Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 13
JLJ",Vr LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 13 Val Kilmer: Gleymir ekki gömlum skuldum Val Kilmer gleymir engu, eins og leikarinn Kevin Spacey hef- ur nýlega sannreynt, en þeir kumpánar hafa ekki talast við síðan þeir gengu saman f Julli- ard leiklistarskólann. Svo virð- ist sem Kevin hafi átt í fjárhags- basli og pabbi Vals, hinn auð- ugi Eugene, samþykkt að lána honum fyrir hluta skólagjald- anna. „Þetta voru 18.000 dollar- ar,“ segir Val. „Pabbi hélt að við værum svo nánir vinir að hann skrifaði handa honum ávísun.“ Mörgum árum seinna hittust þeir Kilmer og Spacey og Val minnti þennan fyrrum fátækling umsvifalaust á skuldina. „Hann sendi pabba þúsund dollara og eitthvert vælubréf sem var fullt af lygum,“ segir Val, en Kevin segir að lánið hafi einungis numlð 800 dollurum og hann hafi því greitt það allt til baka með vöxtum. Því miður er Eugene Kilmer lát- inn og getur því ekki varpað neinu Ijósi á þetta dularfulla mál. Val gæti hins vegar vel snúið sér að handrukkunum ef hann hættir einhvern tíma að leika í kvikmyndum. Sharon sýnir kaldhæðni Sharon Stone er ekki ein af þeim manneskjum sem fólk óskar eftir að komast í kast við, elns og gestur í spjallþætti Ros- eanne komst að nýlega. Þáttur- inn var tileinkaður fólki sem hélt því fram að það hefði áður verið samkynhneigt, en væri nú læknað. Einn gestanna sagðist í ofanálag hafa „beðið á brott“ eyðniveiruna úr Ifkama sinum. Sharon, sem hefur barist gegn fordómum tengdum eyðni, hafði falið sig í áhorfendaskar- anum en stökk síðan óvænt fram og sagði: „Sem meðlimur í stjórn sjóðs tileinkuðum eyðnl- rannsóknum óska ég þér til hamingju. Þú ert eini maðurinn í heiminum sem hefur læknast af eyðni. Þú ert undur.“ Vitni segja Sharon hafa talað af nokkurri kaldhæðni. __________________________ Ú sviðsljós Winona Ryder: brennir Hvað er það eiginlega við það að hætta með Johnny Depp sem veldur því að konur bilast? Kate Moss var al- veg í rusli þegar þau hættu að vera saman og nú hefur Winona Ryder sagt frá því í viðtali hvernig hún drekkti sorgum sínum þegar öllu var lokið á milli þeirra. „Ég gerðist alkóhólisti um tveggja vikna skeið og eyddi mikl- um tíma í hótelherberginu mínu þar sem ég drakk skrúf- jám (vodka í appelsínusafa) og reykti sígarettur," segir Winona. Hún bætti um betur þar sem hún drap sig næst- um eina nóttina þegar hún sofnaði út frá logandi sígar- ettu og vaknaði við að herbergið stóð í björtu báli. „Þetta nægði til þess að vekja mig,“ sagði Winona um atburð- inn. Maður skyldi ætla að vekjaraklukka hefði verið hentugri. Róbert kyssir karlmann Heimsbyggðin veit að Robert Downey jr. hefur gaman af því að skemmta sér brjál- æðislega - en fáir hafa sennilega gert sér grein fyrir því hversu mikið. Nú er dreng- urinn uppþurrkaður af öllu eitri og veitir viðtöl á báða bóga þar sem hann segir frá ýmsum einkennilegum smáatriðum varð- andi kynlífshegðun sína meðan hann var enn vondi strákurinn. Hann segir frá mis- litríkum ævintýrum og það nýjasta átti sér stað í Róm rétt áður en hann fór í meðferð- ina. „Við besti vinur minn vorum á leið- inni á hommabar þar sem við ætluðum að ná okkur í kókaín og ég kyssti hann úti á götu. Ég var drukkinn og mér þótti það eðlilegt.“ Þá vitum við það. Allt þetta fylgir konudagsbl laugardag og sunnudag omum 2 fyrir 1 með Islandsflugi á alla áfangastaði G innanlands gerir fíeirum fært að fíjúga lOTúlípa Ki» ##1 og 2 fyrir 1 Heimsendingarþjónasta Konudag frá kl 8:00 Reykjavík: S Akureyri: S. 1 í Perluna v. Öskjuhlíð og Smiðjuna Akureyri 2 fyrir 1 juVe Got M@il SAMMÍ HÖNNUN ODDI HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.