Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 64
Tvötfaldur
i. vinningur
20 á lavjjardag
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FIMMTUDAGUR 1.APRIL1999
Sýslumaðurinn á Höfn:
Fíkniefni
og hótanir
„Vandinn virðist bundinn við
nokkra einstaklinga sem eru hér rót-
t taerónir. Áður hefur oftast verið um að
ræða aðkomumenn sem hingað hafa
komið á vertíð,"
Páll Björnsson.
segir Páll Björns-
son, sýslumaður á
t Höfn í Hornafirði,
% jfmf Tj iiin |>a oold '-iii
heimamenn halda
fram að sé á staðn-
um vegna hóps
ungra manna sem
hafi um hönd
fíkniefni og hóti
fólki barsmíðum.
„Það er nýtt hér að við þurfum að
fást við flkniefni og hótanir í þessum
mæli. Þetta er á því rólinu að við
verðum að taka á þessu,“ segir Páll.
Aðspurður um ásakanir um að lög-
reglan sinnti aðallega sjónvarps- og
videoglápi svaraði sýslumaður: „Lög-
reglan hefur sjónvarp og hún hefur
video. Ég er ekki á lögreglustöðinni
öllum stundum. Ég vona að þetta sé
ekki rétt og það er varðstjóra að halda
mönnum við vinnu," segir Páil. -rt
f Smáauglýsingadeild DV er lokuö skír-
dag, fóstudaginn langa, laugardaginn 3.
apríl og páskadag.
Opið verður mánudaginn 5. apríl, ann-
an í páskum, frá kl. 16-22.
Blaðaafgreiðsla DV er opin frá kl. 6-14 i
dag. Lokað verður fóstudaginn langa,
laugardaginn 3. apríl, páskadag og annan
í páskum. Opið þriðjudaginn 6. april frá
kl. 6-20.
Vakt verður á ritstjóm DV frá kl. 16-23
annan í páskum.
Fyrsta blað eftir páska kemur út
eldsnemma að morgni þriðjudagsins 6.
apríl.
Gleðilega páska!
Dísel 2,7 TDI sjálfskiptur
^-a-ek Ingvar
Helgason hf.
V- S — L? Scevarhöfða 2
Sími 525 8000
www.ih.is
KANNSKI MAÐUR
HAFI MEÐ SÉR
VINDILINN?
Monica Lewinsky kom til landsins seint í gærdag en hún hefur undanfarið verið á ferðalagi um Evrópu og kynnt bók sína, Monica’s Story. Monica mun árita
bók sína í verslun Máls og menningar á Laugavegi 18 milli klukkan 11 og 13 í dag. Síðdegis mun Monica siðan heilsa upp á hermenn á Keflavíkurvelli og að
því loknu heldur hún vestur um haf. Sjá nánar viðtal við þessa umtöluðustu konu heims á bls. 4. DV-mynd HH
Stórkostleg úrslit í Kiev
íslenska landsliðið í knattspymu
náði í gær stórkostlegum úrslitum
gegn Úkraínumönnum í Kiev í Evr-
ópukeppni landsliða. Lokatölur
urðu 1-1 og íslenska liðið er þvi enn
taplaust eftir 5 umferðir í keppn-
inni, og það hefur nú ekki tapað í
síðustu níu leikjum sínum undir
stjóm Guðjóns Þórðarsonar.
íslenska liðið lék geysilega sterk-
an vamarleik allan tímann og Úkra-
ínumenn fengu í raun aðeins eitt
opið færi í leiknum. í fyrri hálfleik
var íslenska markinu aldrei alvar-
lega ógnað, Birkir Kristinsson
þurfti aðeins að verja eitt skot og
gerði það auðveldlega.
Eftir þunga sókn framan af seinni
hálfleik náðu Úkraínumenn að
skora á 59. minútu þegar Vladislav
Vashchyuk komst innfyrir vöm ís-
lands hægra megin og sendi boltann
laglega í markhomið fjær.
En íslenska liðið brotnaði ekki
við þetta mótlæti. Sjö mínútum síð-
ar kom þung sókn að marki Úkra-
ínu. Fyrst var hörkuskot frá Lámsi
Orra Sigurðssyni varið í hom. Eftir
hornspymuna átti Þórður Guðjóns-
son skot að marki frá vítateig. Lár-
us Orri var á markteignum og
stýrði boltanum fram hjá markverði
heimamanna, 1-1.
Úkraínumenn sóttu linnulítið það
sem eftir var en náðu ekki að rjúfa
íslenska varnarmúrinn. Með gifur-
legri baráttu tókst islenska liðinu
að halda fengnum hlut og krækja í
óvænt og dýrmætt stig.
Island áfram í toppbaráttu
Þessi úrslit þýða að Island er enn
í baráttu við stórveldin Frakkland
og Úkraínu um toppsætin í riðlin-
um. Úkraína er með 11 stig og ís-
land 9. Frakkar vom með 8 stig fyr-
ir leik sinn við Armeníu sem var
ekki lokið þegar DV fór í prentun.
Rússar sigruðu Andorra, 6-1, i gær
og em komnir með 6 stig. Armenía
er með 4 og Andorra ekkert.
Lið íslands var þannig skipaö í
Kiev:
Birkir Kristinsson - Auðun
Helgason, Láms Orri Sigurðsson,
Sigurður Jónsson, Steinar Adolfs-
son, Hermann Hreiðarsson - Þórður
Guðjónsson, Eyjólfur Sverrisson,
Brynjar Gunnarsson, Rúnar Krist-
insson (Helgi Kolviðsson 80.) - Helgi
Sigurðsson (Sverrir Sverrisson 83.)
Næsti leikur íslands í keppninni
er gegn Armeníu á Laugardalsvell-
inum þann 5. júní.
-VS
Lárus Orri Sigurðsson, sem skoraði
mark íslands, í baráttu f leiknum í
Kiev í gær. Fteuter
Föstudagur
0° _ -1
Sunnudagur
Mánudagur
Upplýdngar frá Véftuftofu i»land«
Páskaveðriö:
Bjart framan af
Á fostudaginn langa verður
hæg breytileg átt og léttskýjað
um mestallt land. Hiti verður 0-4
stig sunnanlands en vægt frost
norðan til. Á laugardag verður
austankaldi og dálítil súld allra
syðst en víða léttskýjað annars
staðar, hægt hlýnandi veður. Á
páskadag verður austan- og suð-
austanátt, skýjað og súld við suð-
ur- og vesturströndina en bjart-
viðri annars staðar. Annan í
páskum verður svo austlæg átt
og slydda norðanlands en suðlæg
átt og skúrir syðra.
Veðrið í dag er á bls. 75.
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4