Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 Carrie Binns var kennslukona og hæglát i meira lagi en þennan morg- un átti hún eftir að komast í meira uppnám en hún hafði nokkru sinni átt von á. Aðdragandinn var sak- leysislegur. Hún ætlaði að fá sér kaffisopa en komst að því að sykurkarið hennar var orðið tómt. Er hún ætlaði að fylia það sá hún að sykurpokinn var líka tómur. Þar eð hún var búin að kaupa inn fyrir daginn ákvað hún að fara til grannkonu sinnar, Margaret Haizlip, og biðja hana að lána sér smá- vegis sykur. Stutt var yfir til frú Haizlip. Carrie Binns barði að dyrum hjá henni en fékk ekki svar. Hana grunaöi að hin sjötíu og sjö ára kona hefði ekki heyrt bankið og tók í huröarhúninn. Hurðin reyndist ólæst. Carrie gekk inn. í fyrstu sá hún gömlu konuna hvergi en þegar hún gekk inn í svefnher- bergið blasti við henni sjón sem fékk hana til að reka upp hátt skelfingaróp. Á gólf- inu lá frú Haizlip, illa leikin, blóöug og ljóst var að hún væri ekki lengur þessa heims. Eftir að hafa jafh- að sig eilítið gerði Carrie Binns lögreglunni aðvart. verið litið út um gluggann hjá sér og séð einhvern reyna að stela bílnum. Hún hefði hugsanlega reynt að hrekja þjófinn burt en hann þá elt hana inn í húsið þar sem átök hefðu hafist og þeim lyktað á þann hátt sem að- koma frú augu rannsóknarmanna beindust nú að og vakti mesta furðu var pylsuendi sem fannst í eldhúsinu. Innihald ísskápsins hafði verið skoðað og þar hafði ekki verið margt, ef frá er talinn pylsupakki. Hann hafði verið opnaður. Og við það var í sjálfu sér ekkert athuga- vert. En þegar ísskápurinn var færður til kom í ljós saman við bitiö í pylsuendanum. Morðið hafði verið framið í febrúar og þegar komið var fram í mars hafði morðinginn ekki fundist. Rannsókn- arlögreglumennimir voru því orðnir býsna vonlausir um að hinn seki fyndist. Og ástæðan til morðsins var eins óljós og fyrr. í raun var ekki hægt að útiloka að einhvers konar Tannaförin Rannsóknarlögreglumenn og tæknideildarmenn í Dade-sýslu í Flórída gerðu sér strax grein fyrir því að frú Haizlip hafði orðið fyr- ir óvenju grimmilegri árás. Hún hafði verið bar- in, átta af rifjum hennar voru brotin og hún var með höfuðáverka. Þá hafði snúru á strokjámi verið brugðiö um háls hennar og hert að. Höf- uðáverkinn var greini- lega eftir strokjámið. En það sem vakti mesta furðu var sár á ööru lærinu. Lítill vafi virtist leika á að það væri bitsár. Réttarlæknir og tannlæknir skoð- uðu sárið á lærinu og komust að þeirri niðurstöðu að það væri eftir gervitanngarð. í fyrstu var talið að frú Haizlip kynni að hafa misst efri gervitanngarð Jatningin Bltfarlö i Pysuendanum. frú Haizj'P Leit var nú hafin að Stéwart. Hann fannst þó hvergi, en loks tókst að finna mann sem gat skýrt frá því að hinn éftirlýsti hefði farið til Palm Beach þar sem hann hefði fengið sér starf á veitingahúsi. Næsta skref fúlltrúanna var að fara til Palm Beach. Þar var rætt við eig- endur og starfsfólk margra veitinga- húsa og þar kom að það rétta fannst. Eigandi þess kannaðist við manninn sem leitað var en sagði að hann væri hættur störfum. A Palm Beach tókst hins vegar að fá rnn það upplýsingar að Stewart hefði farið til Columbia í Suður-Karólínu. Þar fannst hann svo og var færður til Flórída. Rannsóknarlögreglan bar nú saman fingraför Stewarts við þau sem fundist höfðu í húsinu. Nokkur þeirra reyndust af honum en þar eð hann hafði verið kunn- ugur frú Haizlip og hafði heimsótt hana nokkrmn sinnum áður þóttu þau ekki geta sannað sekt hans. Og sama væri að segja um langa, ljósa hárið sem fannst í teppinu. Það hefði getað dottið á gólfið í fyrri heim- sókn. Það var því aðeins eitt sem gat fellt Stewart, tannaförin. Hann var lát- inn bíta í mjúkt efni eins og það sem tannlæknar nota við mótagerð og þeg- ar fórin í því voru borin saman við bitið í pyslu- endanum og bitfarið í læri frú Haizlip reynd- ust þau hin sömu. Eftir að Stewart hafði verið gerö grein fyrir samanburði bit- faranna játaði hann á sig morðið og gerði grein fyrir aðdrag- anda þess. Sagan Stewart skýrði nú svo frá að um- ræddan morgun hefði hann veriö á gangi skammt frá húsi frú Haizlip. Hún hefði séð til hans, kallað í hann og spurt hvort hún mætti ekki bjóða hon- um morgunmat. Hann sagðist hafa þegið það en þegar hann Hann féll á bitinu sinn úr sér og hann hefði fyrir til- viljun valdið sárinu. Það kynni að hafa gerst í átökunum við morðingj- ann. En skoðun á tanngarði hennar og bitsárinu leiddi í ljós að hann kom ekki við sögu. Ljóst var því að morðinginn sem lögreglan leitaði hafði bitið fómarlamb sitt í lærið. Fáar vísbendingar Það fór ekki fram hjá lögreglu- fulltrúunum sem rannsökuðu morðið að ekkert benti til þess að brotist hefði verið inn í hús frú Haizlip. Þar virtist allt á sínum stað. Það leit aftur út fyrir að ein- hver hefði reynt að stela bO gömlu konunnar. Vélarhlífinni hafði ver- ið lyft upp og á rafmagnsleiðslum mátti sjá að einhver hafði reynt að tengja „fram hjá“ og ræsa bilinn en það hafði þó greinilega ekki tek- ist. Ein hugmyndanna sem fram komu var sú að frú Haizlip hefði Binns hafði leitt í ljós. Þetta voru einu vísbendingamar sem lögreglan hafði til að upplýsa þetta morð sem hafði verið framið að morgni 23. febrúar 1989. Það varð þó íhugunarefni að það hafði verið framið að morgni, því frú Haizlip var þekkt fyrir að fara snemma á fætur og opna glugga til að láta morgunblæinn bera hreint loft inn í húsið eftir nóttina. Pylsan Er hér var komið leit ekki vel út með að takast myndi að upplýsa hver bar ábyrgð á morðinu. Tækni- menn ákváðu því að rannsaka vett- vanginn enn á ný og huga að öllu sem hugsanlega gæti hafa komið við sögu. Öll fingraför sem fúndust vora tekin og hver ferþumlungur gólfteppanna skoðaður. Það leiddi til þess að í einu þeirra fannst langt, ljóst hár. Þaö var greinilega ekki hár af höfði frú Haizlip. En það sem pylsuendi sem fleygt hafði verið aft- ur fyrir hann. 1 honum vom greini- lega tannaför. Pylsuendinn var sendur á rann- sóknarstofu þar sem ffam fór smá- sjárrannsókn. Hún sýndi svo ekki varð um villst aö förin vom ekki eftir frú Haizlip. Á einum stað var bil, en það táknaði að þann sem bit- ið hafði í pylsuna vantaði eina tönn. Leitin byrjar Enn frekari skoðun tæknimanna á vettvangi glæpsins bar ekki árangur. Ekkert nýtt kom fram. Það var því ljóst að ætti að upplýsa morðið yrði að byggja á því sem nú lá fyrir, að minnsta kosti þangað til og ef aðrar visbendingar fyndust. Var því hafm leit að öllum þeim sem sést höfðu á ferð í hverfinu á þeim tíma er morðið var framið. Margir vom teknir til yf- irheyrslu og hver og einn einasti sem hugsanlega var talinn geta hafa kom- ið við sögu var beðinn að gefa tanna- för. Engin þeirra komu þó heim og tök hefðu orðið við rannsóknina eða að fulltrúum og tæknimönnum hefði sést yfir eitthvað og ástæðan væri sú að það væri svo augljóst að enginn teldi það skoðunar virði. Hvers vegna hafði morðinginn opnað vélarhlif bíls- ins, bitið í pylsu og hent enda hennar á bak við ísskáp en ekki tekið nein verðmæti úr húsinu? Var ef til vill um að ræða vísvitandi tilraun til að afvegaleiða lögregluna? Ábendingin Er nokkuð langt var liðið á mars- mánuð handtók lögreglan í Dade-sýslu ungt par með fikniefni í fórum sínum. Við yfirheyrslu sagðist unga fólkið hafa heyrt að Roy nokkur Stewart hefði þekkt frú Haizlip. Sagði stúlkan að sér hefði verið sagt að hann tengd- ist morðinu á einhvern hátt. Reyndar hefði Stewart sjálfur sagt sér að hann hefði þekkt hana. Ekki hafði hann þó farið nánar út í hve náin þau kynni hefðu verið. hefði setið um hríð við morgunverð- arborðið hefði hann séð úr sem hann hefði reynt aö stela. Frú Haizlip hefði séð til sín, reiðst og slegið sig. Til átaka hefði komið og þeim lyktað á þann hátt sem raun bar vitni. Hann sagðist hins vegar viss að gamla konan hefði enn verið á lífi þegar hann hefði farið. Það vora hins vegar ekki taldar miklar málsbætur, því hann gerði engum aðvart. Ákæra var gefin út í málinu en hvorki fyrir réttarhöldin né meðan þau stóðu gat sakbomingurinn gef- ið neina skýringu á því hvers vegna hann hafði bitið fómarlamb sitt. Það vora hins vegar bitförin sem felldu hann, eins og fyrr segir, og eftir að kviðdómur hafði fundið hann sekan dæmdi dómarinn hann til lífláts. Hann var fluttur á dauða- deild ríkisfangelsisins þar sem hann bíður nú aftöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.