Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 33
JC^"^ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 timm 41 Fram undan... Júlí: 31. Barösneshlaup (**) Hefst kl. 09.00 við Barðsnes, | sunnan Norðfjarðarflóa, og endar | við sundlaugina i Neskaupstað. J Vegalengd: um 27 km með tíma- ! töku. Farandbikar veittur fyrir I besta árangur. Upplýsingar Ingólf- ur S. Sveinsson í sima 588 1143, Jó- hann Tryggvason í síma 477 1762 og ■ Rúnar Gunnarsson í síma 477 1106. Ágúst 05. Sri Chinmoy, 5 km (***) Hefst kl. 20.00 við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd: 5 km | með tímatöku. Flokkaskipting ákveðin síðar. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Upp- lýsingar Sri Chinmoy-maraþon- liðið í síma 553 9282. 08. Fjöruhlaup Þórs (**) Hefst kl. 19.00 við Óseyrarbrú. * Skráning fer íram við íþróttamið- stöð Þorlákshafnar og lýkur kl. ■; 18.15. Boðið er upp á að hlaupa j eða ganga annaðhvort 4 km eða 10 km eftir fjörusandinum frá Óseyr- 3 arbrú að íþróttamiðstöð Þorláks- ■; hafnar. Flokkaskipting, bæði kyn: ! 12 ára og yngri (4 km), 13-14 ára, j 15-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Allir sem ljúka hlaupunum :: fá verðlaunapening og sigurvegar- ? ar sérstaka viðurkenningu. Jón H. Sigurmundsson i sima 483 3820, fax 483 3334, og Ingi Ólafsson I í síma 483 3729. 10. Orkuboðhlaup í Elliðaárdal (**) Almenningsboðhlaup ÍR og Orkuveitu Reykjavíkur Hefst kl. 19.00 við Rafstöðina í Elliðaárdal. Fimm einstaklingar skipa hveija sveit. Keppt í þrem- ;: ur flokkum, karlaflokki, kvenna- | flokki og blönduðum flokki (2 karlar og 3 konur eða 3 karlar og ! 2 konur skipa hveija sveit). Vega- lengdir eru um 3 km (3 hlauparar hlaupa þá vegalengd) og um 6,5 ; km (2 hlauparar hlaupa þá vega- ; lengd). Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening og sigursveit í j hverjum flokki fær sérstök yerð- laun. Upplýsingar Kjartan Árna- son í síma 587 2361 og Gunnar j Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 22. Reykjavíkur-maraþon (***) Hefst í Lækjargötu. Vegalengd- j ir: 3 km og 7 km skemmtiskokk ; án tímatöku og flokkaskiptingar. Hefst kl. 12.30. 10 km, hálfmara- þon og maraþon, með tímatöku, ? hefst kl. 10.00. Meistaramót ís- lands í hálfmaraþoni. Flokka- j skipting, bæði kyn: 14 ára og yngri, 15-17 ára (10 km), 16-39 ára ; (hálfmaraþon), 18-39 ára (10 km j og maraþon), 4á49 ára, 50-59 ára, ' 50 ára og eldri konur (hálfmara- þon og maraþon), 50-59 ára, 60 j ára og eldri. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening og T- ? bol. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Útdráttarverð- laun. Sveitakeppni. Ath.: For- skráningu lýkur 19. ágúst, eftir þann tíma hækkar skráningar- gjald á öllum vegaleiigdum um ; 300 kr. nema í skemmtiskokki, , þar verður engin hækkun á þátt- j tökugjaldi. Upplýsingar á skrif- ,; stofu Reykjavíkur maraþons í S Laugardal í síma 588 3399. 26. Víðavangshlaup UMSE (*) Upplýsingar á skrifstofu ! UMSE i síma 462 4477. September: 04. Brúarhlaup UMF Selfoss (***) Hefst kl. 14.00 við Ölfusárbrú, hálfmaraþon hefst kl. 13.30. Vega- lengdir: 2,5 km, 5 km, 10 km og hálfmaraþon með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára j og yngri (2,5 km), 13-17 ára, 16-39 í ára (hálfmaraþon), 18-39 ára, 40-49 S ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. : Einnig er keppt í 12 km hjólreiðum \ og hefst sú keppni kl. 13.00. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing og T-bol. Úrslit send í pósti. Upplýsingar Kári Jónsson í síma ' 482 3758 og skrifstofa UMFÍ, Fells- : múla 26, Reykjavík. Laugavegshlaupið milli Landmannalauga og Þórsmerkur: Glæsileg met hjá Bryndísi og Arnaldl Mettími Rögnvaldar Ingþórssonar frá árinu 1997, 5:19:54, reyndist óyf- irstíganleg hindrun í hlaupinu í fyrra og voru margir á þeirri skoð- un að langur tími myndi líða þar til það met yrði slegið. Fimm klukku- stunda múrinn var enn fjær í hug- um manna og að áliti margra var það hindrun sem standa myndi um aldur og ævi. Amaldur Gylfason var ekki einn þeirra. Amaldur gerði sér lítið fyrir og stórbætti metið á Laugaveginum og hljóp á ótrúlega góðum tíma, 4:49:28 klst. Amaldur bætti þar með eldra metiö um 30:28 mínútur og eigin tíma um 46:36 mínútur. Arn- aldur var að taka þátt í Laugavegs- hlaupinu í þriðja sinn. Hann hljóp fyrst árið 1997 á 8:35 klst., en í fyrra hafnaði hann í öðra sæti á eftir Steinari Jens Friðgeirssyni á tíman- um 5:36:04 klst. „Ég bjóst alls ekki við svo góðum árangri í fyrra, hafði sett mér það mark að fara þessa leið á innan við sjö klukkustundum,“ segir Amaldur. Þrír bættu metið „Ég setti markið hærra í ár, stefndi að því að hlaupa á innan við 5 klukkustundum. Það tókst og tölu- vert betur og því má segja að tíminn hafi verið með því allra besta sem ég bjóst við að geta náð.“ Mjög góð- ur árangur náðist í hlaupinu í ár, þrír hlupu á betri tíma en fyrra meti Rögnvalds. Finnski skíða- göngukapmfln Manu Kuppila hljóp á 5:04:43 óg Sigurður Pétur Sig- mundsson hljóp á 5:17:09. Afrek Sig- urðar er töluvert, en fellur þó í skuggann af afreki Arnalds. Steinar Jens Friðgeirsson, sigurvegari hlaupsins í fyrra, setti sér það markmið að bæta sinn eigin tíma í ár. Það tókst honum einnig, þó litlu munaði, því hann hljóp á 5:26:54. Sigurtími Steinars frá því í fyrra var 5:27:29. Alls vora það 86 hlauparar sem luku Laugavegshlaupi í ár, þar af vora 17 konur. Flestir keppendur vora í aldursflokkunum 30-39 ára (26) og 40-49 ára (39). Elsti keppand- inn var Stefán Briem, sem fæddur er 1938, en hann fór þessa vegalengd á 7:53:04 sem er sérlega góður tími. Arnaldur Gylfason æfði vel fyrir Laugaveginn í ár. „Ég reyndi að hlaupa að minnsta kosti eitt lang- hlaup í viku. Þar að auki var ég duglegur við að þreyta Esjuhlaup, sem hefur eflaust reynst mér vel á Laugaveginum." Amaldur varð að sætta sig við að hlaupa einsamall nánast alla leiðina. Ég tók forystuna strax að loknum einum kílómetra og hélt henni alla leið í mark. Helstu keppinautar mínir slepptu mér fram úr og hafa eflaust búist við því að ég myndi springa á limm- inu.“ Arnaldur getur vel hugsað sér að þreyta fleiri svona hlaup, jafnvel erflð víðavangshlaup erlendis. „Lík- amsbygging mín virðist henta ágæt- lega í hlaup af þessu tagi, en ég er sennilega of þungbyggður til að geta náð góðum árangri í maraþonhlaup- um.“ Arnaldur telur sinn góða tíma í Laugavegshlaupinu ekki vera neina hindrun. „Það er engin spum- ing að hann er hægt að bæta, til þess þarf sterkan vilja og hlauparar verða að vera tilbúnir að taka áhættu," segir Arnaldur. Gefur bestu körlum lítið eftir Bryndís Emstsdóttir náði einnig ótrúlegum árangri í hlaupinu. Hún hljóp á 5:31:15 sem er met í kvenna- flokki. Hún átti fyrra metið, tímann 5:44:26, frá því í fyrra og bætir því tímann um 13:11 mínútur. Tími Bryndísar er ekki nema um 12 mín- útum frá meti Rögnvalds sem féll í Hér á eftir fylgja bestu tímarnir í Laugavegi fyrir hvern aldursflokk í karla- og kvennaílokki: Karlar, 18-29 ára fæöár tími 1. Amaldur Gylfason 1972 4:49:28 2. Manu Kauppila 1978 5:04:43 3. Steinar Þorbjömsson 1977 6:30:39 Karlar, 30-39 ára fæöár tími 1. Raymond Greenlaw 1961 5:20:15 2. Bjartmar Birgisson 1964 5:23:26 3. Dagur Bjöm Egonsson 1964 5:38:34 Karlar, 40-49 ára fæðár tími 1. Sigurður P. Sigmundss. 1957 5:17:09 2. Steinar Jens Friðgeirss. 1957 5:26:54 3. Trausti Valdimarsson 1957 5:28:37 4. Ágúst Kvaran 1952 5:39:07 Karlar, 50-59 ára fæðár tími 1. Vemharður Aöalsteins. 1947 5:58:14 2. Hagen Bmmlich 1944 6:19:31 3. Sigurður Gunnsteinsson i 1941 6:49:23 Karlar, 60-69 ára fæðár tími 1. Stefán Briem 1938 7:53:04 2. David Barker 1939 9:00:54 Konur, 18-29 ára fæðár timi 1. Bryndís Emstsdóttir 1971 5:31:15 2. Valgerður D. Heimisd. 1977 6:39:29 Konur, 30-39 ára fæðár tími 1. Jórunn V. Valgarösd. 1969 6:13:59 2. Hafrún Friðriksdóttir 1961 6:55:49 3. Þórey Gylfadóttir 1965 7:12:51 Konur, 40-49 ára fæðár tími 1. Evelyn Herder 1956 7:28:24 2. Matthildur Hermannsd. 1951 7:29:26 3. Sigurlaug Hilmarsd. 1958 7:50:09 Konur, 50 ára og eldri fæðár tími 1. Siglinde Hacke 1949 7:14:53 2. Hallgerður Amórsdóttir 1949 7:52:32 Bryndís Ernstsdóttir og Arnaldur Gylfason með verðlaun sín fyrir sigur í kvenna- og karlaflokki, en þau settu bæði glæsileg met á þessari leið. ár og því ljóst að Bryndís stendur körlunum lítt að baki. Hún kom átt- unda í markið af 79 keppendum og var þremur stundarfjórðungum á undan næstu konu í mark. “Tíminn sem ég náði í hlaupinu í ár kom mér nokkuð á óvart. Ég æfði allt öðravísi fyrir hlaupið i ár held- ur en í fyrra," segir Bryndís. „Ég reyndi að vísu að hlaupa einu sinni eða tvisvar á viku 25-30 km í senn, en æfði að mestu á brautum fyrir hlaupið í ár. Ég glímdi lítið við erf- iðar aðstæður eins og þær sem Laugavegurinn býður upp á. Af þeim sökum má segja að tíminn hjá mér í hlaupinu í ár hafi komið á óvEirt. Ég er greinilega sterkari í ár heldur en i fyrra.“ Bryndís telur að hún geti enn bætt tíma sinn verulega á Laugaveginum. „Ég ætla Laugaveginn að minnsta kosti einu sinni til viðbótar og þá stendur til að æfa sig sérstaklega með tilliti til aðstæðna." Það verður gaman að fylgjast með því hvort Bryndísi tekst að bæta tima sinn enn frekar á þessari vegalengd. Jafnframt einstaklingskeppninni fór fram sveitakeppni með 3 hlaupara í hverri sveit. Sveit Vaílu Veinólínó hreppti fyrsta sætið á^, tímanum 16:26:08. Sveit Vaílu var' skipuð Amaldi Gylfasyni, Bryndísi Emstsdóttur og Guðjóni Marteins- syni. Vaíla var með 20 mínútna for- skot á næstu sveit. Þess má geta að Amaldur og Bryndís voru einnig í sigursveitinni í fyrra með Geir Guð- jónssyni. -ís GURSKASSAR Á allar gerðir bíla. * Verð frá aðeins kr. 19.900,- Císu JÓNSSON ehf Reykjavík, sími 587 6644 Toyota-salurinn ( Njarðvfk, ciml 421 4888 Tilkynning frá utanríkisráðuneytinu Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma viðsendiherra Islands þegar þeir eru staddir hérlendis til þess að r ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að hði. ✓ / Helgi Agústsson, sendiherra Isiands í Danmörku, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu miðvikudaginn 4. ágúst nk. kl. 9-12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi ráðuneytisins nær einnig til Bosníu-Hersegóvínu, Litháens og Tyrklands. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru veittar í síma 560-9900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.