Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 JjV rmúla 1 Galdraformúla McLaren Hákkinen. McLaren-keppnisliðið er eitt af þeim sigursælustu sem keppt hafa í Formúlu 1 frá upphafi og í raun er bara eitt lið sem státar af fleiri sigrum. Það er Ferrari-liðið, en sigrar þess hafa unnist á mun lengri tíma. Eftir nokkurra ára erfitt tímabil kom liðið, sá og sigraði á síðasta ári þegar Mika Hákkinen og David Coulthard unnu níu mót auk þess sem heimsmeist- aratitill keppnisliða og ökumanna varð að veruleika. Nú virðast yfir- burðir liðsins ekki vera þeir sömu og í fyrra en heimsmeistarinn Mika Hakkinen er sjáifsöryggið uppmálað og segir að hann muni verja titil sinn og veröa krýndur meistari annað árið í röð. Upphafið í Mónakó 1966 Bruce McLaren stofnaði McL- aren-keppnisliðið árið 1963 og tók þátt í fyrsta Formúlu 1 kappakstrin- um í Mónakó árið 1966. Tveim- ur árum seinna var fyrsti sigur- inn í höfn þegar Bruce ók sjálfur til sigurs á SPA- brautinni í Belg- íu. Sex árum seinna varð heimsmeistara- titill keppnisliða þeirra, þegar hinn 22 ára Brasilíumaður, Emer- son Fittipaldi, ók liðinu til sigurs. Síðan þá hefur liðið unnið sér inn átta liðstitla og níu ökumannstitla. Glæsilegasta tímabil McL- aren-liðsins var seint á níunda áratugnum þegar Niki Lauda, Montreal Með hjálp Bridgestone og Mercedes Eftir að McLaren missti Honda- vélamar úr bílum sínum árið 1992 fór að halla undan fæti. Senna fór ári seinna til Williams og við tóku þrjú ár án sigurs þar sem Hákkinen streðaði viö afUitl- ar vélar og niður- læging liðsins var algjör. Keppnis- stjóranum Ron Dennis og félögum tókst þó að halda sér í „topp fiög- Coulthard. Hein Frentzen. klassanum" og gerðu langtíma- samning við Mercedes Benz árið ‘95 um framleiðslu á vélum fram til árs- ins 2001. Síðan hefur leiðin legið upp á við og opnaði David Coult- hard sigurreikninginn á ný með fin- um sigri í Melbourne árið ‘97. Reyndar var það ár mjög gott hjá McLaren á Mercedes, en vélarbilan- ir komu í veg fyrir nær ömgga sigra í Kanada, Bretlandi og Lúxem- borg. Coulthard sigraði á Monza og Hákkinen síðan á Jerez eftir að Villeneuve (eftir fræga ákeyrslu Schumachers) og Coulthard höfðu hleypt honum í fyrsta sætið á síð- asta hring. Síðan hefur hann verið óstöðvandi. Eftir að McLaren fékk töfra- manninn Adrian Newey tæknistjóra til liðs við sig og skipti yfir á Bridgestone hjól- barða auk þess að vera með Mercedes vél, var bíllinn nær full- kominn fyr- ir árið 1998. Hákkinen og Coult- hard voru svo vissir um sigur fyrir fyrsta kappaksturinn að þeir sömdu um að sá sem yrði á undan í fyrstu beygju „fengi“ að vinna. McLaren-liðið var komið aftur á beinu brautina og vann Irvine. báða titla síðasta árs. Fram- tíðin björt Coulthard og Hákkinen eru nú saman hjá McL- aren fjórða árið í röð og greinilegt að Finninn hefur betur, eftir að hafa unnið tvö mót og átt fremsta sæti á rásröð í öllum þeim fimm keppnum sem eru afstaðnar á þessu ári. Coulthard hefur aftur á móti verið ragur og viðurkennt það. Hann þarf að fara að spýta í lófana ef hann á ekki aö missa Hákkinen of langt frá sér annað árið í röð. Framtíð McLaren virðist þó björt því þeir eiga eftir tvö ár af samningi sínum við Mercedes Benz, sem eru að útvega þeim aflmestu vélamar sem eru á braut- unum í dag, og á meðan Adrian Newey tækni- stjóri og galdra- meistari loftflæð- isins er innan- borðs með jafn ömggan öku- mann og Mika Hákkinen, er víst að McLaren verð- ur í baráttunni um heimsmeistaratitilinn á ári og næstu tveimur líka. Schumacher. þessu -ÓSG Kanadíski kappaksturinn 6.keppni 13 Juní 1999 Brautarlengd: 4.421km Ekinir hringir: 69 hringir Keppnislengd: 305.604 km Einkenni brautar: Shell Heimildir: FIA Brautin er í fögru umhverfi Notre Dame eyjunar viö pí Montreal. Brautin reynir meira á bílinn en ökumann, þar sem sérstakt álag er á bremsum og gírkassa. Ekið er meöfram vegriöum á nærri 300km/h og blanda af hrööum og hægum beyjum. Allt þetta gerir brautina aö veislu fyrir áhorfendur. Verölaunapallur '98 A Michael Schumacher (Ferrari) B Giancarlo Fisichella (Benetton-Playlife) C Eddie Irvine (Ferrari) Útsending RÚV: Sunnudagur kl: 16.30 Brautarmet Hraðasti hringur M. Schumacher 1998, á Ferrari, á Imin 19.379sek. 1981 13 Ummæli ökumanna McLaren-menn eru aftur komnir á skrið eftir öruggan sigur á Spáni í síð- asta kappakstri. Hákkinen er þess full- viss að bíll hans eigi enn eftir að batna og verða mun betri en Ferrari sem er aöalkeppinauturinn. Aðeins einu sinni á hveiju ári er brautin viö Montreal gerð klár og er ekki sérlega „hrein“ að mati ökumanna. „Vegna þess að þessi braut er ekki notuð nema einu sinni á ári þá verður hún sérstaklega rykug á æfmgunum á fóstudag. Það verður ekki fyrr en í tímatökunum á laugardag að það fæst nægilegt grip í brautina þegar nægt gúmmí er komið í malbikið eftir akstur ökumannana,“ sagði Mika Hákkinen fyrir helgi. Félagi hans, Dav- id Coulthard, náði besta tíma i tímatök- um á þessari braut á síðasta ári en féll úr keppni eftir enn eina vélarbilunina. „Mér gengur vel á Circuit Gilles Viileneuve, en var óheppinn að vinna ekki síðustu tvö ár þar. Vonandi geng- ur ailt vel um þessa helgi og ég get unn- ið mina fyrstu keppni þessa tímabils." Keppnisstjóri McLaren Ron Dennis fer varlega í allar yfirlýsingar fyrir þenn- an kappakstur en vonast auðvitað eftir góðum árangri. „Þó svo að úrslitin á Spáni hafi verið mjög ánægjuleg, þá tökum við ekkert sem gefið. Við nálg- umst komandi keppni með okkar vana- legu væntingum og einbeitum okkur að hæfni bilsins." Jordan Mugen Honda-liðið hefur átt góða byrjun á árinu og unnið sér inn stig i öllum keppnunum nema þeirri síðustu. Þó hefur Damon Hiil hef- ur átt erfitt það sem er af þessu ári og ekki endað nema einu sinni í stigum. Heinz H. Frentzen hefur aftur á móti staðið sig framar öllum vonum og verð- ur eflaust brattur á sunnudag þar sem hann kann vel við sig í Kanada. „Það er þessi sérstaki blær sem geri Montreal mjög spennandi. Hér er afslappandi andrúmsloft og mér þykir vænt um borgina. Kappakstursbrautin er líka skemmtileg en þó ekki mjög krefjandi." Heimamaðurinn Jaques Villeneu- ve (BAR) hefur aldrei náð að gera það virkilega gott á brautinni sem ber nafn fóður hans, Circuit Gilles Villeneuve. Viileneuve á þó annað sætið árið ‘96 en síðan hefúr hann ekki náð að spjara sig fyrir framan æstan aðdáendahóp heimamanna. „Mér þykir gaman að eyða tíma minum í Montreal, en ekki yfir Grand Prix-helgi því þá eru svo margar skyldur. Kanadakappaksturinn er alltaf erfiður fyrir mig, og ekki bara vegna aðdáendanna, heldur eru vinir og fjölskylda alltaf að hringja og biðja um inngöngupassa sem getur verið mjög þreytandi. En ég er viss um að við hjá BAR getum gert eithvað gott héma svo ég er bara ánægður og öruggur með mig.“ Scuderia Ferrari á glæstan feril á Montreal-kappakstursbrautinni, en þar sigraði hann árin ‘95, ‘97 og ‘98. Þá tvo síðari með Michael Schumacher sem vonast auðvitað að geta bætt við þriðja sigrinum í röð og þeim fimmta á þess- ari braut. Hann sigraöi einnig fyrir Benetton árið ‘94 svo hann kannast við aðstæður og ætti reynsla hans að gangnast vel á móti gallhörðu McL- aren-liðinu. „Við vorum mjög nærri getu McLaren í Monaco, og ekki svo fjarri á Spáni, svo ég á von á því að við verðum mjög samkeppnishæfir um þessa helgi. Ég hef þó efni á því að fá sömu úrslit og á Spáni, en samt fara með forystuna í heimsmeistarakeppn- inni. Það væm mikil vonbrigði ef ég næði ekki að halda forystunni fyrir næsta kappakstur sem er í Frakklandi 27. júní.“ -ÓSG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.