Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 27
J-J’V LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1999 27 i&lönd Efnahagslegt hrun vegna díexínhneykslisins: Nágrannar Belga eru æfir af reiði ORSAKIR OG AFLEIÐINGAR DIOXINS UPPRUNI DÍOXÍNS Framkvæmdastjórn ESB hefur reynt aö slá á ótta almennings vegna díoxíneitrunar í belgískum matvælum með því að fyrirskipa eyðileggingu fram- leiðslu bænda sem kunna aö hafa notað mengað fóður. Díoxín geymist ífitu- vefjum og losnar smám saman Díoxín myndast þegar klórefni brenna meö kolefni og súrefni Heimild: WHO ... eða láta það ofan f sig I menguðum mat Blóð -------- Hægt er að greina díoxín með blóðprufu Díoxin er taliö mjög krabba- meinsvaldandi Skjaldkirtlll Díoxín truflar hormóna- starfsemina ( Brjóst Getur borist frá móður til barns við brjóstagjöf Æxlunar- færin Hefur áhrif á fjölda sæðis- frumna Hörund Getur vaidið alvarlegum húðsjúkdómi Díoxínhneykslið í Belgíu hefur nær leitt til öngþveitis í landinu. Daghlöð hafa gefið í skyn að að al- menningur kunni að hafna Jean- Luc Dehaene forsætisráðherra í þingkosningunum á morgun vegna viðbragða stjórnvalda í málinu. Nágrannar Belga eru æfir yfir því að hafa ekki fengið að vita um mál- ið fyrr en yfirvöld neyddust tO þess að greina frá því vegna frétta í fjöl- miðlum. Evrópusambandið, sem gagnrýnir sjaldan beint aðildarríki sín, hefur nú harkalega gagnrýnt meðferð belgískra yfirvalda á málinu. Sam- bandið óttast að díoxínhneykslið geti leitt til að evrópskar landbún- aðarafurðir verði almennt snið- gengnar. Þegar kostað yfir 60 milljarða króna Þess hafa þegar sést merki á mörk- uðum um allan heim. Bandaríkin hafa stöðvað innflutning á kjúkling- um og svínakjöti frá öllum Evrópu- sambandslöndunum. Singapore kaupir ekkert kjöt frá Evrópusam- bandinu og Malasía stöðvar auk þess innflutning á eggjum og mjólk- urafurðum. Belgiskir matvælaframleiðendur fullyrða að díoxínhneykslið hafi þegar kostað þá á sjöunda tug millj- arða íslenskra króna. Yfirvöld í Belgíu og stærstu stjóm- arandstöðuflokkarnir hafa komið sér saman um að skipa sérstaka nefnd sem á að rannsaka hvemig díoxínið komst í dýrafóður. Heil- brigðisráðherrann kenndi um skorti á eftirliti. Ákveðið var að eft- irlitið yrði framvegis í höndum óháörar stofnunar en ekki á vegum þriggja ráðuneyta eins og því er háttað nú. Talið er að díoxín hafi komist í dýrafóðrið í janúar síðastliðnum. Yfirvöld vissu ekki af málinu fyrr en í síðastliðnum mánuði. Eftir það liðu nokkrar vikur þar til belgísk yfirvöld greindu Evrópusamband- inu frá málinu. Þeim bar hins veg- ar skylda til að greina sambandinu strax frá því. Heilbrigðis- og land- búnaðarráðherrar Belgíu neyddust til að segja af sér í síðustu viku eft- ir að í ljós kom að þeir höfðu vitað um díoxíneitrunina í mánuð án þess að upplýsa almenning og for- sætisráðherra landsins um hana. Saksóknarar efins Saksóknarar í Belgíu fullyrða að díoxinið geti ekki hafa komið í dýrafóðrið vegna leka í tanki sem talinn er hafa verið notaður til fiutnings á vélarolíu. Það ýtir undir grunsemdir manna um að um svik hafi verið að ræða. Tveir eigendur fyrirtækisins Verkest, sem bræðir fitu, hafa verið handteknir. En þeir eiga yfir höfði sér í mesta lagi fimm ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um svik. Enginn þeirra sem viðriðnir er málið munu þurfa að greiða sekt og fyrirtækið heldur starfsemi sinni áfram eins og áður. Bændur eru öskureiðir. Um fimm- tíu bændur frá Lúxemborg, sem hafa orðið að stöðva framleiðslu sína vegna díoxínhneykslisins, hafa efnt til mótmæla fyrir utan fyrir- tækið. Almenningur óttasleginn Almenningur í Belgíu veit ekki sitt rjúkandi ráð. Dagblöð spyrja á for- síðum hvað Belgar megi eiginlega borða. Menn velta fyrir sér hversu stóran skammt þurfi til að díoxíniö valdi skaða í mannslíkamanum. Belgísk yfirvöld hafa dregið al- menning á svarinu. Danska matvælaeftirlitiö fúllyrðir að ekki sé hætta á bráðri díoxíneitr- un þó menn hafi neytt belgískra fæöutegunda með díoxíni í. Eitur- efnið geti valdið skaða þegar þess hefur verið neytt mjög lengi. Neyta þurfi kjúklings á hverjum degi í heilt ár til þess að magnið í líkam- anum verði meira en leyfilegt er. Súkkulaðið eyðilagt Búðarhillur i Belgíu eru víöa tóm- ar. Allt sem talið er geta innihaldið díoxín er fjarlægt. I nágrannalönd- um Belgíu er sömu sögu að segja. Sælkerar þora ekki lengur að gæða sér á hinu heimsfræga belgíska súkkulaði. Súkkulaðiverksmiðjur ætla að eyðileggja hundruð tonna af framleiðslu sinni þar sem ekki er vitað hvort díoxín er I mjólkinni sem notuð var. Díoxínhneykslið er pólitískt áfall fyrir stjórnina. Tveir ráðherrar urðu að víkja í kjölfar ásakana um að almenningur hefði ekki verið varaður við í tæka tíð. Stjómarand- staðn hefur þó forðast að notfæra sér ástandið í kosningabaráttunni. Byggt á BBC, Reuter, Jyllands-Posten o.fl. Umhverfisverndarsinnar í S-Kóreu efndu til mótmæla vegna díoxínhneykslisins í Belgíu. Símamynd Reuter FATNAÐUR * A BRESKU VÖRUVERÐI Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum tii kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag Smáauglýslngar 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.