Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Qupperneq 50
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 f \ Iyndbönd HHYNDBANDA Since You've Been Gone Útskrrftarafmæli irk'i. David Schwimmer hefur nú náð að nota frægð sína fyrir hlutverk Ross í Friends til að ná i pening fyrir fyrstu kvikmynd Looking-Glass leikhópsins, sem hann tók þátt í að stofna. Myndin er sannkölluð draumamynd fyrir leik- ara, því áherslan í handritinu er öO á persónusköpun fremur en söguþráð. Myndin gerist á einu kvöldi á tíu ára útskriftarafmæli New Trier bekkj- arins. Þar hópast saman ólíkar persónur og kynnast upp á nýtt eftir 10 ára aðskilnað. Þeim hefur orðið misvel ágengt í lífinu og sum þeirra finna til minnimáttarkenndar gagnvart þeim sem betur hefur gengið. Önnur telja sig eiga einhverjar óuppgerðar sakir við suma, jafnvel alla skólafélaga sína, og ein þeirra reynir allt hvað hún getur til að eyðileggja hófið fyrir hinum á sem kvikindislegastan hátt. Myndin hefur í raun afar lítið að segja, en er á köflum ansi fyndin. Aðal- ánægjan felst í að fylgjast með mörgum góðum leikurum og má þar finna nokkur fræg nöfn, sérstaklega í gestahlutverkum. Langskemmtilegust er Lara Flynn Boyle í hlutverki þeirrar kvikindislegu. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: David Schwimmer. Aðalhlutverk: Lara Flynn Boyle, Teri Hatcher, Joey Slotnick og David Schwimmer. Bandarísk, 1998. Lengd: 92 mín. Öllum leyfð. -PJ Disturbing Behavior ** Nýstárlegar „geimverur" Steve flytur ásamt fjölskyldu sinni í bæinn Cradle Bay og virðist þar allt með felldu við fyrstu sýn. Hon- um er tekið opnum örmum í skólanum, en þar skipta nemendur sér í ólíkar klíkur líkt og víðast hvar ann- ars staðar. Ein klíkan er einkar vinaleg en hún sam- anstendur af fyrirmyndarnemendum sem stunda íþróttir og nám af kappi, auk þess sem þeir vinna að góðgerðarmálum í frí- stundum sínum. Uppreisnarunglingarnir Rakel og Gavin vara Steve aftur á móti við þeim og telja að eitthvað gruggugt búi undir saklausu yfirborði þeirra. Fyrir tveimur vikum var fjallað um myndina Invasion of the Body Snatchers (1956) á myndbandaopnu DV. Disturbing Behavior vinnur mjög meðvitað með þema þeirrar myndar og annarra skyldra, sb. geimveruvísun í upphafi myndarinnar. Slíkar myndir benda okkur á að hin sjálfsögðu og „góðu“ gildi samfélagsins eru ekki jafn sjálfgefm og þau virðast í fyrstu. Samfélagið reynir jafnan að troða þeim upp á alla þegna þess og útrýma öll- um öðrum lífsviðhorfum og hegðunum. Það er þrælsniðugt að blanda þessu þema við hefðbundna unglingamynd og fyrir vikið er hún flestum þeirra eft- irminnilegri. Engu að síður má finna fjölmargt að myndinni sem dregur töluvert úr gæðum hennar. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: David Nutter. Aðalhlutverk: James Marsden, Katie Holmes og Nick Stahl. Lengd: 90 mín. Bandarísk, 1998. Bönnuð inn- an 16. -bæn The Butcher Boy Húmor í hryllingi •k-kki Síðasta mynd Neil Jordan, Michael Collins, olli nokkrum vonbrigðum, en hann nær sér aftur á strik með The Butcher Boy, fyndinni en jafnframt átakan- legri útfærslu á skáldsögu Patrick McCabe um sturlun ungs drengs í írskum smábæ. Francie Brady er 12 ára gamall fjörkáifur sem elst upp við fremur ömurlegar aðstæður. Faðir hans er helsti drykkjurútur bæjarins og móðir hans rambar á barmi geðveiki. Hún fyrifer sér að lokum og faðir Francie kennir honum um. Erkióvinur Francie er frú Nugent, en þau leggja fæð hvort á annað og Francie lendir hvað eftir annað í vandræðum eftir viðureignir sínar við hana. Veruleikinn hefur ekki upp á mikið að bjóða, þannig að hann flýr æ meir inn í draumaveröld kúreka og indíána, geimvera, kommúnista og kjarnorkusprenginga. Francie er heillandi persónuleiki með fallega sál, og andlegt niðurbrot hans verður átakanlegra fyrir vikið. Hann á því samúð áhorfandans - jafn- vel undir lokin þegar hann fremur hryllileg ódæðisverk - en Neil Jordan hlífir áhorfandanum með því að finna húmorinn í jafnvel hryllilegustu að- stæðum. Að lokum verður að nefna leikarann unga, Eamonn Owens, en hann ber af i frábærum leikarahópi - ég minnist þess ekki að hafa nokkum tíma séð jafn stórkostlega frammistöðu hjá þetta ungum leikara. Útgefandi: Warner myndir. Leikstjóri: Neil Jordan. Aðalhlutverk: Eamonn Owens, Stephen Rea og Fiona Shaw. Írsk/bandarísk, 1997. Lengd: 106 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Traitor Within Aumkunarvert Myndin byggir á sannsögulegum atburðum er varða helstu njósnasvik seinni ára í Bandaríkjunum. Aldrich Ames (Timothy Hutton) er á lágu kaupi þrátt fyrir að vera háttsettur starfsmaður innan CIA. Kon- an hans er mikil eyðslukló og líður þvi ekki á löngu þar til hann lendir í mestu fjárhagsvandræðum. Starfsfélagarnir gera grín að Ames, sem þykir lítið til blekkingarleikja heimsveldanna koma, í ljósi breyttra tíma. Hann ákveður því að slá nokkrar flugur í einu höggi og selja Sovétríkjunum sálu sina. Traitor Within er óhemju aum mynd og eflaust vandfundnar verri (sjónvarps)myndir á skjánum þessa dagana, þótt þessi mynd skarti Timothy Hutton í aðalhlutverki. Hlutverkavalið gerir þó í raun illt verra, því útlit Huttons er gert með eindæmum fiflalegt og víðs fjarri þokka leikarans. Hann er með yfirvaraskegg og risagleraugu sem virka sérstaklega illa, hvort sem hugmyndin er að líkja eftir hinum raunveru- lega Ames eður ei. Myndin fellur einnig í hina yfirfullu gryfju að tala niður til áhorfenda og útskýra hverja framvindu á klúðurslegan máta þótt engin þeirra búi yfir vott af frumleika. Þá fór hinn „sprengimagn- aði“ endir, sem lofað er á spóluhulstri, framhjá mér. Aumkunarvert í alla staði. Útgefandi: CIC-myndbönd. Leikstjóri: John Mackenzie. Aðalhlutverk: Timothy Hutton. Bandarísk, 1998. Lengd: 97 mín. Öllum leyfð. -bæn Michael Douglas: Hákarl í framleiðslu og stjarna í leiklist Michael Douglas er ekki aðeins ein af stjömunum í Hollywood á leiklistarsviðinu, heldur einnig einn af hákörlum kvikmyndaiðnað- arins á sviði framleiðslu kvik- mynda. Sem framleiðandi tók hann við óskarsverðlaunum fyrir bestu myndina árið 1976, One Flew Over the Cuckoo’s Nest. Hann fékk síðan óskar árið 1988 fyrir hlutverk harð- skeytta fjármálajöfursins í Wall Street. I kjölfar velgengni sinnar i því hlutverki hefur hann leikið nokkur svipuð hlutverk síðan. Þá hefur hann einnig sérhæft sig í spennutryllum með sterkum kyn- ferðislegum undirtón og leikið í þremur slíkum. Eitthvað virðist þetta hafa haft áhrif á einkalífið (nema það hafi verið á hinn veg- inn), því hann þurfti á sínum tíma að leita sér hjálpar vegna kynlífs- fiknar. Af góðum ættum Michael Douglas er sonur stór- leikarans Kirk Douglas og var oft með honum við kvikmyndatökur þar sem hann lærði fyrstu handtök- in i faginu og var m.a. aðstoðarleik- stjóri 17 ára gamall við myndina Lonely are the Brave. Hann fór síð- an í leiklistamám við Kalifomíuhá- skóla, þar sem hann og Danny DeVito vora herbergisfélagar, en þeir hafa haldið vinskap sínum alla tíð og starfað saman í kvikmynd- um. Fyrsta kvikmyndahlutverk hans var hlutverk hippa sem ákveð- ur að bjóða sig fram til herþjónustu í Víetnam, í myndinni Hail Hero! árið 1969. Hann lék í nokkmm myndum í viðbót næstu árin, en sló síðan í gegn árið 1975, sem framleið- andi One Flew Over the Cuckoo’s Nest. Kirk Douglas lék aðalhlutverkið í uppfærlsu verksins á Broadway við góöan orðstír og hafði mikinn áhuga á að leika í kvikmynd eftir verkinu, en tókst aldrei að fá menn til að leggja fé í myndina. Sonur hans sannfærði hann um að gefa þessa drauma upp á bátinn og selja sér réttinn að myndinni, sem hann og gerði. Michael Douglas fékk Milos Forman til að leikstýra og Jack Nicholson til að leika aðalhlut- verkið. Myndin sló eftirminnilega í gegn og vann til fimm óskarsverð- launa. Þetta var fyrsta verkefni hans sem framleiðanda, en hann hefur síðan framleitt fjölda mynda, þ.á m. The China Syndrome, Rom- ancing the Stone, Face/Off og The Rainmaker. Tímamót á ferlinum Michael Douglas lék í nokkram myndum á áttunda áratugnum, en það var á níunda áratugnum sem hann sló í gegn sem leikari. Fyrst náði hann almennum vin- sældum í ævintýra- myndinni Rom- ancing the Stone og framhaldsmyndinni The Jewel of the Nile, þar sem hann lék með Kathleen Turner og Danny DeVito. 1989 unnu þau saman aftur þeg- ar Danny DeVito leikstýrði Tumer og Douglas í The War of the Roses. í milli- tíðinni lék hann árið 1987 í tveimur mynd- um sem áttu eftir að móta leikferil hans. Önnur þeirra var Fatal Attraction, fyrsti erótíski tryllirinn hans, en hún markaði stefnu- breytingu í átt að vafasamari og taugatrekktari per- sónum. Hin myndin var Wall Steet, sem færði honum ósk- arsverðlaun, og þar sem hann var í sinu fyrsta af mörgum auðjöfrahlutverkum. Síðasta áratuginn hefur Micahael Dou- glas átt miklum vin- sældum að fagna og leikið í nokkrum stóram Hollywood- Klassísk myndbönd Mr. Smith Goes to Washington (1939) ★★★* Saklaus skáti fastur í spillingarvef Útsmoginn hópur pólitíkusa og viðskiptajöfra verður fyrir áfalli þegar annað handbendi þeirra í bandarísku öldungadeildinni and- ast. í von um að skerða ekki áhrif sín og framtíðarplön fá þeir hinn grandalausa hr. Smith (James Stewart) til liðs við sig. Hinn þing- maður hópsins, Joseph Paine (Claude Rains), á að hafa á honum gætur en Smith þykir einkar mikið til Josephs koma. Eina áhugamál Smiths sjálfs á þinginu er að koma á fót skátabúðum fyrir drengi Bandaríkjanna og gætir Joseph því ekki að sér. í ljós kemur að landið sem Smith valdi fyrir búðimar er sama land og spillti hópurinn hafði hugsað sér til allt annama hluta. Þegar Smith neitar að verða við óskum þeirra beitir spillingargeng- ið áhrifum sínum í von um að tor- tíma öllu sem hann stendur fyrir. Hefst þá ein frægasta (og lengsta) ræða kvikmyndasögunnar. Leikstjóri myndarinnar, Frank Capra, var Steven Spielberg síns tíma. Hann vissi nákvæmlega hvað áhorfendur vildu og færði þeim það hvað eftir annað. Hann var jafnvel fyrsta leikstjórastjarnan í Hollywood en fólk fór sérstaklega á Capra-myndir. Myndir þeirra beggja eru einnig umvafðar banda- rískri þjóðernisrómantík en Capra starfaði reyndar sem kvikmyndaá- róðursmeistari Bandaríkjahers í seinni heimsstyrjöldinni. Engu að síður má finna heilmikla gagnrýni á bandarískt samfélag í Mr. Smith Goes to Washington þótt bandarísk gildi beri á endanum allt annað of- urliði. Ómögulegt væri að gera mynd sem þessa í dag. Hún er of einfóld og jafnvel bamaleg en það er kannski einmitt þetta „sakleysi" hennar sem gerir hana svona heillandi. Og hvar finnum við um þessar mundir leik- ara á borð við James Stewart sem með furðulegri blöndu af næmleika og kímni kemur áhorfendum til að brosa hvað eftir annað? Það segir kannski nokkuð um breytta tíma að helstu leiksigrar samtímans eru fólgnir í túlkun breyskra illmenna. Góðmenni á borð við hr. Smith sjá- um við vart lengur á tjaldinu. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: Frank Capra. Aðalhlutverk: James Stewart, Jean Arthur og Claude Rains. Lengd: 125 mín. Bandarísk, 1939. Bjöm Æ. Norðfjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.