Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1999, Blaðsíða 60
Þrefaldur
vinrungur
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999
Fimm bíla árekstur
Fimm bílar skemmdust meira eða
• minna í umferðaróhappi á Akranesi
í gærdag. Atvikaðist það á þann veg
að bifreið var ekið inn í stæði fram-
an við Stjómsýsluhúsið að Stillholti
þegar bill kom úr gagnstæðri átt og
w keyrði inn í hlið bifreiðarinnar sem
ekið var inn í stæðið. Bifreiðin sem
kom úr gagnstæðri átt þjappaði svo
saman þremur kyrrstæðum bílum
þegar hún kastaðist frá. Þrír bíl-
anna eru taldir nánast ónýtir.
Tvennt var flutt á sjúkrahús en var
sent heim að skoðun lokinni. -hb
Ragnar Sigurjónsson:
Veðsetti eignir til
Búnaðarbankans
Ragnar Sigurjónsson keypti eins
konar hoppmiða til London með
stuttum fyrirvara í lok mars og
i -yflaug út á fóstudaginn langa. Hann
sagðist vera að fara að innheimta
skuld hjá umboðssölumanninum
Nigel Francis vegna skreiðarvið-
skipta. Hann hugðist síðan koma
heim nokkrum dögum síðar. Það
síðasta sem spurðist til Ragnars var
tveimur dögum áður en hann átti að
koma heim.
Ragnar Hall hæstaréttarlögmað-
ur, sem hefur kannað mál Ragnars
Sigurjónssonar fyrir eiginkonu
hans, sagði í samtali við DV í gær
að hann hafi spurnir af því að Nig-
^ el ætti fleiri aðilum skuldir að
gjalda - Nigel hefði t.a.m. fengið
vörur frá íslandi sem hann hefði
síðan selt áfram en ekki skilað and-
virðinu. DV hefur ekki fengið upp-
lýsingar um það hvort breska lög-
reglan hefur yfirheyrt hann vegna
hvarfs Ragnars.
Ragnar Sigurjónsson veðsetti eig-
ur sínar til Búnaðarbankans og fékk
aðra til að gangast í ábyrgðir fyrir
greiðslu á vörum sem hann keypti,
m.a. til að geta selt tO útflutnings.
Þetta segir Ragnar Hall benda ein-
dregið til að skreiðarútflytjandinn
hafi verið í góðri trú um að hann
fengi skuldir sínar greiddar. -Ótt
í miklu úrvali
OKKAR MA9UR ER
LANGFLOTTASTUR!
NATO-fundur:
Milosevic
síöasti ein-
ræðisherrann
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
kallaði Slobodan Milosevic
Júgóslavíuforseta „síðasta einræðis-
herrann í Evrópu" á fyrsta degi leið-
togafundar Atlantshafsbandalagsins
(NATO) i Washington í gær.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra eru i Washington þar sem
þeir sitja fundinn fyrir íslands
hönd. Fundurinn er haldinn í tilefni
50 ára afmælis NATO.
Málefni Kosovo voru aðalmálið á
dagskránni á fyrsta degi leiðtoga-
ftmdarins.
Sjá frétt á bls. 6.
Davíö Oddsson forsætisráöherra
með öðrum leiðtogum NATO-ríkj-
anna. Á myndinni má meðal annars
sjá Clinton Bandaríkjaforseta.
Maöurinn sem saknað er í Bretlandi átti að mæta fyrir dómara í gær:
Ragnar ákærður fyrir
4ra milljóna fjársvik
- flölskyldunni var ekki kunnugt um sakarefnin og viðskiptin sem ákært er fyrir
Ragnar Sigurjónsson, 57 ára íslend-
ingur sem leitað hefur verið að í Bret-
landi að undanfómu, var í desember
síðastliðnum ákærður af hálfu ríkis-
lögreglustjóra hér á landi fyrir tæp-
lega fjögurra milljóna króna fjársvik
gagnvart nígerískum kaupsýslu-
manni, Noel Chuckvukere hjá Naks
International Company. Honum var
birt ákæran fijótlega eftir að hún var
gefm út. Réttarhöld áttu hins vegar að
fara fram í málinu í Hafnarfirði í gær.
Samkvæmt upplýsingum DV var
fjölskyldu Ragnars hvorki kunnugt
um ákærana né heldur þau viðskipti
sem lágu að baki í því máli - ekki fyrr
en nú nýlega, þ.e. eftir að Ragnars var
saknað. Áður en Ragnar fór til Bret-
lands í byrjun april hafði honum ver-
ið tilkynnt að réttarhöldin í sakamál-
inu á hendur honum ættu að fara
fram. Ragnar var hins vegar búinn að
greiða hluta þeirrar upphæðar sem
ákært er fyrir til Nígeríumannsins.
Fékk greitt á einkareikning í
Hamborg
Ragnar er ákærður fyrir að hafa
selt Nígeríumanninum, kærandanum,
1000 sekki af þurrkuðum þorskhaus-
um, fengið vöruna greidda en ekki af-
hent hana þegar til kom. Þannig hafi
hann i blekkingarskyni farið með Ní-
geríumanninn til fiskframleiðenda
hér heima og sýnt kaupandanum þar
væntanlega söluvöru á lager - þorsk-
hausa sem Ragnar hafði hvorki eign-
ar- né ráðstöfunarrétt yfir. Ljósmynd-
ir liggja fyrir í málinu þar sem Ragn-
ar og Noel voru að skoða þorskhaus-
ana. í yfirheyrslum hjá lögreglu á síð-
asta ári hélt Ragnar því fram að rangt
væri hjá Nígeríumanninum að hann
hefði lofað honum þeim vörum sem
þeir skoðuðu á myndunum. Varðandi
það hvers vegna hann afhenti ekki Ní-
geríumanninum vöruna kvaðst hann
hafa átt erfitt með að fá hana af-
greidda hjá framleiðendum.
Nígeríumaðurinn greiddi tæplega
1,7 milljónir króna inn á einkareikn-
ing Ragnars i Hamborg í nóvember
1996. Ragnar er jafhframt ákærður
fyrir að hafa tilkynnt Noel ranglega í
símbréfi nokkrum dögum síðar, 2.
desember 1996, að verið væri að leggja
lokahönd á pakkningu vörunnar í
gám til útflutnings. Þannig hefði ís-
lendingurinn blekkt Nígeríumanninn
til að greiða 2,2 milljónir króna inn á
reikning í Hamborg daginn eftir. Síð-
an hefðu engar vörur borist.
Nígeríumaðurinn kom nýlega hing-
að heim til að bera vitni fyrir dómi í
sakamálinu á hendur Ragnari. Mál-
inu hefur hins vegar verið frestað um
ótiltekinn tíma þar sem sakborning-
urinn finnst hvergi. Rétt er að taka
fram hér að ekki hefur verið lýst eftir
Ragnari vegna sakamálsins sem hér
um ræðir heldur vegna mannshvarfs
ytra. - Sjá einnig frétt á bls. 2. -Ótt
Dálítil rigning Hlýjast sunnanlands
Á morgun, sunnudag, verður austlæg átt, gola eða kaldi. Skýjað verð- Á mánudag verður hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður
ur og víða dálítil rigning. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig. sunnan- og vestanlands en skýjað og að mestu þurrt norðan- og austan-
lands. Hiti verður á bilinu 1 til 10 stig yfir daginn, hlýjast sunnanlcmds.
Veðrið í dag er á bls. 65.
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4