Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 18
18 Klieygarðshoniið LAUGARDAGUR 12. JUNI 1999 Guðmundur Andri Thorsson á víðavangi, þótt slíkt hafi þeir stundað um árþúsundir eins og eðlilegt er hjá fólki sem býr á jörð- inni en ekki á malbiki. ****** I fljótu bragði virðist vandinn á Indlandi þveröfugur við vandann hér. Þar flosnar fólk upp frá heim- ilum sínum og samfélögum er sundra'ð til að framfarimar hafi sinn gang - en á Austurlandi segja ráðamenn að ef ekki verði virkjað allt sem rennur og verksmiðjur reistar í kjölfarið, þá muni fólkið flosna upp og samfélagið sundrast. Það sem þjóðarkrílið hér á hins vegar sammerkt með Indverjum er hins vegar ofurtrúin á stóriðju, þráin til hins stórkostlega jarð- rasks, sú tilfinning að það sé eitt- hvað sem „nútíminn" heimti. Að vera hrifnari af gröfum en skófl- um. Þessi tvö lönd eiga líka sam- merkta áfergjuna að fá að gerast ruslahaugur fyrir aflóga stóriðju sem verið er að flytja burt frá 1. heiminum. Virkjanir á íslandi og Indlandi nútíma Indlands". í tiu ár hafa nú geisað þar í landi deilur um þessa risastíflu sem ráðgerð er, og kann að minna á Laxárdeiluna gömlu i þúsundasta veldi. En umræðan minnir á fleira: hér er að mati Arundhati ekki einasta tekist á um örlög árinnar heldur er deilan tekin að snúast um sjálft eðli ind- verska lýðræðisins. „Hver á land- iö?“ spyr hún: „Hver á árnar? Skógana? Fiskinn?" Svör hennar eru skýr - allt þetta er nytjað í þágu hinna ríku svo að bitnar harkalega á þeim fátæku. Þeir ríku i borgunum hagnast, þeir fá- tæku í þorpunum eru sendir á ver- gang. ****** Vandamál í Indlandi eru af svo óheyrilegum toga að maður á ís- landi hefur ekki andlega burði til að skynja þau. Tölumar eru alltaf handan skynsviðs okkar. Arund- hati birtir í grein sinni áætlanir um fjölda fórnarlamba framfar- anna á Indlandi. Hún segir að laus- lega áætlað megi gera ráð fyrir að fimmtíu milljónir manna hafi flosnað upp frá heimilum sínum og farið á ver- gang vegna virkj- anaframkvæmda og annarra framfara- verkefna. „Fimmtíu milljónir manna,“ segir hún: „Mér líð- ur eins og mann- eskju sem óvart hef- ur rambað fram á fjöldagröf." Þetta er aldrei talað um. Fólkinu er bara sagt að fara. Það er bara sent burt. Flest af þessu fólki er það sem á erlendum málum er nefnt trí- bal-fólk; fólk sem býr við fábrotin kjör í litlum þorpum og er kannski með geit- ur; býr við siðmenn- ingu að sögn Arund- hati sem er eldri en hindúismi. Þessari menningu er drekkt í nafni framfaranna. Og hvað verður um fólkið? Það veit enginn fyrir víst, segir hún: það er ekki lengur til, og þegar Sagan verður rituð þá verður þess ekki getið; sumt hefur verið rekið burt æ ofan i æ; það er á eilífum flótta undan vopnaverk- smiðjum, fleiri stíflum, úraníum- námu, orkuveitum... Þetta eru flóttamenn í stríði sem aldrei hef- ur verið lýst yfir. Margir enda í borgunum í hreysahverfunum þar og er gert að taka upp nýja lifnaðarhætti með harkalegum aðgerðum. í Nýju Del- hi er skotiö á menn sem hægja sér Sú andstaða gegn stóriðju sem nýtur sívaxandi fylgis hér á landi er hreint ekki einskorðuð við nokkra róm- antíska grillufangara í Reykjavík eins og stundum er látið að liggja í málflutn- ingi þeirra sem þykjast vera málsvarar hinnar óhjá- kvæmilegu sögulegu þróun- ar - málsvarar framfaranna, framtíðarinnar, byggileik- ans.Víða um lönd geysar svipuð umræða, þótt með ólíkum formerkjum kunni að vera. Það er til dæmis fróðlegt að kynna sér það sem indverski spútnikhöf- undurinn Arundhati Roy hefur að segja um stíflugerð og lónamyndun í sínu landi og afleiðingar taumlausrar virkjanagleði þar í nafni framfaranna. Hún ritaði snarpa grein um þessi efni sem á dögunum birtist í Gu- ardian. Arundhati (sem þýðandi hennar Ólöf Eldjárn segir að heiti Hrund á íslensku) er enn sem komið er frægust fyrir að vera uppgjafaarkitekt sem skyndilega skrifaði óheyrilega metsölubók, Guð hins smáa, God of Small Things, snilldarvel ofna sögu um forboðnar ástir. í þetta sinn beitir hún penna sínum i baráttunni gegn Sardar Sarovar stíflunni sem fyrir dyrum stendur í Indlandi, en þar er enn strengilega fylgt af stjórnvöldum þeirri stefnu sem mörkuð var af Nehru á sinni tíð og hann orðaði svo í frægri ræðu: „Stíflur eru hof * * * \gur í lífi Gunnhildur Elíasdóttir, starfsmaður Rauðsíðu: Gunnhildur Elíasdóttir á Þingeyri er trúnaðarmaður starfsmanna Rauðstðu sem ekki hafa fengið útborgað í tvær vikur. Gunnhildi tekst að láta enda ná saman þar sem hún ber út DV og starfar einnig við skúringar. Engin starf- semi verður í frystihúsinu á næstunni. DV-mynd HKr. Föstudagurinn 4. júní. Vekjaraklukkan vælir klukkan 6:00 eins og alla aðra virka daga enda hefst vinna klukkan 7:00 svo það er eins gott að slóra ekki. Með- an kaffið lekur í könnuna gríp ég í prjónana og prjóna nokkrar um- ferðir. Þiö getið bara ekki trúað því hvað það er gott að hugsa og velta fyrir sér öllum heimsins vandamálum á meðan prjónarnir tifa. Þessi morgunn er nú reyndar svolítið öðruvísi en flestir aðrir undanfarið. Hráefnið í frystihús- inu klárast upp úr 10-kaffinu, fyr- irtækið á í erfiðleikum, enginn fékk útborgað í síðustu viku og ekki þessa heldur. Hvað er fram undan? Kraftaverk að skera sig ekki í puttana Klukkan 7:00 tylli ég mér á minn bás við snyrtilínuna, munda hníf- inn (stórhættulegt verkfæri ef maður gáir ekki aö sér) og byrja að skera hnakka og bita og blokk og hnakka. Sömu handtökin hratt og örugglega. Þar sem ég er trún- aðarmaður fyrir ca 100 manns þarf ég stundum að leggja frá mér hníf- inn og skreppa á fund verkstjóra, og einmitt í dag þurfti að sinna slíku. Eftir fremur friðsælan fund hjá verkstjóranum var vinnutím- inn nánast á enda. Það er nú kraftaverk að maður sker sig ekki sig í puttana því mér finnst að hugurinn hafi kannski verið upp- tekinn við næstu daga frekar en þessar mínútur. Þaö er ekki laust við að ég hafi komið þreyttari heim í dag en hina dagana þótt vinnutíminn hafi verið heldur styttri. Síðustu tveir dagar voru líka erfiðir, fundahöld, blaðamenn, viðtöl og símhringing- ar. Ekki fer nú mikið fyrir elda- mennsku í hádeginu, 4 fullorðnir í heimili og hver sér um sig. Ó, ég næstum gleymdi örverpinu mínu, henni Elísu Ósk, 10 ára, sem núna er í VIST hjá bróður sínum i Grindavík. Þegar ein launa- greiðsla klikkar... Eftir hádegi er hellt upp á meira kaffi (ég trúi ekki að það sé óhollt að drekka kaffi) prjónamir teknir fram á ný og prjónað og hugsað og hugsað og prjónað þangað til Finni kemur með DV úr fluginu. Þá er nú eins gott að drifa sig með blað- ið svo að þyrstir áskrifendur geti teygað í sig nýjustu fréttir. Þar sem ég trimma allar götur bæinn á enda með níðþunga DV- töskuna á öxlinni fer ég allt i einu að brjóta heilann um þetta þjóðfé- lag sem ég bý I og hvað virkilega skiptir máli. Nú er árið 1999 en samt er hér fullt af fólki sem hefur ekki hærri laun en svo að þegar ein launagreiðsla klikkar á það ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Ég hélt að svona hefði þetta bara veriö einhvers staðar langt í for- tíðinni. Jæja, DV-taskan er orðin tóm og stefnan tekir. heim á leið. Kvöldmatartíminn tekur við, skúr- ingamar í búðinni og æ ég nenni ekki að taka til eða þvo þvottinn í kvöld enda sjálfsagt nægur tími til þeirra hluta fram undan. Þessi fremur andlega erfiði dagur er á enda runninn og þegar ég legg frá mér prjónana rétt fyrir miðnætti (já, ég var að prjóna) til að koma mér í svefninn þá sendi ég í hug- anum baráttukveðju til allra vinnufélaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.