Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 12
égámérdraum LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 Draumar era bensín - Edda Sverrisdóttir verslunarmaður Finnur þú fimm breytingar? 519 1. verðlaun: Tasco 7x50 sjónauki frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.900. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur aö verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veróa sendir heint. Merkiö umslagið meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 519 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík ’fimm breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liönum birtum við nöfn sigurvegaranna. Ég á mér þrjá megindrauma: Að kaupa hundrað tonna eikarbát sem búið er að úrelda, innrétta hann sem íbúð og sigla á honum með- fram ströndum Vestur-Afríku og kannski um einhver fleiri flott höf. Síðan langar mig til að fara í jeppa- ferð yfir Sahara. Og mig langar til að læra að syngja. Ég er svo hræði- lega laglaus og ólagviss." Hvers vegna gerirðu ekki eitt- hvað af þessu? Draumarnir eru bensín. Maður verður að hafa eitthvað til að stefna að. Ef maður lætur alla drauma sína rætast þá er ekkert gaman lengur." Koma þá ekki bara nýir í stað- inn. „Ég er nú svo takmörkuð að það er ekkert víst. Þetta er dálítið eins og Kirkegaard sagði; það er til- hlökkunin sem heldur manni gang- andi. Draumurinn um að láta drauminn rætast.“ Hefurðu einhvern tímann látið draum rætast. „Nei, ég hef nú bara látið reka á reiðanum. Nei, annars, það er nú kannski ekki alveg satt. Einn draumur rættist þegar ég fór að læra kvikmyndagerð. Mig hafði að vísu ekki dreymt það lengi, ekki þannig að það hefði ásótt mig í vöku. En í kjölfarið á þvi námi varð til annar draumur. Mig dreymir um að gera eina eldheita stórbrotna ást- arsögubíómynd, eins og á Hverf- anda hveli með öllu skrautinu og öllu tilheyrandi.“ Er ekki búið að því? „Jú, jú, en mig langar samt til að búa til eldheita dramatíska bió- mynd.“ Ertu með sögu í huga? „Það getur vel verið." Nú segir einhvers staðar að mað- ur eigi að vara sig á draumum sín- um, þeir geti ræst. Hefur draumur þinn einhvem tímann snúist upp í martröð? „Nei, það er líklega vegna þess að ég hef bara alltaf átt þessa þrjá „stóru“ drauma og á meðan þeir rætast ekki snúast þeir varla upp í martröð. Ég veit satt að segja ekki hvemig þetta yrði í 45 stiga hita í Eddu Sverrisdóttur dreymir um Harley Davidson. eyðimörkinni, í sandstormi og hatt- urinn fyki af mér.“ Þú yrðir með hatt. „Ekki spurning og sjóhatt á skip- inu meðfram strönd Afríku. Alltaf með hatt, hvar og hvenær sem er.“ Þig dreymir kannski meira um aðstæður fyrir hatta? „Mig dreymir um að segja þegar ég er orðin gömul: Ég átti mér draum um búgarð í Afríku, með hreim eins Meryl Streep í bíómynd- inni Out of Africa." Hvað kemur í veg fyrir að þú lát- ir drauma þína rætast. „Ætli það sé ekki bara ég sjálf. Ég finn mér alltaf eitthvað annað að gera. Ég held að það sé nú mein- ið með allt fólk sem ekki lætur drauma sína rætast. Svo gæti ég alveg hugsað mér að fara frá París til Pek- ing.“ Með lest? „Nei, alls ekki með lest, miklu frekar með rút- um.“ Dreymir þig um að gera eitt- hvað annað hér á íslandi en að læra að syngja. „Ég væri al- veg til í að reka veitinga- og skemmtistað fyrir fullorðna. Mig hefur dreymt það í mörg ár.“ Hvað áttu við „fyrir full- orðna." „Fólk á aldr- inum þrjátíu til fimmtíu." Er ekki nóg af þannig stöðum? „Nei, en mál- ið er að ég held að þetta sé dálít- ið óraunhæfur draumur vegna þess að fólk sem er komið yfir þrítugt er farið að slaka á í skemmtanalíf- inu og þegar það er komið yfir fertugt er al- ger hending að það fari út að skemmta sér. Ef ein- hver kæmi myndi hann líklega bara biðja um vatn. Það yrði lítið á því að græða og líklega gæti ég ekki lifað af þessum stað, jafnvel þótt hann yrði mjög fallegur með flott útsýni. Svo dreymir mig um Harley Dav- idson.“ -sús Viltu vinsamlegast hætta þessu handapati - ég er að reyna að einbeita mér! Nafn:' Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 517 eru: 1. verðlaun: 2. verðlaun: Haukur Jóhannsson, Sveinsína Kristinsdóttir, Sólheimum 1. Hringbraut 76 603 Akranesi. 230 Keflavík. METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Maeve Binchy: Tara Road. 2. Fiona Walker: Snap Happy. 3. Minette Walters: The Breaker. 4. Terry Pratchett: The Last Continent. 5. Ruth Hamilton: The Corner House. 6. Catherine Alliott: Rosie Meadows Regrets. 7. Nick Hornby: About a Boy. 8. Lisa Jewell: Ralph's Party. 9. Jeffrey Archer: The Eleventh Commandment. 10. Freya North: Polly. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. John 0'Farrell: Things Can Only Get Better. 2. Star Wars Eplsode 1: The Making Of The Phantom Menace. 3. Antony Beevor: Stalingrad. 4. Sean O'Callaghan: The Informer. 5. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. Ted Hughes: Birthday Letters. 7. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 8. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 9. Lillian Too: Little Book of Feng Shui. 10. Tony Hawks: Around Ireland With a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Jilly Cooper: 1 Score! 2. Terry Brooks: Star Wars Episode 1: The Phantom Menace. 3. Wilbur Smith: Monsoon. 4. James Herbert: Others. 5. Danielle Steel: Bittersweet. 6. Stephen King: The Girl Who Loved Tom Gordon. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Davld McNab & James Younger: The Planets. 2. David West Reynolds: Star Wars Episodc 1: Incredible Cross - Sections. 3. Roy Shaw: Pretty Boy. 4. McLaurin: Tiger Within. 5. Lenny McLean: The Guv'nor. 6. Robert Lacey & Danny Danziger: The Year 1000. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot’s Wife. 2. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 3. Bernhard Schlink: The Reader. 4. Wally Lamb: I Know This Much Is True. 5. John Irving: A Widow for One Year. 6. Alice McDermott: Charming Billy. 7. Rebecca Wells: Divine Secret of the Ya-Yc Sisterhood. 8. Judy Blume: Summer Sisters. 9. Billie Letts: Where the Heart Is. 10. James Patterson: The Midnight Club. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. James P. Comer & Alvin E. Poussaint: Dr Atkins New Diet Revolution. 2. William Pollack: Real Boys. 3. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 4. Rlchard Carlson: Don’t Sweat the Small Stuff... 5. Adeline Yen Mah: Falling Leaves. 6. lynla Vanzant: One Day My Soul Just Opened up. 7. The Onlon: Our Dumb Century. 8. Nuala 0'Faolaln: Are You Somebody. 9. Arlene E. Eisenberg: What to Expect When You're Expecting. 10. Jack Canfield: Chicken Soup for the Teenage Soul II. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Janet Fitch: White Oleander. 2. John Sandford: Certain Prey. 3. Terry Brooks: Episode One: The Phantom Menace. 4. Mary Higgins Clark: We'll Meet Again. 5. David Guterson: East of the Mountains. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Tom Clancy: Every Man A Tiger. 2. Suzanne Somers: Suzanne Somer's Get Skinny on Fabulous Food. 3. lyanla Vanzant: Yesterday, I Cried. 4. Mltch Albom: Tuesdays With Morrie. 5. Tom Brokaw: The Greatest Generation. (Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.