Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 28
28 ffelgarviðtalið LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 DV „Ég get ekki staðió í þessu. Þetta er erfitt, kallar á löng ferðalög og mikið hangs aleinn úti á landi, “ segir Jón Gnarr, einn fyndnasti maður landsins, sem nú er að láta af störfum í „stand-up“ eða uppi- stands-bransanum. Starfsferlinum lýkur með sýningunni „Hirð- fifl hennar hátignar“ sem innan tíðar verður frumsýnd í Loftkastal- anum. Jón Gnarr hefur átt mtklum vin- sældum að fagna um allt land og segist meðal annars hafa skemmt í öllum framhaldsskólum landsin. En hvers vegna að hætta á meðan allt gengur svona vel. „Þessi vinna krefst mikils úthalds og það þarf mikla einbeitingu til að halda athygli fólks sem oftar en ekki er að drekka. Ég er alltaf alveg útkeyrður eftir þetta. Mér finnst þetta ekki skemmtilegt lengur og ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að gera ekki það sem mér flnnst ekki skemmtilegt. Síðan þjáist ég af sjúklegri flug- hræðslu sem gerir ekkert annað en versna. Ég er farinn að tala inn á seg- ulband til fjölskyldunnar um leið og flugvélin fer í loftið, í þeirri von að upptökutækið finnist eftir að hún hrapar." Kossaflangs drukkinna sjó- manna „Það er auðvitað mjög gaman að koma fram fyrir stóran hóp af fólki og fanga salinn, vegna þess að mér finnst skemmtilegt að ná sambandi við áhorfendur. En það gerist ekki þegar fólkið í salnum er sauðdrukk- ið. Ég veit það ekki ... Kannski á ég eftir að sakna þess. En ég á afmæli öðru hverju og get þá bara beðið fólk um að klappa fyrir mér.“ Jón Gnarr hefur nokkra sérstöðu meðal uppistandara, sem flestir byggja prógrömm sín upp á stutt- um, snöggum bröndurum sem allir geta skilið og syngja lög á milli. „Mitt prógramm er með lægri prófil,“ segir hann. „Ég byggi upp stemningu og samband við áhorf- Litskrúðugur starfsferill „En ég hef í þessu, sem öðru, haft einlægni að leiðarljósi. Ég er alltaf ég sjálfur og reyni ekki að vera neitt annað. Þá liggur maður svo vel við höggi og getur orðið illa úti. Fólk tekur sér bessaleyfi til þess að segja við mann allt sem því sýnist.“ Jón Gnarr segir uppstandsbrans- ann illa samræmast fjölskyldulífi. Hann er kvæntur og á þrjú böm, tólf, tíu og sjö ára. En er aðeins þrjá- tíu og eins árs. „Ég var átján ára þegar ég gekk í hjónaband og fyrsta barnið fæddist spennitreyju. Síðan hefur hann ver- ið áfengisráðgjafi á Vogi, Vífllsstöð- um og Teigi. Ætlar hann kannski að snúa sér aftur að áfengisráðgjöf- inni? „Nei, það var bara svartnætti og myrkur. Það var eins og að stinga sér á bólakaf i forarpytt. Enda fuðra menn upp á nokkrum árum í því starfi." Skáldsagnagerð og leikritun Enn eitt starfið í flórunni er skáldsagnagerð. Geturðu þá ekki bara verið með uppistand i kringum Reykjavík? „Nei, það er alveg sama sagan þar. Þessi vinna krefst mikils af manni og ég ætla að hætta. Ég var með hugmyndir um að vera með nokkur lokakvöld í Reykjavík vegna þess að þetta hefur verið vin- sælt og prógrammið gott en svo tal- aði Einar Bárðarson við mig. Hann var að skipuleggja sýninguna Hirð- fífl hennar hátignar og vildi fá mig með. Ég ákvað að slá til og enda þar heldur en á einhverri hafnarkrá í Keflavík." Hvað er svona erfitt? „Það er til dæmis þreytandi að vera búinn að leggja á sig vinnu til að byggja upp gott prógramm, mæta svo á staðinn og allir era fuflir. Og þegar andfúlir, fullir sjóarar eru farnir að reyna að kyssa mann og fá mann til að dansa, spyr maður sig: „Hvað er ég að gera hérna?" Svo kunna þeir ekki einu sinni að dansa.“ Heldurðu að þú eigir ekki eftir að sakna þess að heyra klappað fyrir þér? endur. Þegar maður svo lendir á stöðum þar sem fólk er drukkið og mikið skvaldrað, þá verður maður eins og bjáni. Ég hef ekkert í þessa alíslensku tegund af skemmtana- bransa að gera. Ég vil bara að fólk þegi og hlusti á það sem ég er að segja. Ég er orðinn harðsvíraður í gegn- um þetta og þá í hlutum sem mig langar ekkert til að vera harðsvírað- ur í. Ef ég er að skemmta og einhver fyllibytta er að grípa fram í, þá svara ég og er þá kominn niður á plan sem ég vil ekki vera á. Auðvitað hefur þetta ekki ein- göngu verið svona en maður veit það aldrei fyrir. Þetta er a.m.k. ekki þess virði að þvælast um í öllum veðrum i flugvél sem heitir Fokker og húka einn á afls konar stöðum. Ef ég einhvem tímann myndi gera þetta aftur í framtíðinni yrði það á sömu forsendum og rokk- stjörnur. Ég myndi krefjast þess að hreppsnefndin tæki á móti mér og lögreglan stöðvaöi alla umferð í plássinu á meðan ég keyrði í gegn. Það yrði garnan." þegar ég var nítján ára. Við vorum auðvitað mjög ung en það var svo gaman að gifta sig. Og við höfum verið gift síðan. Þessi uppistands- vinna kallar á miklar fjarverur frá heimili, þar sem ég vil helst vera. Ég vil vera heima hjá mér en ekki i einhverri heimagistingu í Neskaup- stað.“ í sumar er Jón Gnarr, ásamt Sig- urjóni félaga sínum, með morgun- þátt á X-inu. í haust verður tekin upp ný sería af Fóstbræðrum á Stöð 2 sem verður sýnd eftir áramót. Sið- an er allt óákveðið með framhaldið. En hvað ef verður ekkert framhald? „Það veit ég ekki,“ segir Jón. „Ætli ég fari þá ekki bara að keyra leigubíl." Hefurðu gert það áður? „Já, já. Ég keyrði á Bæjarleiðum. Ætli það hafí ekki verið allt í allt tvö ár, með hléum. Það var fínt.“ Annars er starfsreynsla Jóns mjög litskrúðug. Hann hefur unnið á næturvöktum á Landspítalanum, starfað hjá Volvo í Svíþjóð við að hengja vinstri hurðir á 240-týpuna og segist þá hafa verið á leiðinni í „Ég gaf út skáldsögu árið 1987. Þá var ég nítján ára og hún hét Mið- nætursólborgin. Ég hef alltaf skrif- að mjög mikið. Um daginn var til dæmis flutt eftir mig leikrit í Út- varpsleikhúsinu. Það heitir Mávur- inn og er mjög fínt leikrit. Það er eitthvað sem ég ætla aö gera meira af. Leikritun er skemmtileg vinna, vegna þess að ég hef meiningar um hvemig verkið á að vera og maður getur fylgt því efth út í ystu æsar, alveg frá því að hugmyndin vaknar. Þetta er í rauninni það sem við höf- um verið að gera í Fóstbræðrum." Finnst þér leikritun skemmtilegri en skáldsagnagerð? „Já, þetta er skemmtilegra form. Annars hef ég litla reynslu af skáld- sagnaforminu, þótt ég hafi sett sam- an bók þegar ég var 19 ára. Málið er að ég er nörd fram í fingurgóma og finnst mest gaman að vera í mínum eigin heimi. Þess vegna henta rit- smíðar mér. Sá heimur byggh þó ekki á nein- um rökum. Ég geri bara það sem mér finnst. Ég man til dæmis ekki símanúmer og tímabil. Hins vegar hef ég gott minni á karaktera sem ég hitti. Ég lifi miklu meira í tilfínn- ingaheiminum en þeim vitræna. Ég byggi líf mitt meha á tilfinningaleg- um en vitsmunalegum nótum. Auðvitað verður það til þess að ég framkvæmi meira af tilfinninga- semi en skynsemi, til dæmis þegar ég lendi í aðstæðum sem mér líður ifla í. Þá þarf ég ekkert að skilja hvers vegna mér líður illa. Ég finn að mér líður illa og verð að fara.“ Gott að liggja úti í moldinni Enn ein hliðin á Jóni Gnarr er garðyrkjunördinn, því auðvitað hefur hann starfað við garðyrkju. Hann býr, ásamt fjölskyldu sinni, í vesturbænum þar sem hann er að rækta upp garð. „Ég bjó áður í Grafarvogi," segir hann. „Þegar ég flutti þaðan var garðurinn orðinn eins og skrúðgarður. Mér finnst mjög gott að hafa mikinn gróður í kringum mig, sérstaklega tré. Enda er ég búinn að borga póst- kröfuna frá Landgræðslunni, ég kaupi fræpoka á bensínstöðvum, fylgist vel með hverju trjáræktar- átaki og þá sérstaklega „græna beltinu" i kringum Reykjavík. Ég fylgist líka vel með moltu, sem er rotnaður trjáúrgangur, mjög kol- vetnisríkt áburðarefni. Mér líður vel í vesturbænum vegna þess að þar er mikill gróður." Ertu með garð? „Já, en hann er ekki gróinn. Þetta er garður sem hafði verið notaður sem kartöflugarður. Þarna bjó gömul kona sem ræktaði kart- öflur. Mér fannst mjög gott að koma að þessum óræktaða garði. Ég hef verið svo heppinn með það að allir garðar sem ég hef komið að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.