Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 JU>"V iheygarðshornið Eitt af því sem var hrífandi við síðustu deilu kennara við launagreiðendur sína var hvemig hún sner- ist fyrst og fremst um orð. Þetta var bardagi um tungumálið - eða eins og bókmennta- gagnrýnendur eru farnir að segja hver um annan þveran þeg- ar þeir vilja vera djúp- ir: það var mikið ver- ið „að vinna með tungumálið“. Þetta var ekki kjaradeila en snerist þó um „óánægju kenn- ara með kjör sín“. Þeir voru ekki að boða verkfall heldur lýstu þeir yfir ætlun sinni að segja upp störfum. Og þótt þeir segðu upp störfum unnvörpum voru þetta ekki „hóp- uppsagnir" heldur hafði hver og einn í hópnum tekið sérstaka ákvörðun sem svo vildi til að var sú sama og hinir í hópn- um höfðu tekið - alveg óvart. Ekki var starfandi samninganefnd held- ur „kjarahópur". Kjarahópurinn átti sér ekki „formann“ og, það sem merkilegra er, ekki einu sinni „talsmann" heldur gegndi Eiríkur Brynjólfsson heitinu „einn úr kjarahópi kennara“ og einhvern veginn vildi svo til að hann var alltaf á röltinu þegar við fjölmiöla þurfti að tala, alveg óvart. Sjálfur talaði hann ævinlega um „hóp uppsagnakennara". Kjarahópur- inn talaði ekki fyrir hönd þeirra sem sagt höfðu upp störfum, þetta voru bara sjö manns sem svo vildi dóra Thoroddsen, og stundum hef- ur manni fundist að hið sama megi segja um þjóðarsálina. Það er valt að treysta á vilja almennings i þessu landi og einungis snillingar í að hlusta á buldrið sem ymur í þjóðardjúpinu geta hér farið sínu fram ár eftir ár. Flutningur skóla frá ríki til sveitarfélaga skapaði kennurum vissulega gott færi á að rétta við kjör sín; þeir fengu viðsemjendur sem standa nær fólkinu en hinir ópersónulegu kjaraþrasarar fjár- málaráðuneytisins sem enginn býst við að hafi samúð með nokkrum sköpuðum hlut - eða eins og Megas orðaði það í söngn- um um Gleymdan tíma: „kjara- bótakrafa bolsanna / kátínu vakti deildarstjór- ans...“ Hjá sveitarfélög- unum liggja hinir pólitískt kjömu fulltrú- ar betur við höggi: Er ykk- ur alveg sama um bömin? Fólki of- bauð öll þessi glaðbeitta merkingar- flækja sem forvígismenn kennara ófu af snilld. Það var eins og þeim væri fyrirmunað að tala hreint út: fyrirmunað að segja satt. Og það kemur illa út þegar um er að ræða fólk sem á að innræta börnum góð og sönn gildi. Þessi bætta vígstaða var of aug- Guðmundur Andri Thorsson ljós, þrátt fyrir allt merkingar- moldviðrið sem kennarar hafa þyrlað upp: allt í einu er eins og dæm- ið hafi snúist við. Við sjá- um Eirík Jónsson sem atvinnu- mann í vinnudeilum: þetta er vinn- an hans. Skyndilega er það hann sem er hinn ópersónulegi atvinnumað- ur í kjara- deilunum en viðsemjend- urnir venju- legt fólk að verjast sífelldum hernaði. Maður hefur á tilfinningunni að kennarar muni aldrei fá „leiðréttingu sinna mála“ þvi þeir hafa menn í vinnu við að fá hana aldrei. Kennarar eiga verk fyrir höndum að vinna trúnað for- eldra eftir framgöngu sína í sumar sem gerði ekki ein- skœra lukku hjá almenningi. Þeir virtust hafa gengið of langt og í stað samúðar, nœr- gœtni, hlýju og skilnings sem þeir hafa getað gengið að sem vísu undanfarin ár í útmálun sinni á harmkvœlum kennsl- unnar var eins og þeir hefðu skyndilega rofið eitthvert fín- lega ofið samkomulag um sitt árvissa píslarvœtti. merkingar. Orðhengils- háttur. Kjaradeilur á Vesturlöndum snúast um orð. Samt finnst ekki öllum jafngaman. Kennarar eiga verk fyrir höndum að vinna trúnað foreldra eftir framgöngu til að allir höfðu sagt upp störfum og höfðu kannski bara hist ein- hvers staðar á götu. Alveg óvart: nei, þú hér! Og iíka búinn að segja upp! Samt sem áður gat þessi kjarahópur - sem ekki var samn- inganefnd og ekki talaði fyrir hóp- inn (enda þar bara um að ræða óá- nægða einstaklinga) og ekki átti í kjaradeilu og þaðan af síður í við- ræðum - fullvissað viðsemjendur um að allur hópurinn myndi draga uppsagnir sínar til baka. Þegar upp var staðið höfðu þeir svo ekki fengið launahækkun. Slíkt er alltof gegnsætt orð. Það sem þeir náðu fram var „aukið framlag til skóla- starfs“. Leikur að orðum. Umsnúningur sína í sumar sem gerði ekki einskæra lukku hjá almenningi. Þeir virtust hafa gengið of langt og í stað samúðar, nærgætni, hlýju og skilnings sem þeir hafa getað gengið að sem visu undanfarin ár I útmálun sinni á harm- kvælum kennslunnar var eins og þeir hefðu skyndi- lega rofið eitthvert fín- lega ofið samkomulag um sitt árvissa píslarvætti: undanfarin ár hefur þög- ul sektarkennd foreldra yfir því að sinna börnum sínum ekki nógu vel í kapphlaupinu um efnisleg gæði orðið tU þess að þeim hefur fundist að þeir sem kenna börnunum og innræta þeim andleg gæði hlytu að eiga betra skilið en vinnuáþján á sultarlaunum - það aö vera á móti kjarabótakröfum kennara hefur á einhvern hátt jafngilt því að vilja ekki það besta börnunum sínum til handa. Hvað olli því þá nú að fólki þótti nóg um? ****** „Tindilfætt er lukkan, / treystu henni aldrei þó, / valt er á henni völubeinið / og dillidó", orti Theó- Glaöbeitt merkingarflækja dagur i lífi r Ingvi Hrafn Oskarsson, formaður Heimdallar: Frá London á Lækjargötuna Mánudagurinn 26. júlí, sem ég hef verið beðinn um að segja lesendum frá, var fremur óvenjulegur, þó ekki væri nema vegna þess að ég reis úr rekkju kl. 5. Ég var þá staddur í Lundúnum, átti eftir að klára að pakka og ná flugvél heim til íslands. Þetta var síðasti dagurinn af rúm- lega tveggja vikna fríi, sem ég varði að nokkrum hluta i hinni skemmti- legu heimsborg, en fór einnig til Belgíu og Hollands. Reisan var hin besta, bæði ljúf og skemmtileg, þrátt fyrir að hún byrjaði ekki sérlega gæfulega. Við flugtak álpaðist fugl í einn af hreyflum þotunnar með þeirri afleiðingu að brottfarardaginn svo að segja allan, alls 13 klukku- tíma, dvaldi ég í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar (sem tæpast er enn ástæða til að kenna við heppni). Heimferðin gekk hins vegar eðlilega og var í sjálfu sér tíðindalítil. En það er alltaf gott að koma heim, raunar það besta við hvert ferðalag. Che á frelsi.is Skömmu eftir að ég kom heim fékk ég upphringingu frá stjórnar- manni í Heimdalli, ívari Páli Jóns- syni, sem hafði komist að því að brotist hefði verið inn á heimasíðu okkar í Heimdalli, á slóðinni www.frelsi.is. Ég smellti mér á síð- una og við mér blöstu vígorðin ,“Lifi byltingin" og „ísland úr Nató - Her- inn burt!“, ásamt mynd af hryðju- verkamanninum Che Guevara. Frelsi.is hafði ekki staðið þannig nema í stuttan tíma, ekki mikið lengur en klukkustund, og var strax gengið í að færa síðuna í sitt rétta horf. Frelsi.is var komið á laggirnar í vetur, en þar er að finna upplýsing- ar um Heimdall, sitthvað um starf- semi félagsins o.fl. Á síðunni birtast einnig daglega pistlar, Frelsarinn svonefndi, sem ýmsir félagar í Heimdalli skrifa. Þar er mælt fyrir frelsi og einkaframtaki og ráðist gegn höftum, óhóflegri skattheimtu og hvers konar forsjárhyggju. Má því ætla að myndin af Che og skila- boðin sem henni fylgdu hafi komið lesendum frelsi.is í opna skjöldu. Enda gerði einn þeirra viðvart um spellvirkið. I sjálfu sér er ekki hægt að taka svona lagað mjög alvarlega en það kemur manni á óvart að ein- hver hafi geð í sér til að skáka í skjóli nafnleyndar með þessum hætti (hitt er reyndar ekki síður furðulegt að mæla fyrir byltingarsós- íalisma undir nafni). Eftir að heimasíðumálin komust í lag leit ég á skrifstofuna síðdegis, en ég vinn sem fulltrúi hæstaréttarlög- manns. Mér varð ljóst þegar ég fór yfir bréfabunkann á skrifborðinu mínu að ærinn starfi væri fram und- an - reyndar bjóst ég ekki við öðru. Fyrsti vinnudagur var hins vegar daginn eftir. Af skrifstofunni fór ég til ömmu minnar og snæddi kvöld- verð, en hún bauð upp. á glænýja ýsu. Og mér fannst ég fyrst sannar- lega vera kominn heim. Sigga Kára í SUS Eftir kvöldverðinn hjá ömmu lá leið mín á kosningaskrifstofu Sigurðar Kára Kristjánssonar, vinar míns, sem er í Lækjargötu, í svonefndu Hvíta koti, andspæn- is Lærða skólanum. Siggi Kári hefur lýst yfir framboði til for- manns Sambands ungra sjálf- stæðismanna, en Ásdís Halla, sitj- andi formaður, mun ekki gefa kost á sér. Þarna hitti ég fyrir marga gamla félaga en jafnframt ýmsa sem ég þekkti ekki áður. Mér varð ljóst að mikið vatn hefði runnið til sjávar frá því ég fór út, mér þótti með ólíkindum hve miklu hefði verið komið í verk á jafnstuttum tíma. Skýring- in er sjálfsagt einföld: margar hendur vinna létt verk. Dagurinn hafði verið langur og strangur, og taldi ég því þann kost vænstan að ganga til hvílu í fyrra lagi, sem ég og gerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.