Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1999, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 1999 Fólk í fréttum____________ Magnús Eiríksson Magnús Eiríksson, tónskáld, tón- listarmaður og verslunarmaður í hljóðfæraversluninni Rín, hlaut heiðursverðlaunin er Islensku tón- listarverðlaunin voru veitt á fimmtudaginn var, eins og fram kom í helgarblaði DV. Starfsferill Magnús fæddist í Reykjavík 25.8. 1945 og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann gekk í Laugamesskól- ann. Auk þess stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lærði á gítar, fyrst hjá Karli Lil- liendahl en síðan á klassískan gítar hjá Gunnari Jónssyni. Magnús hefur leikið með fjölda danshljómsveita frá sextán ára aldri. Hann lék með hjómsveitinni Pónik og Einar á bitlaárunum um sjö ára skeið, með Blues Company, Onkel Johns-band, öðru nafni Lísa, og með Mannakomi. Þá spiiaði hann með Brunaliðinu, spilaði oft með Guðmundi Ingólfssyni píanó- leikara og hefur á síðustu misserum komið fram með Kristjáni Krist- jánssyni. Magnús lék inn á tvær litlar hljómplötur með Pónik og Einari, sjö plötur með Mannakorni, s.s. Mannakom; í gegnum tíðina; Brott- för kl. átta; Bræðrabandið; Manna- kom 6, og Spilaðu lagið. Þá gaf hann út, ásamt Brunaliðinu, plöt- una Úr öskunni í eldinn, gaf út sóló- plötuna Smámyndir, og diskinn Ómissandi fólk, með Kristjáni Krist- jánssyni. Hann hefur auk þess átt þátt í plötu- og diskagerð fjölda ann- arra tónlistarmanna. Magnús hefur samið rúmlega hundrað og fimmtíu lög sem komiö hafa út á hljómplötum. Hann samdi, ásamt Gunnari Þórðarsyni, tónlistina við kvikmyndina Óðal feðranna, og samdi tón- listina við kvikmyndina í hita og þunga dagsins, báðar eftir Hrafn Gunn- laugsson. Þá samdi Magnús tónlistina í ís- lensku sjónvarpsþátta- röðina í dönskukennslu sem sýnd var í ríkissjón- varpinu fyrir nokkram árum. Sýndur var tónlistarþátturinn Braggablús með lögum Magnúsar á Hótel íslandi 1997. Á unglingsárunum var Magnús verslunarmaður í verslun Ludvig Storr í Reykjavík og var i siglingum með Eimskipafélagsskipum. Hann hóf störf i Hljóðfæraversluninni Rín 1966 og hefur stcufað þar síðan að meira eða minna leyti og er einn eigenda verslunarinnar frá 1981. Magnús var einn helsti hvata- maður að stofnun Blue Note, áhuga- klúbbs um blues-tónlist 1969, var einn stofnenda og fyrsti formaður FTT, Félags tónskálda og textahöf- unda, og fyrsti formaður þess. Þá var hann formaður STEFS í nokkur ár. Fjölskylda Eiginkona Magnúsar er Elsa Guð- rún Líndal, f. 14.1. 1949, verslunar- maður og húsmóðir. Hún er dóttir Stefáns Líndal sem er látinn, kaup- manns í versluninni Rín, og Herdís- ar Sigurðardóttur Líndal húsmóður. Synir Magnúsar og Elsu Guðrúnar eru Stefán Már Magnússon, f. 28.7. 1971, tónlistarmaður og há- skólanemi í Reykjavík en kona hans er Elma Lísa Gunnarsdóttir leiklistar- nemi: Andri Magnússon, f. 27.10. 1978, nemi í tölvu- fræði;Magnús Örn Magn- ússon, f. 21.8. 1983, nemi. Systkini Magnúsar era Áxel, f. 21.8. 1948, úrsmið- ur í Reykjavík; Ingibjörg, f. 28.7. 1950, deildarstjóri á Skattstofunni í Reykjavík; Grímur Ólafur, f. 21.8.1957, tæknifræðingur og útgerðarstjóri í Chile; Helga, f. 18.3. 1966, þroskaþjálfi í Danmörku. Foreldrar Magnúsar vora Eirikur Ólafsson, f. 23.11. 1919, d. 1989, loft- skeytamaður og skrifstofumaður í Reykjavík, og Rannveig Axelsdóttir, f. 21.11. 1927, húsmóðir. Ætt Eiríkur var sonur Ólafs, gjald- kera hjá Kveldúlfl Jónssonar, b. á Hafursstöðum Jasonarsonar. Móðir Ólafs var Ásta María, systir Júlíu Ingibjargar, ömmu Páls Kolka lækn- is. Hálfsystir Ástu Maríu, samfeðra, var Rósa, amma Meyvatns bílstjóra, afa Más Elíasar, dreifingarstjóra DV. Ásta María var dóttir Ólafs, b. og smiðs á Vatnsenda í Vesturhópi Ásmundssonar, b. á Halldórsstöðum í Laxárdal Sölvasonar. Móðir Ástu Maríu var Ingibjörg Magnúsdóttir, af Stórabrekkuætt í Fljótum Óbeðs- sonar. Móðir Eiríks var Ingibjörg, systir Guðfinns útgerðarmanns, föður út- gerðamannanna i Keflavík, Guð- mundar og Sigurþórs. Ingibjörg var dóttir Eiríks, sjómanns í Nýjabæ á Miðnesi, sonar Jóns Benónýssonar og Guðrúnar Eiríksdóttur. Móðir Ingibjargar var Guðríður Jónsdótt- ir. Móðir Guðriðar var Kolfinna Kjartansdóttir, b. á Króki i Villinga- holti Jónssonar, Kjartanssonar, Ey- vindssonar. Systir Kjartans Ey- vindssonar var Ragnheiður, móðir Fjalla-Eyvindar. Rannveig var dóttir Axels, hús- gagnasmiðs í Reykjavík Grímsson- ar, b. á Króki í Grafningi Jóhanns- sonar, b. á Nesjavöllum, bróður Jóns, langafa Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta. Annar bróðir Jó- hanns var Bjarni, langafi Guðjóns Bjamasonar arkitekts. Þriðji bróðir Jóhanns var Eiríkur, langafi Krist- jóns, föður Braga bóksala og Jó- hönnu blaðamanns, móður Illuga Jökulssonar. Jóhann var sonur Gríms, skyttu á Nesjavöllum Þor- leifssonar, ættföður Nesjavallaættar Guðmundssonar, b. í Norðurkoti Brandssonar, b. á Krossi Eysteins- sonar, bróður Jóns, föður Guðna, ættföður Reykjakotsættar, langafa Halldórs, afa Halldórs Laxness, og langafa Guðna, langafa Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Axels var Rannveig, systir Ingólfs, föður Lárasar leikara. Rannveig var dótt- ir Lárasar, b. á Reykjum í Lundar- reykjadal Bjamasonar, og Rósu Jón- asdóttur. Móðir Rannveigar Axelsdóttur var Marta Kolbeinsdóttir. Móðir Mörtu var Ólöf Jónsdóttir. Magnús Eiríksson. Afmæli Markús Sigurjónsson Markús Sigurjónsson, bóndi í Reykjarhóli í Skagafirði, er níræður í dag. Starfsferill Markús fæddist í Eyhildarholti og átti þar heima fyrstu þrjú árin, að Sjávarborg næstu þrjú ár, þá að íbishóli til tólf ára aldurs og loks að Reykjarhóli þar sem hann átti heima til 1934. Hann ólst upp við öll almenn sveitastörf þess tíma og var síðan átta vertíöir á Kveldúlfstogur- um á unglingsáranum. Markús hóf búskap í Brekku 1936 og bjó þar til 1945 er hann flutti á Reykjarhól þar sem hann hefur bú- ið síðan. Markús var minkabani í Skaga- firði um áratugaskeið og fór á skytt- irí fram á síðustu ár. Hann stofnaði Sauðfjárræktarfélag Seyluhrepps, var formaður þess tvo áratugi og var lengi formaður Nautgriparækt- arfélags Seyluhrepps. Þá var hann einn af stofnendum Hestamanncifé- lagsins Stígandi. Fjölskylda Markús kvænist 1936 Þórönnu Jónsdóttur, f. 26.6.1905, d. 1980, hús- freyju. Hún var dóttir Jóns, b. í Kársstöðum í Landbroti, Einarsson- ar, og k.h., Sigurlaugar Einarsdótt- ur húsfreyju. Fósturdóttir Markúsar og Þór- önnu er Aðalheiður, f. 20.3.1938, skrifstofumað- ur í Reykjavík og eign- aðist hún einn son. Börn Markúsar og Þórönnu era Sigurjón, f. 26.5. 1941, bifvélavirki, í Hafnarfirði, kvæntur Önnu Gunnlaugsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn; Sigurlaug Ingibjörg, f. 6.7. 1944, bóndi á Reykjarhóli. Systkini Markúsar eru nú öll látin. Alsystk- ini hans voru María, lengi verslun- arstjóri í Reykjavík; Líney, húsmóð- ir á Sauðárkróki; Vigfús, verkamað- ur í Brekku og á Reykjar- hóli og síðan í Reykjavík. Hálfsystur Markúsar, sam- feðra, vora Steinunn, hús- móðir í Hátúni; Þorbjörg, síðast húsmóðir í Reykja- vík; Sigrún, húsmóðir í Reykjavík; Kristín, sauma- kona í Reykjavík. Foreldrar Markúsar vora Sigurjón Markússon, f. 1868, d. 1919, b. í Eyhildar- holti og víðar, og kona hans, Sigurlaug Vigfús- dóttir, f. 1870, d. 1951, hús- freyja og fyrsta rjómabús- stýra í Skagafirði. Markús liggur á Sjúkrahúsi Skag- firðinga. Undur oq stormerki... ^ ****** -V -V -T www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Til hamingju með afmælið 16. mars 95 ára Hermína Sigurgeirsdóttir, Reynimel 31, Reykjavík. 85 ára Jónasa Þórðardóttir, Hólmgarði 13, Reykjavík. María Þorbjarnardóttir, Kumbaravogi, Stokkseyri. Steinn J. Guðmundsson, Miðholti 10, Þórshöfn. 80 ára Guðmundur Stefánsson, Furalundi 7a, Akureyri. Stella Guðmundsdóttir, Hólmgarði 40, Reykjavík. 75 ára Pétur Auðunsson, Hrauntungu 6, Hafnarfirði. 70 ára Benedikt Kjartansson, Miðvangi 41, Hafnarfirði. 60 ára Gunnar G. Bachmann, Vesturbergi 132, Reykjavík. Randver V. Alfonsson, Sandholti 26, Ólafsvík. 50 ára Bima G. Magnúsdóttir, Hvassaleiti 12, Reykjavík. Brynjólfur I. Guðmundsson, Eyjahrauni 41, Þorlákshöfn. Ingimundur Tómasson, Barmahlíð 5, Sauðárkróki. Páll M. Stefánsson, Silungakvísl 8, Reykjavík. Steingrímur Bergsson, Melavöllum, Kjalamesi. 40 ára Dagný Guðmundsdóttir, Garðastræti 49, Reykjávík. Davíð Hinrik Gígja, Ólafsvegi 36, Ólafsfirði. Gunnar Sigurðsson, Njálsgötu 3, Reykjavík. Hörður Jóelsson, Brautartungu, Stokkseyri. Jón Eyjólfsson, Reykási 14, Reykjavík. Karl Þorvaldur Jónsson, Skagabraut 28, Akranesi. Lilja Kristjana Þorbjörnsdóttir, Ásgarði 6, Reykjavík. Ósk Jónsdóttir, Suðurhúsum 7, Reykjavík. Sigurlaug J. Vilhjálmsdóttir, Gröf I, Eyjafjarðarsveit. Stefán Halldórsson, Laufási við Laufásveg, Reykjavík. Unnur Dís Skaptadóttir, Fálkagötu 13, Reykjavík. / JJrval - gott í hægmdastólinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.