Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 49
Ty\T FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 57 Svartfugl leikur á Jómfrúnni á morg- un. Sumardjass Sumartónleikaröð Jómfrúarinn- ar við Lækjargötu heldur áfram á morgun, kl. 16. Á níundu tónleik- unum kemur fram Jazztríóið Svart- fugl. Tríóið skipa Sigurður Flosa- son, saxófónn, Björn Thoroddsen, gítar, og Gunnar Hrafnsson, kontrabassi. Tónleikamir fara fram urandyra ef veður leyfir og er aðgangur ókeypis. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju Orgeltónleikar Kirkjulistahátíð- ar í Hallgrímskirkju halda áfram á sunnudaginn. Kl. 20.30 leikur Eng- lendingurinn Roger Sayer. Hann er organisti og tónlistarstjóri Dóm- kirkjunnar í Rochester. Þetta er í þriðja sinn sem Roger Sayer leikur á Klais-orgelið í Hailgrímskirkju. I febrúar árið Tónleikar 1994 kom _______________hann hmgað til að taka upp geislaplötu og í lok júlí árið 1995 lék hann á hádegis- tónleikum kirkjunnar. Efnisskrá Rogers Sayers er fjöl- breytt. Hann byrjar á að leika Paean (Sigursöng) eftir breska tónskáldið Herbert Howells. Þá heyrist Konsert í d-moll eftir þá Antonio Vivaldi og Johann Sebastian Bach. Eftir Percy Whitlock leikur hann Plymouth-svít- una. Eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben leikur hann Moto Ostinato og tónleikunum lýkur með 3. orgelsin- fóníu Louis Vieme. Tjarnarkvartettinn kemur fram í Deiglunni á morgun. Menning í Deiglunni Á meðan Halló Akureyri stendur verður fjölbreytt bókmenntadag- skrá og tónlistarflutningur í Deigl- unni í Listagilinu á Akureyri. Dag- skráin tekur til þriggja daga, frá föstudegi til sunnudags. Eyfirskum höfuðskáldum verða gerð verðug skil og ferðast er um heim ljóðsins undir leiðsögn Þorsteins Gylfason- ar. Flytjendur ljóða og tónlistar em ----------------milli tutt- Samkomur ^ogþrjá- ________________tíu og má þar nefna auk Þorsteins Þráin Karlsson og Jón Laxdal. Tónlistar- flytjendur em meðal annarra Sif Ragnhildardóttir, Michael Jón Clar- ke, Tjamarkvartettinn og fleiri. Sálmar lífsins Fimmtu tónleikamir í sumartón- leikaröð Akureyrarkirkju verða á sunnudaginn kl. 17. Þar munu Sig- urður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson orgelleikari flytja efnisskrána Sálmar lífsins, sem samanstendur af sálmaspuna fyrir saxófón og orgel og eru sálmamir flestir úr sálmabók íslensku þjóð- kirkjunnar í útsetningum flytjenda. Barn dagsins í dálkinum Bam dagsins era birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjóm DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er siðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir era endur- sendar ef óskað er. Árnes, Gnúpverjahreppi: Um verslunarmannahelgina verður haldin söng- og hljóðfærasláttarhátíð í Árnesi, Gnúpverjahreppi. Folk- festival, eins og þau gerast best austanhafs og vestan, era fáséð á íslandi. Með þeirri tilraun, sem nú verður gerð, er verið að reyna að skapa þá einstöku stemn- ingu sem myndast við linnulítinn söng- og hljóðfæra- slátt. Verið er að laða á einn stað fólk á öllum aldri og frá öllum þjóðum til að spila og syngja saman og skapa þar með eins konar alþýðustemningu, þar sem allir geta verið þátttakendur. Ámes og umhverfi þess er kjörinn staður til að halda slika hátíð, þar sem góð að- staða fyrir ferðafólk er fyrir hendi og hægt að hlaupa inn í hús gerist veður válind. Við Ámes eru góð tjald- stæði, sundlaug, heitir pottar, knattspymuvöllur o.fl. Ejöldi landskunnra listamanna koma fram á hátíð- inni og má þar nefna KK, Bubba Morthens, Geirfuglana, Bjartmar Guðlaugsson, Súkkat, Bláa Fiðringinn og Björgvin Gíslason, Eyjólf Krist- jánsson, Szymon Kuran, Ólaf Þórðarson, Sigurð Grön- dal, Wilmu Young, Bjöm Thoroddsen, Kuran Swing o.fl. Einnig verða þrennir klassískir tónleikar í boði fyrir fólk. Á þeim koma fram dúó, skipað hörpu og sellói, strengjatríó og íslenska tríóið, skipað píanói, fagotti og óbói. Dagskráin hefst á fóstudagskvöldið 30. júli í eða við Félagsheimilið Árnesi, þar sem hið frábæra tríó Blái fiðringurinn leikur. Á laugardags- og sunnudagskvöld koma svo áðurtaldir listamenn fram og svo þeir sem eitthvað hafa fram að færa. Skemmtanir Súkkat er meðal margra þekktra skemmtikrafta sem koma fram á fjöiskylduskemmtuninni í Árnesi. Undir bláhimni Hlýjast inn til landsins Næsta sólarhringinn verður fremur hæg breytileg átt. Þokuloft í fyrstu norðvestantil, úti við sjóinn á Áusturlandi og með suðurströnd- Veðrið í dag inni. Þokunni léttir heldur er líðm’ að hádegi. Skýjað á Suðausturlandi, skýjað með köflum suðvestanlands en annars víðast léttskýjað. Hiti 5 til 13 stig í fyrstu en yfirleitt 12 til 20 stig er kemur fram á daginn, hlýjast inn til landsins. Á höfuðborgarsvæðinu verður fremur hæg austlæg átt og skýjað með köflum. Hiti 11 til 17 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.40 Sólarupprás á morgim: 4.29 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.51 Árdegisflóð á morgun: 8.10 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö 9 Bergsstaóir Bolungarvík þoka 7 Egilsstaöir 8 Kirkjubœjarkl. alskýjaö 10 Keflavíkurflv. þokumóöa 10 Raufarhöfn heiöskírt 10 Reykjavík þokumóöa 12 Stórhöfði súld á síö.kls. 9 Bergen súld 12 Helsinki léttskýjaö 16 Kaupmhöfn léttskýjaö 18 Ósló þokumóöa 17 Stokkhólmur 20 Þórshöfn alskýjaö 8 Þrándheimur skýjaö 11 Algarve heiöskírt 22 Amsterdam heiöskírt 19 Barcelona mistur 22 Berlín léttskýjaö 18 Chicago heiöskírt 28 Dublin þokumóöa 13 Halifax þoka 16 Frankfurt léttskýjaö 18 Hamborg léttskýjaö 16 Jan Mayen alskýjaö 4 London skýjaö 16 Lúxemborg léttskýjaö 18 Mallorca léttskýjaö 20 Montreal heiöskírt 22 Narssarssuaq skýjaó 10 New York þokumóóa 24 Orlando heiðskírt 26 París léttskýjaö 18 Róm þokumóöa 20 Vín léttskýjaö 17 Washington léttskýjaö 22 Winnipeg heiöskírt 23 Jeppafært um hálendið Vegir um hálendið era flestir orðnir færir, í flest- um tilfeUum er þó átt við að þeir séu aðeins jeppa- færir. Ástand vega <p. / / í J Skafrenningur /J/ E3 Steinkast (51 Hálka 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir C^) ófært CD Þungfært © Fært fJallabílum Færð á vegum Vegimir um Kjöl, Kaldadal og í Landmannalaug- ar frá Sigöldu era þó færir öUum bUum. á .JT-WL \ J ./■ w M m llfes** ■ Æ Æ. ^ Sebastian Georg Myndarlegi drengurinn 26. aprU síðastliðinn. Við á myndinni, sem fengiö fæðingu var hann 17 hefur nafnið Sebastian merkur og 53 sentímetr- Georg Amfjörð, fæddist ar. Foreldrar hans era Sylvia Arnfjörð og Vignir Barn dagsins 2m 0dfdssfon °g er hann ■■ þeirra fyrsta bam Patricia Arquette lelkur stúlkuna sem allir hrífast af. Hásléttan Hásléttan (The Hi-Lo Country), sem Háskólabíó sýnir, fjallar um Pete Calder (BUly Cradup) sem kemur heim í Hi-Lo eftir að hafa gegnt herþjónustu í seinni heims- styrjöldinni. Hann er ráðvilltur ungur maður sem þarf á hjálp að halda til að aðlagast lífi hins venjulega manns og hana fær hann hjá Big Boy Matson (Woody Harrelson) sem einnig er nýkom- inn heim úr stríðinu en er mun reyndari í ólgusjó lífsins heldur en Pete. Þeir ákveða að fara í bis- ness með gömlum kúreka, Hoover Young (James Gammon). ///////// f Kvikmyndir Við það lenda þeir í útistöðum við Jim Ed Love (Sam Elliott) sem var heima í striðinu og á orðið hálfan bæinn. Þar á bæ er kona sem heiUar aUa karlmenn, Mona Birk (Patricia Arquette), og er gift helsta aðstoð- armanni Eds. Það er ekki að sök- um að spyija að þeir félagar, Pete og Big Boy, verða báðir ástfangn- ir af Monu. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Wild Wild West Saga-Bíó: The Mummy Bíóborgin: Matrix Háskólabíó: Ó(eöli) Háskólabió: Fucking Ámál Kringlubíó: Wing Commander Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Office Space Stjörnubíó: Cube Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Lárétt: 1 kúst, 5 lausung, 7 aukast, 9 fugl, 10 mjög, 11 reigðan, 13 sá, 15 kvenmannsnafh, 17 niðurstaða, 19 tími, 20 viðkvæmt. Lóðrétt: 1 háski, 2 mana, 3 hafni, 4 ríkja, 5 skaut, 6 hár, 9 fyrirgefning, 12 skynfæri, 14 þegar, 16 þrif, 18 tU. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 brekán, 8 lón, 9 alir, 10 ýtnu, 11 aða, 12 arins, 14 um, 16 niðj- ar, 18 slórar, 21 stó, 22 róða. Lóðrétt: 1 blýants, 2 rót, 3 ennið, 4 kaun, 5 álasar, 6 niður, 7 æra, 13** rist, 15 mæra, 17 jór, 19 ló. Gengið Almennt gengi Ll 30. 07. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqengi Dollar 72,490 72,860 74,320 Pund 117,510 118,110 117,600 Kan. dollar 48,170 48,470 50,740 Dönsk kr. 10,4270 10,4850 10,3860 Norsk kr 9,3320 9,3830 9,4890 Sænsk kr. 8,8610 8,9090 8,8190 Fi. mark 13,0508 13,1293 12,9856 Fra. franki 11,8296 11,9006 11,7704 Belg. franki 1,9236 1,9351 1,9139 Sviss. franki 48,6100 48,8700 48,2800 Holl. gyllini 35,2119 35,4235 35,0359 Þýskt mark 39,6746 39,9130 39,4763 ít. líra 0,040080 0,04032 0,039870 Aust. sch. 5,6392 5,6731 5,6110 Port. escudo 0,3871 0,3894 0,3851 Spá. peseti 0,4664 0,4692 0,4640 Jap. yen 0,629400 0,63320 0,613200 írsktpund 98,527 99,119 98,035 SDR 98,930000 99,53000 99,470000 ECU 77,6000 78,0600 77,2100 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 ~fC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.