Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 lönd Milosevic neitaði að hitta Chris Hill stuttar fréttir Mel B með hríðir Kryddpían Mel B var flutt með hríðir á fæðingardeild í gær- morgun. Hún átti ekki von á barni sínu fyrr en 10. mars. Eins og Jeltsín Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í Moskvu í gær að hann ætti þaö sam- eiginlegt meö Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta að hafa óbeit á frétta- mönnum og sviðsljósi. Sjálfur sagði Rússlandsforseti að hann hefði kviðið fyrir fundinum með Schröder. Jeltsín sagði þá báða fljóta að ná sambandi. Velja kosningakerfi ítalska stjórnin tilkynnti í gær að þjóðaratkvæðagreiðsla um kosningakerfi færi fram 18. apríl næstkomandi. 8 ára gísl frelsaður Rússnesk öryggislögregla frelsaði á fimmtudagskvöld átta ára rússneskan dreng sem setið hefur í gíslingu í Tsjetsjeníu síð- an síðastliðið sumar. Fjárlög samþykkt Neðri deild japanska þingsins samþykkti i gær fjárlagafrum- varp sem á að reisa við efnahag landsins. Auka á opinberar fjár- festingar um 10 prósent. Hættuleg grýlukerti Fimm Moskvubúar slösuðust svo mikið er þeir urðu fyrir grýlukertum á flmmtudaginn að þeir urðu að fara á sjúkrahús. Grænfriðungar neita Grænfriðungar visuöu í gær á bug ásökunum inúíta um að þeir ætluðu að koma í veg fyrir hval- veiðar í vísindaskyni og hval- veiðar innfæddra. Lofa fjárhagsaðstoð Jose Ramos Horta friðarverð- launahafi visaði því á bug í gær að A-Tímor gæti ekki kom- ist af efnahags- lega fengi hér- aðið sjálfstæði. Sagði Horta að hann hefði fengið loforð um fjárhagsað- stoö frá Portú- gal, öllum Norðurlöndunum, Bretlandi og Brasilíu. Hæsti maður heims Úgandabúinn John Paul Ofwono, sem er 2,49 m hár og ef í til vill hæsti maður heims, j stökkti eitt sinn hermönnum á flótta. Þeir héldu aö hann væri draugur. Opinber borgar- drykkur Borgaryfirvöld í strandborginni Huntington Beach, rúma 60 km suð- ur af Los Angeles í Bandaríkjunum, hafa útnefnt Coca Cola opinberan borgardrykk. I því felst að enga aðra svaladrykki en kók má auglýsa eða selja í húseignum, lendum og lóðum í eigu borgarinnar. Fyrir þetta borg- ar Coca Cola-fyrirtækið samtals 600 þúsund dollara á ári. Til samanburð- ar verða fyrirtæki að greiöa allt upp í nokkrar milljónir dollara fyrir að vörumerki þeirra sjáist á íþróttavöll- um þegar alríkiskeppni í ameríska fótboltanum fer fram. í Huntington Beach búa um 194 þúsund manns. Borgin er oft nefnd Brimbrettaborg, eða Surf City, en hún er mikið sótt af brimbrettafólki sakir langrar sandstrandar og hag- stæðs öldugangs. Þar hefur nú verið komið upp kókauglýsingum á flest- ar opinberar byggingar og önnur sameiginleg mannvirki borgarbúa og kóksjálfsalar eru alls staðar þar sem fólk er á ferli. -Reuters Forseti Júgóslavíu, Slobodan Milosevic, neitaði í gær að hitta sendimann Bandaríkjanna, Chris Hill, sem kom til Belgrad til fundar við hann um Kosovodeiluna. Þetta var í annað sinn í þessari viku sem Hill fór til Belgrad til þess að reyna að þrýsta á samkomulag í viðræð- unum um framtíð Kosovo sem fram hafa farið í Frakklandi. Stórveldin gáfu deiluaðilum frest til hádegis í dag til þess að komast að samkomu- lagi. „Ég get ekki ímyndað mér að Milosevic hafi þurft að sinna mikil- vægari erindum í dag en að hitta Hill til þess að leysa málin,“ sagði vestrænn stjómarerindreki í Belgrad i gær. Forsætisráðherra Tyrklands, Bú- lent Ecevit viðurkenndi í gær i við- talið við tyrkneska blaðið Húrriyet að stjórnvöld hefðu fengið hjálp er- lendis frá við að hafa hendur í hári kúrdíska PKK-leiðtogans Abdullahs Öcalans. Ecevit sagði að ákvörðunin um aðgerðir gegn Öcalan hefði verið tekin eftir að Tyrkir hefðu fengið upplýsingar um þann 4. febrúar síð- astliðinn að Öcalan væri í Keníu. Fyrr í gærdag hafði Milosevic sagt við sendinefnd frá Kýpur að Serbar myndu ekki láta Kosovo af hendi þótt gerðar yrðu loftárásir á þá. Atlantshafsbandalagiö, NATO, hefur hótað loftárásum samþykki Serbar ekki bæði aukna sjálfstjóm Albana í Kosovo og að NATO-herlið haldi upp eftirliti í Kosovo. Forseti Serbíu, Milan Milutinovic, bað í bréfi tengslahóp- inn svokallaða að falla frá kröfum sínum um að senda eftirlitssveitir til Kosovo. Bað hann menn um að einbeita sér í staðinn að pólitískum deilumálum. Er beiðni Serbíuforset- ans túlkuð á þann hátt að Serbar séu reiðubúnir að samþykkja pólitíska lausn en ekki öryggisatriði Ecevit gaf þó ekki upp hvaðan upp- lýsingamar komu. „Ég get ekki af- hjúpað það. Ég get ekki nefnt land- ið. En þið getið jú sjálfir giskað,“ sagði forsætisráðherrann. Banda- rísk yfirvöld hafa neitað að hafa átt þátt í handtöku Öcalans en þau hafa ekki neitað því beint að hafa veitt Tyrkjum upplýsingar. Forsætisráðherra Grikklands, Costas Simitis, kvaðst i gær ætla að útskýra fyrir leiðtogum Evrópusam- tengd henni. Óháðir fjölmiðlar í Belgrad greindu hins vegar frá því að stjómin í Belgrad væri reiðubú- in að samþykkja eftirlitssveitir NATO í Kosovo. Vesturlenskir stjómarerindrekar tóku að streyma frá Belgrad í gær. Kanadískar fjölskyldur sáust aka á brott til Búdapest í Ungverjalandi. Ættingjar breskra og bandarískra diplópata ætluðu einnig að halda á brott. Hjálparsamtök hófu brott- flutning á starfsliði sínu frá Kosovo. Um þrettán hundmð alþjóðlegir eft- irlitsmenn bjuggu sig undir að halda á brott með skömmum fyrirvara. Gert er ráð fyrir að loftárásir geti hafist innan fiögurra sólarhringa frá því að fresturinn rennur út. bandsins þátt Grikklands í máli Öcalans. Forsætisráðherrann rak á fimmtudaginn þrjá ráðherra og veitti þar með klíku öfgafullra þjóðemissinna, sem vildi draga Grikkland inn í málið, lexíu, sam- kvæmt Herald Tribune. Kúrdar hertóku ýmsar opinberar skrifstofur í Evrópu í gær og kröfð- ust þess að réttarhöldin yfir Öcalan færu fram utan Tyrklands. Hvíta húsið kannast ekki við símtöl við Jeltsín Bill Clinton Bandaríkjaforseti j hefúr hvorki talað við Borís Jeltsín Rússlandsforseta í síma I né fengið bréf frá honum síð- í ustu daga, | samkvæmt upplýsingum frá Hvíta hús- inu í Was- | hington. | Jeltsín 1 greindi frétta- mönnum frá | því í Moskvu | á fimmtudaginn að hann hefði I tjáð Clinton bæði símleiðis og í I bréfi aö hann sætti sig ekki við í hernaðaraðgerðir á Balkan- skaga færa friðarviðræðumar í Frakklandi út um þúfur. Reyndar ræddi Jeltsín við j Madeleine Albright, utanríkis- | ráðherra Bandaríkjanna, í síma fyrir tveimur vikum þegar hún var í heimsókn í Moskvu. Sjálfur hefur Clinton ekki | haft beint samband við Jeltsín undanfama daga nú þegar kom- :; ið er að lokum viðræðnanna um frið í Kosovo. Þykir það benda ; til að Bandaríkin líti ekki leng- ur á Jeltsín sem þungavigtar- | mann í pólitík. Furby bjarg- aði húsráð- endum úr eldsvoða Að loknum rómantískum Sj kvöldverði í húsi sínu í Los ; Angeles sofnuðu Quentin Guti- j errez og unnusta hans út frá log- I andi olíulampa í húsi sínu i Los I Angeles. Tveimur klukkustund- 1 um seinna vaknaði Quentin við ; undarlegt hljóð. „Ég skildi ekki í fyrstu hvað I það var og reyndi að softia aftur. | En hljóðið hélt áfram," segir I Quentin. Þá sá hann leikfanga- | dýrið Furby við hliðina á sér í | rúminu. Hann hafði gefið I unnustunni dýrið og hún hafði I lagt það á koddann sinn. Nokkrum sekúndum seinna sá Quentin eldtungur teygja sig upp frá olíulampanum við gluggann. ; Leikfangadýrið bregst við birtu t og vaknar þá og fer að tala. Fur- by hélt sem sagt að það væri kominn dagur þegar eldurinn j kviknaði og vakti húsbónda sinn. Bandaríkja- menn vilja i konu i forseta- embættið Bandaríkjamenn era búnir að | fá nóg af kynlífshneyksli. Nú | vilja þeir konu á forsetastól, j samkvæmt skoðanakönnun sem l bandaríska | dagblaðiö | New York j Times hefur l gert. 58,1 pró- senti þykir i; tími til kom- inn að kona verði forseti. 23,5 prósent 1 sögðu nei og 18,4 prósent vora j hlutlaus. Kona nýtur mest fylgis ; meðal ungra kjósenda en 1 minnst hjá eldri körlum. Mun- urinn var þó ekki mikill. 44,8 prósent telja að minni líkur séu á að kvenforseti flækist í hneykslismál eins og Bill Clint- on Bandarikjaforseti. 44,5 pró- sent telja líkumar jafn miklar j en aðeins 5,4 prósent era þeirr- 1 ar skoðunar að kona í Hvíta húsinu geti flækst í verra mál. Fleiri aðspurðra vilja heldur | Elizabeth Dole en Hillary Clint- j on fyrir forseta eða 53,9 prósent á móti 38,1. Kauphallir og vöruverð erlendis New York 9298,63 finon£ - UwU fc 5500 | 5000 1 Dow Jones mn London 6074,9 rnSmv&É : ia x Frankfurt Tokyo Hong Kong 4845,08 14146,79 2000 ÐAX-40 S 0 N ó Jijendra Mandhar og sex önnur börn frá Bombay á Indlandi fengu ferð til Singapúr í verðlaun í keppni tilraunaleikhúss. Hér heilsa börnin upp á páfagauka í fuglagarði í Singapúr. Símamynd Reuter Ecevit um leitina aö Öcalan: Viðurkennir að Tyrkir hafi fengið aðstoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.