Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Side 20
20 ^ðtal LAUGARDAGUR 24. APRIL 1999 Ævintýralegur ferill Þórhalls Guðmundssonar, tölvufræðings í Noregi: Frumherji úr olíunni DVBænim: Þórhalli Guðmundssyni blöskraði hvemig nýtingin var á fiskinum í frysti- húsunum á ísaflrði. Hausamir bara sniðnir af með sagarblaði og ekkert spáð í hvað fylgdi haus og hvað hala. Hann taldi að eitthvað bæri að gera i málinu og þess vegna er hann nú að þróa tölvukort sem geymir sjúkrasögu fólks og hjálpar því að leita að bót meina sinna á Intemetinu. Þama er langur vegur á miili og leið- in liggur um kennslustofur og oliuborp- alla; um gasleiðslur, út í eyðimörk, yfir pálmaolíupressur, á ólympíuleika og inn í tölvuheiminn. Fáir íslendingar hafa starfað svo víða og við svo fjöl- breytt verk og þó er Þórhallur aðeins 47 ára gamall. Þórhallur segist alltaf hafa verið tæknilega sinnaður. Hann keypti sér rennibekk 15 ára gamall og hafði h^nn í kjallara foreldrahúsanna heima í Vog- unum í Reykjavík. Það var löngu áður en hann varð innlyksa í stríði íraka og írana við Shatt al Arab eða stofnaði barnaskóla í frumskógum Maiasíu. Hugmynd og skrífborð Núna situr Þórhallur á skifstofú í Bærum, rétt vestan Óslóar í Noregi, og hugsar ráð til að tölvuvæða heilbrigðis- þjónustuna. Við það hefur hann unnið frá því árið 1993 þegar hann fékk frum- heijastyrk frá norska rannsóknarráð- inu til að þróa verkefnastjómunarkerfi fyrir sjúkrahús í Noregi. Þá stofhaði hann fyrirtækið Control Bridge með styrkinn sem fjármagn og hugmyndir úr verkefnastjómun við olíuvinnsluna. Nú á hann aðeins 10% af fyrirtækinu. Afganginn eiga fjárfestingarsjóðir sem leggja fé í alþjóölega markaðssetningu hugbúnaðarins. Þórhallur vinnur nú fyrir fyrirtækið Bergmann AS; fyrir- tæki sem hann á sjálfur og er ekkert annað en hann sjáifur. Bara þessi hug- mynd um sjúklingakortið og trúin á að það geti orðið að veruleika. Skrifstofan er enn hjá Control Bridge. Hér vex fyr- irtæki af fyrirtæki. Meiri orka en í meðallagi „Já, svona baráttumaður," segi ég þegar hann er búinn að lýsa verkum sínum þessar shmdimar. Honum líst ekki á orðið, flnnst það of litað, en segir að hann verði alltaf að hafa markmið að vinna að; setja sér markmið, vinna að því, skila verkinu og byrja á nýju. Þórhallur er það sem kallað er frum- herji. Hann býr til fyrirtæki utan um hugmyndir, þróar þær og selur svo þeg- ar komið er að því að framleiða vöruna. „Ég held ég hafi meiri orku en í með- allagi," heldur hann áfram og hlær. „En ég verð að flnna tilgang í því sem ég geri, ekki bara að vinna og vinna.“ Á Alexander Kielland úti í Norðursjónum. Sæsluvtllir Riykjtvnairborgar eru 25 að tölu víðsvegar um borgina ' og eru fyrir 2-6 ára börn L I Örugg útivera fyrir börnin. Frjáls leikur í skapandi umhverfi. Góður féiagsskapur með jafnöldrum undir traustu eftirliti starfsfólks. r- Leiksýningar í sumar: Brúðubíllinn í júní og júlí. v W/ Arnarbakki 8 Dunhagi Barðavogur 36A Fannafold 56 Bleikjuhvísl 10 Flttisel 38 Brekkuhús 3 Freyjugata 19 Dalaland 18 Frostaskjól 24 Fróðengi 2 Njálsgata 89 Sæviðarsund Hlaðhamrar 52 Ráuöilækur 21A Tunguvegur Kambsvegur 18A Rotabær 13 Vesturberg 76A Ljósheimar 13 Safamýri 30 Vesturgata 46 Malarás 17 Stakkahlíð 19 Yrsufell 44 DAGVIST BARNA Upplýsingasími: 563 5800 Þórhallur er langyngstur fjögurra systkina. Systir hans er Margrét Guð- mundsdóttir kennari og bræður hans em séra Bemharður Guðmundsson og Kristján Guðmundsson, kunnastur fyrir bæjarstjómarmál í Kópavogi. Þetta er landsþekkt fólk sem m.a. á sínar rætur vestur á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Ön- undarfirði. „Alltaf tæknilega sinnaður,“ segir hann um sjálfan sig. Það er skýringin á að hann hefur leitað inn á aðrar slóðir en systkinin. Hann fór í Tækniskólann en ekki í guðfræði eins og bræðumir eða Kennaraskólann eins og systirin. Árið 1974 var hann nýútskrifaður tæknifræðingur en fann upp á því að kenna einn vetur. Fjölskyldan - eiginkonan Herdís Pálsdótt- ir og fyrsta dóttirin af þremur - fór vestur á ísa- fjörð. Þórhallur kenndi stærð- fræði 47 tíma á viku í Gagn- fræðaskólanum og í Iðnskólan- um. Vestra leist honum ekki á nýtinguna á fiskinum í frystihúsunum - og fór að hugsa um „sjálfvirkni við sveigjanlega skurðtækni" og svoleiðis hluti. Það varð upphafið að nýjum þætti sögunnar. Endaði í olíunni Frá ísafirði fór fjölskyldan til Björg- vinjar í Noregi þar sem Þórhallur fór í tækninám og setti stefnuna á að verða sérfræðingur í sjálf- virknibúnaði fyrir fisk- vinnslur. Námið tók tvö ár og að því loknu bauð hann norskum fiskvinnslu- fyrirtækjum krafta sina. Enginn hafði áhuga - menn vildu bara skera hausinn af þorskinum með sömu handtökum og alltaf hafði verið gert. Þórhallur varð að leita á ný mið. Nú réðst hann til Norsk Veritas að sinna eftirlitsstörf- um í olíuvinnslrmni í Norðursjónum. Þetta var á upphafsár- um norska olíuævintýrsins og í at- vinnugreininni rikti sannkölluð Klondyke-stemning, segir Þórhallur. Spilað upp á árslaun Þetta var sérstakur heimur með fólki úr öllum heimshomum. „Sem fulltrúar norskra yfirvalda höfðum við góð kjör og vorum að jafnaði eina viku úti og svo eina viku á skrifstofunni,“ segir Þórhallur. Þetta var heimur karlmanna sem voru úti á borpöllunum stanslaust í 6 til 18 mánuði. Tekjumar vora ævin- týralegar og draumamir miklir um að verða rikir á þrældóminum - eða póker ef ekki vildi betur til. Þórhallur segir að stundum hafi verið árslaun í pottinum við spilaborðið og þá gat komið sér vel að vera þéttur á velli. Liðið var látið sofa í gámum þar sem þijár kojur vora á hæðina á hvorri hlið. Mannskapurinn hafði vaktaskipti á að sofa í þessum rúmum. Þrifnaður enginn sem vert er að tala um þar til tvær hjúkrunarkonur komu um borð. Áður var þar bara einn hjúkrunar- karl og enginn leitaði til hans. Eftir að Fjölskyldan í Barcelona í haust. Dæturnar eru Björg, Svava og Dóra. Við hlið Þórhalls er eiginkonan, Her- dís Pálsdóttir. I frumskógum Malasíu æfði Þórhallur sig í skotfimi með blástursröri. konumar komu var biðröð hjá þeim og hörkutólin fóra að þvo sér og raka og taka til í svefhgámunum. Alexander Kielland-slysið Síðar skánaði ástandið til muna þeg- ar hótelpallar vora dregnir út á vinnslusvæðin og Þórhallur bjó í níu mánuði í einum þeirra. Það var Alex- ander Kielland, pallur sem við er bundin mikil harmsaga. „Haustið 1979 fór ég til Kúveit á veg- um Veritas til að hafa eftirlit með framkvæmdum þar. Nokkrum mánuð- um síðar var ég að hlusta á langbylgju- sendingar frá Noregi og heyrði þá um Kielland-slysið. Hótelpallinum hafði hvolft og 123 menn fórast. Þetta var fólk sem ég þekkti og þar á meðal einn íslendingur, Herbert Hansen, duglegur og hress strákur," segir Þórhallur. En lífið heldur áfram og nú var Þór- hallur kominn í nýjan heimshluta. Úr Norðursjónum og út í eyðimörkina í Kúveit og síðar í óshólma stórfljótanna Efrat og Tígris í írak. Verkin vora enn á sviði olíu- og Þórhallur Guðmundsson, tölvu- fræðingur í Noregi. Að baki er mál- verk af Bessastöðum og draugnum Hrafnhettu eftir Björgu dóttur hans. DV-mynd Gísli Kristjánsson gasvinnslu. Herdis var í námi og kennslu í Noregi en Þórhallur vann sex vikur í töm og fór svo heim í frí. Hann kunni vel við sig, sérstaklega í írak, en það var mikill munur á menn- ingu og siðum í írak og Kúveit. „í Kúveit urðu konumar að ganga með blæjur fyrir andlitinu og karlam- ir vora hortugir. írakar vora allt öðra- vísi. Þeir höfðu tekið upp vestræna siði og samskiptin við þá vora miklu léttari," segir Þórhallur. T.d. var rúmlega þrítug kona staðar- verkfræðingur i olíustöð þar sem Þór- hallur var við eftirlitsstörf. Hún gekk í gallabuxum og var yfirmaður margra karla. Slíkt hefði verið óhugsandi í Kúveit. „Stjómkerfið var að vísu spillt og einræðissinnað með Bath-flokkinn og Saddam Hussein við völd en fólkið var gott og leitt að heyra um hörmungam- ar sem það hefur orðið fyrir,“ segir Þórhallur. Innlyksa í írak Vinnustaður Þórhalls var við olíu- borgina Basra við Shatt al Arab. Þetta era nöfn sem minna bæði á stríð og olíu enda fór það svo að Þórhallur varð innlyksa þama eftir að írökum og írönum lenti saman í stríði um yfir- ráðin yfir óshólmum Efrat og Tígris árið 1980. „Við héldum tU í búðum sem Frakk- ar áttu og notuðu vegna byggingar á stálveri. Við urðum ekki mikið varir við stríðið í fyrstu, sáum þó skrið- dreka á vegunum og heyrðum spreng- ingar,“ segir ÞórhaUur. Þar kom þó að búðimar einangruð- ust og starfsmennimir misstu allt sam- band við umheiminn annað en að þeir höfðu telextæki tU að senda boð heim. Sló mann í fyrsta sinn „Þama vora tveir Norðmenn með mér, fuUorðnir menn, sem mundu her- nám Þjóðverja í Noregi árið 1940. Þeir misstu stjóm á sér af hræðslu og ætl- uðu sér að komast burt hvað sem það kostaði. Bara að keyra út í eyðimörk- ina og þó var hitinn þar yfir 40 stig og ekki gefið að komast af ef eitthvað kæmi fyrir," segir ÞórhaUur. Honum tókst að stöðva þetta flan og segir svo: „Þama sló ég mann í fyrsta og eína skipti á ævinni en það var ekk- ert annað að gera.“ Eftir nokkurra daga einangrum sluppu þeir félagar úr prísundinni og ÞórhaUur fór aftur tU Noregs. Enn tóku við ný störf fyrir Norsk Veritas og nú enn lengra í burtu. Næsta stoppi- stöð var Singapore og svo Malasía.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.