Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999
49
tt-
„Kristur tekur oft gríðarlega
sterkt til orða. Hann sagði að auð-
veldara væri fyrir úlfalda að komast
í gegnum nálarauga en auðmann til
himnaríkis. Hvað er Jesús að segja
þar? Hann er ekkert að tala um hel-
víti. Hann er að tala um að sá mað-
ur sem reiðir sig á ytri auðæfi, eig-
in fjármuni og eigin styrk, hann
lokar oft á að hann þurfi á Guði að
halda. Helvíti er að hafa ekkert með
Guð að gera. Helvíti er ástand þar
sem er enginn Guð og það er ástand
sem við getum með engu móti
ímyndað okkur því að Guð er alls
staðar að brosa til okkar með ein-
hverjum hætti. En ef kirkjan
predikar ekki alvöru þess að snúa
baki við Guði og að ríkir jafnt sem
snauðir geti fundið samfélag við
Guð, þá er það mjög vont mál.“
Var Jesús þá ekki að tala um mis-
skiptingu auðsins?
„Auðvitað talaði Jesús um það.
Misskipting auðsins hrópar upp í
himininn. Ástandið í heiminum í
dag þar sem örbirgðin eykst stórum
skrefum jafnhiiða þvi að auðurinn
vex skelfilega; það er storkun við
guðdóminn. Það hæðir guð og við
verðum að taka það alvarlega. Við
sjáum lika að það er að leiða heim-
inn okkar til helvítis sem er skelfi-
legra en nokkur miðaldaguðfræð-
ingur kunni að útmála. Græðgin og
yfirgangurinn á hendur lífinu, ná-
unganum og náttúrunni er að eyði-
leggja þennan heim og það er skelfi-
leg tilhugsun."
Kirkian hefur ekki beðið
hnekki
Nú er enn eitt stríðið hafið.
Hvað eiga kristnir menn að gera?
„Þegar Jesús mætir fólki þá
mætir hann því ekki fordæmandi.
Boðskapur hans er: „Gjörið iðrun
og trúið fagnaðarerindinu.“ Að
gera iðrun er að snúa við. Við
erum alltaf að forðast að taka
mark á að Guð er til og hann er að
kalla á okkur til þess að við lifum
samkvæmt hans vilja. Við erum á
flótta undan Guði og það kallast
synd en það er mjög óvinsælt orð í
nútímanum. Við eigum að snúa
við. Snúa okkur til Krists."
Er kirkjan ekki orðin heldur
hæglát? Eiga kristnir menn ekki
að fara með svipu og taka til eins
og Kristur gerði?
„Jesús var herskár þegar það
átti við en kirkjan er vissulega
hæglát og við erum friðsemdarfólk
upp til hópa. Fyrst og síðast verð-
ur líka að ganga í sjálfan sig áður
en maður fer að fordæma aðra og
reka aðra út einhvers staðar frá.
Það er auðvelt að benda fordæm-
andi út og suður en það erfiðasta
er að ganga í sjálfan sig og taka á
sjálfum sér. Það kallast iðrun.
Þetta er samt ekki afsökun fyrir
kirkjuna að vera slöpp, taka ekki á
málum, þegja og horfa í hina átt-
ina. Kristnir menn verða að halda
vöku sinni. En sá sem dæmir þarf
að gæta að því hvar hann stendur
sjálfur.“
Geta allir menn komið inn í
kristna kirkju á íslandi í dag? Á
hún erindi við alla?
„Já, af því að Kristur á erindi
við alla. Kirkjan krefur menn ekki
um passa. Hún kallar til iðrunar
og trúar en hún er ekki í dómara-
sæti. Kristin kirkja hefur að meg-
inforsendu það sem Kristur sagði
- að fara og gera allar þjóðir að
lærisveinum. Við göngum út frá
■
píSííSS SSSíjipííSi
tV:
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands. - Með því að hugleiða hvað gerðist á föstudaginn langa erum við að mót-
mæla þeirri ágengni tíðarandans sem vill að allir dagar séu eins. Að öllu sé drekkt í sömu síbyljunni og sama fjör-
inu.
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands, hefur nú
setið í embætti í rúmt ár. Helgarblaðinu lék forvitni á
að vita hvað hann hefur að segja um málefni kirkj-
unnar, trúna og páskaboðskapinn.
ir að teikna upp þá mynd að þessum hópi
:r alrangt. Það er ekki spurt um kynhneigð
r blessun."
barnsskírninni og skírnin er tákn
náðarsáttmálans. Guð tekur á
móti öllum skilyrðislaust og
ókeypis. Hann dæmir hjörtun.
Hann veit hvað felst í bænum okk-
ar, játningum og yíirlýsingum.
Það er hans en ekki mannanna og
það er mikil blessun í því fólgin."
Þú tókst við embætti á við-
kvæmum tímum, þegar írafárið I
kringum fyrrverandi biskup
keyrði úr hófi og fjöldaúrsagnir
voru úr kirkjunni. Sérð þú ein-
hver teikn á lofti um að stöðug-
leiki sé að komast á aftur?
„Það er ekki neitt írafár í kring-
um kirkjuna núna og engar fjölda-
úrsagnir. Ég veit aö þjóðlifið getur
fyrirvaralítið snúist allt á annan
endann en ég held að þrátt fyrir
allt sem yfir gekk hafi kirkjan í
það stóra og heila ekki beðið
hnekki. Þá á ég við sess hennar í
þjóðlifinu. Níu af hverjum tíu
landsmanna eru innan hennar vé-
banda. Níu af hverjum tíu börnum
eru skírð á fyrsta ári, níu af hverj-
um tíu fjórtán ára unglingum eru
fermdir og níutíu og níu af
hundraði látinna eru kvaddir inn-
an vébanda kirkjunnar. Og það
sem skiptir allra mestu máli er að
stór hluti mæðra á íslandi kennir
börnum sínum að biðja Faðir vor.
Og þar er undirstaða hins góða lífs
og heilbrigði í mannlífinu. Það er
þetta sem skiptir máli, ekki hvern-
ig einstaka prestur eða biskup
stendur sig.
Þetta mál var þó gífurleg þol-
raun á okkur öll og það er sár sem
tima tekur að lækna. Mér finnst
það vera komið eitthvað á veg en
ég er ekki í aðstöðu til þess að
dæma heldur verður framtíðin að
skera úr um það. En þetta mál hef-
ur ekki kollsiglt kirkjuna. Af og
frá.“
Ekki spurt um
kynhneigð fólks
Það eru fleiri erfið mál sem
kirkjan glímir við. Sem dæmi má
nefna málefni samkynhneigðra.
Mér finnst eins og prestar segi
aldrei hreint út hvort þeir vilji fá
þá inn í kirkjuna eða ekki.
„Samkynhneigðir eru bræður
okkar og systur og vinir og kunn-
ingjar og skyldmenni. Þetta er lit-
rófið í mannfólkinu. Ég vil ekki
viðurkenna það og ég mótmæli því
harðlega að samkynhneigðir séu
óvelkomnir í kirkjuna. Það sem
kirkjan hefur ekki getað komið til
móts við er sú krafa að samvist
samkynhneigðra sé vígð með sama
hætti og hjónabandið. Kirkjan á ís-
landi hefur ekki, frekar en annars
staðar, viðurkennt að samvist
samkynhneigðra sé sáttmáli sem
byggir á sama grunni og hjóna-
band karls og konu. Þar erum við
með mörg þúsund ára hefð á bak-
inu, sem verður ekki umbreytt
með einni samþykkt eins fundar.
Hefðin er rótgróin og miklu flókn-
ari en svo að við breytum henni si-
sona. Samkynhneigðir eru eins
velkomnir í samfélag kirkjunnar
og hver annar. Mér þykir umræð-
an óviðfelldin því verið er að
teikna upp þá mynd að þessum
hópi fólks sé úthýst úr kristnu
samfélagi. Það er alrangt. Það er
ekki spurt um kynhneigð fólks
þegar það gengur til altaris og
þiggur blessun í kristinni guðs-
þjónustu."
Nú hefur verið sagt að þú takir
fremur afstöðu til erfiðra mála en
forverar þínir; sem dæmi má
nefna gagnagrunnsmálið og mál-
efni samkynhneigðra. Er þetta
mjög meðvitað og má búast við
frekari áherslubreytingum?
„Ég held að ég hafi ekki gengið
lengra í þessu en fyrri biskupar.
Ég vil þó að kirkjunnar menn séu
þátttakendur í umræðu dagsins út
frá forsendum hins kristna boð-
skapar. Við þurfum að koma okk-
ar sjónarhorni að þar sem tæki-
færi gefst. Það sem ég hef sett á
oddinn er að kirkjan víðs vegar
um landið geri meira af því að
hlúa að trúaruppeldinu. Trúarupp-
eldi fylgir uppeldi i dyggðum og
góðum siðum. Mikilvægt er líka
að huga meira að þjónustu við þá
sem minna mega sín og halloka
fara. Kirkjunni ber að tala þeirra
máli og ljá þeim rödd sína þar sem
kostur er. í okkar samfélagi, þar
sem alið er á eigingirni,
sjálfselsku og græðgi, er það meg-
inskylda kristins fólks að hamra á
því sem okkur er gefið í ljósi kross
Jesú og upprisu, sem er náðin,
kærleikurinn, fyrirgefningin og
miskunnsemin. Fyrir það dó Jesús
Kristur á krossinum og braut vald
dauðans á bak aftur.“
-þhs