Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 i6 ^fðtal ”★ ★ Ríkharður Hördal við málverkið frá baróninum á Hvítárvöllum. Þetta verk er nú til viðgerðar og mats við Lista- og hönnunarháskólann í Helsinki þar sem Ríkharður er deildarstjóri. DV-mynd Gfslí Kristjánsson búið til að flytja inn. Ekkert hik,“ segir Ríkharður og bendir á að það sama gerist á öðrum sviðum menningar í landinu. Ópera, lista- safn og tónlistarhús eru byggð á mettíma um leið og ákveðið hefur verið að byggja. „Viðhorfin breyttust mikið hér við inngönguna í Evrópusamband- ið. Það var ákveðið á einni nóttu að héðan í frá skyldu Finnar vera Evrópubúar og síðan hafa Finnar verið staðráðnir í að vera fremstir allra Evrópubúa," segir Ríkharð- ur. Baróninn á Hvítárvöllum Nemendur við skólann fást við viðgerðir á öllum mögulegum hlutum um leið og þeir læra handverk sitt. Söfn, stofnanir og félög senda myndir, bækur, kjóla og stóla til viðgerðar og nú eru nemendur Ríkharðs m.a. að rann- saka og gera við mikið málverk úr eigu barónsins á Hvítárvöllum - enska tónlistarmannsins sem fómaði öllu fyrir að koma upp kúabúi í Borgarfírði og léði Bar- ónsstígnum í Reykjavík nafn. Listasafn íslands á verkið nú en enginn veit hvaðan það er og hvers virði það er. Nemendur Ríkharðs hallast að því að það sé ítalskt eða_ franskt en viðgerð og mat á málverkinu stendur nú yflr. Glsli Kristjánsson Falsanir á íslenskum málverkum eru og verða vandamál: Vantar tækni- lega rannsókn - segir Ríkharður Hördal, deildarstjóri við forvarðadeild háskóla í Helsinki DV, Helsinki:__________________ „Það vantar tæknilega rannsókn á málverkum íslenskra lista- manna. Ekki bara listasögulega rannsókn heldur og tæknilega rannsókn á efnunum sem þeir not- uðu, bindiefnunum í málningunni, striganum og öllu sem hægt er að rannsaka efhafræðilega. Þangað til þetta er gert er og verður auðvelt að falsa íslensk málverk og koma þeim í verð,“ segir Ríkharður Hör- dal, forvörður og deildarstjóri for- varðadeildarinnar við Listaháskól- ann í Helsinki, við DV. Ríharður segir að tæknilegar upplýsingar af þessu tagi flýti mjög fyrir rannsókn á fölsuðum málverkum og að á skömmum tíma megi skera úr um hvort verk er falsað eða ekki. Ríkharður er einn af eigendum Morkinskinnu í Reykjavík og vann þar allt til þess að hann flutti til Finnlands fyrir sex árum til að byggja upp og síð- ar að stýra forvarðadeildinni viö Lista- og hönnunarháskólann í Helsinki. „Falsanir á málverkum eru vandamál úti um allan heim og verða vandamál. Þetta vandamál er sérstakega erfitt á íslandi vegna þess að við vitum ekki nógu mikið um hina tæknilegu hlið á íslensk- um málverkum," segir Ríkharður og vísar til nýgengins dóms í fols- unarmálinu kenndu við Gallerí Borg. Lýsir eftir íslendingum Ríkharður á enn hlut í Morkin- skinnu en hann hefur undanfarin ár ekki unnið þar enda nóg að gera við deildina í Helsinki. Upp- haflega fór hann til Finnlands til að kenna í sex vikur. Það þótti honum spennandi. Síðar var hann beðinn að koma aftur og vera í nokkra mánuði við að skipuleggja námskrá fyrir deildina sem þá var stokkuð upp frá grunni. Þetta starf leiddi til þess að Ríkharður tók við stjórn deildarinnar og hefur gegnt því starfl síðan. Við deildina eru 54 nemendur og sami hópurinn er i fjögur ár sam- fleytt. Þá eru nýir nemendur tekn- ir inn og verða í fjögur ár. Síðast sóttu nær 500 um plássin 54. Einn þeirra eru íslendingurin Friðrik Bertelsen sem nú er á þriðja ári. „Ég vil hiklaust hvetja íslend- inga til að sækja um. Það er eng- inn kvóti á hvaðan nemendurnir mega koma og engin skólagjöld. Allir eru metnir út frá fyrra námi og reynslu. Því ættu íslendingar ekki að standa verr að vígi en aðr- ir. Það er bara að sækja um,“ seg- ir Ríkharð og beinir orðum sínum til landa vorra. Inntökupróf verða í mars-apríl á næsta ári og tölvu- póstfang Ríkharðs er: rikhard.hor- dal@evamk.fi Bágborið ástand „Það er þrennt sem forverðir verða að kunna: Efnafræði, efnafræði og efnafræði,“ segir Ríharður og hlær. Efnafræðin úr menntaskóla er nægur grundvöllur en allt sem er umfram það er að sjálfsögðu til bóta og svo að sjálfsögðu reynsla af forvörslu. „Ástandið í þessum málum er sann- ast sagna bágborið á íslandi. Sérstak- lega stendur Þjóðminjasafnið illa að vígi með bara hálfa stöðu forvarðar," segir Ríkharður. Atvinnumöguleikar ættu því að vera góðir á íslandi. Forverðir hafa það hlutverk að veija og gera við fomgripi, málverk, bækur og hvað eina sem illa stenst tímans tönn. Og svo geta þeir komist að hvort verk eru fólsuð. Hverfa úr landi í Finnlandi hefur nú verið byggt upp alþjóðlega viðurkennt for- varðanám. Sömu sögu er að segja frá Ósló, þar sem Kristín Helga Sigurðardóttir réðst til að koma deildinni á fót. Bæði hún og Rík- harður eru lærð í Kaupmannahöfn og farin til kennslustarfa í útlönd- um eftir störf á íslandi. Um brottför sína frá íslandi seg- ir Ríkharður að hann hafi fyrst og fremst viljað breyta til: Skipta um starfsvettang og gert það þegar staðan í Finnlandi bauðst. Á ís- landi elur litið samfélagið þó oft af sér illdeilur og togstreitu en Rík- harður brosir bara þegar hann er spurður um hrepparíginn á ís- landi. Þetta er víst svona víðar. „Það var töluverð andstaða við mig hér í fyrstu. Það náði svo langt að mér voru send hótunar- bréf. Ég var staðráðinn í að breyta deildinni, opna hana og gera hana alþjóðlegri. Áður var þetta mjög flnnsk deild og einangruð frá um- heiminum. Þetta gekk ekki átaka- laust í fyrstu en nú er viðhorfið allt annað. Það er búið að taka mig í sátt,“ segir Ríkharður. Nú eru kennarar við deildina frá Danmörku og Englandi auk Finnlands og svo Ríkharður frá ís- landi - reyndar Vestur-íslending- ur. Mikið er sótt til stundakennara og fýrirlestrar jafnvel sendir frá útlöndum með nýjustu tækni. Skólinn hefúr fengið nýtt húsnæöi í verslunarmiðstöð sem aldrei náði að gegna sínu hlutverki. Gert með stíl „Finnar gera allt með stíl sem þeir gera. Það var ákveðið að hafa skólann í verslunarmiðstöðinni og fáum mánuðum síðar var allt til- Friðrik Bertelsen með bómullarpinnann við viðgerð á gömlu málverki. DV-mynd GK Friðrik Bertelsen, nemi í forvörslu í Helsinki: Byrjaði heima DV, Helsinki:_____________________ „Ég fékk áhugann á þessu starfl þegar ég reyndi að gera við mál- verk í eigu fjölskyldunnar heima. Ég leitaði eftir upplýsingum, las mér til og komst svo í samband við Morkinskinnu. Þar var ég lærling- ur í eitt ár og kom svo hingað fyr- ir þremur árum,“ segir Friðrik Bertelsen, íslenskur nemandi Rík- harðs Hördal við forvarðadeildina í Helsinki, við DV. Friðrik er einn þeirra 54 nem- enda sem slapp inn í skólann við síðustu inntöku fyrir þremur árum. Nú lýkur hann prófl á næsta ári með viðgerðir á mál- verkum sem sérgrein og þá vænt- anlega nógu lærður til að geta gert við málverkin í stofunni heima. Hvað þó verður að námi loknu er óráðið. Síðasta sumar var Friðrik við störf í Munch-safninu í Ósló og gæti hugsað sér að halda áfram þar. Námið við skólann fer að mestu fram á ensku en einnig á skandi- navísku þannig að ekki er skilyrði að læra finnsku. Friðrik undirbjó sig þó með því að fara á finnsku- námskeið áður en hann fór utan. Finnskuna hefur hann hins vegar ekki lært nema rétt svo það dugar til daglegra nota. Finnska er eitt erfiðasta tungumál sem um getur og kostar margra ára nám að ná tökum á málinu. Friðrik er kominn það langt í námi að hann gerir við verk sem send eru til stofnunarinnar. Þetta er handverk sem krefst mikillar nákvæmi og einnig þekkingar á efnafræði og aftur efnafræði. Og það er eins og leynilögregluvinna að komast að uppruna verka - og meta hvort þau eru fölsuð. Það þarf líka að meta hve langt á að ganga í að gera við verk. Stundum hefur of mikið tapast til að hægt sé að gera nokkuð í mál- inu annað en að varðveita leifarn- ar. Spennandi? „Já,“ segir Friðrik. „Þetta er draumastarfið." Gísh Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.