Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 60
m myndbönd K -k MVHlBim GAGNRYNI Wishmaster: Ógnvænleg andhverfa Alladíns í#- ★i Upphafsatriði myndarinnar á að gerast í Persíu á tólftu öld. Illur andi, Djinn, fer hamíorum og nærstaddir láta lífið með hryllilegum hætti. Klerkur nokkur sigrar hann þó og lokar inn í gimsteini sem síðar er komið fyrir í styttu. Þá víkur sögunni til Bandaríkja samtímans þar sem fornleifafræðingur einn bíður hennar. Ekki tekst betur til en svo að þegar verið er að flytja styttuna frá borði fellur hún til jarðar og brotnar. Gimsteinninn hrekkur í burtu og skiptir nokkrum sinnum um hendur þar til Alexandra (Tammy Lauren) fær hann til rannsóknar. Hún vekur andann óvart til lífsins og brátt taka ógurlegur atburðir að gerast allt í kringum hana. Wishmaster býr yfir mörgum ágætum hugmyndum og sjálf sagan er að mörgu leyti áhugaverð. Það dugir þó ekki alltaf til að góð mynd verði úr, sérstaklega virðist sambandið á milli áhugaverðar frásagnar og góðr- ar kvikmyndar fahvalt í hryUingsmyndum. Kemur þar a.m.k. tvennt tU. Afskaplega erfitt er að gera fjarstæðukennda atburði áhrifamikla í myndrænni útfærslu og tU framleiðslu hryllingsmynda er oftar en ekki úr takmörkuðu fjármagni að moða. Þessir annmarkar sjást á Wishmast- er sem þó er fjarri því að vera alslæm. Útgefandi: SAM-myndbönd. Leikstjóri: Robert Kurtzman. Aðalhlutverk: Tammy Lauren, Andrew Divoff, og Chris Lemmon. Bandarísk, 1997. Lengd: 87 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Voices from a Locked Room: Listamenn og gagnrýnendur ★★i hryUingur - ein og hálf stjamaPhUip Hes- eltine er afskaplega fágaður tónlistargagnrýnandi á þriðja áratug aldarinnar. Hann er mikUsmetinn nema hvað hann virðist láta aUar siðferðislegar hömlur lönd og leið er hann fjaUar um verk tón- skáldsins Peters Warlocks. Hann finnur þeim aUt tU foráttu og með vaxandi vinsældum þeirra þyk- ir honum að sér vegið. Warlock er þó enginn ró- lyndismaður og svarar gagnrýni Heseltines með ofbeldishótunum. Inn í deilur þessara tveggja ólíku manna, sem aldrei hafa hist, blandast söngkonan LUy Buxton. Hún kynnist þeim báðum og á vægast sagt erfitt með að velja á mUli þeirra. Ég skal játa það fúslega að ég þekki lítt til tónskáldsins Warlocks (hvað þá gagnrýnandans Heseltines) og get því lítt dæmt um trúverðugleika myndarinnar. Það er þó ljóst aö ævi Warlocks var með ólíkindum dramat- ísk og því spennandi kvikmyndaefni. Hér er ágætlega unniö með það þótt listrænir tilburðir jaðri stundum við að vera tUgerðarlegir. Myndin er af- bragðsvel leikin og stelur Jeremy Northam senunni sem gagnrýnandinn grimmi. Þá birtast í myndinni áhugaverðar hugleiðingar um tengsl gagn- rýni og listsköpunar en umræða um þau hefur verið á afskaplega lágu plani hérlendis. Spennandi viðfangsefni í ágætri mynd. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Malcolm Clarke. Aöalhlutverk: Jeremy Nort- ham, Tushka Bergen og Allan Corduner. Lengd: 94 mín. Bresk, bandarísk 1995. Bönnuð innan 12. -bæn Dead Husbands: Keðjumorð O Ég hef löngum verið hrifinn af svörtum og kvik- indislegum húmor og ákvað því að tékka á þessari grínmynd um hóp kvenna sem skiptist á að myrða eiginmenn hver annarrar. Þetta virkar eins og eins konar keðjubréf sem er listi með nokkrum nöfnum. Nýjasti þátttakandinn myrðir þann sem efstur er á listanum, strikar nafn hans út og bætir eiginmanni sínum neðst á listann. Hún afhendir síðan næsta þátttakenda listann og í fyllingu tímans losnar hún við eiginmann sinn. Það er skemmst frá því að segja að eini alvöru kvikindisskapurinn þarna fólst í að neyða mig til að sitja undir þessum leiðindum í einn og hálfan tíma. Þetta á að heita grínmynd en ég hló ekki í eitt einasta skipti yfir henni. Húmorinn er gamaldags, steingeldur og fullkomnlega fyrir- sjáanlegur, eins og atburðarásin öll, og ekki vott af ferskleika að finna í þessu. Ekki bæta úr skák arfaslakir leikarar, með John Ritter og Nicolette Sheridan í fararbroddi, en þau hljóta að teljast með hæfileika- lausustu gerpum stéttarinnar. Má ég vinsamlegast biðja um aö mynd- bandamarkaðnum á íslandi verði hlíft við svona ómerkilegu og leiöin- legu rusli í framtíðinni. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Paul Shapiro. Aðalhlutverk: Nicolette Sheridan og John Ritter. Bandarísk, 1998. Lengd: 92 mín. Bönn- uð innan 12 ára. -PJ Wilbur Falls: Fjör í smábæ ★★★ Wilbur Falls er venjulegur bandarískur smá- bær þar sem lítið merkilegt gerist, en á því verður breyting þegar gáfaðasta stelpan í bænum, Renata Deveraux, kemst í hefndarhug. Fjórum árum áður var hún niðurlægð á skólaballi og hún hyggst ná sér niðri á stráknum sem stóð fýrir hrekknum. Hún tælir hann með sér út á tjöm í bát og skilur hann þar eftir allsnakinn. Heldur kámar þó gamanið þegar strákgreyið drukknar í tjöm- inni. Hvarf hans setur bæinn á annan endann og ýmislegt óvænt kemur upp á, en á meðan þjáist Renata af sektarkennd, jafhframt því sem hún reynir að breiða yfir glæpinn. Wilbur Falls er fremur einkennileg mynd sem sveiflast milli gríns og hryll- ings, spennu og drama, og hefur m.a.s. smá viðkomu í lesbískum unglinga- rómans. Sagan verður fyrir vikið nokkuð tætingsleg, en það kemur ekki mik- ið að sök, því að sögupersónumar em áhugaverðar og skemmtilegar, textinn vel skrifaður og fullt af skemmtilegum uppákomum í handritinu. Danny Ai- ello er kjölfestan i góðum leikarahóp, þar sem unglingamir standa sig mjög vel. Sérstaklega er Shanee Edwards í hlutverki Renötu athyglisverð. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Juliane Glantz. Aðalhlutverk: Shanee Edwards og Danny Aiello. Bandarísk, 1998. Lengd: 94 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 TIV Jackie Chan: Bardagakappi með auga fyrir húmor Fyrir fjómm árum hafði ég aldrei séð mynd með Jackie Chan. Ég kannaðist við nafnið og taldi hann vera einn af þessum ömurlegu kung fu-leikurum leikurum. Ég hafði aldrei verið hrifinn af slagsmála- myndum og fannst þessar fáu sem ég hafði séð kjánalegar og leiðinleg- ar og bardagaatriðin tilbreytinga- snauð og lítt spennandi. Svo gerðist það að ég var að horfa á kvikmyndaverðlaunahátíð MTV þar sem Jackie Chan var öllum að óvörum heiðraður fyrir lífsstarf sitt. Quentin Tarantino, sem mér þótti þá einn af áhugaverðustu leikstjór- um samtímans eftir meistarastykk- in Reservoir Dogs og Pulp Fiction, hélt þar þrumuræðu um ágæti Jackie Chan og sagði hann einn af helstu áhrifavöldum í eigin kvik- myndagerð. Síðan var sýnd syrpa af slagsmálaatriðum úr myndum kappans sem líktust engu sem ég hafði nokkum tíma séð áður. Þetta var fyrir mig eins og marga aðra upphafið að ánægjulegum kynnum af fyndnasta og besta slagsmála- meistara kvikmyndanna. væri ekki þar sem hann er staddur í dag ef ekki væri fyrir þjálfunina sem hann hlaut þar. Með breyttum tímum minnkaði áhugi fólks á hinu hefðbundna kín- verska leikhúsi og Yu Jim Yuen neyddist til að loka skólanum. Margir nemendanna, þar á meðal Jackie Chan, fengu vinnu í vaxandi kvikmyndaiðnaðinum og voru eftir- og duglegri en fólk er flest. Jackie Chan vann fyrst sem áhættuleikari, færði sig síðan upp í leik og áhættu- leikstjórn og fór að lokum einnig að leikstýra og skrifa handrit. Um tíma var litið á hann sem eftirmann Bruce Lees en það var ekki fyrr en hann fór að blanda húmor saman við hina fremur ofnotuðu kung fu- formúlu að hann varð að stjömu. Harður skóli sóttir starfs- kraftar, enda ag- aðri Jackie Chan hlaut grunnþjálfun sína í Óperuskólanum í Peking. Fá- tækir foreldrar hans sendu hann í skólann þegar hann var sjö ára gamall og næsta áratuginn lærði hann söng, leiklist, dans, fimleika og bardagaíþróttir undir harðri hendi kennara síns, Yu Jim Yuen. Barsmíðar voru mikið notuð aðferð til að píska dreng- ina áfram og Jackie Chan hefur sagt í viðtölum að hann óski engum þess að ganga í gegnum það sem hann þurfti að þola í skólanum en viður- kennir jafn- framt að hann Vörumerki Jackies Chans era áhættuatrið hans og slagsmálaatriðin. Hann leikur öll áhættuatriðin sjálfur og þau era einhver þau svakalegustu sem sjást á hvíta tjaldinu enda hefúr hann margoft slasast við gerð mynda sinna en ávallt verið tjaslað saman og alltaf hefur hann getað lokið við myndina. Slagsmálaatriði hans era einstök og sækja ekki aðeins í hetjur bardagalistarinnar, eins og Brace Lee, heldur einnig í sirkushefðina og hinn gamalkunna slap- stick-húmor en Jackie Chan er mikill aðdá- andi Busters Keatons og skín það í gegn í myndum hans. Ann- ars er varla hægt að lýsa þessu með orðum. Þeir sem hafa séð Jackie Chan í ham vita um hvað ég er að tala. Hinir verða bara að tékka á einhverri mynda hans sjálfir. Chris Tucker kom með ómældan húmor í Rush Hour og var samleikur hans og Jackies Chans góður. Klassísk myndbönd The Thief 0952) (film noir) M ★★★ Eftirtektarverð tilraunastarfsemi Allan Fields (Ray Milland) er vís- indamaður við kjamorkustofnun Bandaríkjanna. Hann býr einn og virðist ófélagslyndur. Hann lifir þó ekki spennulausu lífi því hann stel- ur af stofnuninni mikilvægum rík- isleyndarmálum. Þótt ekki komi fram með beinum hætti hverjir samstarfsmenn hans séu bendir allt til þess að þeir séu útsendarar Sov- étríkjanna. Allan er fjarri því að vera samviskulaus og kvíðir hverri hringingu þeirra. Fyrir einskæra óheppni kemst bandaríska alríkis- lögreglan yfir njósnagögn og er þá betra fyrir Allan að vera var um sig. Það líður þó ekki á löngu þar til lög- reglan kemst á spor hans og leggur hann þá á flótta. Um tíma felur hann sig í kjallaraholu þar sem óræðir straumar leika á milli hans og glæfrakvendis nokkurs (Rita Gam). í lokin er spurningin ekki að- eins hvort hann komist undan lög- reglunni, heldur hvort hann geti yf- irgefið fósturjörðina sem hann hef- im svikið svo illa. Ray Milland er kjörinn í hlutverk Allans og tekst vel að túlka þá ör- væntingarfullu „innilokunarkennd" sem heUist yfir hann. FeriU MiU- ands reist hæst árið 1945, þegar hann hlaut óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á alkóhólistanum í The Lost Weekend, og var enn í ágætum gír þegar The Thief var gerð. Brátt fór þó að haUa undan fæti hjá hon- um og endaði hann ferilinn í ódýr- um hryUingsmyndum. Því fer íjarri að The Thief þyki með merkUegri kvikmyndum Bandaríkjanna. Þær eru ekki svo margar þegar aUt kemur tU aUs sem öðlast þá virðingu að teljast sígild- ar. Það væri þó óskandi að The Thief féUi ekki með öUu í gleymsku, þó ekki væri nema fyrir hið sér- kennilega stílbragð sem einkennir hana aUa. Það er ekkert talað í myndinni. Persónurnar segja hrein- lega ekki eitt einasta orð. Það er ákveðið afrek út af fyrir sig þótt vissulega sé umdeUanlegt hvort það gangi upp. Ég er þó ekki frá því að það magni upp sálræna spennu og þrúgandi andrúmsloft myndarinn- ar. Hún hefur kæfandi áhrif á áhorf- endur, sem eru því ekki í ósvipaðri aðstöðu og andhetjan AUan. Það verður a.m.k. ekki sagt að The Thief eigi marga sína líka. Leikstjóri Russel Rouse. Aðalhlut- verk: Ray Milland, Martin Gebal og Rita Gam. Bandaríkin, 1952. Lengd 85 mín. Björn Æ. Norðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.