Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 29
’ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 &Blgarviðtalið „ hafa verið eyðimörk. Eins og er er ég aðallega að reyna að rækta gras í garðinum mínum. Og svo koma allar mögulegar plöntur. „Það er svo gott að koma heim eftir langan vinnudag og leggjast út í moldina fram eftir nóttu.“ Er öll fjölskyldan í garðræktinni? „Nei, bara ég. Konan mín hefur verið í öldungadeild en ætlar að færa sig í dagskólann í haust til að ljúka náminu. Hún er alveg rosa- lega dugleg og hefur nóg að gera með þrjú höm og mig. Mér fannst nefnilega mjög gott þegar ég heyrði að karlmenn væm eilífðarböm. Ég hef tekið það hlutverk mjög alvar- lega en hún er nú smám saman að siða mig til.“ Þig langar ekkert í skóla? „Nei, ég var í menntaskóla á sín- um tíma. Mér leiddist. Námið sam- ræmdist aldrei neinu sem mig langaði til að gera. Ég hef reyndar verið í öllum menntaskólum í Reykjavík og skipti um brautir eins oft og nærbuxur. Ég bara hata skóla.“ Hvað langaði þig til að gera við líf þitt þegar þú varst að alast upp? „Mig langaði bara að komast hjá þvi að vera lagður inn á einhverja deild. Ég „feikaði“ mig bara í lagi. Reyndar velti ég framtíðinni mikið fyrir mér en fann aldrei neitt sem mér fannst ég passa inn í. Þegar ég var lítill langaði mig til að verða Scania Vabis-vörubill. Mig langaði til að heita Scania Vabis og vera trukkur sem keyrði heilu hlössin út um allt.“ Hvernig var íjölskyldan þín? „Ég er alinn upp hjá gömlu fólki. Ég var örverpi. Mamma var 45 ára þegar ég fæddist og pabbi fimmtug- ur. Hann fæddist frostaveturinn mikla 1918. Síðan á ég þrjú systk- ini; bróður sem er tuttugu og fimm árum eldri en ég og er sjómaður, systur sem er húsmóðir i Noregi og ég hef hitt nokkrum sinnum. Síðan er systir sem er tólf árum eldri en ég og sjúkraliði á Akur- eyri. Þau voru öll flutt að heiman skömmu eftir að ég fór að geta tal- að, þannig að ég myndaði ekki sterk tengsl við þau í æsku.“ Hræddur við krakka Hverjum tengdistu? „Engum. Ég lék mér helst einn inni í herbergi. Ég vildi ekki leika við önnur börn. Mamma sat frammi í stofu að leggja kapal. Eini félags- skapurinn sem ég hafði var „lagn- ingarsamfélagið". Konurnar í hverf- inu komu í lagningu til mömmu. Þær voru með plastpoka á hausnum og bómull yfir augnlokunum, vegna þess að þær voru að lita augnhár og augabrúnir. Þær hrærðu maskara í kaffibolla. Þær reyktu filterslausan Camel og tóbakið festist í varalitn- um. Svo sátu þær með Rowenta plasthjálmana á hausnum inni í stofu og öskruðu hver á aðra. Þetta varð til þess að ég lærði manna best að leika konur og er iðulega settur í það hlutverk. Enda get ég varalitað mig og talað sam- tímis, en ég get ekki varalitað mig, reykt og talað eins og þær gerðu, með lokuð augun." Hvers vegna vildirðu ekki leika þér við aðra krakka? „Ég veit það ekki. Ég var hrædd- ur við krakka. Þau voru ógn við þann ímyndaða heim sem ég bjó mér til. Mömmu finnst mjög gaman að segja frá þvi að þegar ég var inni í herbergi að leika mér var eins og þar væru tuttugu krakkar. Ég lék alla sem ég var að leika við. Ef ég var svo úti að leika mér og það komu krakkar fór ég að grenja. Þá kom mamma út og rak krakkana í burtu.“ ■ ■ Ollum fannst ég skrítinn Þegar ég stækkaði, varð þetta tíu til tólf ára, fór ég að lagast lítillega. En ég var alltaf öðruvísi en aðrir og öllum fannst ég skrítinn. Ég var alltaf út undan hjá krökkum. Ég var uppátækjasamur, gat þvælst í ný- byggingum tímunum saman og fannst gaman að stökkva niður af húsþökum. Ég var rosalega stríðinn en þoldi striðni illa sjálfur og var þar af leiðandi mikið strítt. Mínir vinir voru bækur. Fyrsta bókin sem ég las hét Ad- miral - og þar með voru örlögin ráð- in. Eftir hana las ég og las og las. Allt. Starfsfólkið í Bústaðabókasafni man enn þá eftir mér. Fyrir utan „lagningarsamfélag- ið“, byggðist félagslíf mitt upp á jarðarfórum. Alltaf þegar einhver í fjölskyldunni eða næsta nágrenni dó fór ég að jarðarför og hitti fólk. Enda er ég það sem kallað er „soci- al retard" (félagslega þroskaheft- ur).“ En þú tókst nú aðeins við þér á unglingsárunum, ekki satt? „Jú, ég datt inn í félagsskap sem var í rokkinu og poppinu og það var mikið fjör. Ég er mikill dellumaður og helli mér alveg út í það sem ég tek mér fyrir hendur. Líka þarna. Ég skemmti mér mikið á þessum tíma og kláraði að rasa út. Þegar ég var tuttugu og fjögurra ára hafði ég fengið nóg.“ Krónískur kvíða- sjúklingur En varstu alltaf svona kátur? „Kátur? Ég? Nei... Ég er krónískur kvíðasjúklingur. Ég hef alltaf verið með kvíða yfir því sem ég hef gert og kvíða yfir því sem ég á að fara að gera. Eins og Sigurjón vinur minn segir: „Krónískur ruglu- dallur.“ Það er ég.“ Þú ert flughræddur. Ertu kannski hræddur við eitthvað fleira? „Já. Ég er flughræddur, vatns- hræddur, pödduhræddur, sjúklega sjúkdóma- og dauðahræddur. Ég hef oft verið við dauðans dyr - í ein- rúmi. Það getur alltaf allt farið úrskeið- is. Ef ég á pening er ég hræddur um að týna honum. Ef ég á ekki pening er ég hræddur um að eiga ekki fyr- ir mat. Mín óskastaða væri að eiga ekki neitt og þurfa ekki að gera neitt. Svo er ég lofthræddur og myndi aldrei fara í fallhlífarstökk eða teygjustökk. Ég myndi heldur aldei fara í „river rafting", á hestbak, á sjó- eða snjóbretti. Ég vil ekki gera neitt sem ég get meitt mig á. Hvert er álit þitt á þjóðinni eftir reynslu þina af skemmtanabransan- um um land allt? „Hér býr besta fólk í heimi en það er alltaf misjafn sauðm- í mörgu fé. Líka erlendis. Annars held ég að við séum alltaf að bíða eftir að heiðni verði tekin upp í Noregi svo við getum flutt aft- ur heim. Það er stundum eins og ís- lendingar séu ekki komnir til að vera. Við eigum engar byggingar sem er ætlað að standast tímans tönn. Við smíðum hús til einnar nætur og sjáum svo bara til. Ég held að ísland eigi eftir að tæmast á næstu 3-400 árum. Lands- byggðin flytur smám saman til Reykjavíkur og svo byrja Reykvík- ingar að flytja til útlanda. Þá koma einhverjir Vestur- og Austur-Islendingar sem áttu ömmu í Reykjavík og þetta verður starfrækt á sumrin. Það verður alltaf Aðalvíkur- stemning í Reykjavík. Ætli herstöðin og herstöðvarandstæðingar verði ekki það eina sem eftir verður þegar allir eru farnir." -sús Konurnar í hverfinu komu í lagningu til mömmu. Þœr voru meö plast- poka á hausnum og bómull yfir augnlokunum, vegna þess aö þœr voru aö lita augnhár og augabrúnir. Þœr hrœröu maskara í kaffibolla. Þœr reyktu filterslausan Camel og tóbakiö festist í varalitn- um. Svo sátu þœr meö Rowenta plasthjálmana á hausnum inni í stofu og öskruöu hver á aöra. __!__
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.