Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Síða 54
36
;>
myndbönd
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 Í IV
V
>
>
s
MYNDBWA
LlJllljJjJ J jJJ %
Kissed: Mp' i
Hinn guðdómlegi koss WSSED
Það era ekki margir kvikmyndagerðarmenn sem velja náriðla sem umfiöllunarefni í kvikmyndir sínar og sjálfsagt enginn sem hefúr dottið í
hug að nálgast viðfangsefnið á þann hátt sem Lynne Stopkowich gerir í
mynd sinni, Kissed, sem er byggð á bók eftir Barböru Gowdy.
Sandra hefur verið heilluð af dauðanum frá þvi á bamsaldri. Hún fær
vinnu á útfararstofu og lærir að smyija lik. Þar með gefst henni einnig tæki-
færi til að fá útrás fyrir sínar ýtrustu þrár sem er að njóta ásta með likum
ungra karlmanna. Hún kynnist síðan og stofnar til ástarsambands með
læknanema. Hún er eiginlega hálfvolg í sambandinu en læknaneminn fær
ástríður hennar á heilann og sekkur æ dýpra í þráhyggju og örvæntingu.
Athafhir Söndru með líkunum eru aldrei túlkaðar á neikvæðan hátt held-
ur sem eitthvað ólýsanlega gott og göfugt, nánast guðdómlegt. Þráhyggja
læknanemans er hins vegar óheilbrigð, eins konar vanhelgun, og leiðir til
nauðsynlegrar og fyrirsjáanlegrar tortímingar hans. Þrátt fyrir viðfangsefn-
ið er myndin aldrei óþægileg á að horfa. Framsetningin er hæglát og ljóð-
ræn án þess að vera langdregin og það verður að telja 75 mínútna lengd
hennar í meira lagi hóflega.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Lynne Stopkowich. Aðalhlutverk: Molly Parker og
Peter Outerbridge. Bandarísk, 1997. Lengd: 75 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
The Spanish Prisoner:
Fangi eigin sögufléttu
Joe Ross (Campbell Scott) er skarpur uppfinn-
ingamaður sem á eftir að skapa fyrirtækinu sem
hann vinnur hjá fúlgur fjár. Það gerir þó ekki vel
við hann og þegar hann kynnist viðskiptajöfrinum
Jimmy Dell (Steve Martin) ákveður hann að bjóða
því birginn með aðstoð hans. Áður en tii þess kemur
fær hann efasemdir um heiðarleika Jimmys og leit-
ar því til bandarísku alríkislögregiimnar. Spuming-
in er hvort Joe hefur roð við bragðarefnum Jimmy.
Þetta er ein þeirra mynda sem ganga út á óvænta en þrælskipulagða fléttu.
Hún virðist skotheld framan af og birtist í óvenju raunsærri umgjörð sem
reynist þó bara yfirskin er á líður. Fléttan verður langsóttari með hverri mín-
útu og í lokin verður hún að reiða sig bæði á hefðbundnar og afkáralegar leið-
ir til að ljúka myndinni. Það sem á að vera helsti kostur myndarinnar er því
í ákveðnmn skilningi einnig Akkilesarhæli hennar. Atburðarásin ætti þó að
halda áhorfendum við efnið og finn leikarahópur skilar sínu þótt ekki séu nú
ailar persónumar sannfærandi. Það er vonandi að myndin hleypi nýju blóði
í feril Steves Martins sem var strandaður í blindgötu lítt skemmtilegra gam-
anmynda. Sjálf myndin er ekki í ósvipaðri aðstöðu og Joe, bæði eiga í vand-
ræðum með að leysa úr þeirri fléttu sem þau hafa komið sér í.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: David Mamet. Aðalhlutverk: Campbell Scott og
Steve Martin. Bandarisk, 1997. Lengd: 110 mín. Öllum leyfð. -bæn
Eve's Bayou:
Pabbastelpa með skyggnigáfu
* Kasi Lemmons er leikkona sem hefur ekki náð að
slá í gegn þótt hún hafi fengið aukahlutverk í ein-
hverjum myndum, þ. á m. The Silence of the Lambs.
Hún reynir hér fyrir sér hinum megin við kvik-
myndavélina, skrifar handritið og leikstýrir sinni
fyrstu mynd, Eve’s Bayou.
Myndin segir frá svartri efri m i östéttarfj ölskyldu og
gerist sumarið 1962. Hin 10 ára gamla Eve dýrkar foður sinn en verður fyr-
ir áfalli þegar hún stendur hann að framhjáhaldi. Smám saman koma í ljós
dökku hliðamar á foður hennar jafhframt því sem hún þróar með sér
skyggnigáfú.
Þetta er ansi öflug saga sem Kasi Lemmons hefur í höndunum, saga sem
býður upp á mikla möguleika á að spinna úr þáttum eins og framhjáhaldi,
leyndarmálum og dularfullri mystík. Því miður kann hún sér ekki hóf og
týnir sér í melódramatík og stílbrögðum sem missa marks. Frábær leikhóp-
ur, þar sem allir ná að skapa sterkar og skýrar persónur, breytir því ekki
að myndin er löng, langdregin og leiðinleg. Þegar titlamir fóra að rúila í
lokin var ég dauðfeginn að þessu var loksins lokið. Kasi Lemmons hefur þar
með tekist að eyðileggja mynd sem hafði allt til að bera til að verða sterkt
og óvægið drama.
Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Kasi Lemmons. Aöalhlutverk: Samuel L.
Jackson og Lynn Whitfield. Bandarísk, 1997. Lengd: 103 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
The Real Blonde:
Kostulegt persónugallerí ~'J||
**★* Joe (Matthew Modine) er alvarlega þenkjandi
leikari sem á litla framavon. Hann starfar ásamt fé-
laga sínum Bob (Maxwell Caulfield) við framreiðslu-
störf undir stjóm hins sérvitra Emst (Christopher Ll-
oyd). Joe þykir sem hann sé kominn á botninn þegar
Bob fær vel launað starf við sápuópera. Þar kemst
Bob heldur betur í feitt þar sem mótleikonan er alvöra
ljóska (Daryl Hannáh), en slíkan kvenkost hefur hann
lengi þráð. Joe og kærasta hans til margra ára, Mary (Catherine Keener),
eiga aftur á móti í nokkram samskiptaörðugleikum. Joe verður hreinlega
að taka sig á ef ekki á allt að fara til andskotans.
Þrátt fyrir ótrúlegan fjölda skemmtilegra persóna verður myndin aldrei
samhengislaus. Tom DiCUlio, handritshöfundi og leiksfjóra, tekst af stakri
snilld að þræða áhorfendur á milli ólíkra sviðsetninga. Allt útlit myndarinn-
ar er með eindæmum vel útfært sem og þrælíyndnar og áhugaverðar sam-
ræður. Þrátt fyrir styrk satírunnar verður myndin aldrei köld heldur hvíl-
ir einhvers slags væntmnþykja yfir öllu saman. Þótt leikarahópurinn virki
á yfirborðinu misjafn að gæðum tekst Tom að virkja hann af slíkum krafti
að annað eins persónugallerí hefur ekki sést síðan í Short Cuts og Pulp Fict-
ion. Besta mynd sem komið hefur á leigumar í langan tíma.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Tom DiCillio. Aðalhlutverk: Matthew Modine,
Catherine Keener, Daryl Hannah, Maxwell Caulfield, Elizabeth Berkley, Christopher
Llyod og Kathleen Turner. Bandarísk, 1997. Lengd: 101 mín. Öllum leyfð. -bæn
Eðli og þróun
samsærismynda
Það sem gerir samsærismyndir
áhugaverðari en ýmsar aðrar kvik-
myndategundir eru hin sérstöku
tengsl raunveruleika og skáldskap-
ar sem móta þær. Oftar en ekki
byggja þær (beint eða óbeint) á at-
burðum er áttu sér stað í raun og
veru og búa yfir mikilvægu póli-
tísku vægi. Það er allt annað en
auðvelt að stimpla myndir sem
fialla t.d. um mögulegt launmorð á
John F. Kennedy sem innihalds-
lausa afþreyingu.
Frumkvöðullinn
John Frankenheimer er án nokk-
urs vafa lykilmaður í tilurð tegund-
arinnar. Hann gerði The Manchuri-
an Candidate 1962 sem fiallaði um
tilraun kommúnista til að ráða
verðandi forseta af dögum. Það sem
hefur þó gert myndina ódauðlega
umfram annað er morðið á Kennedy
22. nóvember 1963, þar sem því svip-
ar mjög til tilræðisins í myndinni
sem var snarlega tekin úr umferð.
Myndin varð nokkurs konar goð-
sögn sem einungis útvaldir höföu
barið augum þar til hún var loks
tekin til endursýninga árið 1987.
Hún hafði alls óafvitandi gert Kenn-
edy-morðið að lykilþema samsæris-
mynda.
The Manchurian Candidate lagði
fléttugrunn tegundarinnar en með
Seven Days in May (1964) fullkomn-
aði Frankenheimer lykilinntak
hennar. Pólitísk ógn kvikmynda
sjötta áratugarins var jafnan fólgin
í kommúnistum, hvort sem þeir
hugðu á innrás eða önnur fólsku-
brögð og var The Manchurian
Candidate hefðbundin hvað það
varðaði. Ógn Seven Days in May
kemur aftur á móti innan frá því
það er sjálft herforingjaráð Banda-
ríkjanna sem hyggst steypa forset-
anum af stóli. Slík umfiöllun um
herinn var með öllu óþekkt og ótt-
uðust menn að myndin hefði slæm
áhrif á ímynd Bandaríkjanna um
heim allan.
Gullöld
Allar kvikmyndategundir eiga
sína gullöld og eru samsærismyndir
engin undantekning. Gullöld þeirra
stóð á áttunda áratugnum og ein-
kenndist af stigvaxandi gagnrýni á
bandarísk gildi. Executive Action
(1973) kenndi öfgafullum hægri-
sinnuðum auðjöfrum um morðið á
Kennedy. Ástæða tilræðisins var að
mati myndarinnar fólgin í stuðn-
ingi Kennedys við réttindabaráttu
blökkumanna, samningum við Sov-
étríkin um kjamorkutilraunabann
og fyrirhugaðan brottflutning her-
liðs frá Víetnam. Allt mikil pólitísk
deilumál vinstri og hægri afla í
Bandarikjunum.
Tegundin náði list-
rænu hámarki með
The Parallax View
(1974) sem sameinaði
pólitíska gagnrýni
spennandi atburðarás
á magnaðan máta.
Hún lýsir vonlausri
baráttu einstaklinga
gegn samsærisöfliun
og býr yfir bölsýnni
tón en þekkist alla-
jafna í Hollywood-
myndum. Ómögulegt
reynist að koma upp
um samsærið og kúg-
un almennings/áhorf-
enda er viðhaldið í lok
myndarinnar. Hún
gagnrýnir þó ekki
stofnanir á borð við
alrikislögregluna
(FBI) og leyniþjónust-
una (CIA) með bein-
Enemy of the State. Ný samsærismynd sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.
[Klassisk myndbönd All the Presidents Men ^ rjf ★★★*
Máttur pennans
■0
*s
iít i-’ •
bí-ZáP' V -r’
Robert Redford í hlutverki blaðamannsins Bobs Wood-
wards.
Robert Redford hreifst af þeirri
atburðarás er leiddi til afsagnar Ric-
hards M. Nixons. Hann keypti kvik-
myndaréttinn á frásögn blaðamann-
anna Bobs Woodwards og Carls
Bemsteins af rannsókn þeirra á Wa-
tergate-innbrotinu sem endaði með
því að forsetinn hrökklaðist úr
Hvita húsinu árið 1974. Redford
fékk Alan Pakula, sem hafði stuttu
áður gert hina frábæru The Paral-
lax View (1974), til að leikstýra
myndinni. Sjálfur tók hann að sér
hlutverk Woodwards en Dustin
Hoffman hreppti hlutverk Bern-
steins. All the President’s Men var
síðan frumsýnd árið 1976 og varð
öllum að óvörum önnur vinsælasta
mynd ársins. Sagan segir að Ronald
Reagan hafi „kennt“ henni um að
demókratinn Jimmy Carter skyldi
vinna forsetakosningarnar sama ár.
Það merkilega þó við myndina er
að hún skiptir sér litið af Nixon og
endar löngu fyrir afsögn hans. Fyrst
og fremst er fiallað um rannsóknir
blaðasnápanna sem komast í fyrstu
lítt áleiðis. Þeir kalla þó ekki allt
ömmu sína og tekst að pína upp úr
skelkuðum einstaklingum hvert
raðspjaldið á fætur öðru sem mynda
í heild sífellt stærra og spilltara
valdskerfi Bandaríkjanna. Atburða-
rásinni vindur að mestu fram í sam-
ræðum og hefur Pakula sjálfur sagt
að óvíst sé hvort að nokkur
Hollywood-mynd búi yfir meiri
samræðu-texta. Ótrúlegt nokk kem-
ur þetta lítið niður á spennufengnu
og þrúgandi andrúmslofti myndar-
innar.
Þrátt fyrir að blaðasnápamir hafi
á endanum betur gegn „kerfinu” er
andrúmsloft myndarinnar ekki já-
kvætt frekar en í The Parallax
View. Fyrir það fyrsta eru aðalper-
sónumar ekki hetjur í eiginlegum
skilningi sem áhorfendur geta tekið
einhliða afstöðu
með. í öðm lagi
er á myndrænan
máta lögð
áhersla á smæð
þeirra og fólks
almennt en
myndavélin rís
rólega til himins
hvað eftir annað
og skilur persón-
urnar eftir í
ómannlegri
maurabyggð.
Sagan hefur svo
auðvitað kennt
okkur að brott-
rekstur Nixons
skipti næsta litlu. Það leið ekki á
löngu þar til Ronald Reagan og Ge-
orge Bush komu í Hvíta húsið með
alla afturhaldssemi Nixons í
farteskinu og meira til. All the Pres-
ident’s Men sá fyrir að „kerfið”
tæki litlum breytingum, og það er
ekki síst þess vegna sem inntak
hennar nær langt út fyrir Waterga-
te-hneykslið.
Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri:
Alan Pakula. Aðalhlutverk: Robert
Redford, Dustin Hoffman og Jason
Robards. Lengd: 138 mín. Banda-
rísk, 1976. -Björn Æ. Norðfiörð