Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 30
i 38 Vesturfara- setrið 1 Vesturfarasetrinu á Hofsósi er sögusýning byggð á Vestur- heimsferðum íslendinga 1870-1914, ættfræði- og upplýs- ingamiðstöð og bókasafn. í setrinu er hægt að fræðast um aðdraganda vesturferðanna, ferðalaginu yfir hafið og land- námi í Ameríku. Rekstur Vest- urfarasetrins er í höndum Snorra Þorfinnssonar ehf. sem dregur nafn sitt af syni Þor- finns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur en sá dreng- ur er talinn hafa verið fyrsta hvíta bamið fætt vestan hafs. Papeyjarferðir Til Papeyjar er um fjörutiu mínútna sigling frá Djúpavogi. Papeyjarferðir bjóða ferðir til eyjunnar og fylgd um hana með leiðsögumanni en áætlað er að ferðin taki alls um ijórar klukkustundir. Aðaleyjunni fylgja margar úteyjar og langstærst þeirra er Amarey. Eyjamar iða allar af fúglalífi og selur er á skerjum þar allt í kring. Örnefni eru víða í Papey sem minna á veru hinna írsku munka þar en paparnir voru kristnir menn sem höfðu sig á brott þegar Norðmenn komu til íslands þar sem þeir vildu ekki búa með heiðnum mönnum. Nýtt hótel á Flúðum í sumar lýkur framkvæmd- um við nýtt hótel á Flúðum. Átta herbergjum verður bætt við Hótel Eddu og að loknum framkvæmdum verður nafnið Flugleiðahótel hf. Flúðir. Eldri herbergin hafa öll verið endur- nýjuð og að sögn Eddu Bjama- dóttur, hins nýja hótelstjóra, er allt glænýtt og glæsilegt. „Þetta verður hótel í háum Igæðastandard og þar verður boðið upp á spennandi og metn- aðarfulla matreiðslu. Þessa dagana er verið að vinna að frá- gangi, málningu og þess háttar. IÞað var mikil þörf á stækkun- inni og við erum að bregðast við þeirri þörf. í vetur ætlum við að leggja áherslu á ráð- stefnu- og fundahöld, enda er aðstaðan hér hreint út sagt frá- bær,“ segir Edda sem hefur verið viöloðandi ferðaþjónustu frá unga aldri. Áður vann hún við Hótel Vatnajökul sem er skammt frá Höfn. Eiginmaður Eddu mun einnig starfa við hótelið sem matreiðslumaður í eldhúsi veitingasalar. Green Key Hotel Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn Gott hótel, miðsvceðis íKaupmannahöfn Sanngjarnt verð Green Key Hotel Sönder Boulevard 53 1720 Köbenhavn VTel: 33252519 - Fax: 33252583 E-mail: hotclinfo@grcenkey.dkwww.greenkey.dk LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 Utskriftarferð verkfræðinema: Asíuævintýri Þann 16. maí síðastliðinn hélt rúmlega fjörutíu manna hópur verkfræðinema á vit ævintýranna í Asíu. Þrjú lönd, Malasía, Japan og Taíland, vora heimsótt á þremur vikum. Ferðin var hvort tveggja námsferð og útskriftarferð þar sem nemarnir luku í vor þriggja ári námi ýmist í bygginga-, véla- eða iðnaðarverkfræði. „Þessar útskriftarferðir hafa tíökast í þó nokkur ár hér í verk- fræðideild en ég vil taka það fram að þetta er einnig námsferð, ekki bara skemmtun. Við dvöldumst viku í hverju landi, fyrst í Malasíu svo í Japan og loks tókum við viku í afslöppun í Taílandi", segir Geir Ómarsson, einn ferðalanganna, glottandi og virðist ekki skilja undr- un blaðamanns yfir orðunum „afslöppun í Taílandi". „Við nemendur skipulögðum ferðina með hjálp ferðaskrifstofu og söfnuðum fyrir henni með því að gefa út blaðið Vélabrögð, reka sjoppu, bjóða menntaskólanemum einkakennslu og svo héldum við fót- boltakeppni fyrir verkfræðistofur og tæknifyrirtæki. Hörkukeyrsla í fluginu Flugið var langt og það getur ver- iö þreytandi en hér sem annars staðar gildir að sjá ljósu punktana og Geir segir: „Það var gott að því leyti að menn gátu dottið í það og látið renna af sér aftur í sama flug- inu.“ Þetta er vissulega sjónarmiö þótt sérstakt sé. Fyrst flaug hópur- inn til London en sú ferð var hreinn bamaleikur miðað við það sem á eftir kom. Þrettán klukkustundir vora til Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu, og um sex til Japan. Menn vora því skiljanlega búnir að fá sinn skammt af flugi og rúmlega það og því vakti það takmarkaða kátínu hjá hópnum þegar i ljós kom á leiðinni heim að hluti af hópnum hafði verið settur á biðlista. „Fjórt- án úr hópnum þurftu að vera eftir og þeir biðu i sólarhring í London eftir því að komast heim. Ég var einn þeirra,“ segir Geir og það er þungt í honum. En hvers vegna varð Asía fyrir valinu? „Okkur langaði til þess að gera eitthvað öðravísi, það var mik- ill meirihluti fyrir því að fara til Asíu. Undanfarin ár hefur verið far- ið til Bandaríkjanna en við ákváð- um að breyta til. Það var framandi og spennandi kostur að fara til Asíu, auk þess sem þar er að finna mörg tæknifyrirtæki." Hópurinn heimsótti orkuver, háskóla og mörg fyrirtæki og oft voru tveir staðir heimsóttir á dag. Dagskráin var stíf en menn höfðu af þessu gagn og gaman. „Við lærðum hitt og þetta." Hóran Oj Næturlífið er að sögn kunnugra einstakt í Asíu og undir það tekur Geir. „Já, það Vcir fint. Ég kunni best við það í Japan því þar hittum við heimamenn meira en í Malasíu og Taílandi. Hann bætir því þó við að um þetta sé þó ekki hægt að full- yrða afdráttarlaust þar eð ferða- menn séu mikið til Asíumenn og þess vegna hafi verkfræðinemarnir ekki alltaf verið með það á tæra hvort um heimamenn væri að ræða eða ekki, til að mynda þegar spyrja þurfti til leiðar. „Taíland var lífleg- ast“ og í framhaldi spyr blaðamaður í sakleysi sínu hvort nemunum hafi þá fundist nóttin þar líkust íslandi. „Nei, alls ekki. Þar eru eiginlega bara gleðikonur. Þetta var verra en ég ímyndaði mér, ég fékk hálfgert sjokk fyrsta kvöldið." Konum gleð- innar var mjög í mun um að kynn- ast mönnunum ungu og þar á með- al var Oj sem gaf einum þeirra ljós- mynd af sér frekar fáklæddri. Blaða- maöur virðir konuna fyrir sér og það fer ekki á milli mála að hún er Menn gáfu sér tíma til þess að slappa af og hér eru nokkrir nemanna, þar á meðal Geir Ómarsson, með bjór eftir erfiðan dag. Lífsháski á kóralrifi hinn fóngulegasti kvenkostur. Prís- inn er góður því gleðistund kostar um þrjú hundrað íslenskar krónur. Kærasta Geirs skýtur hér inn í að ætli menn sér að eyða litlu borgi sig frekar að eyða kvöldi í faðmi gleði- konu, eða barmi eftir atvikum, en að leigja sér videóspólu. Geir tekur þó fram að sér sé ekki kunnugt um að menn hafi notfært sér þessa þjón- ustu enda fylgir því að öllu gamni slepptu gríðarleg áhætta. Hér sjást Leifur Arnar, Magnús Kjartan, Eyjólfur Magnús og Kristinn íTokyo. Þeir eru þreytuiegir enda var dagskráin stíf. menn illa. Helmingur hópsins þurfti að fara á sjúkrahús eftir atvikið. Framandi siðir Asíubúar þykja afar kurteisir og svo mjög að mörgum þykir nóg um. „Já.sumum fannst gestrisnin ganga of langt. Þegar við vorum úti að borða var til dæmis endalaust verið að fylla í glösin. Annars hef ég bara gott að segja um Asíubúa. Þeir era einstaklega hjálpsamir og almenni- legir.“ Sumt þótti hópnum þó sér- kennilegt, til dæmis það hve brosmildir heimamenn vora og það hve mikla áherslu þeir lögðu á það að heilsa mönnum alltaf reglulega, oft á dag. Þá nefnir Geir aö það sé ekki vinsælt að benda með fótunum þar sem fætur þykja vanvirða það sem bent er á. Þetta tengist trúar- brögðunum en er vandamál sem flestir ættu að geta forðast. Hverjum öðrum en kenjóttum verkfræðing- um þykir það vandamál að mega ekki benda með fótunum? Þetta sýnir enn á ný sem löngum hefur verið sagt um vísindamenn. Þeir undrast og ígranda það sem öðram finnst auðskilið og óvefengj- anlegt. -þor „Það varð aðeins eitt óhapp í ferð- inni, aö ég held, en það var í Taílandi. í baðstrandarbænum Pattaya voram við í báti á leiðinni út í eyju. Þar sem við nálguðumst eyjuna strandaði hann, gat kom á bátinn og hann sökk“. Það varð nemunum til lífs að þarna var að- eins einn metri til botns. Geir jánk- ar þvi að fólk hafi verið í bráðum lífsháska því skerandi kóralrif léku Hvalaskoðun á Skjálfandaflóa Norðursigling á Húsavík siglir með fólk um Skjálfandaflóa til að skoða hvali. „Við siglum frá því í apríl og fram í september um flóann og það er farið upp að Kinnarfjöll- um þar sem bestu hvalaslóðimar eru en annars leitum við bara hval- ina uppi. Eftirspurn eftir afþrey- ingu hefur aukist mjög og fólk vill prófa nýja hluti,“ segir Þórann Harðardóttir sem er leiðsögumaður Norðursiglinga." Siglt er frá Húsa- vík á íslenskum eikarbátum og sigl- ingin að hvalaslóðunum tekur um klukkutíma en alls tekur ferðin þrjá tíma. Ferðimar eru vinsælar hjá mannfólkinu en hvað finnst hvölun- um um þær? „Þeir virðast ekki hafa neitt út á þær að setja. Stundum eru þeir forvitnir og koma að bátnum og það vekur alltaf kátínu hjá far- þegunum." Ferðirnar kosta 2.800 krónur og innifalið er kaffi, kakó og heimabakaðir kanilsnúðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.