Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 10
10 wnnmg FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 Svo kölluð sam- stöðusýning Ég ætla aö vona að listamennirnir á sýn- ingunni Samstaöa - 61 listmálari, sem nú stendur yfir í Listaskálanum í Hveragerði (lýkur 1. ágúst), séu meö þátttöku sinni að láta í ljósi þá frómu skoðun að þetra sé að hafa aðstöðu til sýningar myndlistar í Hveragerði heldur en ekki, rétt eins og það kæmi sér betur að hafa þar pósthús eða gróðurhús heldur en ekki. Ég vil ómögulega trúa því að með „sam- stöðu“ sinni séu þeir að lýsa stuðningi við það sérkennilega sambland af ofsóknarkennd, hálf- lygum og sögubrenglun sem birtist í manífesti þvi sem Einar Hákonar- son, stofnandi Listaskál- ans, gefur út í tUefni sýningarinnar. Raunar veit ég um þátttakendur sem töldu sig hafa verið boðaða tU Hveragerðis á folskum forsendum; þeim hafi aUs ekki verið kunnugt um innihald þessa manífests. Á síð- ustu stundu var nefni- lega ákveðið að slaufa pöntuðum formála eftir Braga Ásgeirsson, einn þátttakenda. Sem skýrir umsögn Braga um sýn- inguna í Mbl. þar sem hann ræðir nánast aUt miUi himins og jarðar - nema sýninguna. Skoðum nú yfirlýsing- una sem Einar viU fá þátttakendur í sýning- unni tU að skrifa undir. „Breyttar aðstæður hin síðari ár, hér á landi, við það að áhrifavald hefur færst úr höndum lista- manna tU „svo kallaðra" fræðinga á ýmsum svið- um lista, hefur gert það að verkum...að í mynd- listinni hefur málverkið átt undir högg að sækja m.a. í opinberum sýn- ingarsölum landsins." Látum vera þótt Ein- ar, mestur hurðaskeUir islenskrar myndlistar í seinni tíð, líti með eftir- sjá tU fortíðar þegar samtök listamanna voru í upplausn með reglu- legu mUIibUi vegna list- pólitiskra eða pólitískra ágreiningsmála. um? Yfir 90% sýninga sem haldnar hafa ver- ið í „opinberum sýningarsölum landsins" á undanfómum fimm árum hafa verið mál- verkasýningar. Einnig er óhætt að fuUyrða þegar myndlistarmenn áttu og ráku Listamannaskálann í sátt og samlyndi. Listaskálinn er sem sagt reistur á heimatUbúinni bábilju. Einar Hákonarson - í draumi sérhvers manns, 1999 - Hvað dreymdi sveininn eiginlega? DV-mynd Eva Glæpur sem aldrei var framinn En með því að búa tU nýlegt fyrirbæri, „svo kallaða" fræðinga, þá er hann í fyrsta lagi að gera lítiö úr framlagi listfræðinganna Selmu Jónsdóttur, Bjöms Th. Bjömssonar og Hjörleifs Sigurðssonar, sem áratugum saman vom áhrifamiklir þátttakendur í ís- lensku myndlistarlífi. Bjöm, Hjörleifur og sjálfur ég, aUir höfum við átt gott samstarf viö Einar, aðstoðað hann við uppsetningu sýninga og fylgt þeim eftir með „svo kölluð- um“ ritsmíðum um verk hans. Rétt er að bæta því við að Gunnar Benedikt Kvaran, meintur skelfir íslenskra olíumálara, á áhrif sín og frama Einari Hákonarsyni alfarið að þakka. Og þakkaði meira að segja fyrir sig með því að lýsa því yfir opinberlega að með Einari hefði „figúran komið inn í íslenska myndlist". í öðm lagi kennir Einar þessum „svo köU- uðu“ fræðingum um glæp sem aUs ekki hef- in* verið framinn. Hvemig lýsa sér þessar „þrengingar" málverksins sem hann talar að yfir 90% listaverka sem selst hafa á land- inu á þessu tímabUi, á sýningum, uppboðum eða á vinnustofum listamanna, hafa verið málverk. Undirritaöur hefur komið inn í fyr- irtæki þar sem nánast hefur verið betrekkt með málverkum nokkurra listamanna sem taka þátt í þessari sýningu. Ef þetta ástand flokkast undir „þrengingar", hvemig ætla Einar & Co að skUgreina velgengni í mynd- list? Enginn kostur góður Og hversu vel heppnaður sem Lista- skálinn er, og með fullri virðingu fyrir elju Einars og fómar- lund, þá verður að segja hverja sögu eins og hún er; Enginn grundvöUur var nokkurn tímann fyrir rekstri listaskála af þessu tagi á þessum stað. Safnafólk, lista- menn, rekstrarhag- fræðingar og nánast hvert einasta manns- bam í Hveragerði hefðu getað sagt Ein- ari það. En einþykkja og óráðþægni er öðru fremur einkenni á Ein- ari Hákonarsyni. Hins vegar veit ég ekki hvaða orð á að nota yfir bankastofnanir og sjóði, með aUa sína sérfræðinga, sem lán- uðu fé tU þessarar byggingar. Og hafa lík- ast tU tapað því. Furðulegt var einnig að sjá stórviðtal við Einar í blaði aUra landsmanna fyrir nokkrum miss- erum þar sem rætt var í fullri alvöru um Lista- skálann sem raunhæft, jafnvel arðbært fyrir- tæki. Út af fýrir sig sé ég ekki lend- inguna í þessu máli. Það hefur ekkert upp á sig fyrir ríkið - og er fráleitt góð auglýsing fyrir einkaframtakið - að kaupa skálann og gera alhliða „menning- arhús" úr byggingu sem sérhönnuð er tU myndlistarsýninga nema því aðeins að leggja enn fleiri miUj- ónir í breytingar á henni. Og bjamar- greiði væri það við Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson En það er sem sagt vegna „þrenginga" ís- lenska málverksins sem Einar segist hafa byggt Listaskálann. Það liggur í orðum hans að hann vUdi bjarga málverkinu og skapa um leið „kærkomna viðbót við sýningarað- stöðu hérlendis." Aöstöðu sem listmálaram- ir sjálfir, væntanlega í samvinnu við Einar, áttu að fá að nota án afskipta „svo kaUaðra“ fræðinga. Og aUt yrði eins og í gamla daga, Listasafn Amesinga að afhenda því skuldir Listaskálans og e.t.v. Einar sjálfan í kaup- bæti. Hvort tveggja yrði tU þess að lama starfsemi safnsins um árabU, nú þegar það er komið á gott skrið undir stjóm HUdar Há- konardóttur. Þessi „samstöðusýning", hvort sem hún er að undirlagi Einars sjálfs eða annarra, er augljóslega sett á legg tU að þrýsta á stjóm- völd um annað hvort þessara úrræða. Hvaö svo um sjálfa sýninguna? Einar sjálfur nefnir hana einhverja „fjölbreyttustu og fjölmennustu málverkasýningu sem sést hefur hér á landi,“ sem er eins og annar hálfsannleikur í manífesti hans. Afrakstur- inn er í samræmi við fyrirvarann; fyrir vik- ið er erfitt að sannfæra nokkum mann að þarna sé saman kominn blómi málaralistar- innar í landinu. Sýnendur, 59 talsins en ekki 61, era nokkrir rangfeðraðir, nöfn mynd- verka hafa brenglast, engar upplýsingar um efnivið er að finna við verkin. Verðið er greinilega aðalatriðið; það er ritað stómm stöfum við hveija mynd. En það eru bara „svo kaUaðir" fræðingar sem agnúast út af svona smámunum. Fyrirlestur um Kalla Thorson teiknara Fyrr í sumar sögðum við ítrekað frá nýrri bók kanadíska kvikmyndafræðings- ins Gene Walz um íslensk-kanadíska teiknarann Charlie Thorson ( Cartoon Charlie), en hann skóp margar af frægustu teiknimyndafígúrum kvikmyndasögunnar, t.d. Kalla kanínu og Mjallhviti. Mjallhvít er talin eiga sér íslenska fyrirmynd, nefnUega Kristínu Sölvadóttur, sem Thorson var lengi ástfanginn af (sjá mynd). Þessi bók hlaut nýverið fyrstu verðlaun Man- itoba Book Publishers 1999 fyrir framúrskarandi samspil texta, myndefnis og heim- ilda. Gene Walz er nú á leiðinni tU landsins og heldur fyrir- lestur um ævi og störf Charlie Thorson í Listasafninu á Ak- ureyri miðvikudaginn 4. ágúst kl. 21. Verst er ef engum hefur dottið í hug að fá manninn tU fyrirlestra hér syðra meðan hann dvelur hér. Ellilífeyrisþegi logsýður skúlptúra Dálítið sérstök listsýning rennur sitt skeið á enda 2. ágúst nk„ nefnUega skúlptúrsýning Gísla Kristjánssonar í smiðju Myndhöggvara- félagsins í Reykjavík að Nýlendugötu 15. Listamaðurinn er 1924, ■ -.jií fæddur árið en sýningin sem nú stendur yfir er fyrsta einkasýning hans. Gísli er vél- fræðingur að mennt og starfsmaður hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar tU margra áratuga. Öðr- um þræði hefur hann þó fengist við listsköp- un, m.a. var hann í teikninámi hjá Eggerti Guðmundssyni, sótti námskeið í Myndlistar- skólanum í Reykjavík í 10 ár og sl. tvö ár var hann gestanemandi í Myndlista-og handíöa- skóla íslands. Eftir starfslok fyrir fimm árum hefur Gísli nær eingöngu unnið að þessu hugðarefni sinu og eru verkin á sýningunni - mestmegnis logsuðuverk - frá þessum árum. Listamannasetur til boða í Þýskalandi íslenskir myndlistarmenn eiga nú í ýmis hús að venda erlendis. Vinnustofur af ýms- um toga standa þeim til boða, tU dæmis í Þýskalandi. í Kúnstlerhaus Schloss Wiepers- dorf, sem er 80 kUómetra fyrir sunr.an Berlín, geta íslenskir listamenn fengið tU athota vinnustofu og íbúð, sér að kostnaöarlausu og fengið aö auki 2200 marka styrk. Þetta listamannasetur er uppi í sveit, en á staðnum er boðið upp á 3 máltiðir á dag fyrir 25 mörk. Umsóknir fyrir árið 2000 þurfa að hafa borist fyrir miðjan októ- ber 1999. Dvalartími er 2-5 mán- uðir. HeimUisfangið er : Kúnstlerhaus Schloss Wiepersdorf, b/t Doris Sossen- heimer, 14913 Wiepersdorf - Deutschland. Netfangið er schloss.wiepersdorf@t- online.de, sími 0033746 6990, fax 0033746 69919. Enginn „garmur" í Lisíasafni Sigurjóns Leifur H. Magnússon hljóðfærasmiður (á mynd) vUl koma á framfæri athugásemdum vegna tónlistargagnrýni eftir Jónas Sen, sem birtist í DV 19. júlí sl„ en þar nefnir hann flygUinn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar „óttalegan garm“. Leifúr segir : „Hljóðfæri það sem um er rætt, er af gerðinni Bösendorfer og er undir- ritaður seljandi og þjón- ustuaðili þess. Þaö er keypt árið 1991 og er því átta ára gamalt. Gagnrýn- andinn ætti sem píanisti að vita, að vandað hljóð- færi sem Bösendorfer endist áratugum saman með réttri umhirðu. Ég leyfi mér að fullyrða, að hvergi á landinu er betur hugsað um hljóð- færi í tónleikasölum en i Listasafni Sigurjóns. Engir tónleikar em þar haldnir án þess að hljóðfærið sé yfirfarið. Listasafn Siguijóns hefur frá fyrstu tíð mjög oft verið valið sem upptökustaður á klassískum verkum, ekki hvað síst hljóðfærisins vegna.“ Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.