Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 9 DV Fréttir Vinsælustu stjórnmálamenn áratugarinns 1. 2. 3. 4. 5. Sæti 17.10.95 9.10.96 6.02.97 Sæti Sæti Sæti Sæti ;:r- Skoðanakannanir DV um vinsældir stjórnmálamanna síðastliðinn áratug: Áratugur Davíðs Davíð Oddsson forsætisráðherra ber höfuð og herðar yfir aðra stjórn- málamenn í vinsældum á þeim áratug sem er að líða. Þetta er því áratugur Davíðs í íslenskum stjórnmálum þeg- ar litið er til vinsælda. En um leið er hann umdeildasti stjómmálamaður áratugarins því hann fær einnig flest stig þegar litið er til óvinsælda. í síðustu átta skoðanakönnunum DV um vinsældir stjómmálamanna, sem ná aftur til nóvember 1994, hefur Davíð verið vinsælasti stjómmála- maður landsins. í átta könnunum þar á undan, sem ná aftur til febrúar 1990, er Davíð þrisvar í efsta sæti og funm sinnum í öðra sæti. Fyrstu tvær kannanimar er Davið enn borgar- stjóri. Lenti hann í efsta sæti í þeirri fyrri en öðra sæti í þeirri síðari. En Davíð er líka mjög umdeildur stjómmálamaður, sérstaklega í seinni tíð. I þessum 16 skoðanakönnunum hefur hann sjö sinnum verið talinn óvinsælasti stjómmálamaður lands- ins og sex sinnum lent í öðra sæti óvinsældalistans. Síðustu átta skiptin, þar sem hann hefur einokað efsta vin- sældasætið, hefur hann fjórum sinn- um verið talinn óvinsælasti stjóm- málamaðurinn, tvisvar verið í örðu sæti, einu sinni í fjórða og einu sinni í flmmta sæti. Á meðfylgjandi grafi má sjjá fylgið á bak við árangur Dav- íðs í vinsældakönnunum DV. Steingrímur og Þorsteinn Steingrimur Hermannsson naut mikilla vinsælda meðan hann var for- ingi Framsóknar. Hann mælist ekki í í vinsældakönnunum DV eftir að hann settist í Seðlabankann. En Stein- grímur var vinsæll í byrjun áratugar- ins og tók þá fyrsta sætið af Davíð í tveimur könnunum, 1991 og 1992, og var tvisvar í öðra sæti. Fyrri hluta áratugarins er hann sá sem helst velg- ir Davíð undir uggum. Hins vegar er Steingrímur ekki ofarlega á blaði í óvinsældum. Þorsteinn Pálsson skaust upp í efsta sætið einu sinni á áratugnum, í júní 1993. Hann hafði þá tekið erfiða ákvörðun um skerðingu þorskkvót- ans og um stund tekið sér völd við stjórn efhahagsmála. Auk þess ögraði hann alþjóðasamfélagi hvalaverndun- arsinna með því að boða að hrefnu- veiðar yrðu teknar upp þá um sumar- ið. Þá var NAMMCO, fundur Norður- Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, haldinn í Reykjavík um það leyti sem könnunin var gerð. Fyrir utan þetta eina skipti sem Þorsteinn var í topp- sæti vinsældalistans náði hann einu sinni þriðja sæti, i mars 1991, skömmu eftir landsfund Sjálfstæðis- flokksins þar sem Davíð velti honum úr formannssætinu. Þorsteinn var annars reglulega á topp fimm listan- um þennan áratug, en lítið fór fyrir honum á óvinsældaslistanum. Jóhanna stelur senunni Og svo er það Jóhanna Sigurðar- dóttir. Lítið fór fyrir henni í vin- sældakönnunum DV framan af ára- tugnum. En í könnun DV í septem- ber 1993 rauk hún beint á toppinn og það með látum. Tæpt 21% aðspurðra sögðust þá hafa mest álit á Jóhönnu. Davíð, í öðra sæti, fékk einungis at- kvæði 9,7% aðspurðra. Á þessum tíma stóð Jóhanna, sem þá var félags- málaráðherra, í eldlínunni. Hún hafði gert fyrirvara við samþykkt ftárlagaframvarpsins og lenti í harð- vítugum deilum við Jón Baldvin Hannihalsson, utanríkisráðerra og formann Alþýðuflokksins. Hafði hún þá þegar sagt af sér varaformanns- embættinu i flokknum. Sagði Jón Fréttaljós Haukur Láms Hauksson Baldvin óumflýjanlegt að Jóhanna segði af sér embætti styddi hún ekki fjárlagaframvarpið eins og þingflokk- ur krata hefði ákveðið að gera. Jón Baldvin aflaði sér ekki vin- sælda í þessari rimmu við Jóhönnu, lenti í eísta sæti óvinsældalistans og sat þar kyrr næstu flmm skoðana- kannanir, eða þar til í október 1995. Jóhanna, aftur á móti, hélt efsta sætinu í könnun DV sumarið 1994, með yfirburðum. Um hálfúm mánuði áður en könmmin var gerð tapaði Jó- hanna fyrir Jóni Baldvini formanns- kjöri í Alþýðuflokknum. Það var á því flokksþingi sem hin fleygu orð, „Minn tími mun koma!“, féllu. Jóhanna baðst síðan lausnar sem ráðherra á ríkisstjómarfundi. Hún sagðist ekki láta sannfæringu sína fyrir ráðherrastól. Skömmu síðar var grunnurinn lagður að stofnun Þjóð- vaka. í nóvember 1994 lenti Jóhanna í öðra sæti vinsældalistans, vék fyrir Davíð Oddssyni sem trónað hefúr þar síðan. Jóhanna hefúr hins vegar náð sér á strik á ný, er í 3. sæti vin- sældalistans í júlí i fyrra og í janúar sl. Forsetinn og fleiri Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslemds, var ekki sérlega vinsæll stjómmálamaður, ef marka má vin- sældakannir DV síðasta áratug. Hann var efstur á óvinsældalistanum í febrúar 1990 og mars 1991, þá fjár- málaráðherra. Árin á eftir sveiflaðist Ólafur Ragnar milli annars og þriðja sætis. En hann naut einnig vinsælda, var í 3. og 4. sæti fyrstu árin sem þetta yfirlit nær til, en hélt sig aö mestu í 5. sæti. Ólafúr mælist ekki í þessum könnunum eftir október 1995, haustið fyrir forsetakostning- amar þar sem hann bar sigur úr být- um. Margrét Frímannsdóttir, arftaki Ólafs Ragnars í formannssæti Al- þýðubandalsgsins og nú oddviti Sam- fylkingarinnar á landsvísu, virðist hafa eignað sér 4. sætið á vinsælda- listanum, en óvinsældir hennar era óverulegar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefúr færst hægt og bítandi ofar á vinsældalistanum en hæst náð 4. sæti. Hún lætur lítið fyrir sér fara á óvinsældalistanum. Framsóknarráðherrar eru fyrir- ferðarmiklir i efstu sætum óvin- sældalistans undanfarin ár. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, var óvinsælastur í júlí í fyrra og næst óvinsælastur í janúar sl. Bankaskandalar og umdeildar stór- iðjuvonir hafa haft sitt að segja. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- hema var í öðra sæti óvinsældalist- ans í febrúar og október 1997 en vermir nú fimmta sætið. Forverar Ingibjargar, kratarnir Sighvatur Björgvinsson og Guð- mundur Ámi Stefánsson, fognuðu helur ekki vinsældum í embætti heil- brigðisráðherra. Óvinsældir Guð- mundar Áma urðu hins vegar mest- ar um það leyti sem hann sagði af sér ráðherraembætti. Svavar líka Neðar á listunum þennan áratug, í 6.-10. sæti, era yfirleitt sömu nöfnin. Á vinsældalistanum era þar Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardótt- ir og í seinni tið Steingrímur J. Sig- fússon. Á óvinsældalistanum er Svavar Gestsson fyrirferðarmikill í þessum sætum, Þorsteinn Pálsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Sighvatur Björgvins- son og nú síðast Halldór Ásgrímsson. PVl áratugarinns Óvinsælustu stjórnmálamenn 1. Sæti 2. Sæti 3. Sæti 4. 5. Sæti Sæti 1.02,90 26.03. 8.06.93 17. 29.1194 13.0L95 93 24.06.94 m m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.