Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 42
f5o formúla FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 JjV ú þegar eftir er að keppa níu sinnum af þeim sextán skiptum sem keppt verður í ár í Formúlu hafa flestir ökumanna náð ^ að klára í stigum. Undantekning þar frá eru Minardi-mennimir þeir Badoer og Gen og Arrows-ökumaður- inn Takagi. Þeir hafa þó allir náð að komast yfir endamarklínuna oftar en einu sinni í sumar. Aðeins eitt nafn kemst hvorki á lista þeirra sem hafa klárað né á stigalistann vinsæla sem Mika Hakkinen leiðir með 44 stigum með Eddie Irvine á hælunum með 42 stig. Jacques Villeneuve, heimsmeist- ari ársins ‘97, sem ekur nú hjá hjá British American Racing, hefur aldrei í þau níu skipti sem hann hef- ur ræst bílinn komist nálægt því að f ljúka keppni og er það farið að valda honum miklu hugarangri. BAR er nýtt lið nánast frá gmnni og er liðið að berjast við barnakvilla en Vil- leneuve er farinn að verða örvænt- ingarfyllri með hverjum kappakstr- inum sem líður. Nú siðast í Austur- ríki varð hann að enda keppnina inni í bílskúr vegna enn einnar bil- unar og var hann fjótur að láta sig hverfa úr augsýn myndavéla. Góðar tekjur en Heimsmeistari á druslu Jacques Villeneuve hefur tvisvar orfiið heimsmeistari í Formúlu 1 en hefur ekki náð að Ijúka keppni í ár Hockenheim Þýski Formúla 1 kappaksturinn 10. keppni 1. ágúst 1999 ÍIOO Jfen-dark- 320 O Kwv* Lengd brautar: Eknir hringir: Keppnisleíngd: 6.823km 45 hringir 307.035 km Einkenni brautar: Hockenheim er ein af E. .. lengstu brauturtum i Formúlu 1. með hæðsta meðalhraðan 230 km /klst. Margir beinir kaflar með þröngum begjum inn á millí sem reyna mikið á vélar og bremsur. U-begjur framan við áhor- fendaslúkur gera uppsettningu bilanna flókna ef ekki á að tapa tima á hröðu köflunum. Verðlaunapallur ‘98 Irf g o Mika Hákkinen (McLaren*Mercedes) © David Coulthard (McLaren-Mercedes) Jacques Villeneuve (Williams-Mecachrome) Útsending RÚV Sunnudagur KL 11:30 Brautannet: Hraðasti hrinour: G. Berger 1997 á Benetton-Renautt á imín 45.747sek 5. Skaphundur Jacques Villeneuve er fæddur árið 1971 í Quebec í Kanada, þann 9. apríl. Hann er mikill skaphundur en bráðgreindur og talar ijögur tungumál auk þess sem hann er talsvert tölvuséní og hefur mikinn áhuga á tónlist. Eins og við má búast tekur kappakstur mestan tíma hjá honum og hann hefur átt glæsilegan feril, allt þar til að hann var keyptur til BAR-liðsins þar sem hann fær 10 milljónir dollara (yfír 700 milljónir) í laun á ári. Á aðeins þriggja ára tímabili hafði Villeneuve unnið tvo stærstu titlana í mótorsportheimin- um og það áður en hann náði 27 ára aldri. Ekki aftur snúið Villeneuve er sonur kappaksturs- hetjunnar og Ferrari-ökumannsins sáluga Gilles Villeneuve, en Jacques haföi ekki strax áhuga á því að feta i fótspor föður síns. Hann veitti kappakstri litla athygli á meðan fað- ir hans lifði en eftir að Gilles lést sviplega í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn árið ‘82 flutti móðir hans, Joan, með börnin sín tvö, Jacques og Melanie, frá Kanada til Mónakó og lifðu þau þar friðsælu lífi. Það var ekki fyrr en fjölskyldan fór aftur til Kanada í sumarfrí árið ‘85 að áhuginn vaknaði og Jacques spurði mömmu sína hvort hann mætti skrá sig í kappakstursskóla. Þar settist hann í Formúla Ford 1600 bíl og það- an varð ekki aftur snúið. Eftir að hafa byrjað feril sinn á Ítalíu ‘88-91 lá ferill Jacques svo til Japan í Formulu 3 og síðan til Kanada þar sem hann komst á samning hjá ung- lingaliði Player’s. Þar var hann val- inn nýliði ársins eftir frábæra frammistöðu árið ‘93 og árið ‘95 varð hann svo IndyCar meistari og kom- inn með samning við Williams For- múla 1 liðið fyrir ‘96. Jacques Villeneuve kom eins og eldibrandur inn í Formúlu 1 og nýtti tækifæri sitt hjá Williams, sem var þá besta liðið, til hins ýtrasta og kláraði annar að stigum á eftir félaga sínum Damon Hill sem krækti í heimsmeistaratitilinn. Árð 1997 ók hann með nýjum félaga, Frentzen, sem gekk illa á Williams Renault bilnum sem þó var í sérflokki, og vann Villeneuve fyrstu tímatökuna með 1,7 sek. mun á næsta keppanda. Villeneuve átti fráþært tímabil og háði harða keppni við Michael Schumacher, sem var á Ferrari, allt til loka tímabilsins sem endaði með frægum árekstri félaganna á Jerez- kappakstursbrautinni á Spáni. Bítur frá sár Jacques Villeneuve varð heims- meistari ökumanna í Formúla 1 árið ‘97 aðeins 26 ára gamall. Síðan hefur ferill þessa skapmikla ökumanns ver- ið erfiður. Williams missti Renault- vélamar og galdramanninn Adrian Newie á sama tíma. Liðið var því ekki svipur hjá sjón og átti Ville- neuve ekki nema tvær viðkomur á verðlaunapalli árið ‘98. Hann rétt maröi fimmta sætið í stigakeppninni. Keppnistímabilið, sem nú stendur yfir, hefur lítt verið til frásagnar nema að Villeneuve hefur náð að sýna getu sína með góðum tilþrifum í tímatökum. Hann hefur komið afllitlum BAR-bíl sínum í gott rás- mark við og við sem sýnir að það leynist enn í honum heimsmeistari og fullvist er að ViIIeneuve bítur frá sér ef/þegar bíllinn hans verður í standi til að ljúka keppni. Kemur Schumacher aftur í ágúst? Heimsmeistarinn Mika Hákkinen hefur sent helsta andstæðingi sínum síðustu ár, Michael Schumacher heillaóskaskeyti. „Já, ég sendi hon- um skeyti, hann gerði það sama við mig þegar ég lá á milli heims og helju eftir slysið í Ástralíu ‘95. Og ég gleymi því ekki,“ sagði Hákkinen síðastlið- inn miðvikudag. Hann segist sakna rimmunnar við Þjóðverjann „Já, ég óskaði honum góðs bata í von um að við getum haldið áfram þar sem frá var horfið." Schumacher fótbrotnaði fyrir þremur vikum í fyrsta hring Sil- verstone-keppninnar í Englandi og missir nú af annarri keppninni. Vangaveltur hafa verið um að Schumacher komi til leiks eftir tvær vikur, en læknir hans aftekur það með öllu. Þótt hann geti hugsanlega ekið eftir tvær vikur er ekki víst að hann komist út úr bílnum á þeim fimm sekúndum sem lög FIA gera ráð fyrir. Schumacher hefur boðist til að verða viðstaddur á Hockenheim til að liðsinna staðgengli sínum, Mika Salo og aðstoðarmönnum hans. Salo gekk ekki sem best í Austurríki um síðustu helgi þegar hann keyrði aftan á Stewart-bíl Herberts og féll við það í aftasta sæti. Hann átti ekki möguleika eftir það. Markmið hans núna er að vinna stig fyrir Ferrari svo liðið geti haldið forystunni í saman- lagðri stigakeppni. Hugsanlega verður McLaren-liðið að grípa til þess ráðs að hægja á ferð Coulthards. Hann ók óvart á Hákkinen í síðustu keppni, en óvænt keppni frá Irvine, sem er aðeins tveim stigum á eftir Hákkinen í stiga- keppninni, gæti þvingað liðið til að taka þá ákvörðun að biðja Coult- hard að víkja fyrir félaga sínum svo svipað hendi ekki aftur. Ef McLaren Mercedes endar á fremsta rásstað (pól) eftir tímatökurn- ar á Hockenheim, sem verður að teljast mjög iíklegt, verður það í hundraðasta skiptið sem liðið nær þeim árangri. Hockenheim er heimavöllur Mercedes og hentar yf- irbyggingu bílsins mjög vel og því ósennilegt annað en Hákkinen taki fremsta rásstað í áttunda skiptið á þessu ári - af tíu mögulegum. Eddie Irvine hefur ávallt verið yfirlýs- ingaglaður náungi en keyrt hefur um þverbak núna undanfarið. Svo mjög að flestum óar. Keppnisstjóri Ferrari, Jean Todt, hefur beðið hann um að minnka kjaftaganginn og láta verkin tala, líkt og hann gerði svo eftirminni- lega í síðustu keppni þegar hann krækti í sigur með mjög góðum akstri. Nú hefur hann lýst því yfir að líklega komi félagi hans (Schumacher) ekki aftur í Formúlu 1 því hann eigi konu og tvö börn, auk peninga til að framfleyta sér í nokkur hundruð ár. Eddie gerir ráð fyrir því að McLaren verði sterkir um þessa helgi og erfitt verði að sigra þá á heimavelli aflmiklu Mercedesvélanna. „Þetta snýst um að ná topphraða og að bremsa sem síðast, svo þetta reynir mikið á bílana," sagði Eddie í vikunni „þú veist eiginlega ekki fyrr en þú mætir á brautina hversu sam- keppnishæfur þú ert.“ Ferrari átti ekki góða daga á Hoc- kenheim á síðasta ári, þegar Schu- macher ræsti á 9. rásstað. „Það er mjög erfitt að finna uppsetn- ingu sem henta bæði beina hraða kaflanum og beygjunum framan við áhorfendastúkuna." Þetta snýst um að missa ekki hraða á beina kaflan- um, en hafa svo grip í beygjunum. Það færðu með því að auka áfalls- hornið á aftur og framvængjum en þannig er loftmótstaðan meiri og hraði tapast á beinu köflunum.“ -ósg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.