Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Page 9
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 9 DV Fréttir Vinsælustu stjórnmálamenn áratugarinns 1. 2. 3. 4. 5. Sæti 17.10.95 9.10.96 6.02.97 Sæti Sæti Sæti Sæti ;:r- Skoðanakannanir DV um vinsældir stjórnmálamanna síðastliðinn áratug: Áratugur Davíðs Davíð Oddsson forsætisráðherra ber höfuð og herðar yfir aðra stjórn- málamenn í vinsældum á þeim áratug sem er að líða. Þetta er því áratugur Davíðs í íslenskum stjórnmálum þeg- ar litið er til vinsælda. En um leið er hann umdeildasti stjómmálamaður áratugarins því hann fær einnig flest stig þegar litið er til óvinsælda. í síðustu átta skoðanakönnunum DV um vinsældir stjómmálamanna, sem ná aftur til nóvember 1994, hefur Davíð verið vinsælasti stjómmála- maður landsins. í átta könnunum þar á undan, sem ná aftur til febrúar 1990, er Davíð þrisvar í efsta sæti og funm sinnum í öðra sæti. Fyrstu tvær kannanimar er Davið enn borgar- stjóri. Lenti hann í efsta sæti í þeirri fyrri en öðra sæti í þeirri síðari. En Davíð er líka mjög umdeildur stjómmálamaður, sérstaklega í seinni tíð. I þessum 16 skoðanakönnunum hefur hann sjö sinnum verið talinn óvinsælasti stjómmálamaður lands- ins og sex sinnum lent í öðra sæti óvinsældalistans. Síðustu átta skiptin, þar sem hann hefur einokað efsta vin- sældasætið, hefur hann fjórum sinn- um verið talinn óvinsælasti stjóm- málamaðurinn, tvisvar verið í örðu sæti, einu sinni í fjórða og einu sinni í flmmta sæti. Á meðfylgjandi grafi má sjjá fylgið á bak við árangur Dav- íðs í vinsældakönnunum DV. Steingrímur og Þorsteinn Steingrimur Hermannsson naut mikilla vinsælda meðan hann var for- ingi Framsóknar. Hann mælist ekki í í vinsældakönnunum DV eftir að hann settist í Seðlabankann. En Stein- grímur var vinsæll í byrjun áratugar- ins og tók þá fyrsta sætið af Davíð í tveimur könnunum, 1991 og 1992, og var tvisvar í öðra sæti. Fyrri hluta áratugarins er hann sá sem helst velg- ir Davíð undir uggum. Hins vegar er Steingrímur ekki ofarlega á blaði í óvinsældum. Þorsteinn Pálsson skaust upp í efsta sætið einu sinni á áratugnum, í júní 1993. Hann hafði þá tekið erfiða ákvörðun um skerðingu þorskkvót- ans og um stund tekið sér völd við stjórn efhahagsmála. Auk þess ögraði hann alþjóðasamfélagi hvalaverndun- arsinna með því að boða að hrefnu- veiðar yrðu teknar upp þá um sumar- ið. Þá var NAMMCO, fundur Norður- Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, haldinn í Reykjavík um það leyti sem könnunin var gerð. Fyrir utan þetta eina skipti sem Þorsteinn var í topp- sæti vinsældalistans náði hann einu sinni þriðja sæti, i mars 1991, skömmu eftir landsfund Sjálfstæðis- flokksins þar sem Davíð velti honum úr formannssætinu. Þorsteinn var annars reglulega á topp fimm listan- um þennan áratug, en lítið fór fyrir honum á óvinsældaslistanum. Jóhanna stelur senunni Og svo er það Jóhanna Sigurðar- dóttir. Lítið fór fyrir henni í vin- sældakönnunum DV framan af ára- tugnum. En í könnun DV í septem- ber 1993 rauk hún beint á toppinn og það með látum. Tæpt 21% aðspurðra sögðust þá hafa mest álit á Jóhönnu. Davíð, í öðra sæti, fékk einungis at- kvæði 9,7% aðspurðra. Á þessum tíma stóð Jóhanna, sem þá var félags- málaráðherra, í eldlínunni. Hún hafði gert fyrirvara við samþykkt ftárlagaframvarpsins og lenti í harð- vítugum deilum við Jón Baldvin Hannihalsson, utanríkisráðerra og formann Alþýðuflokksins. Hafði hún þá þegar sagt af sér varaformanns- embættinu i flokknum. Sagði Jón Fréttaljós Haukur Láms Hauksson Baldvin óumflýjanlegt að Jóhanna segði af sér embætti styddi hún ekki fjárlagaframvarpið eins og þingflokk- ur krata hefði ákveðið að gera. Jón Baldvin aflaði sér ekki vin- sælda í þessari rimmu við Jóhönnu, lenti í eísta sæti óvinsældalistans og sat þar kyrr næstu flmm skoðana- kannanir, eða þar til í október 1995. Jóhanna, aftur á móti, hélt efsta sætinu í könnun DV sumarið 1994, með yfirburðum. Um hálfúm mánuði áður en könmmin var gerð tapaði Jó- hanna fyrir Jóni Baldvini formanns- kjöri í Alþýðuflokknum. Það var á því flokksþingi sem hin fleygu orð, „Minn tími mun koma!“, féllu. Jóhanna baðst síðan lausnar sem ráðherra á ríkisstjómarfundi. Hún sagðist ekki láta sannfæringu sína fyrir ráðherrastól. Skömmu síðar var grunnurinn lagður að stofnun Þjóð- vaka. í nóvember 1994 lenti Jóhanna í öðra sæti vinsældalistans, vék fyrir Davíð Oddssyni sem trónað hefúr þar síðan. Jóhanna hefúr hins vegar náð sér á strik á ný, er í 3. sæti vin- sældalistans í júlí i fyrra og í janúar sl. Forsetinn og fleiri Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslemds, var ekki sérlega vinsæll stjómmálamaður, ef marka má vin- sældakannir DV síðasta áratug. Hann var efstur á óvinsældalistanum í febrúar 1990 og mars 1991, þá fjár- málaráðherra. Árin á eftir sveiflaðist Ólafur Ragnar milli annars og þriðja sætis. En hann naut einnig vinsælda, var í 3. og 4. sæti fyrstu árin sem þetta yfirlit nær til, en hélt sig aö mestu í 5. sæti. Ólafúr mælist ekki í þessum könnunum eftir október 1995, haustið fyrir forsetakostning- amar þar sem hann bar sigur úr být- um. Margrét Frímannsdóttir, arftaki Ólafs Ragnars í formannssæti Al- þýðubandalsgsins og nú oddviti Sam- fylkingarinnar á landsvísu, virðist hafa eignað sér 4. sætið á vinsælda- listanum, en óvinsældir hennar era óverulegar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefúr færst hægt og bítandi ofar á vinsældalistanum en hæst náð 4. sæti. Hún lætur lítið fyrir sér fara á óvinsældalistanum. Framsóknarráðherrar eru fyrir- ferðarmiklir i efstu sætum óvin- sældalistans undanfarin ár. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, var óvinsælastur í júlí í fyrra og næst óvinsælastur í janúar sl. Bankaskandalar og umdeildar stór- iðjuvonir hafa haft sitt að segja. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- hema var í öðra sæti óvinsældalist- ans í febrúar og október 1997 en vermir nú fimmta sætið. Forverar Ingibjargar, kratarnir Sighvatur Björgvinsson og Guð- mundur Ámi Stefánsson, fognuðu helur ekki vinsældum í embætti heil- brigðisráðherra. Óvinsældir Guð- mundar Áma urðu hins vegar mest- ar um það leyti sem hann sagði af sér ráðherraembætti. Svavar líka Neðar á listunum þennan áratug, í 6.-10. sæti, era yfirleitt sömu nöfnin. Á vinsældalistanum era þar Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardótt- ir og í seinni tið Steingrímur J. Sig- fússon. Á óvinsældalistanum er Svavar Gestsson fyrirferðarmikill í þessum sætum, Þorsteinn Pálsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Sighvatur Björgvins- son og nú síðast Halldór Ásgrímsson. PVl áratugarinns Óvinsælustu stjórnmálamenn 1. Sæti 2. Sæti 3. Sæti 4. 5. Sæti Sæti 1.02,90 26.03. 8.06.93 17. 29.1194 13.0L95 93 24.06.94 m m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.