Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 38
54 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 I I H Danirnema iand í Kalifomíu Légoland er í stöðug- um land- vinningum og nýlega var opnað myndarlegt útibú í Kali- fomíu. Þar mynda 30 millj ón legókubbar gríðarstóra ævintýraveröld fyrir böm og fullorðna. Við byggingu am- erísku legóhúsanna þurfti þó að gera ráðstafanir vegna jarðskjáifía- hættu í ríkinu en menn em vongóð- ir um að Legolandið nýja muni þola nánast hvað sem er. Svo virðist sem Bandaríkjamenn taki tilbreytingu danska skemmti- garðsins vel og aðsókn hefur verið góð það sem af er. Kannski sumir séu orðnir þreyttir á hrollvekjandi rússíbönum og annarri bíóveröld í Disneylandi og Universal Studios- garðinum. í staðinn geta fjölskyldur notið safaríferðar þar sem lególjón og legoógíraffar verða á vegi gesta og enginn þarf að verða hræddur við kubbadýrin. Dönsku kubbamir virðast sem sé vera að slá í gegn enn eina ferðina. Hagkvæmir farþegar Læknar em hagkvæmari farþeg- ar flugfélaga en aðrir. Þeir spara nefhilega flugfélögum fúlgur fjár þegar þeir sinna neyðartilvikum sem upp koma meðal farþega. I hvert sinn sem læknir svarar kalli j um borð í flugvél og tekst að bjarga málum þannig að ekki þurfi að koma tÖ neyðarlendingar hefur | hann sparað flugfélaginu sem nem- ur um 700 þúsund krónum. Sam- | kvæmt upplýsingum frá breska flugfélaginu British Airways vom | skráð 3026 sjúkratilfelli hjá félaginu I árið 1996. í 941 tilfelli naut flugfelag- ið aðstoðar læknis um borð og að- eins 76 sinnum þurfti að nauðlenda. British Airways vinnur nú að því að koma lækningabúnaði um borð i sínar vélar og fjarskiptatækjum sem gætu nýst læknum eða öðrum sem koma veikum til aðstoðar. Kirsuberjatrán í útrýmingar- hættu i dag verður mikið um há- tíða- höld í W a s - hingtonborg í Bandaríkjunum enda reikna getspáir með því að hin víð- frægu kirsuberjatré, einkennistákn borgarinnar, muni blómsta í dag. : Trén, sem þykja afspymufalleg í blóma, vora gjöf til borgarinnar frá Japönum árið 1912. Aldurinn er hins vegar farinn að segja td sín og | aðeins 125 af uppmnalega tijástofn- j inum, þrjú þúsund trjám, lifir. I Trjánum er eðlilegt að ná 47 ára , aldri að meðaltali og því em elstu 1 trén orðin fjörgömul eða 87 ára. Vísindamenn í Washinton hafa | undanfarin misseri lagt höfuðið í bleyti um hvernig megi bjarga , trjánum. Þeir hafa tekið 500 af- 1 leggjara af elstu trjánum og hyggj- I ast klóna þau og gróðursetja á ! næstu ámm. Afþreyingariðnaðurinn í Or- I lando i Bandaríkjunum er vafa- laust einn sá fjölbreyttasti sem um getur. Þar finna menn sífellt upp á nýrri skemmtan til að hafa ofan af fyrir þeim þúsundum ferðamanna sem dvelja þar að | jafnaði. Disney-fyrirtækið hefur verið öflugt í þessum efnum og ; nýjasta afþreyingin þar á bæ felst Ií að leyfa fólki að reynsluaka bíl- um og aka á ofsahraða í bílhermi. Ekki er um neinn sunnudags- bíltúr að ræða því ökumenn : þurfa að kljást við brattar brekk- ur og erfitt landslag. wmmmmMmMMmmmmmmmmmmmMMM Enginn sunnudags- Himbriminn á ferð um Þingvallavatn. Á siglingunni má sjá Þingvallavatn og umhverfi þess frá nýju sjónarhorni. * Þingvallasiglingar hafa undanfarin sumur boðið fólki í útsýnissiglingu um Þingvallavatn. Fyrstu ferðimar vom famar árið 1996 en ráðgert er að fyrstu siglingar sumarsins verði um mánaðamótin maí-júní. „Við höfum orðið varir við vaxandi áhuga á þess- um siglingum og ferðamönnum þykir bæði spennandi og traustvekjandi að geta siglt undir leiðsögn staðkunn- ugra manna um vatnið. Það kemur líka fólki skemmtilega á óvart hversu gaman er að skoða svæðið og þjóð- garðinn frá nýju sjónarhorni," segir Ómar G. Jónsson hjá Þingvallasigl- ingum. Aðeins einn bátur er í siglingunum en það er Himbriminn sem tekur 20 farþega í hveija ferð. Algeng lengd á hefðbundinni útsýnisferð er ein og hálf klukkustund. „Við bjóðum að sjálfsögðu hefðbundna siglingu um vatnið en eins geta hópar komið með séróskir og við erum opnir fyrir lengri ferðum ef menn óska.“ Stuttar gönguferðir Að sögn Ómars voru flestir far- þegar Himbrimans síðasta sumar íslendingar enda virðast ferðir sem þessar helst höfða til landans. Hann segist þó vonast til að fá fleiri erlenda ferðamenn á kom- andi sumri. „í sumar verðum við með aðstöðu í Arnarfelli og þar getum við boðið landtöku og stutt- ar gönguferðir um svæðið. Á þess- um slóðum er ægifagurt útsýni um svæðið eins og margir vita,“ segir Ómar. Jafnframt mun í bígerð að bjóða farþegum sem þess óska afurð af svæðinu, þ.e. brauð með reyktum Þingvallasilangi. „Það kemur fyrir að menn hafa með sér veiðisteng- ur í siglinguna en það er tæpast mikil veiði í vatninu. Menn geta haft gaman af því þrátt fyrir það,“ segir Ómar G. Jónsson. -aþ Síðasti sólmyrkvi aldarinnar: Búkarest ákjósan- legasti staðurinn flllpBtllSSlfÍS; IIISS Bl: Þann 11. ágúst næstkom- andi munu milljónir manna í Evrópu og Asíu horfa til him- ins í þeirri von að verða vitni að síðasta sólmyrkva aldar- innar. í sólmyrkva gengur tungl fyrir sólina, séð frá jörðu og fyrsti staðurinn til að myrkvast verður Cornwall á suðvesturhorni Englands. Hót- elrými á svæðinu eru öll löngu upppöntuð og margir bændir hafa í hyggju að breyta ökrum sínum i tjald- stæði í kringum 11. ágúst. Frá Cornwall færist sól- myrkvinn síðan til norðaust- urhluta Frakklands, Þýska- lands, Austurríkis, Ungverja- lands, Rúmeniu, Svartahafs, Tyrklands, íraks, írans og að lokum til Indlands. Ekki er víst að allir „sjái“ sólmyrkvann jafnvel og að- stæður i Vestur-Evrópu velta mjög á veðrinu. 1 heiðskíru veðri munu Evrópubúar njóta myrkvans í um tvær mínútur. Það er þó mat sérfræðinga að líkurnar til að upplifa myrkvann séu aðeins 45% bæði á Englandi og í Frakk- landi, miðað við algengt veðurfar í ágústmánuði. Eftir því sem austar dregur batn- ar hins vegar ástandið og gert er ráð fyrir því að hótelhaldarar í Stuttgart, Munchen, Salzburg og Astralir urðu vitni að sólmyrkva 17. febrú- ar síðastliðinn. Símamynd Reuter Búkarest muni hækka verð á gist- ingu til muna. Raunar þykir Búkarest ákjósanlegasti staðurinn til að sjá myrkvann en þeir sem vilja taka sem minnsta áhættu hvað varðar veður ættu að halda alla leið til írans en þar er nánast óskeikult að heiðskírt er í ágústmánuði. -National Geographic Traveler Tuttugu farþegar komast í hverja siglingu og algengast er að hefðbundin út- sýnissigling taki um eina og hálfa klukkustund. Samvinnuferðir-Landsýn bjóða ferðir á Formúlu 1: Pílagrímsför til Silverstone Formúla eitt hefúr undanfarin ár verið afar vinsælt sjón- varpsefni og væntan- lega hefur marga dreymt um að kom- ast á eina slíka keppni. Samvinnu- ferðir-Landsýn hafa ákveðið að bjóða tvær ferðir á Formúlu eitt í sumar. Um er aö ræða tvær ólíkar ferðir en að sjálfsögðu er markmiðið í bæði skiptin Formúla 1. Fyrri keppnin er á Spáni, nánar tiltekið á „Circuit de Catalunya", sem er í 12 kílómetra fjarlægð frá Barcelóna. Gist verður á Benidorm og auk formúlukeppn- innar verður í boði ýmis afþreying, svo sem strandblak, gokart, fall- hlífasvif og margt fleira. íslenskur fararstjóri verður með hópnum sem leggur upp 25. maí og kemur heim aftur 8. júní. Seinni keppnin verður í Silverstone, sem af sum- um er kölluð mekka for- múlunnar, á Englandi þann 11. júlí nk. Þetta er fjögurra daga ferð og verður gist í London þar sem fylgst verður með tímatökunni og spáð í stöðuna áður en sjálf pílagrímsforin á keppnis- stað hefst. Nánari upplýsingar er að fá hjá ferðaskrifstofunni. Formúla 1 nýtur gríðar- legra vinsælda um heim allan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.