Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 DV %/aðan ertu? Útvarpsmaðurinn Albert Ágústsson er elstur átta systkina og er frá Ólafsfirði: Heilaþveginn með halarófuna Albert Ágústsson sem núna er í því starfi sem hann dreymdi alltaf um og vinnur við dagskrárgerð á útvarpsstöðinni Bylgjunni. Ef einhver hefði sagt mér að ég ætti síðar meir eftir að hitta Rolling Stones veit ég ekki hvort ég hefði getað tekið því. Ellefu ára vörubílstjóri Þú hefur ekki gefist upp undir þessari harðstjórn? „Nei, aldeilis ekki. Ég vann hjá honum árum saman og þótt það skemmtilegt. Ég man til dæmis eft- ir því þegar ég var um ellefu, tólf ára að við vorum þrír að vinna hjá honum eins og alltaf þegar minnst var að gera. Afi átti Chevrolet vörubíl, ‘47 árgerð, en hafði aldrei bílpróf. Hann beið alltaf eftir að synir hans kæmu af sjónum á kvöldin og lét þá keyra beinin í bræðsluna. En svo gerðist það einn daginn, þegar við höfðum gert að öllum fiskinum, að hann sagði mér að fara á vörubílnum með fiskinn í hræðsluna og koma strax aftur að því loknu. Þetta fannst honum sniðugt og hló sig máttlausan þegar hann sá á mér svipinn. Mér fannst þetta auðvitað mikil upphefð en titraði og skalf alla leiðina af spenningi." Honum fannst eitthvað meira vit í að láta mig keyra heldur en að keyra próflaus sjáifur. Eins og ég sagði þá hafði hann aldrei bíl- próf en var alltaf að fá viðurkenn- ingu frá tryggingafélögunum fyrir öruggan akstur vegna þess að bíU- inn var skráður á hann. Það þótti honum sprenghlægilegt." Alltaf sól og logn Hvernig var bæjarbragurinn? „Það snerist allt um fisk. Ég var á aldrinum tíu til tólf ára þegar allt snerist um síldarævintýrið á Ólafsfirði. Það var unnið á þremur plönum og maður gekk á milli og hjálpaði til. Það gerðu allir sem vettlingi gátu valdið í bænum. Þar fyrir utan einkenndist bæjarbrag- urinn í minningu minni af því að veðrið var alltaf svo gott á sumrin, sól og logn. Mér finnst ég alltaf hafa verið á stuttbuxum hvunn- dags og matrósafótum á sunnudög- um.“ Þegar Albert er spurður um eft- irminnilega karaktera segir hann ekki hafa verið mikið um sérvitr- inga og utangarðsmenn á Ólafs- firði á þessum tíma. „En sérstseð- asti maðurinn sem ég man eft- ir var Kobbi Ingimundar sem vann með afa. Hann var eins mikill al- þýðubandalags- maður og afi var mikill sjálf- stæðismaður. Þeir unnu alltaf saman og þegar ég var að vinna með þeim var ég alltaf logandi hræddur. Þeir voru allan daginn að fletja með hnífúm og rifust stanslaust um pólitík. Pólitískt ósamkomulag þeirra gekk oft svo langt að þeir otuðu hnífum hvor að öðrum í mikilli bræði. Afi var svo mikill sjálfstæðismaður að hann stóð og gargaði á sjónvarps- tækið ef verið var að taka viðtal þar við Gvend jaka.“ þegar goðin komu til Ólafsfjarðar Hvernig var að alast þarna upp? „Uppeldi á börnum á svona stað er mjög frjálst. Við fórum út klukkan átta á morgnana og kom- um inn klukkan ellefu á kvöldin. Við vorum í miklum tengslum við náttúruna og foreldrarnir þurftu engar áhyggjur að hafa af okkur. En ég sá alltaf Reykjavík í hil- ingum og hef gert það frá því að ég man fyrst eftir mér. Ég held það hafi verið vegna þess að ég hef alltaf hlustað mikið á útvarp, sér- staklega tónlist. Ég hef verið um það bil átta, níu ára þegar ég gerði fýrst lista yfir hvern einasta tón- listarmann sem var spilaður á Gufunni og siðan gaf ég þeim ein- kunnir. Ég þekkti allt lagapró- gramm Gufunnar sundur og sam- an. Þessu hélt ég áfram í nokkur ár. Mig langaði til Reykjavíkur vegna þess að þar voru allar stjörnurnar, Hljómar og Dátar og allar hljómsveitirnar. Ég var viss um að ég myndi hitta þá í Reykja- vik. Þetta voru mín goð og ég var viss um að þeir kæmu aldrei til Ólafsfjarðar. En svo komu Hljómar. Þeir birtust á héraðs- móti þegar stjórnmálaflokk- arnir voru að flækjast um landið. Mín við- brögð voru þau að ég varð að gjalti. Mér fannst þeir ósnertanlegir. Ég stóð bara opinmynntur í fimm metra fjarlægð og starði. Ef einhver hefði sagt mér að ég ætti síðar meir eft- ir að hitta Rolling Stones veit ég ekki hvort ég hefði getað tekið því.“ Hverjir voru helstu gallarnir? „Innilokunin var alger. Þegar ég var að alast upp var Múlavegurinn ekki kominn og Lágheiðin var opin 2-3 mánuði á ári. Svo voru bara ferðir með flóabátnum Drangi sem kom tvisvar í viku að mig minnir. En ég man eftir tíma- bilum þar sem bæði var ófært sjó- og landleiðina. Þá kom engin mjólk og lítið var til í kaupfélag- inu. Á móti kom hins vegar að fé- lagslífið var ákaflega blómlegt: leiksýningar, kabarettar og tón- leikar - og allt heimasniðið. Þar fyrir utan var öflugt íþróttalíf. Barnapían hand- járnuö Albert er elstur átta systk- ina og voru foreldrar hans að- eins 29 ára þegar öll börnin voru komin. Á sunnudögum var hann vanur að fara með öll systkini sín í göngutúr en þegar það yngsta fæddist fóru að renna á hann tvær grímur. „Vinir mínir fóru áð tala um hvað foreldrar mínir hefðu gert það rosa- lega oft og það varð til þess að ég fór að hugsa um að fólk væri að tala og hlæja að því hvað ég ætti mörg systk- ini. Næst þegar mamma bað mig að fara með krakkana í göngutúr sagði ég: „Nei, ég vil ekki fara með þau því þegar ég kem niður í bæ fara allar konurnar út í glugga og segja: „Kem- ur Albert með halarófuna." Ég fór aldrei með systkini mín í göngutúr eftir þetta.“ Var ekki vinnuálag á foreldrum þínum við að sjá fyrir allri halaróf- unni? „Jú, pabbi var í löggunni, í hljóm- sveit og á sjó. Hann var i öllu og fór svo í Iðnskólann að læra vélsmíði, kominn með átta börn og var að byggja í leiðinni. Einu sinni var hann að spila á árshátíð og þangaö fóru hann og mamma klukkan sjö til að vera í matnum. Það var fengin barnapía sem okkur fannst ekkert skemmtileg. Við þrjú elstu systkinin settumst á rökstóla. Klukkan níu um kvöldið náðum við í handjárnin sem pabbi notaði í löggunni og báðum barnapiuna að koma í lögguleik. Hún kom í lögguleik og við spurðum hvort við mættum handjárna hana við eina koj- una. Hún vildi allt fyrir okkur gera, þessi elska, og sagði að það væri alveg sjálfsagt mál. Þegar við vorum búin að hand- jáma hana okkur til ómældrar skemmtunar labbaði Albert litli Ágústsson sig með lykilinn út á tröppur og henti honum eitthvað út í loftið. Bamapían sat í handjárnunum og grét til klukkan þijú um nóttina. Á meðan skemmtum við systkinin okkur þangað til við vorum orðin þreytt og vorum öll steinsofandi þeg- ar foreldrar okkar komu heim. Pabbi þurfti að ná í aukalykla hjá löggunni til að losa barnapíuna." Hvað langaði þig til að verða? „Minn draumur var að sitja í út- varpi og spila öll uppáhaldslögin mín. Sá draumur rættist þrjátíu árum síðar. Og í júní síðastliðnum rættist annar draumur: Ég fór á tón- leika hjá Rolling Stones og hitti þá á eftir.“ -sús Akureyri „Ég man eiginlega fyrst eftir mér þegar ég var sex ára að vinna hjá afa mínum, Guðmundi Guð- mundssyni útgerðarmanni," segir Albert Ágústsson sem núna er í því starfl sem hann dreymdi alltaf um og vinnur við dagskrárgerð á útvarpsstöðinni Bylgjunni. „Afi lét mig stokka og borgaði mér fyrir það.“ Hafði afi þinn mikil áhrif á þig í æsku? „Já, hann var mjög sterk per- sóna. Hann var mesti sjálfstæðis- maður fyrr og síðar, enda er ég bú- inn að vera sjálfstæðismaður frá því að ég var polli. Hann heila- þvoði mig um leið og hann kenndi mér að vinna og var virkilega harður húsbóndi. Ég komst ekki upp með neitt þótt ég væri sex ára. í hvert sinn sem ég spurði, afi er ekki kominn matur? svaraði hann: Að éta, éta, það er allt sem þeir geta - en að vinna, fyrir því fer nú rninna." ... í prófíl Hrönn dag- skrárgerðar- maður og plötusnúður ir. Fæðingardagur og ár: 25. júlí 1977. Maki: Enginn. Börn: Engin. Starf: Útbrunnin sjónvarps- stjama. Skemmtilegast: Að dansa og spila plötur. Leiðinlegast: Það er svo margt. Að vera andvaka og passa börn. Uppáhaldsmatur: Cornflakes og indverskur matur. Uppáhaldsdrykkur: Gamla góða kókið. Fallegasta manneskjan: Beck og Hemmi Gunn. Fallegasta röddindsaac Haves. Uppáhaldslíkamshluti: Mér finnst allir líkamar ljótir. Hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni: Mjög andvíg. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndir þú vilja eyða nótt: Ég væri alveg til í að kynnast Barbie betur. Uppáhaldsleikari:Chow Sing | Chee, Michael Cain og Steve| Coogan. Uppáhaldstónlistarmaður: Lee Perry, Enya og Morrichone. Sætasti stjómmálmaðurinn: Vladímir Zírínovskí. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Minn eigin sjónvarpsþáttur. Leiðinlegasta auglýsingin: Það er hægt að nefna mjög margt. 10-11 viðbjóðurinn og Byko viðbjóðurinn með afan- um og stráknum. Leiðinlegasta kvikmyndin: | You’ve Got Mail. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: I Bubbi og Ómar, Bubbi er samtj aðeins sætari. Uppáhaldsskemmtistaður: Nú verð ég náttúrlega að segjá Kaffibarinn af því að ég á svq stóran reikning þar. Besta „pikköpp“ línan: Hef-| urðu einhvem tímann sofiðf hjá stómasjúklingi áður? Hvað ætlar þú að verða þeg-. ar þú verður stór? Ég ætla að verða sjónrænn plötusnúður. Eitthvað að lokum: Ég veit hvar Davíð keypti ölið. Fullt nafn: Hrönn Sveinsdótt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.