Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 29 I>V - sagði Kristinn Björnsson sem sigraði i svigi ,v Þetta voru tvær ágætisferðir Sigurvegari í svigi karla á Skíða- móti íslands á ísafirði í gær varð Ólafsfirðingurinn Kristinn Björns- son, sem einnig sigraði í stórsviginu. Kristinn vann því alpatvíkeppnina en þar er reiknaður samanlagður ár- angur í sviginu og stórsvignu. „Brautin góð en færið dálítið erfitt“ Þetta gekk ágætlega, en það var erfltt í seinni ferðinni. Brautin var góð, en færið var dálítið erfitt. Það grófst frá stönginni og það var erfitt að gera það sem maður vildi. Maður reyndi að halda þessu og taka ekki áhættu. Ég átti hálfa sekúndu til góða á Adda Kalla og ég hugsaði með mér að ef ég keyrði af nokkuð miklu ör- yggi í seinni ferðinni þá ætti það að nægja til sigurs," sagði Kristinn Björnsson sem sýndi og sannaði hvers hann er megnugur þrátt fyrir fremur slakt gengi á mótum erlendis í vetur. Brynja Þorsteinsdóttir frá Akureyri varð önnur í sviginu en vann sigur í alpatvíkeppninni. „Þetta voru tvær ágætis ferðir og ég er ánægður með daginn,“ sagði Amór Gunnarsson frá ísafirði sem náði öðru sætinu í keppni í svigi á Shell Skíðalandsmóti íslands sem fram fór í glampandi sól og logni i Tungudal I gær. Keppni var mjög hörð um efstu sætin og eftir fyrri ferðina var Krist- inn Björnsson frá Ólafsfírði með betri tíma og hálfri sekúndu á undan Arnóri. Þó að Amór keyrði mjög vel og af öryggi í seinni ferðinni náði hann ekki að vinna upp muninn á milli þeirra. Björgvin Björgvinsson frá Dalvík lenti í þriðja sæti. „Ég er þó ennþá betri en hann í Olsen," sagði Arnór og brosti. Rosalega stressuð í síðari ferðinni „Það gekk mjög vel í fyrri ferð- inni, en ég var rosalega stressuð í þeirri seinni," sagði Theodóra Mathiesen úr KR, nýbakaður ís- landsmeistari í svigi kvenna. Þetta hafðist þó það væri naumt. Brautin var mjög góð og aðstæður líka. Ég var óheppin í stórsviginu í gær og keyrði út úr í fyrri ferð, en ég ætlaði að vinna báðar þessar greinar. Þetta er samt búið að ganga vel og aðstæð- ur eru alveg frábærar. Þess má geta að þetta var íslandsmeistaratitill Theódóru. Furuvik með besta tímann Næst á eftir Theodóru var Brynja Þorsteinsdóttir sem sigraði í stór- sviginu daginn áður. Besta tímann í sviginu hafði þó Emma Furuvik frá Svíþjóð sem keppti í FlS-móti sem fram fór jafnhliða íslandsmótinu, en Emma, sem er islensk í aðra ættina, sigraði einnig í stórsviginu á þriðju- daginn. Brynja vann alpatvíkeppnina Brynja Þorsteinsdóttir sigraði í alpatvíkeppninni með samanlagðan besta árangur úr sviginu og stórsvig- inu. -HKr/JKS Kristinn Björnsson á fleygiferð í sviginu í blíðviðrinu í Tungudai á ísafirði í gær. Kristinn vann einnig sigur í stórsviginu og því alpatvíkeppnina. DV-mynd Hörður Kristjánsson Skíöalandsmótið á ísafirði: Ég tók ekki mikla áhættu Tap gegn Rúmenum ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-1, á alþjóðlega unglingalands- liðamótinu í knattspymu á ítal- íu í gær. Rúmenar skoruðu glæsimark úr aukaspyrnu strax á 6. minútu og það réð úrslitum. íslenska liðið sótti stíft í seinni hálfleik en náði ekki að jafna metin. Með jafntefli hefði ísland staðið uppi sem sigurvegai'i í sínum riðli en liðið fékk jafn- mörg stig og Rúmenía og Belgía. íslenska liðið leikur við Wales- búa í dag. -VS Kynning á námi og knattspyrnu í Bandaríkjunum Bandaríski knattspyrnuþjálf- arinn Gregory Moss-Brown verð- ur hér á landi um páskana til að leita eftir sterkum, íslenskum leikmönnum sem hafa áhuga á námi við Hartwick-háskólann. Þar er eitt sterkasta háskólalið Bandaríkjanna. Hann tekur þátt í kynningu ÍT-ferða á námi og knattspymu við bandaríska háskóla í fundar- sal ÍBR í Laugardal á laugardag- inn kl. 12. -VS íþróttir Frakkar unnu Armena hjá 21- árs liðunum Frakkar sigruðu Armena, 3-1, í Evrópukeppni 21-árs landsliða í knattspymu í gær en þessi lið leika ásamt ísland í 4. riðli keppninnar. Þar með er fyrri umferð riðils- ins lokiö og Úkraína, Frakkland og Rússland eru öll með 9 stig. Armenar hafa 3 stig en íslenska liðið hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. ísland leikur næst við Armena hér heima í júníbyrjun. -VS Bókaðu til Benidopm í sumar, frá aðeins -I meðan enn er laust. F Sumaráætlun Heimsferða hefur fengið ótrúleg viðbrögð og nú er uppselt í fjölmargar ferðir í sumar. Hjá Heimsferðum færðu beint leiguflug á vinsælustu áfangastaði Islendinga: Benidorm, Costa del Sol, Barcelona og London, með nýjustu og fullkomnustu Boeingþotu Boeing-verksmiðjanna, og nú eru síðustu forvöð að tryggja sér sæti í fjölmargar ferðir sumarsins því aldrei fyrr hefur jafnmikið verið bókað jafnsnemma. Benidorm Nýja íslendingahótelið, Picasso, hefur slegið í gegn í sumar og nú er uppselt í margar ferðir í sumar. Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á Acuarium- íbúðarhótelinu, einföldu og góðu íbúðarhóteli í hjarta Benidorm á frábæru verði. Kr. 49.855,- M.v. hjón með 2 börn, 2 -11 ára, Acuarium, 9. júní, 2 vikur, skattar innifaldir. Kr. 59.990,- M.v. 2 í íbúð, Acuarium, 9.júní, 2 vikur, með sköttum. Viðbótargisting á Acuarium - í hjarta Benidorm. London Vikulegt flug til Gatwick-flugvallar í London með nýjum Boeing-þotum Sabre Airways. í London bjóðum við góð hótel í hjarta borgarinnar og sértilboð á flugi og bíl. 16.645,- M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Skattar innifaldir. K, 19.990,- Flugsœti fyrir fullorðinn með sköttum. 11. maí - síðustu sa 19. maí - biðlisti 26. maí - viðbótars; 2. júní - viðbótarsæ 9. júní - viðbótarsæ 16. júní-uppselt 23. júní-uppselt 30. júní - 23 sæti 2& HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð, sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.