Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 Sviðsljós \avir&= Vinningshafar í Pennaleiknum Julia sæta ekki ein að spássera Julia sæta Roberts vakti for- vitni vegfarenda í Hollywood fyrir skömmu þegar hún sást úti aö spássera meö barn sér við hlið. Menn klóruðu sér í hausn- um og veltu fyrir sér hvort hjónaband Juliu og Rikka gírs hefði borið þennan ávöxt. Svo reyndist þó ekki vera. Julia var einfaldlega að leika góðu frænk- una og leiddi unga dóttur stóra bróður síns, hasarleikarans Er- ics. Og ef grannt var skoðað fylgdi móöir litlu stúlkunnar þeim fast á eftir. Julia fékk leyfi móðurinnar til að dekra dálítið við litlu frænku og gaf henni páskaegg og leikfong. Sumarhús Miðvikudaginn 21. apríl mun aukablað um sumarhús fylgja DV. Blaöiö veröur eins og undanfarin ár fjölbreytt og efnismikiö. Meðal efnis veröur: Viötöl viö sumarhúsaeigendur,garðarkitekt gefur góö ráö og hugmyndir um skipulag lóðar.öryggisbúnaöur og tryggingar, val á plöntum.heitir pottar, sóipallar, merkingar á sumarhús o. fl. Umsjón efnis: Gyða Dröfn Tryggvadóttir, sími 554 5552 og 550 5000. Umsjón auglýsinga: Gústaf Kristinsson, sími 550 5731, fax 550 5727,netfang gk@ff.is Auglýsendur athugið! Síðasti pöntunardagur auglýsinga er fimmtudagurinn 15. aprfl. 1. vinningur: Ólöf Ragna Sigurðardóttir kt. 070694-2209 2. vinningur: Eygló Karlsdóttir nr. 14959 3. vinningur: Bergrós Elín Hilmarsdóttir nr. 6606 Aukavinningar: Hildur Sturludóttir nr. 9093 Valgeir Öm Kristjónsson nr. 7354 Eva Rut Ellertsdóttir nr. 15204 Vignir Jóhannesson nr. 12339 Allir elska hana Liv litlu Tyler Skal nú engan undra þótt allir elski hana Liv litlu Tyler út af lífinu. Þær gerast nú ekki miklu sætari, ungu leikkonumar í Hollywood. Liv er dótt- ir rokkarans Stevens Tylers en ólst upp hjá öðr- um rokkara, Todd Rund- gren, sem hún hélt fyrstu árin aö væri raunuverulegur faðir sinn. Móð- ir hennar er fyrrverandi fyrir- sæta hjá Playboy. Og nú er Liv byrjum meö rokkara sjálf. Alex vill ekki vita kyn barns Alexandra prinsessa, tengda- dóttir Margrétar Þórhildar Danadrottningar, og Jóakim prins, eigin- maður henn- ar, vilja ekki vita fyrir- fram um kyn bamsins sem hún ber und- ir belti. Langþráður draumur þeirra hjóna er nú loksins að rætast, Alexandra á von á sér í september og eins og nærri má geta ljómar hún af hamingju. Já, þetta verður sannkailað óska- bam, eins og hún segir sjálf. Krakkaklúbbur DV og Penninn óska vinningshöfum til hamingju og þakka öllum fyrir þátttökuna. Vinningar verða sendir vinningshöfum í pósti næstu daga. Áhugamenn og konur um undirfatnað kvenna, sem verða í París á næstu vikum, ættu að leggja leið sína í stórverslunina Galéries Lafayette. Þar hef- ur sýningargluggum verið breytt í meyjaskemmur og til 8. maí munu alvöru- fyrirsætur sitja þar og sýna nýjustu undirfatatískuna. Cameron Diaz kallar ekki allt ömmn sína: Skiptir um elsk- huga oftar en Leo Glæsikonan Cameron Diaz þykir svo kræf í karlamálunum að hún skiptir jafnvel oftar um elskhuga en gleðipinninn margumræddi, Leo- nardo DiCaprio. Og hún djammar miklu meira. Og er þá nú mikið sagt; „Ég hef alltaf haft gaman af því að vera með strákum," segir hin 26 ára gamla leikkona án þess að blikna. Og heldur áfram: „Ég er hrifinn af bjór í flöskum, hamborgurum og ruðningi. Þegar ég byrjaði sem fyr- irsæta voru mér boðin fikniefni og ég hef alltaf veriö þeirrar skoðunar að betra sé iðrast einhvers sem maður hefur gert en einhvers sem maður hefur látið ógert.“ Cameron hefur að undanförnu verið að leika í kvikmynd hjá þeim umtalaða Oliver Stone. Og eins og Cameron Diaz finnst ofsalega gam- an af vera með strákum. svo oft vill gerast voru þau eitthvað saman á meðan á tökum stóð, bæði fyrir opnum tjöldum og kannski ekki síður luktum. Annars segja þeir sem til þekkja að fylla megi hálfa símaskrá með nöfnum allra þeirra stráka sem Cameron hefur verið með. Sem dæmi má nefna að Playboy-kóngur- inn Hugh Hefner var uppáhaldið hennar síðastliðið haust. Síðan kom Jim Carrey, svo Edward Norton og James Woods og loks Jared Leto. En það var svo áðumefndur Oliver Stone sem ýtti honum út af borðinu. Hver næst mun verma rekkju Cameron litlu skal ósagt látiö hér. Mörgum þykir hins vegar sem ást- arlíf Leos litla líkist meira þvi sem gengur og gerist á meðalelliheimili, svona samanborið við þetta. Arnold farinn frá eiginkonu nr. 2 Tom Amold, sem eitt sinn var kvæntur henni Roseanne Barr, hefur nú yfirgefið eiginkonu sína númer tvö. í umsókn um lögskiln- að ber leikarinn við óbúanlegu bili milli þeirra hjónanna. Tom er fertugur en frúin 25. Þau áttu ekki böm. i Leo í hlutverki glæpamannsins Ekki er ólíklegt að Leonardo DiCaþrio sé orðinn hundleiður á að vera alltaf kallaður hjartaknúsari í hverri einu blaðagrein sem um hann er skrifuð. Að minnsta kosti virðist hann ætla að skipta um gír og leika mafiósa af gyðingaættum í væntanlegri kvikmynd. Fram- leiðsluíyrirtæki Leos litla hefur keypt réttinn að vinsælli skáld- sögu, Dreamland, þar sem segir frá innflytjandanum Kid Twist. Hann lendir í klóm gyðingamafí- unnar skömmu eftir að hann flyst vestur i kringum aldamótin og verður síðan ástfanginn af fá- tækri saumakonu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.