Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 12. JUNI 1999 lumkvöðlar 41 Kartöflubændur og biskupar Nú standa eftir tíu manns sem oftast hafa veriö tilnefndir sem frumkvöölar ár- þúsundsins. Fólkgetur kosiö þann frum- kvööul sem því finnst verðugastur á www.visi.is Kaitöflukóngurinn Bjöm HaUdórsson (1724-1794) er ávaÚt kenndur við Sauðlauksdal í Barðastrandarsýslu en þar þjónaði hann lengst sem prestur. Hann var fræðimaður og áhugamaður um garð- yrkju og samdi fræðslurit i landbúnaði, lexikon og ævirit um Eggert Ólafsson. Þá orti hann ijölmarga sálma. Sagan segir hann brautryðjanda í garðrækt þar sem hann er talinn hafa flutt inn fyrstu kartöfluna og komið íslendingum á bragðið. Bjöm var einn af merkisber- um upplýsingastefnunnar hér á landi. Maðurínn sem seldi norðuríjósin Einar Benediktsson (1864-1940) var skáld, lögfræðingur, sýslumaður og at- hafnamaður. Auk þess að vera eitt af ástsæl- ustu þjóðskáldun- um, stofnaði hann og rit- i stýrði Dagskrá I - fyrsta dag- * blaðinu á ís- landi. Hann bjó lengi í Danmörku og á Bretlandseyjum og fékkst þá við fésýslu ýmiss konar. Einar var stórhuga og hafði óbilandi trú á auð- lindum íslands. Hann átti sér þann draum að framleiða rafmagn með vatns- aflsvh'kjunum og reyndi svo árum skipti að afla fjármagns th slikra verk- efna. Síra Fríðrík Sr. Friðrik Friðriksson ( 1868-1961) var prestur í Reykja- tvík. Hann beitti sér fyrir stofnun HFUM og starf- aði lengi við kristilega upp- fræðslu bama í Reykjavík. Hann var forvígismaður imarbúða fyrir drengi. í Vatnaskógi og var jafnframt hvatamaður að stofnun íþróttafélagsins Vals í Reykjavík. Friðrik fékkst jafn- framt við ritstörf. Prentari á biskupsstóli Guðbrandur Þorláksson (1541-1627) var rektor í Skál- holti og síðar biskup og rekt- or á Hólum. Guðbrandur var mikill lærdómsmað- ur og um sína daga var hann flestum löndum sínum fremri í stærðfræði og stjömufræði. Hann hafði einnig áhuga á landafræði, vann líkön og landakort af íslandi og reiknaði hnattstöðu landsins nánar en áður þekktist. Kunnastur er hann fyrir að hafa hafið prentun að Hól- um og prentað biblíu þá sem við hann er kennd og er hún talin marka upphaf útgáfu hér á landi. Vildi engan Lúther Jón Arason (d.1550) var biskup á Hólum frá 1524 til 1550. Hann var síðasti kaþólski biskupinn hér á 'OH landi en þeir vom einnig veraldlegir leiðtogar því þeir fóra með hirðstjóra- vald frá konungi og gátu ráðskast með all- ar eigur ríkis og kirkju. Siðaskiptin höföu gengið yflr á Norðurlöndum í kringum 1534 og eigur kirkjunnar farið til ríkisins en Jón og syn- ir hans streittust á móti hinum nýja sið. Fyrir það voru þeh- hálshöggnir þann 7. nóvember 1550 í Skáiholti, sannfærðir um að annað líf væri að þessu loknu. Þjóðhetjan Jón Sigurðs-1 son (1811-1879) j var leiðtogi! þjóðfrelsisbar- áttu íslendinga á 19. öld. þó lengst af' hafi hann búið í Kaupmannahöfn. Á þjóðfundinum árið 1851 kom Jón fram sem óskoraður leið- togi þjóðarinnar, en hann hafði skömmu áður haflð á loft kröfuna um sjáifstjóm íslendinga - fullt flárveiting- ar- og löggjafarvald Alþingis og fram- kvæmdavald. Með stöðulögum 1871 og stjómarskránni 1874 fengu íslendingar flest þau réttindi sem Jón hafði barist fyrir. Þjóðahátíðardagur Islendinga, 17. júní, er fæðingadagur Jóns Sigurðsson- ar. Þá færir forsetinn að leiði Jóns „fimamikinn, árvissan og stóran blómsveiginn" eins og Dúmbó og Steini sungu svo eftirminnilega. Vildi hitaíhúsin Jón Þorláksson (1877-1935) var verk- fræðingur og stjórnmála- maður. Hann var formaður íhaldsflokksins, fyrsti formaður Sjálf- stæðisflokksins og þingmaður frá 192 -1933. Jón var helsti hugmyndafræðing- ur íhaldsflokksins og jafnframt frum- kvöðull á sviði byggingarmála en hann átti og rak fyrirtæki í þeirri starfs- grein. Sem bæjarstjóri í Reykjavík beitti hann sér fyrir því að heitt vatn yrði notað til húshitunar. Vísindamaðurínn Kári Stefánsson (1949) er læknir og forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hf. Hann er sá eini af frumkvöðlunum sem enn er á dögum. Kári er forvígismaður miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði sem keyrir saman upplýsingar um heilsu og heilbrigði og upp- lýsingar um ætt- ir fólks og vensl. Nú er unnið að gerð þessa gagna- granns en lagaframvarp um starfrækslu hans og meðferð heil- brigðisupplýsinga var samþykkt á vor- dögum þessa síðasta árs árþúsundsins. Gagngrunnur þessi hefur vakið mikla athgli víða um heim. Enginn efast um það framlag til læknavísinda sem slíkur grannur kann að veita en margir, eink- um læknar, óttast misnotkun á þeim heilsfarsupplýsingum sem þeir hafa afl- aö undir trúnaðareið. Mældu rétt strákur Skúli Magnússon (1711-1794) var sýslumaður og síðar landsfógeti. Hann var i hópi frumheija upplýsingastefn- unnar hér á landi og var oft nefndur „faðir Reykjavíkur." Skúli var umbóta- maður og vann að því að bæta verslun- arkjör landsmanna, kynnti nýjungar í landbúnaði, fiskveiðum og húsbygging- um. „Hann dró okkur upp úr skítnum sem við höfðum legið of lengi í,“ sagði einn sem kaus að til- nefna Skúla sem framkvöðul. Helst skal Skúla minnst fyrir innrétt- ingar hans sem var marg- þætt átak til aukinnar verkkunnáttu og umbóta á sviði framkvæmda og marka upphaf iðnaðar á íslandi. Margar af um- bótum Skúla mættu andstööu Dana og átti hann lengi í útistöðum við danska einokunarkaupmenn. Óhætt er að segja að Skúli hafa plægt akurinn fyrir bar- áttu 19. aldar manna fyrir verslunar- frelsi og sjálfstæði íslendinga. Eigi skal höggva Snorri Sturluson (1177-1241) var rit- höfundur, goðorðsmaður og mesti höfð- ingi á íslandi á 13. öld. Heimskringla og Snorra- Edda eru meöal þrek- virkja Snorra en einnig telja margir að hann hafi skrifað Egils sögu. Snorri er táknmynd þeirrar há- menningar sem ríkti á íslandi á þjóð- veldistímanum og var íslendingum hvatning og fyrirmynd í sjáifstæðisbar- áttu þjóðarinnar á 19. og 20. öld. Snorri var foringi Sturlunga sem réðu ríkjum á Vesturlandi og Norðurlandi en átti í úti- stöðum við Hákon Noregskonung sem lét að lokum höggva hann í Reykholti að haustlagi 1241. Subaru Impreza '97, bsk., ek. 30.000 km. Verð 1.190.000. Toyota Corolla '96, bsk., ek. 57.000 km. Verð 990.000. Renault Laguna RT '96, ssk., ek. 58.000 km. Verð 1.390.000. Nissan Sunny 1400 LX '94, bsk., ek. 64.000 km. Verð 690.000. Jóhann Hannó Jóhannsson, lögg. bifreiðasali Sigríður Jóhannsdóttir, lögg. bifreiðasali Friðbjörn Kristjánsson sölufulltrúi Jóhann M. Ólafsson sölufulltrúi Ingi Þór Ingólfsson sölufulltrúi Kristján Örn Óskarsson sölufulltrúi EVRÓPA BILASALA Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 Opnum kl. 8.30 virka daga. Munið sölumeðferð Evrópu - þjónusta fyrir þig - 1200 mz sýningarsalur Ford Escort 2/'99, 1600 cc, bsk., ek. 200 km. Verð 1.380.000. Daihatsu Sirion 2/'99, ek. 5.000. Verð 995.000. Ford Escort 1400 CLX '95, bsk., ek. 42.000 km. Verð 790.000. M. BenzVito 110TDI '97, bsk., ek. 29.000 km. Verð 2.290.000. ,TAKN UM TRAU5T Faxafen 8 Sími 581 1560 Óskum nágrönnum okkar í OXFORD STREET til hamingju með daginn og bjóðum þá velkomna til EVRÓPU. Ford Escort 1600 CLX station '98, bsk., ek. 13.000 km. Verð 1.190.000. Mazda 323 1300 cc '97, bsk., ek. 22.000 km. Verð 1.050.000. Nissan Sunny 1600 SLX '94, bsk., ek. 50.000 km. Verð 880.000. Inesca Lover tjaldvagn '95. Verð 190.000. Peugeot 306 Symbio 1800 8/'98, ssk., ek. 9.000 km. Verð 1.490.000. BMW 316i '96, bsk., ek. 115.000 km. Verð 1.690.000. VW Passat 1800 station 7/'79, bsk., ek. 7.000 km. Verð 2.225.000. Ford Escort 1600 CLX '98, bsk., ek. 13.000 km. Verð 1.210.000. Toyota Corolla XL '92, ssk., ek. 81.000 km. Verð 590.000. Ford Mondeo CLX station '98, ek. 14.000 km. Verð 1.590.000. Comanche Montana '98. Verð 400.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.