Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 T>V sakamál Fyrrverandi eiginmaður henn- ar hringdi miklu fyrr en hún hafði gert ráð fyrir. Henni var ljóst að hann gæti ekki verið kom- inn til foreldra sinna. Það sem Herbert sagði bar með sér að ótt- inn sem hafði vaknað með henni þegar hún lyfti símtólinu og heyrði orðin „Það er ég, Herbert" svo skömmu eftir að hann lagði af stað var ekki án ástæðu. Næstu tvær setningar staðfestu það. „Ég er á brúnni og stekk. Ég tek Nadine litlu með mér.“ Hjarta Elfriede missti úr slag. „Ekki, Herbert!" hrópaði hún. „Ekki gera það! Bíddu eftir mér og allt verður gott aftur. Ekki gera Nadine mein. Barnið ber enga ábyrgð á því að við ..." Hún komst ekki lengra. Hún heyrði dóttur sína reka upp stutt skelfingaróp. Svo heyrðist suð í farsímanum en síðan þögn.“ Sjálfsvígsbrúin Herbert Wachter hafði gert al- vöru úr hótun sinni. Þegar hann hringdi hafði hann staðið á Steph- anie-brúnni í Leonstein en hún liggur í fjörutíu metra hæð yfir ána Steyr í Austurríki. Brúin gengur undir nafninu „Sjálfsvíg- brúin" því svo margir hafa kastað sér fram af henni. Hann hafði lyft fjögurra ára dóttur sinni og El- friede yfir handriðið og látið hana detta í djúpið. Síðan hafði hann kastað sér í straumharða fjalla- ána. Kafarar lögreglunnar fundu lík- in í jaðri straumkastsins hálfum kílómetra neðan brúarinnar þremur tímum síðar. Þá var El- friede Wachter komin á staðinn en eftir likfundina var hún flutt á brott með taugaáfall. Sorgarleikurinn var full- komnaður, mannlegur sorg- arleikur sem erfitt var að ímynda sér að kona sem hafði áður orðið fyrir erf- iðri lífsreynslu myndi ná sér til fulls af. Röð áfalla Elfriede er einmana kona í dag. Hún þekkir fáa sem hún getur tal- að við og nær enga sem hún getur leitað huggunar hjá. „Til móður minnar?" spurði hún þegar hún var innt eftir því hvort hún gæti ekki flust til móð- ur sinnar. „Hún er á lífi en talar ekki við mig. Ég hitti hana við jarðarför Nadine en hún heilsaði mér ekki einu sinni.“ Endanlegt ósætti mæðgnanna má rekja til þess að móðirin telur Elfriede bera ábyrgð á því að fað- ir hennar, Gottfried Steinmassi, situr í fangelsi. En sé máliö betur skoðað eiga tengslaslitin sér lengri aðdraganda. Og sé litið á atburðarásina í samhengi er ljóst að Elfriede, sem er aðeins þrítug, hefur þolað meiri vonbrigði og Ein með lítinn dreng Og Elfriede hélt áfram: „Mér er þó auðvitað ljóst nú að hann tók Nadine frá mér af því hann vildi hefna sín á mér. Hann hefur ætlað sér að ganga frá mér, ekki líkam- lega heldur andlega. Og það má segja að það hafi honum tekist." Eina festan í lífi Elfriede nú er Bernhard, níu ára gamall sonur hennar, en hann er á barnaheimili i nágrenni Linz. Og það er haldgóð en óskemmtileg skýring á því hvers vegna hann er ekki heima hjá móður sinni. „Ég var tuttugu og eins árs þegar ég varð ólétt. Strax eftir að Bernhard fæddist lét fað- ir hans sig hverfa og ég hef aldrei séð hann síðan. Ég stóð ein uppi með ungbam og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég á eldhúsborðið hjá Elfriede. Hún fór að skoða þær. Myndirnar sýndu föður þeirra, Gottfried, í kynmökum við Bern- hard son hennar, þá þriggja ára gamlan. Elfriede varð fyrir miklu áfalli, ekki aðeins af því að faðir hennar var að misbjóða litlum syni hennar heldur af því að hún fór nú á ný að rifja upp atburði úr eigin æsku, atburði sem hún vissi að hún myndi aldrei geta gleymt. ir að hún kærði fóður sinn fyrir kynferðislega misnotkun drengsins hennar. Elfriede fór á fund lögreglunnar og þar fór fram yfir henni ströng yf- irheyrsla. Þar lýsti hún í annað sinn á ævinni því hvernig hennar eigin faðir hafði farið með hana meðan hún var enn í heimahúsum. Hann hafði um árabil mis- notað hana kynferðis- lega. „En nú,“ sagði hún, „þegar ég kemst að þvi að hann hagaði sér jafnvel enn verr við þriggja ára dreng sem senda varð á geðdeild, verð ég að gera málið opin- bert.“ Enginn bar brigður á meðferð drengs- ins. Mynd- irnar töluðu sinu máli. vann fyrir mér við sauma og hélt því áfram til að eiga í okkur og á. Mér reyndist það þó um of og þess vegna bað ég móður mína um að sjá um hann. Þá ræddumst við enn við.“ Myndirnar Arin liðu og þar kom að Herbert bað Elfriede og þau giftu sig. Síðar ákváðu þau að taka Bernhard til En drengurinn dýpri sorg en flesta gæti grunað. „Ég hélt aldrei að samband okk- ar Herberts ætti eftir að enda á þennan skelfilega hátt,“ sagði hún er hún tjáði sig loks opinberlega um það sem gerst hafði. „Við skildum því ég hafði beðið hann um að finna sér annan stað til að búa á. En það kom ekki til neinn- ar orðasennu og hann lét ekki eitt orð falla sem gat bent til þess að hann hefði neitt voðalegt í huga.“ reyndist óviðráðanlegur. Hann æpti, sló og sparkaði. Þau hjón fóru með hann til læknis sem lét leggja hann á geðdeild en reyndir læknar gátu ekki komist að því hvað var að drengnum. Elfriede varð það ljóst fyrir hreina tilviljun árið 1994 er bróðir hennar kom í heimsókn. Hann hafði verið aö róta í gömlu dóti i kjallaranum í húsi foreldra þeirra og fundið gamlan skókassa með ljósmynd- um. Án þess að lýsa því sem myndirnar sýndu lagði hann þær Ákæra Þegar Elfriede hafði jafnað sig nokkuð eftir að sjá myndimar fór hún að ræða við bróður sinn og mann. Hún sagði þeim frá því sem hún hafði orðið að þola af hálfu foð- ur síns, hins fjömtíu og níu ára gamla múrara, Gottfrieds Steinmassi. Mennirnir tveir hlust- uðu af athygli á frásögn Elfriede. Að henni lokinni var þeim ljóst að ekkert myndi geta komið í veg fyr- Frá yfirheyrslunni Við lögregluna sagði Elfriede meðal annars: „Þegar ég sá mynd- irnar af Bernhard litla og fóður mínum ætlaði ég ekki að trúa mín- um eigin augum. Sagan hafði end- urtekið sig og ég spurði sjálfa mig hvort foður mínum væri ekkert heilagt." Gottfried nauðgaði dóttur sinni fyrst þegar hún var þrettán ára. „Þegar hann var búinn að því,“ sagði hún, „sagði hann mér að koma með sér út í bíl. Svo ók hann með mig að unglingaheimili og sagði: „Hingað fara öll börn sem hlýða ekki foreldrum sínum.“ Þessari hótun gleymi ég aldrei,“ sagði Elfriede. „Eftir þetta neyddi hann mig til samfara í margvísleg- um stellingum. Ég þorði ekki að andmæla því þá sló hann mig. Ég var heldur ekki búin að gleyma unglingaheimilinu. Á hverjum föstudegi og laugar- degi, þegar mamma var ekki heima, kom hann. Hann nauðgaði mér á eins grófan hátt og hægt er að hugsa sér og þetta stóð í mörg ár. Frá því að ég var þrettán ára og þar til ég varð orðin sautján ára fékk ég nær aldrei að fara að heim- an til að vera með jafnöldum mín- um. Ég mátti ekki eignast neina nána vini og alls ekki umgangast pilta að staðaldri. Ég ætlaði mér að læra landbún- aðarfræði en varð að hætta við það því þá hefði ég orðið að flytjast að heiman og hefði ekki verið til reiðu þegar faðir minn þurfti að fullnægja löngun sinni.“ Viðbrögð móðurinnar Þar kom að Elfriede leitaði til móður sinnar, sagði henni hvernig faðir hennar kæmi fram við sig og hve lengi það hefði staðið. Móðir hennar hlustaði á frásögnina en leit svo á dóttur sína og sagði: „Gastu búist við öðru? Kona sem glennir sundur fótleggina býður sliku heim.“ Þessi orð Elfriede lýstu í hnot- skurn ástandinu á heimilinu eins og það var nú orðið og í niðurlagi frásagnar sinnar sagði hún: „Þeg- ar ég var orðið átján ára og sjálf- ráð notfærði ég mér það og strauk að heiman. Mig langaði til að gleyma þessu öllu, en svo kom Bernhard litli í heiminn." Val Elfriede stóð ef til vill að- eins milli þess að gefa drenginn, sem hún gat ekki séð fyrir og sinnt nægilega vel, eða að leita til móður sinnar og biðja hana að hjálpa sér. Hún valdi síðari kost- inn. Málalok Gottfried Steinmassi var ákærð- ur og dreginn fyrir rétt. Framkoma hans við dóttur sína og dótturson vakti í senn athygli og andúð. Enn á ný var til kasta dómstóls komið mál um það sem gerst getur á heimilum þar sem hula launungarinnar hvílir yfir mikilvægum atriðum í samskipt- um fólks. Mál sem lýsir jafnframt ótta ungs kvenkyns þolanda við kynferðisofbeldismanninn og bæld andleg viðbrögð lítils barns sem fær engum vörnum við komið. í fyrra tilvikinu leitaði Elfriede til móður sinnar en hún kenndi þolandanum um, ekki nauðgaran- um. Og í síðara tilvikinu brast eitthvað innra með barninu, það fór á geðdeild og var ekki andlega heilt á eftir. Rétturinn dæmdi Gottfried Steinmassi í sex og hálfs árs fang- elsi. Hulu launungarinnar hafði verið lyft en eins og í fyrra sinnið kenndi móðirin dótturinni um. Það væri hennar sök að maður hennar fór í fangelsi. Þess vegna heilsaði hún Elfriede ekki við jarð- arför Nadine litlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.