Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 64
Tvötfaldur i. vinningur 20 á lavjjardag FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 1.APRIL1999 Sýslumaðurinn á Höfn: Fíkniefni og hótanir „Vandinn virðist bundinn við nokkra einstaklinga sem eru hér rót- t taerónir. Áður hefur oftast verið um að ræða aðkomumenn sem hingað hafa komið á vertíð," Páll Björnsson. segir Páll Björns- son, sýslumaður á t Höfn í Hornafirði, % jfmf Tj iiin |>a oold '-iii heimamenn halda fram að sé á staðn- um vegna hóps ungra manna sem hafi um hönd fíkniefni og hóti fólki barsmíðum. „Það er nýtt hér að við þurfum að fást við flkniefni og hótanir í þessum mæli. Þetta er á því rólinu að við verðum að taka á þessu,“ segir Páll. Aðspurður um ásakanir um að lög- reglan sinnti aðallega sjónvarps- og videoglápi svaraði sýslumaður: „Lög- reglan hefur sjónvarp og hún hefur video. Ég er ekki á lögreglustöðinni öllum stundum. Ég vona að þetta sé ekki rétt og það er varðstjóra að halda mönnum við vinnu," segir Páil. -rt f Smáauglýsingadeild DV er lokuö skír- dag, fóstudaginn langa, laugardaginn 3. apríl og páskadag. Opið verður mánudaginn 5. apríl, ann- an í páskum, frá kl. 16-22. Blaðaafgreiðsla DV er opin frá kl. 6-14 i dag. Lokað verður fóstudaginn langa, laugardaginn 3. apríl, páskadag og annan í páskum. Opið þriðjudaginn 6. april frá kl. 6-20. Vakt verður á ritstjóm DV frá kl. 16-23 annan í páskum. Fyrsta blað eftir páska kemur út eldsnemma að morgni þriðjudagsins 6. apríl. Gleðilega páska! Dísel 2,7 TDI sjálfskiptur ^-a-ek Ingvar Helgason hf. V- S — L? Scevarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is KANNSKI MAÐUR HAFI MEÐ SÉR VINDILINN? Monica Lewinsky kom til landsins seint í gærdag en hún hefur undanfarið verið á ferðalagi um Evrópu og kynnt bók sína, Monica’s Story. Monica mun árita bók sína í verslun Máls og menningar á Laugavegi 18 milli klukkan 11 og 13 í dag. Síðdegis mun Monica siðan heilsa upp á hermenn á Keflavíkurvelli og að því loknu heldur hún vestur um haf. Sjá nánar viðtal við þessa umtöluðustu konu heims á bls. 4. DV-mynd HH Stórkostleg úrslit í Kiev íslenska landsliðið í knattspymu náði í gær stórkostlegum úrslitum gegn Úkraínumönnum í Kiev í Evr- ópukeppni landsliða. Lokatölur urðu 1-1 og íslenska liðið er þvi enn taplaust eftir 5 umferðir í keppn- inni, og það hefur nú ekki tapað í síðustu níu leikjum sínum undir stjóm Guðjóns Þórðarsonar. íslenska liðið lék geysilega sterk- an vamarleik allan tímann og Úkra- ínumenn fengu í raun aðeins eitt opið færi í leiknum. í fyrri hálfleik var íslenska markinu aldrei alvar- lega ógnað, Birkir Kristinsson þurfti aðeins að verja eitt skot og gerði það auðveldlega. Eftir þunga sókn framan af seinni hálfleik náðu Úkraínumenn að skora á 59. minútu þegar Vladislav Vashchyuk komst innfyrir vöm ís- lands hægra megin og sendi boltann laglega í markhomið fjær. En íslenska liðið brotnaði ekki við þetta mótlæti. Sjö mínútum síð- ar kom þung sókn að marki Úkra- ínu. Fyrst var hörkuskot frá Lámsi Orra Sigurðssyni varið í hom. Eftir hornspymuna átti Þórður Guðjóns- son skot að marki frá vítateig. Lár- us Orri var á markteignum og stýrði boltanum fram hjá markverði heimamanna, 1-1. Úkraínumenn sóttu linnulítið það sem eftir var en náðu ekki að rjúfa íslenska varnarmúrinn. Með gifur- legri baráttu tókst islenska liðinu að halda fengnum hlut og krækja í óvænt og dýrmætt stig. Island áfram í toppbaráttu Þessi úrslit þýða að Island er enn í baráttu við stórveldin Frakkland og Úkraínu um toppsætin í riðlin- um. Úkraína er með 11 stig og ís- land 9. Frakkar vom með 8 stig fyr- ir leik sinn við Armeníu sem var ekki lokið þegar DV fór í prentun. Rússar sigruðu Andorra, 6-1, i gær og em komnir með 6 stig. Armenía er með 4 og Andorra ekkert. Lið íslands var þannig skipaö í Kiev: Birkir Kristinsson - Auðun Helgason, Láms Orri Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Steinar Adolfs- son, Hermann Hreiðarsson - Þórður Guðjónsson, Eyjólfur Sverrisson, Brynjar Gunnarsson, Rúnar Krist- insson (Helgi Kolviðsson 80.) - Helgi Sigurðsson (Sverrir Sverrisson 83.) Næsti leikur íslands í keppninni er gegn Armeníu á Laugardalsvell- inum þann 5. júní. -VS Lárus Orri Sigurðsson, sem skoraði mark íslands, í baráttu f leiknum í Kiev í gær. Fteuter Föstudagur 0° _ -1 Sunnudagur Mánudagur Upplýdngar frá Véftuftofu i»land« Páskaveðriö: Bjart framan af Á fostudaginn langa verður hæg breytileg átt og léttskýjað um mestallt land. Hiti verður 0-4 stig sunnanlands en vægt frost norðan til. Á laugardag verður austankaldi og dálítil súld allra syðst en víða léttskýjað annars staðar, hægt hlýnandi veður. Á páskadag verður austan- og suð- austanátt, skýjað og súld við suð- ur- og vesturströndina en bjart- viðri annars staðar. Annan í páskum verður svo austlæg átt og slydda norðanlands en suðlæg átt og skúrir syðra. Veðrið í dag er á bls. 75. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.