Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999
Utlönd
Stuttar fréttir i>v
Uppstokkun í
norsku stjórninni:
Ráðherra veikt-
ist af gagnrýni
Carls I. Hagens
DV, Ósló:
„Allt sem ég gerði var rangt.
Ég var ábyrg fyrir öllu sem miður
fór,“ sagöi Aud-Inger Aure, fráfar-
andi dómsmálaráðherra í Noregi,
grátandi þegar hún yfirgaf emb-
ætti sitt í gær. Hún hefur verið í
sjúkraleyfi undanfarnar vikur eft-
ir að hún féll aðkenningu að
heilablóðfalli vegna vinnuálags.
Með orðum sínum kennir
dómsmálaráðherrann fyrrverandi
formanni Framfaraflokkksins,
Carl I. Hagen, um veikindi sin.
Hagen hefur í allan vetur lagt
Aud-Inger Aure í einelti og sakað
hana um dugleysi og stefnuleysi í
málum nýbúa í landinu, og lýsti
hana óhæfa til að gegna embætti
sínu skömmu áður en hún veikt-
ist. Norska ríkisstjómin er háð
stuðningi Framfaraflokksins.
í kjölfar afsagnar dómsmála-
ráðherrans stokkaði séra Kjell
Magne Bondevik forsætisráð-
herra upp stjórn sína að hluta.
Tveir nýir ráðherrar koma inn
um leið og tveir hætta og nú er í
fyrsta sinn kona í embætti varn-
armálaráðherra, það er Eldbjörg
Löver.
Odd-Roger Enoksen, nýkjörinn
formaður Miðflokksins, kemur
inn sem ráðherra byggða- og
sveitarstjómarmála. Hann er eld-
heitur andstæðingur Schengen-
samstarfsins, sem hann telur
stjórnarskrárbrot. -GK
Pólland ætlar
sér í ESB 2002
Aleksander Kwasniewski, for-
seti Póllands, sagði í morgun að
Pólverjar reiknuðu með að ganga
í Evrópusambandið fyrir árslok
2002, eða
nokkm fyrr en
margir telja að
verði.
í ræðu sem
Póllandsforseti
hélt fyrir stjóm-
arerindreka og
opinbera starfs-
menn í Malasíu sagðist hann eiga
von á að Pólland myndi uppfylla
skilyrði fyrir aðild að myntbanda-
lagi ESB einhvem tíma á árunum
2006 til 2008.
Pólveijar, ásamt nokkrum öðr-
um ríkjum, hófú aðildarviöræður
við ESB í fýrra.
Öttast að 13
hafi farist með
þyrlu SÞ á Haítí
Þyrla í mannúðarferö á vegum
Sameinuðu þjóðanna fórst í af-
skekktu fjalllendi á Haítí og er
óttast aö allir þrettán sem um
borö vora hafi farist.
„Þyrlan er gjörónýt. Fjöldi líka
og líkamshluta er um allt og bend-
ir það til að allir þrettán sem vora
um borð hafi farist," sagði Scott
Carr, talsmaður bandarísku
strandgæslunnar.
Síðast heyrðist til þyrlunnar á
sunnudagskvöld þegar hún lagði
af stað til að bjarga finnskri konu
sem hafði meiðst þegar hraðbátur
sigldi á hana undan norðurströnd
Haítí. Ekki er enn vitað hvað
varð til þess að þyrlan hrapaði.
Evrópusambandið:
Framkvæmda-
stjórnin víkur
Ráðning fransks tannlæknis í
starf vísindaráðgjafa stuðlaði meðal
annars að falli framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins. Edith Cresson,
fyrrverandi forsætisráðherra Frakk-
lands, sem var ábyrg fyrir mennta-
málaáætluninni Leonardo í fram-
kvæmdastjórninni, hafði ráðið tann-
lækninn úr heimabæ sínum sem ráð-
gjafa sinn og fylgdarsvein.
í skýrslu óháðrar nefndar um
meinta spillingu framkvæmda-
stjórnarinnar, sem lögð var fram í
gær, kemur fram að ekkert hafi
fundist við rannsókn á ferli tann-
læknisins, Renes Berthelots, sem
tengdi hann við vísindastörf. Segir í
skýrslunni að um augljósa einka-
vinavæðingu hafi verið að ræða.
Fleiri meðlimir framkvæmdastjóm-
arinnar voru sakaðir um að hafa
ráðið ættingja og vini í störf án til-
skilinna réttinda og hæfileika.
Forseti framkvæmdastjómarinn-
Jacques Santer var öskugrár þegar
hann tllkynnti afsögn framkvæmda-
stjórnarinnar. Símamynd Reuter
ar, Jacques Santer, var öskugrár í
andlitinu þegar hann tilkynnti seint
í gærkvöld um afsögn allrar fram-
kvæmdastjómarinnar í kjölfar
skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Sjálfur sætti Santer harðri gagnrýni
fyrir að hafa ekki tekist að stjórna
öryggisdeild framkvæmdastjómar-
innar. Þrátt fyrir að upplýsingar
um misferli hafi komið i dagsljósið
þegar árið 1993 gerði Santer ekkert
i málinu.
í skýrslu rannsóknamefndarinn-
ar segir að víðtæk spilling hafi átt
sér stað innan framkvæmdastjómar-
innar og að starfsemin hafi stundum
verið stjómlaus. Myndast hafi ríki í
ríkinu innan framkvæmdastjómar-
innar. En þess er jafnframt getið að
meðlimimir sjálfir hafi ekki tekið
virkan þátt í misferli heldur hafi
þeir látið sem þeir vissu ekki um
gerðir embættismanna og ráðgjafa.
Framkvæmdastjórnin hafi einungis
hagnast óbeint með því að ráða ætt-
ingja og vini í vel launuð störf.
Bráðabirgðastjóm, sem stýra mun
málefnu ESB, verður mynduð í dag.
í —ST
m | [||
Til óláta kom í miðborg Quito, höfuðborgar Ekvadors, í gær þegar leigubílstjórar lokuðu öllum helstu aöalgötum til
að mótmæla 165 prósenta hækkun á eldsneyti. Hermenn, eins og þessi, voru sendir út á göturnar til að standa vörð
og sjá til þess að ekki færi allt úr böndunum. Stjórnvöld hækkuðu bensínverö til að afla fjár í ríkiskassann.
Kosovo-Albanar ætla að undirrita friðarsamning:
Enn beðið eftir Milosevic
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði í gær að NATO ætti fárra
kosta annarra völ en að gera loft-
árásir á Júgóslavíu ef stjórnvöld í
Belgrad skrifa ekki undir friðar-
samninga um Kosovo-hérað sem
fulltrúar albanska meirihlutans
hafa lýst stuðningi við.
„Ef hann (Slobodan Milosevic
Júgóslavíuforseti) sýnir af sér óbil-
gimi og yfirgang finnst mér fátt
koma til greina,“ sagði Clinton við
fréttamenn áður en hann settist
niður með Javier Solana, fram-
kvæmdastjóra NATO, í gærkvöld.
Kosovo-Albanir höfðu fyrr um
daginn ritað Madeleine Albright,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
bréf þar sem þeir fullvissuðu hana
um að þeir myndu skrifa undir
bráðabirgðasamkomulagið sem sett
var saman í Rambouillet-höll fyrir
utan París í síðasta mánuði.
Friðarviðræðunum var fram
haldið í París í gær. Á sama tíma
héldu Serbar uppi flugskeyta- og
sprengjuárásum á skotmörk í
norðanverðu Kosovo þar sem talið
er að skæraliðar aðskilnaðarsinna
haldi til.
Vesturveldin vona að í nýhafinni
samningalotu verði hægt að þvinga
Serba til að undirrita samninginn.
Serbar hafa hins vegar ekki enn
fallist á að um þrjátíu þúsund er-
lendir hermenn komi til Kosovo.
Fyrr á fætur
Mexíkóskir ríkisstarfsmenn
þurfa að fara klukkutímanum
fyrr á fætur frá 1. apríl og byrja
að vinna klukkan sjö í stað átta.
Krefst meiri bóta
Jonathan Motzfeldt, formaður
grænlensku heimastjórnarinnar,
hefur boðað
dönskum stjórn-
völdum að þau
fái sendan háan
reikning til við-
bótar fyrri skaða-
bótakröfum
vegna nauðung-
arflutninga íbúa
Thule árið 1953. í Eystri-landsrétti
í Kaupmannahöfn standa enn yfir
réttarhöld vegna fyrri milljóna-
krafha Grænlendinga.
Allt mest í Ameríku
í Bandaríkjunum eru fleiri
fangar en á nokkru öðra byggðu
bóli og svo kann að fara að þar-
lendir slái met Rússa þar sem
fangar era hlutfallslega flestir.
Lestarslys
Farþegalest rakst á stálflutn-
ingabO skammt frá Chicago sið-
astliðna nótt. Óttast var að
hundruð farþega hefðu slasast.
Flugverkfall á Spáni
Flugmenn spænska flugfélags-
ins Iberia boðuðu í gær verkfall
um páska verði ekki nýir samn-
ingar undirritaðir.
Harðir dómar
Fjórir þekktustu stjómarand-
stæðinga Kúbu voru í gær dæmd-
ir í allt að fimm
ára fangelsi.
Féllu dómarnir
samtímis því
sem stjórn
Fidels Castros
Kúbuforseta
setti hert lög
gegn stjórnar-
andstæðingum. Samkvæmt nýju
lögunum geta stjórnarandstæð-
ingar og blaðamenn sem „vinna
gegn kúbska ríkinu“ átt yfir höfði
sér 20 ára fangelsi.
Njósnahneyksli
Bandaríska leyniþjónustan
sagði í gær að óháð nefnd myndi
meta skaðann sem hlotist hefði af
kjarnorkuvopnanjósnum Kín-
verja sém valdið hafa miklum
úlfaþýt í bandarískri pólítík.
Ofbeldi vegna reykinga
Synh' mæðra sem reykja á með-
göngunni hafa meiri tilhneigingu
en aðrir tO þess að verða ofbeldis-
hneigðir. Ástæðan getur verið
skaði á miðtaugakerfinu, að því
er kemur fram í rannsókn banda-
rískra vísindamanna sem byggð
er á upplýsingum frá Danmörku.
Yfir á heftinu
Elizabeth drottningarmóðir
nýtur allra lífsins gæða þótt hún
sé oröin 98 ára.
Bankaráðgjafa
hennar í London
þykir drottingar-
móðirin ef tO
viU lifa of ljúfú
lífi því hún er
sögð hafa farið
yfir á heftinu
um nær 500 mUljónir íslenskra
króna. Helsta ástriða drottningar-
móðurinnar er uppeldi veð-
hlaupahesta sem sjaldnast vinna.
Auk þess nýtur hún að ferðast um
í þyrlum og í höUum hennar um
Bretland er fjöldi starfsfólks sem
sumt sér yfirmann sinn aðeins
um eina helgi á ári.
Við höfum flutt skrifstofu okkar og söludeildir
nýrra bíla og atvinnutækja að Bíldshöfða 6f 112 Reykjavík
&
brimborg
Bíldshöfða 6 • Sími 515 7010