Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 31
UV LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 iikhús Töfraflautan eftir Mozart flutt á Eiðum „Mér líst þannig á að þetta verði mjög góð sýning. Þetta gefur mörg- um tækifæri og Keith Reed er kraftaverkakarl," sagði Hrafnhild- ur Björnsdóttir sem syngur hlut- verk næturdrottningarinnar á frumsýningu Töfraflautunnar á Eiðum 13. júní nk. Margir eiga stóra drauma en það eru færri sem hafa áræði til að hrinda þeim í framkvæmd. Einn af þeim er Keith Reed, óperu- söngvari og söngkennari, sem er að setja heila óperu á svið á Aust- urlandi. Frumsýning Töfraflaut- unnar verður á Eiðum 13. júní og verða sýningar alls fjórar. Flestir flytjendur eru heimamenn en með- al „gesta“söngara eru Hrafnhildur Björnsdóttir og Alda Ingibergs- dóttir sem skiptast á að syngja hlutverk Næturdrottningarinnar og Jóhann Smári Sævarsson og Manfred Lemke sem syngja Sara- stro. 35 söngarar eru í verkinu, jafnmargir hljóðfæraleikarar og alls koma um 100 manns að sýn- ingunni sem er í nýrri uppfærslu. Tveir æfa hvert sönghlutverk til öryggis ef einhver skyldi forfall- ast. Af heimamönnum verður ekki hjá því komist að minnast á þá nafna Þorbjörn Rúnarsson og Þor- björn Björnsson sem báðir eru á heimsmælikvarða. Þorbjörn Rún- arsson hefur nýlokið 6. stigi í söng og sprengdi skallann í einkunn. Hann syngur hlutverk Papagenos. Þorbjörn Björnsson hefur aðeins lokið 3. stigi en sýnir ótrúlega færni í hlutverki Taminos. Undirbúningur er allur unninn í sjálfboðavinnu og til dæmis þurfti að smíða allt sviðið sem er listilega útfært. Um 170 sæti eru í sal. „Hér er mikill söngáhugi og nauðsynlegt að fá þessu duglega fólki verkefni sem getur sýnt hvers það er megnugt. Hér á ís- landi vantar lika þennan menning- arþátt að sumrinu svo ég vona að ferðafólk geti nýtt sér þennan möguleika," sagði Keith Reed. Það er reyndar heil Mozart-há- tíð á Austurlandi í júní. Tónleikar verða í Egilsstaðakirkju 14. júní. Þar leika Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Gerritt Shuil á píanó. Þá Sumarbústaðalóði í Biskupstungum Sumarbústaðalóðir í Bískupstungum, 5 mín. akstur frá Reykholti, til sölu, heitt vatn og rafmagn við lóöarmörk. Um er að ræða 2 sumarbústaða- lóðir, samtals ca 2 hektara. Fást á góðu verði. Upplýsingar í síma 698 315 og 554 1740. Snmar- tilboð Salemi með setxi og handlaug á fæti á aðeins 14.800 kr Þorbjörn Rúnarsson og Margrét Lára Þórarinsdóttir í hlutverkum Papagenos og Papagenu. verða tónleikar í Egilsbúð 16. júní. Þar leika Gerritt Schuil og Stefán Höskuldsson. Lokatónleikar eru svo í Egils- staðakirkju 20. júní. Þar flytur kammerkór Austurlands Requiem, sálumessu eftir Mozart undir stjórn Keiths Reeds. Það er því fram undan sannköll- uð gósentíð fyrir tónlistarunnend- ur. -sbj HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 HOLLUSTUVERND RÍKISINS --------#----- Litli villingurinn Leonardo di Caprio hefur dvalið á Taílandi við kvikmyndatökur og fóru uppátæki hans ekki fram hjá þarlendum. Pilturinn, sem hefur þann djöful að draga að líta út eins og nýbónaður barnsrass, leggur á sig ómælda fyrirhöfn til að reka af sér sakleysis-slyðruorðið og segir sagan að hann hafi lent í tómu ves- eni og verið þreytandi. En Leo litli býr ekki yfir hæfi- leika til að læra af reynslunni. Eftir að heim kom var hann eitt kvöld staddur í afmælisveislu hjá framleiöandanum Mary Fanaro. Eitthvað leiddist þeim stutta í veisl- unni og ekki var langt liðið á kvöld- ið þegar hann ákvað að nú ættu all- ir að yfirgefa samkvæmið. Leonardo gekk að ljósarofa og slökkti ljósin. Síðan kveikti hann þau og slökkti og kveikti af miklum móð um stund. Stúlku einni leiddist þófið, gekk YTT að Leonard litla, lagði höndina yfir rofann og hvæsti á drenginn að hann skyldi láta af þessari hegðun. Hvað gerði stjaman? Nú, hann sló á hendina á henni og hélt áfram að blikka ljósunum. Mætti þá til veislunnar hin gull- fallega Kate Hudson, dóttir Goldie Hawn, og segja viðstaddir að þá hafi Leo orðið eins og smákrakki sem fær nýtt leikfang: „Hann gleymdi rofanum, sogaðist að stúlkunni og ætlaði algerlega að éta hana. Hann var heppinn að viðstaddir skyldu ekki slökkva ljósið í honum fyrir fullt og fast.“ Aumingja Leo, alltaf að reyna að sanna að hann sé ekki ofdekraður lítill krakki. SIMANUMER 585 1000 Hollustuvemd ríkisins, Ármúla 1a, 108 Reykjavík, sími 585 1000, fax 585 1010, www. hollver.is m v Veldu besta leikmanninn www.simi.is i LANDSSÍMA '^DEILDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.