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is VITARA TEGUND: VERÐ: JLX SE 3d 1.580.000 KR. JLXSE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 KR. Holl og bragdgód jurtakœfa Prjár [júffengar matvöruverslunum hraCtðte&lMCllr! Dreifing: Heilsa ehf. ' S:5B3 3232 NICORETTE tnnsogslyf Þegar þú vilt hœtta að reykja Febrúartilboö á „STARTPAKKA” hjá eftirtöldum aðilum: Apótek Austurbæjar Árbæjar Apótek Borgar Apótek Breiöholts Apótek Fjaröarkaups Apótek Grafarvogs Apótek Háaleitis Apótek Holts Apótek Hraunbergs Apótek Ingólfs Apótek Laugavegs Apótek Nesapótek, Seltj. Vesturbæjar Apótek Háteigsvegi 1 Hraunbæ 102 b Álftamýri 1 Mjódd Hólshrauni 1 b Hverafold 1-5 Háaleitisbraut 68 Glæsibæ Hraunbergi 4 Kringlunni 8-12 Laugavegi 16 Eiðistorgi 17 Melhaga 20-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.