Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 Fréttir 21 Lyfið livial slær í gegn: Eins og viagra fyrir miðaldra konur „Livial er notað sem uppbótar- meðferð við östrogenskorti við tíða- hvörf hjá miðaldra konum og gegn beinþynningu hjá sama hópi. Það stendur hins vegar ekkert á pilluglösunum um að lyfið auki ást- leitni kvenna," segir GarðcU1 Berg- þórsson, lyfjafræðingur í Vestur- bæjarapóteki, um lyfið livial fyrir konur sem fer nú sigurför um Evr- ópu og er líkt við viagra. Er það markaðssett í Þýskalandi sem slíkt og þykir skemmtileg tækifærisgjöf. Sænsk rannsókn, sem gerð var á 300 konum, þar sem helmingur kvennanna tók livial en hinn helm- ingurinn annars konar lyf sömu gerðar, sýndi, svo ekki varð um villst, að ástleitni kvennanna sem tóku livial og ánægja þeirra af kyn- lífi stórjókst. Mats Hammar, yfirlæknir kvenna- deildar háskólasjúkrahússins í Linköping, segir: „Konurnar sem tóku livial höföu minni blæðingar, svitnuðu minna í svefni, urðu skap- betri, brjóstverkir svo til hurfu og áhugi á kynlífi stórjókst. Margar kvennanna óskuðu kynlífsins vegna eftir að fá að halda áfram að taka lyf- ið eftir að meðferð lauk.“ Livial hefur verið á markaði hér á landi um skeið en ekki verið notað til að auka kynunað kvenna á breyt- ingarskeiöinu. Lyfið fæst eingöngu gegn lyfseðli og þykir henta konum um fimmtugt sérlega vel. -EIR Livial þykir skemmtileg tækifærisgjöf í Þýskalandi. Úr Víkurfjöru - tákn til varnaðar. Á myndinni eru 12 börn. DV-mynd Njörður Umferðin tekur sinn toll j • TTTTWWTTTWTTWTTTWÆrWTWTl 15% staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi Smáauglýsingar birtingarafsláttur IESQ 550 5000 / 0 lltA-í n -EKKERT IíiÁl! „12 hafa látist í umferðinni það sem af er árinu og með þessu erum við að minna fólk á það með tákn- rænum hætti að það eigi að fara var- lega í umferðinni. Þessir 12 sem hafa farist áttu allir framtíðina fyrir sér og það eiga þessi 12 böm líka,“ sagði Sigurður K. Hjálmarsson, umferðar- öryggisfulltrúi á Suðurlandi. Sigurður fékk 12 krakka til að koma niður í fjöruna við Vík til að minnast þeirra 12 sem hafa farist í umferðinni á þessu ári og minna þá sem era á ferð á að fara varlega. Nú er mesta ferðahelgi ársins fram undan og tugþúsundir verða á ferð- inni um allt land. Það er því brýnt að fólk fari varlega, sé vakandi í umferðinni og aki með beltin spennt. Bíibeltanotkun var lögleidd fyrir þó nokkrum árum hér á landi en samt virðist vanta talsvert á að allir séu búnir að tileinka sér hana. „Ég gerði könnun á bílbeltanotkun á Selfossi, Hellu, Hvolsvelii og í Vík og niðurstöðumar sýndu að 62 til 74% ökumanna á þessum stöðum vora með bílbelti. Það er því nauð- syn að minna fólk enn og aftur á beltin," sagði Sigurður. -NH Nýtt inflúensulyf, úðalyf, á markað: Með Chantibic í ísskápnum átt þú alltafgómsætan rjóma tilbúinn við öll tœkifœri - ekkert mál. Ljúffengur rjómi við öll tœkifœri Léttir flensusjúklingum lífið Lyf gegn inflúensu af A- og B- stofni, Relenza, hefur fengið grænt ljós hjá FDA, Food and Drag Ad- ministration, i Bandaríkjunum en það er lyfja- og matvælanefnd lands- ins, afar strangt stjórnvald. Sala á lyfinu, sem er munnúðalyf, getur því hafist þar í landi. DV greindi frá því í marsbyrjun að Svíar hefðu haf- ið sölu á lyfinu auk fimmtán Evr- ópulanda, Nýja-Sjálands og Ástral- íu, en þar var þetta lyf fundið upp. Flensan leggur um 30 þúsund Is- lendinga i rúmið á ári hverju, ef miðað er við staðaltölur frá ná- grannaþjóðum, þar sem talið er að 10-15% fólks veikist. í Bandarikjun- um er talið að flensan sé orsök dauðsfalla hjá 20-40 þúsund manns árlega. Vonir standa til að ný lyf geti lækkað þá tölu stórlega. Gunnar Gunnarsson, sérfræðing- ur í smitsjúkdómum á lyfjadeild Landspítalans, sagði í gær að hann kannaðist við tilraunir með lyf eins og Relenza. „Eg hef séð rannsóknir á svipuð- um lyfjum. Þau hafa áhrif, sérstak- lega ef byrjað er að nota þau snemma eftir að einkennin koma fram. Væntanlega draga þau úr ein- kennum og stytta tímalengd sjúk- dómsins. Einkennin verða vægari og sjúkdómurinn gengur hraðar yfir,“ sagði Gunnar. Gunnar segir að vandamálið verði að greina sjúkdóminn með vissu. Læknar hafa að vísu yfir að ráða skyndiprófi, til dæmis ef sjúk- lingur kemur á bráðamóttöku eða á læknastofu. Þá er hægt aö taka háls- sL'ok úr sjúklingi og fá niðurstöðu samdægurs. Of dýrt taldi Gunnar að nota lyfið blint, þ.e. að meðhöndla fólk sem ekki væri örugglega með inflúensu. Umboðsmaður Relenza, lyfjafyrir- tækið Glaxo Weflcome, hefur sent Lyfjanefnd ríkisins lyfið til skoðun- ar og samþykktar og er niðurstöðu beðið. „Við geram okkur vonir um að Hjörleifur Þórarinsson lyfjafræðingur með lyfið Relenza. DV-mynd E.ÓI. lyfið gagnist fólki þegar næsti flensufaraldur gengur yfir, hvenær sem það verður nú,“ sagði Hjörleif- ur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Glaxo Wellcome á íslandi. -JBP Alltaf tilbúinn í ísskápnum Lágt kólesterólinnihald Náttúrulegur jurtarjómi - ekta rjómabragð Góðurfyrir línurnar Handhœgar umbúðir Gott geymsluþol Fáðu þér Chantibic jurtarjóma í nœstu búð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.