Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 23
FOSTUDAGUR 30. JULI1999 fíéttir* Bakteríur á banaspjótum - viðbrögð hafa framkallað Suðurlandsskjálfta. Vilja drepa kamphýlóbakteríuna eins og salmonelluna áður en er hótað rannsókn Tveir óragir starfsmenn Heil- brigðiseftirlits Suðurlands á Sel- fossi hafa framkallað sannkallaðan Suðurlandsskjálfta með aðgerðum sínum. Þeir hafa beint spjótum að því sem þeir telja óhæfan sóða- og trassaskap í framleiðslu á landbún- aðarafurðum í héraðinu. Þeir hafa ekkert legið á upplýsingunum. Þær hafa birst í öllum helstu fjölmiðlum og lýsingar á aðkomunni hjá stærsta kjúklingaframleiðanda landsins eru ófagrar. Viðbrögð kjúklingabænda eru ekki þau að hefja nauðsynlegar úrbætur - held- ur eru þau á þann veg að svokallað- ir hagsmunaaðilar fara í fýlu og sverja sig saman. Þeir hóta félögun- um Matthíasi Garðarssyni og Birgi Þórðarsyni lögreglurannsókn fyrir að segja almenningi allt af létta um hryllilegt ástand í matvælafram- leiðslu. Og þeir kaupa leigupenna til að skrifa fyrir sig tilkynningar í blöð. Þeir félagar eru famir að minna á blaðahetjurnar WoodwaTd og Bemstein sem um árið komu upp um Watergate í Ameríku. Einnig þar beindust spjótin að blaðamönnunum og upplýsingalek- um til þeirra - ekki að meinsemd- inni sjálfri. Ekki fyrr en allt sprakk og Bandarikjaforseti varð að segja af sér. Kiúklingaveisla í KótarÍKlúbbnum í litlum sveitarfélögum sem hýsa máttug fyrirtæki fer margt að snú- ast í kringum stóra fyrirtækið. í slíkum sveitarfélögum gegna menn mörgum hlutverkum og aldrei að vita hvar sami maður kann að skjóta upp kollinum. Þetta sannast á Hellu þar sem maður gengur und- ir manns hönd þessa stundina að reyna að hnekkja áliti Selfyssing- anna tveggja. Heilsugæslulæknir, heilbrigðisnefndarformaður, hér- aðsdýralæknir og fleiri félagar í Rótaríklúbbi Hellu taka höndum saman og virðast vilja breiða yflr óhæfa matvælaframleiðslu í stað þess að safna kannski liði og fjöl- menna að kjúklingabúinu og taka þar hraustlega til hendinni að rótarímanna sið. En hverjir eru þessir nútíma fornaldarkappar Sunnlendinga sem beina geimum að meinsemd en upp- skera ekki annað en ákúrur og hótanir? Það eru tveir hámennt- aðir starfsmenn hins opinbera, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, menn með langan og góðan feril í heilbrigðiseftirliti, sem starfa lögum samkvæmt. Eystra er tals-1 vert rýnt í þessi lög, einkum til að finna smugu til að klekkja á þeim félögum fyrir fréttaburðinn. Menn eru æstir og þeir Matthías og Birgir fá jafnvel nafnlausar upp- hringingar með hótunum. Siðmenntaðar þjóðir eins og 'Svíar og Norð- menn hafa tekið hart á heilbrigðismál- um. Þar er ekki sagt að þessi paddan eða hin sé komin til að vera. Hún er ekki boðin velkomin til lands- ins. Salmonella er komin niður í núll í báðum löndunum, í Noregi er kamp- hýlóbakter í 1% sýna sem tekin eru, í Svíþjóð 10%. 1 Dan- mörku eru ljótari tölur, yfir 50% salmoneOa og 36% kamphýlóbakter. Á íslandi var tekið hraustlega á salmonellunni og hún dauð um sinn - en hér á landi keyr- ir aUt úr hófi fram varðandi smá- kvikindið kamphýlóbakter sem hef- ur hreiðrað um sig undanfarin 12-13 ár. Niðurstöður rannsókna sýna að 88% kjúklingasýna reynd- ust sýkt hér á landi. Þetta er auðvit- að staðreynd sem neytendur geta ekki, sætt sig við. 10 þúsund fárveikir Matthías Garðarsson er fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Hann segir að baráttan nú standi gegn kamphýlóbakterí- unni, ekki gegn þeim sem stjóma kjúklingabúum, né heldur ýmsum embættismönnum sem nú vilja láta lög ganga yfir þá félagana og fá þá dæmda fyrir að segja sannleikann. „Vonandi tekst okkur að drepa þessa bakteríu hér á landi. En kannski verðum við drepnir áður,“ segir Birgir Þórðarson í samtali við DV „Mér finnst að kerfið hafi af- hjúpað sig hryUilega að undan- fomu. AUir era að gæta hagsmuna framleiðandans, og allir eru að fjaUa um þennan hégóma sem fjöl- miðlaumræðan í sjálfu sér er miðað við hættuna á sýkingum og þá stað- reynd að 10 þúsund manns verða fárveikir á þessu ári, algjörlega að óþörfu. Það á að vera í umræðunni. Síðan eiga aUir að snúa bökum sam- an og vinna að úrbótum í málinu," sagði Matthías Garðarsson, fram- kváemdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. „Eitthvað sem menn verða að lifa við..." „Það var sagt framan í mig hvað eftir annað þegar salmoneUan grass- eraði sem mest að þetta væri nú bara eitthvað sem menn yrðu að lifa við, salmoneUan væri komin tU að vera. Svona kiisjur finnst mér al- gjörlega óþolandi. Auðvitað var hægt að halda þessari kamphýló- bakteríu í skefjum eins og komið hefur í ljós með salmonelluna, hún er horfin. Nú verðum við að takast á við kamphýlóbakteríuna. Það er ábyrgðarhluti að leyfa það að þús- undir manna verði heiftarlega sjúk- ar vegna sóðaskapar í matvæla- vinnslu." En er ekki nauösynlegt aö fjölmiölar komi til og taki þátt í þeirri baráttu? „Segðu nú það, það er alveg bráð- nauðsynlegt. En svo era varðhund- ar komnir á vettvang, fengnir úr frí- um fyrir norðan, gelta og ýlfra í fjöl- miðlum, kaUandi okkur öUum Ulum nöfnum. Þeir segja okkur vera að brjóta lög og vitna i rétta grein í réttum lögum. En þegar betur er að gáð era þessar tUvitnanir alveg út úr kortinu og tóm vitleysa," sagði Matthías. Matthías sagði við félaga sinn Birgi, þegar kjúklingamálið hófst fyrir nokkrum dögum, að nú ættu aUir eftir að snúa spjótunum að þeim. Sú spá hefði ræst og nú verði þeir kannski drepnir. „En ég vona bara að aðalatriði málsins verði Innlent fréttaljós Jón Birgir Pátursson ofan á, jafnvel þótt okkur verði bol- að burtu, og það er að matvæMram- leiðendur leyfi sér ekki að selja sýkt kjöt. Þetta er orðið faraldur að mati landlæknis og það verður að bregð- ast við því vandamáli, en ekki því hvort einhver hafi gefið fjölmiðlum upplýsingar. Fólk á reyndar rétt á að fá þessar upplýsingar, annað væri fuUkomlega ósanngjamt." Hjálmar Ámason, alþingismaður Reykjaneskjördæmis, hefur verið kaUaður tU að vitna í fréttum. Hann sagði heilbrigðisfuUtrúana vera að brjóta lög, 16. grein laga númer 7 frá 1998 um mengunarvamir. Þar er reyndar aðeins íjaUað um þagnar- skyldu þeirra sem starfa samkvæmt lögunum varðandi framleiðslu og verslunarleynd. Þar er hvergi fjaU- að um lirfur eða óhreinindi. Enn fremur er fjallað um að upplýsingar tU fjölmiðla eigi að vera efnislega rökstuddar og þess gætt að einstak- ar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón af að óþörfu. Bakterían verður drepin Vitað er að sýkingar af kamp- hýlóbakteríunni eru fjölmargar og mánuðurinn sem nú er að líða verð- ur metmánuður í tUkynntum sýk- ingum. ÓheppUegt met það! Hins Berjast við kamphýlóbakteríuna BIRGIR ÞORÐARSON er 55 ára Reykvíkingur, stúdent úr Hamrahlíðarskóla. Hann er umhverfisskipulagsfræöingur frá Kanada, auk þess sem hann lærði mat á umhverfisáhrifum við háskólann t Aberdeen í Skotlandi. Birgir er líka búfræðingur. Starfaði hjá Hollustuvernd ríkisins í mörg ár á mengunarvarnasviöinu, sorphiröumálum, spilliefnamálum ogöðru slíku. MATTHIAS GARÐARSSON er fimmtugur, ísfirðingur fæddur en bjó lengi á Akranesi. Háskólamenntun frá Stokkhólmi, lauk sérnámi sem spannar vítt sviö heilbrigöisfulltrúa, lögfræði, sálfræði, þjóðfélagsfræði, sýklafræði, vistfræöi og fleira sem heilbrigðisfulltrúar þurfa að kunna skil á. Hefur unnið 130 ár viö heilbrigðiseftirlit, 13 ár í Reykjavík, einnig í Kaupmannahöfn, Gautaborg, Ósló og Stokkhólmi. 1B3 vegar er hcifin aðgerð gegn kamp- hýlóbakteríunni. Jarle Reiersen, dýralæknir hjá Bændasamtökunum og Tilrauna- stöð Háskóla íslands, annast um söfnun sýna úr ýmsu kjöti. Hann sagði í gær að hann væri bjartsýnn á að takast mætti að útrýma bakter- íunni úr íslenskum matvælum á til- tölulega stuttum tíma, rétt eins og gert var með salmonelluna sem hrjáði bændur um langan tíma. Kamphýlóbakterían hefur verið kunn í kjöti hérlendis frá því snemma árs 1987, þá fundust sýk- ingar í 74% tilfella. Hann segir að ástandið nú kunni að vera eitthvað í líkingu við það sem var fyrir 12 áram. Jarle segist vilja benda á að sýkingar í fólki hafi ef- laust aukist á þessum tíma, það megi ekki einblína um of á kjöt og þá mest kjúklinga. í raun viti Birgir Þórðarson heilbrigðisfulltrúi og Matthí- as Garðarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigð- iseftirlits Suðurlands, með ósýkta kjúklinga- kassa. DV-mynd Hilmar Þór enginn hvaðan sýkingin kemur, rannsóknin muni leiða það í ljós. Allt qúmmilaðið fór í Kangá Birgir Þórðarson segir að það sem nú er kallað atlaga að Ásmund- arstaðabúinu eigi sér talsverða for- sögu, allt til 1993. Viðræður hafi staðið við Bjarna Ásgeir Jónsson í Reykjagarði um fráveitumál frá sláturhúsinu á Hellu. Þar var á sín- um tíma öllu bunað út í Rangá, veiðimönnum og útivistarfólki til hrellingar. Ötullega hafi verið unn- ið að úrbótum og mál núna komin í betra horf en víðast í sláturhúsum, en úrbætur tóku langan tíma. DV benti ötullega á óþverrann í ánni sem kom einnig frá stórgripaslátur- húsi við Rangá. „Auðvitað eru Reykjagarðsmenn orðnir hundleiðir á okkur og svara ekki bréfum. Þeir þurfa ekki annað en lyfta símtóli og tala við okkur og hafa síðan samstarf um að koma hlutunum í gott lag. En það varð ekki. Þetta eru engir smábændur, með 20 tonn af kjöti á viku hverri, það era margir lambaskrokkar. Þeim er í lófa lagið að hafa allt á hreinu. En það verður ekkert litið fram hjá klögumálum á hendur kjúklingabúinu né heldur því að í gangi eru bull- andi eitranir í mat, á þessu verður að taka hraustlega," sagði Birgir Þórðarson. Þeir Birgir og Matthías heimsóttu Ásmundarstaði í vikunni og var vel tekið af Ríkharði Bragasyni bú- stjóra. Hann kvartaði þó yfir hvað þeir væru leið- inlegir við sig og sitt fólk, en skýrði hvað hann og hans fólk hefði gert til úr- bóta. „Þetta var í góðu lagi og allt mjög snyrtilegt og greinilegt að menn era að fara að tilmælum okkar,“ sagði Birgir. Hann segir þetta þó ekki neinn árangur í sjálfu sér, eftir sé að útrýma bakteríu sem neytendur á íslandi hafna al- gjörlega, það sé hægt og nokkur kjúklingabú starfi þar sem eng- ar slíkar bakteríur sé að finna. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.