Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m.-vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgalds.
Meiri kjarni og minna hismi
Auglýsingastríð kosningabaráttunnar fer seint og
hægt af stað. Framsóknarflokkurinn þjófstartaði með
hrinu um efndir fyrri kosningaloforða. Herferðin fór fyr-
ir lítið, því að upp komst að forsendurnar voru falsaðar.
Flokkurinn hafði breytt orðalagi gömlu loforðanna.
Samfylkingin auglýsti, að frambjóðendur hennar væru
góðir við börnin sín, sem sjálfsagt er fróðlegt, en kemur
engum á óvart. Græna vinstrið hefur birt eina auglýs-
ingu um röð fræðslufunda í umhverfismálum, svokallaða
Græna smiðju, sem minnir á gömlu leshringina.
Sjálfstæðisflokkurinn er í gömlum og grónum siðum
eins og Græna vinstrið og birtir hefðbundnar auglýsing-
ar um röð funda, þar sem fundarefnið er það, sem flokk-
urinn leggur helzt til kosningabaráttunnar, Davíð Odds-
son. Samt eru bara rúmar þrjár vikur til kosninga.
Framsóknarflokkurinn er byrjaður á nýjum pakka af
gaspri fyrir fávita. í þetta sinn felst innihaldið í kosn-
ingaloforðum, þar sem Framsóknarflokkur næstu ríkis-
stjómar lofar hátíðlega og lið fyrir lið að bæta fyrir brot
Framsóknarflokksins í núverandi ríkisstjóm.
Samkvæmt kenningunni um, að heimur versnandi
fari, ætti Framsóknarflokkurinn að vera að moka inn
fylgi út á mikil loforð og mikið hismi í kosningabarátt-
unni. Kannanir sýna hins vegar, að enginn flokkur á við
meira fylgistap að stríða en FramsóknarfLokkurinn.
Kannski er ekki allt fengið með ímyndunarfræðingum
og umbúðum. Ef til vill gagnast bezt að fara gömlu leið-
irnar, senda mönnum stefnuskrár í pósti og auglýsa
fundi um menn og fræðslu um málefni. Að minnsta kosti
virðast ekki allir vera dottnir í poppað hismið.
Ýmislegt á eftir að gerast á næstu þremur vikum.
Óhjákvæmilegt er, að flokkarnir fari að herða róður og
auka brambolt. Sú lýsing, sem hér að ofan hefur verið
gefin af upphafi baráttunnar, þarf ekki að vera rétt lýs-
ing á baráttunni allri, þegar upp er staðið.
Athyglisvert er, að kosningabaráttan er sýnilegri í efn-
isvali fjölmiðlanna en í auglýsingunum. Á vegum fjöl-
miðla eru haldnir kosningafundir í ljósvakanum og birt-
ar greinar um einstök kjördæmi, viðtöl við oddamenn
framboðslista og sagt frá stefnumálum.
Allt þetta efni fjölmiðlanna er undantekningarlaust
undir óhlutdrægri ritstjórn og reynir að gera öllum jafn-
hátt undir höfði. Það hjálpar kjósendum meira en auglýs-
ingaefnið, sem sumpart kastar raunar ryki í augu þeirra.
Lýðræðið virkar í fjölmiðlunum árið 1999.
Hér í blaðinu höfum við fylgzt með ferðum frambjóð-
enda og munum gera það áfram næstu vikur. í dag hefst
úttekt á baráttu í einstökum kjördæmum með efni um
Reykjanes og Norðurland eystra. Bein lína með odda-
mönnum flokkanna hefst viku síðar í blaðinu.
Eigin umfjöllun fjölmiðlanna um kosningarnar veitir
auglýsingum stjórnmálaflokkanna aðhald. Erfitt er fyrir
stjórnmálaflokka að halda úti skipulögðum blekkingum,
sem stinga í stúf við heiðarlega efnismeðferð. Þannig
stungu fjölmiðlar gat á sögufölsun Framsóknar.
Ýmis teikn er um, að hefðbundnar kosningabombur
ráðherra springi illa og jafnvel í höndum þeirra sjálfra.
Margir kjósendur eru ekki ekki vitlausari en svo, að þeir
sjá gegnum einkennilega tímasett upphlaup ráðherra, til
dæmis í heilbrigðismálum og fiskveiðisamningum.
Við getum raunar mælt eftir hlutfalli kjarna og
hismis, málefna og blekkinga í kosningabaráttunni,
hvort þjóðinni hefur miðað fram eftir vegi í þroska.
Jónas Kristjánsson
Kári Stefánsson og iæknar funda. - „Af hverju efnum við ekki til raunverulegra frjálsra viðskipta? Þá gæti Kári
boðið í genin mín í kapp við aðra. Og arðurinn fer til þess sem á verðmætin mín.“
Tvíburar allra
landa, sameinist!
in á að Kári á að fá
mestu verðmætin gef-
ins. Það á ekki að borga
fyrir heilsufarsupplýs-
ingar þjóðarinnar. Rík-
isstjórnin ætlar að gefa
Kára genin okkar.
Gjafmildi ráðherra
Það verður ekki tölum
talið hve örlátir ráð-
herrar okkar eru. Þeir
eru jólasveinar einn og
níu. Þeir hafa allt þetta
kjörtímabil gefið ríkis-
fyrirtæki í stórum stíl,
næst á dagskrá er
Landssíminn. Ráðherr-
unum íinnst gaman að
gefa. Og vegna þess að
þeir trúa á einkafram-
—
„ Við lifum í markaðssamfélagi,
eins og kemur fram í stöðugum
hlutabréfafréttum. En því miður
fá bara sumir að vera með, aðrir
ekki. Lítil athygli hefur verið
vakin á að Kári á að fá mestu
verðmætin gefins. Það á ekki að
borga fyrir heilsufarsupplýsingar
þjóðarinnar.
Kjallarinn
Ármann
Jakobsson
íslenskufræðingur
Það er sérstakt
hvernig íslenskum
umræðum tekst að
snúast alltaf um
keisarans skegg.
Dæmi um það er
sápuóperan um
miðlæga gagna-
grunninn sem nú
er orðin íslensk
lög. Um þetta hefur
verið skrifaður
fjöldi greina. Deilt
hefur verið um
dulkóðun og per-
sónuvernd og
mannréttindi geð-
sjúkra og þar fram
eftir götunum.
Aðalatriði máls-
ins hefur hlotið
minni umfjöllun,
sú staðreynd að nú
eru sjúkdómar
orðnir að féþúfu.
Búið er að mynda
hlutabréf um
krankleika manna
og kvilla. Kári og
félagar ætla að
verða milljónerar á
því að rannsaka
mein manna. Það
er mikil nýjung
sem hefur ekki ver-
ið rædd sem skyldi.
Okkar þjóðfélag
er einsýnissamfélag. Stöðugt fjölg-
ar sjálfsögðum sannindum, æ
færri skoðanir eru leyfðar. Mál
eru einfaldlega tekin af dagskrá,
sett i bann. Og ein af þessum
bönnuðu skoðunum er að ekki
megi búa til stórgróðafyrirtæki
um lækningar og vísindi.
Við lifum í markaðssamfélagi,
eins og kemur fram í stöðugum
hlutabréfafréttum. En þvi miður
fá bara sumir að vera með, aðrir
ekki. Lítil athygli hefur verið vak-
takið fær það aðalgjaflrnar. Halli í
Andra lenti i jólakettinum þegar
Síldarverksmiðjurnar voru gefn-
ar. Nú fær hann áburðarverk-
smiðju í staðinn. Kári fær heil lög
og sjúkrasögurnar okkar í kaup-
bæti.
Eru þetta eðlileg viðskipti? Eiga
viðskipti ekki að snúast um kaup
og sölu frekar en gjafir? Hvað með
eigendur genanna? Hvað fáum við
sem eigum genin? Nú er ég tví-
buri og genin mín örugglega mik-
ils virði fyrir Kára. Og talsvert
um ættgenga sjúkdóma í ætt
minni. Af hverju efnum við ekki
til raunverulegra frjálsra við-
skipta? Þá gæti Kári boðið í genin
mín í kapp við aðra. Og arðurinn
fer til þess sem á verðmætin mín.
Komum sjúkdómum í verð!
Þeir sem hafa verið mest veikir
hafa hjálpað læknavísindum
mest. Á þeim hafa verið gerðar til-
raunir, þeir hafa prófað lyfln. Þeir
hafa lagt til sjúkrasögur og blóð-
sýni og alls kyns vísindaleg gögn.
Þetta hafa þeir gert ókeypis,
vegna þess að tilgangurinn var sá
eirnrað finna lækningu. Það var
áður en læknavísindi urðu hluta-
félög. Áður en menn ætiuðu að
græða á annarra manna genum.
Því var eitt sinn lofað að sælir
væru hógværir og myndu landið
erfa! Það skyldi þó ekki vera að
sú tíð sé runnin upp? Sjúkdómar
okkar voru eitt sinn aðeins bölv-
un og óþægindi. Er ekki kominn
tími til að koma þeim i verð?
Það eru víst engin lagaákvæði
gegn örlæti ráðherra. Ráðherrar
hafa eflaust endalausan rétt tU
þess að gefa eignir skattborgar-
anna og genin þeirra með, tU að
koma hjólum atvinnulífsins af
stað. En ef ráðherrarnir vilja
koma hér á raunverulegum
einkabisness ættu þeir að hætta
þessari gjafastefnu og fara að
selja.
Ef mín gen eru verðmæti krefst
ég hluta af. Ég vU ekki vera með í
þeim gagnagrunni ókeypis. Og ég
hvet alla tU að segja sig frá, sér-
staklega tvíbura og þá sem bera
áhugaverða arfgenga sjúkdóma.
Látið hryggð ykkar snúast í fagn-
að og seljið genin ykkar tU dr.
Kára. Tvíburar aUra landa, sam-
einist!
Ármann Jakobsson
Skoðanir annarra
Anarkistar
„Anarkistaforinginn reyndist vera snyrtUegur lag-
legur KFUM drengur, sem virtist í öUum aðalatrið-
um á sama máli og Finnur Ingólfsson og hinir í
Húmanistaflokknum! Hann var hvorki með vélbyssu
undir borðinu né tattó í andlitinu. Hann var ekki
einu sinni með spreybrúsa til að búa tU smá grafflti
í beinni. Það þaif mikið tU að láta Anarkistafélagið
í MH, virka hörkulegt."
Garri í Degi 14. apríl
Rafrænt afgreiðslukerfi
„Ætla má að þessar og aðrar tækninýjungar, sem
eru að ryðja sér tU rúms í fjármálaþjónustu séu und-
anfari byltingar á þessu sviði. Augljóst er að í þess-
ari tækni felst stórkostleg hagfæðing í bankastarf-
semi. Smátt og smátt mun starfsfólki fækka og fjár-
málastofnanir munu ekki þurfa jafn mikið húsnæði
undir sína starfsemi og nú.“
Úr forystugreinum Morgunblaðsins 14. apríl
Klámmyndbönd
„Þarna eru því tveir hópar manna í þjóðfélaginu
sem gera fátt annað en neyta skaðlegs myndefnis,
Hið alvarlega er auðvitað að annar hópurinn er lög-
reglan sjálf sem á að vernda almúgamanninn fyrir
þeim sem orðnir eru skaðlegir umhverfl sínu, m.a.
vegna ytra áreitis eins og myndbandagláps. En hver
verndar lýðinn ef lögreglan missir stjórn á sér eftir
myndbandaglápið? Hlýtur ekki skálmöld að renna
upp á íslandi í kjölfar þessa hræðUega myndbanda-
máls?“
Úr Vefþjóðbviljanum 14. apríl