Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 The American President. Michael Douglas í hlutverki forseta Bandaríkjanna. myndum. Hann er því stjama á Hollywood-mælikvarðanum, en hef- ur óneitanlega staðnað í hlutverka- vali. Þótt persónurnar séu ekki ailtaf alveg eins, eru þær í flestum tilvikum stjórnsamar karlrembur sem lenda í andstöðu við umhverfi sitt og þurfa oft að lúffa fyrir konun- um í lífi sínu. Þetta á sérstaklega við kynlifstryllaþrennu hans, en einnig má greina þessa tilhneigingu í myndum eins og Falling Down, The Game, og þeirri nýjustu, A Per- fect Murder. Það eru væntanlega takmörk fyrir því hversu lengi hann getur haldið áfram á þessari braut áður en áhorfendur fara að fá leiða á honum, og spurning hvort hann þurfi ekki að fara að taka meiri áhættu í hlutverkavali. Hann leikur í tveimur kvikmyndum á þessu ári - The Wonder Boys, með Robert Downey jr. og Frances McDormand, og með Meryl Streep í Still Life, sem leikstýrt er af Mimi Leder. Á næsta ári mun hann framleiða myndina A Song for David, þar sem hann mun leika á móti foður sínum í fyrsta skipti. -PJ The Ghost and the Darkness. Veiði- maður á Ijónaslóðum. Helstu myndir Michael Douglas . *- ; Romancing the Stone (1984)*-** Lék á móti Kathleen Tumer í þessari hressilegu ævintýra- mynd, sem var á svipuðum nótum og Indiana Jones mynd- irnar, kannski þó svolítið meinleysislegri og með gaman- samari tón. Þau sneru aftur í framhaldinu The Jewel of the Nile. Wall Street (1987) ★★★ Charlie Sheen lék aðalhlut- verkið en Michael Doúglas vonda kallinn í þessu spennu- drama um óprúttinn við- skiptajöfur á Wall Street og lærisvein hans. Michael Dou- glas fékk óskarsverðlaun fyrir túlkun sina á auðjöfrinum sem tekur Charlie Sheen upp á sína arma, en verður síðan andstæðingur hans þegar sam- viskan fer að gera vart við sig hjá lærlingnum. Hann hefur leikið marga slíka síðan. Falling Down. 1993. vegna groddalegra kynlífs- og of- beldisatriða. Fatal Attraction (1987) Sama ár lék hann í kynlífstryll- inum Fatal Attraction og hóf þannig aðra hefð á leikferli sínum - hefð sem hann hélt á lofti með Basic Instinct og Disclosure. Hann er i hlutverki fjölskyldumanns sem lætur freistast til að halda framhjá, en viðhaldið sættir sig ekki við það þegar hann bindur enda á sam- bandið, og við tekur mikið tauga- stríð þegar hún fer aö herja á hann og fjölskyldu hans. Basic Instinct (1992) Enn á Michael Douglas í vand- ræðum með hitt kynið. Nú er hann rannsóknarlögreglumaður sem lætur hrifningu sína á glæsikvendi, sem grunað er um hrottalegt morð, hlaupa með sig í gönur. Myndin varð mjög umdeild Falling Down (1993) *★★ Hér er Michael Douglas 1 einu af skemmtilegustu hlutverkum ferils- ins, manns sem fer yfirum eftir að hafa verið rekinn úr starfi og ger- ist hefndarengill á götum borgar- inneir, þar sem hann fær útrás fyr- ir ergelsi sitt gagnvart öllu því sem honum fínnst að í samfélaginu. The Game (1997) Michael Douglas í sama hlut- verki og í A Perfect Murder, þótt hér eigi hann enga konu. Hins veg- ar á hann bróður (Sean Penn) sem gefur honum í afínælisgjöf gjafa- kort á eins konar leik, heldur Ijót- an, þar sem tilvera hans er smám saman söxuð niður, en auðvitað tekur hann því ekki þegjandi og hljóðalaust. -PJ myndbönd » SÆTI j FYRRI j VIKA 1 J VIKUR j A LISTAj i j TITILL UTGEF. j j TEG. j 1 NÝ J 1 J 1 i Avengers j Wamer Myndir j Gaman j J J 1 J i J Skífan NÝ X-Files The Movie J j Spenna J 3 NÝ J i J 1 j Deep Rising Myndform j Sperma 4 j !■ 1 J J 5 | j J Six Days Seven Nights J Sam Myndbönd J J Gaman j 5 j i 6 j , i j 2 J Mafia! J 1 SamMyndbönd j Gaman 6 ! 2 í t j Senseless j Skífan J , Gaman J 7 J 3 j 3 ! 7 J J 1 6 ! Sliding Doors J Myndform J Gaman 8 1 9 ! j j Mercury Rising j CIC Myndbönd j Spetma 9 j 5 j 3 j Hope Floats Skrfan j Drama 10 J J 4 5 j Godzilla J Skffan J J Spenna 11 j 10 j 0 2 J 1 Got The Hook-Up Skífan j Gaman 12 1 9 J' i j 2 Red Comer J 1 Wamer Myndir Spenna 13 NÝ ! í ! Bright Shining Lie I j Bergvík j Drama 14 1- 8 4:1 J ' J ! 6 ! Wrongfully Accused Sam Myndbönd j Gaman 15 i 12 HeGotGame J Bergvík J Drama J j Spenna J íS!': 16 J J 11 J J j J ! 8 j j j Lethal Weapon 4 j WamerMyndir 17 j 15 j 10 ! j j j 7 1 CHy Of Angels Wamer Myndir j Drama 18 13 The Object Of My Affection J J Skffan J J J Gaman J 19 j j 16 j 9 ! The Big Hit j Skífan j Spenna 20 j Al 1 J J 9 J j 3 Hush J j Skífan J „ J Spenna Vikan 9. - 15. feb. K- Myndband vikunnar | A Perfect Murder f§l_irk Michael Douglas á kunnuglegum slóðum Gwyneth Paltrow og Michael Douglas leika hjónin í A Perfect Murder. A Perfect Murder er byggð á leikritinu Dial M for Murder eftir Frederick Knott en Alfred Hitchcock gerði mynd eftir verkinu 1954. A Perfect Murder er þó allt önnur mynd því hún er aðeins lauslega byggð á leikverkinu og atburðarás- in er að miklu leyti önnur. Michael Douglas, Gwy- neth Paltrow og Viggo Mortensen eru í ástarþrí- hyrningi þar sem mið- punkturinn er Emily Taylor, vellauðug eigin- kona fjármálamannsins Stevens Taylors sem er þó nokkuð eldri en hún. Hann er kaldlyndur og sfjórn- samm- og sinnir lítið ungri konu sinni sem flýr i arma fátæks listmálara, hins kynþokkafulla Davids Shaws. Þegar Steven kemst á snoðir um sambandið ákveður hann að taka mál- in í sínar hendur. Hann af- ræður að notfæra sér list- málarann til að ná sér niðri á konu sinni og komast í peningana hennar en viðskiptaveldi hans er að hnmi komið. Hann býður því David hálfa milljón dollara fyrir að drepa Emily. Þetta er sosum ekkert merkileg mynd og hún stendur langt að baki mörgum öðrum slíkum tryllum sem stíla á afbrýðisemi, svikráö og sögu- þráð sem tekur óvæntar stefhur. Myndin nær þó upp sæmilegri af- þreyingu mestallan tímann og er sjaldnast leiðinleg. Hún var reyndar einna líkust ljósblárri mynd á Sýn í upphafi en náði sér síðan svolítið á strik og hélt nokkum veginn dampi alveg þangað til í lokauppgjörinu að sagan leiðist út í heimsku og bjána- skap. Þegar Emily loksins fær vit- neskju um banaráð eiginmanns síns fer hún ekki til lögreglunnar heldur þarf hún fyrst að segja honum frá vit- neskju sinni meðan þau eru tvö ein í íbúðinni þeirra til að hann fái nú ör- ugglega tækifæri til að ráðast á hana og reyna að drepa hana. Sú arfaslaka leikkona Gwyneth Paltrow, sem á einhvem óskiljanleg- an hátt hefur tekist að næla sér i ósk- arsverðlaunatilnefningu fyrir Shakespeare in Love, er illþolanlegt viðrini og skemmir mikið fyrir myndinni. Michael Douglas kann þó rulluna sína utan að, enda vanur henni. Viggo Mortensen er líka í ster- eótýpýsku hlutverki en vinnur þó á þegar líður á myndina, enda er hann ansi góður leikari. Bestur er David Suchet i litlu hlutverki rannsóknar- •». lögreglumanns. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Andrew Davis. Aðalhlutverk: Michael Douglas, Gwyneth Paltrow og Viggo Mortensen. Bandarisk, 1998. Lengd: 103 mín. Bönnuð innan 16 ára. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.