Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 22
22 kamál FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 Einkaspæjarinn leysti málið „Sjálfsvíg," sagði lögreglan, þegar hin þrjátíu og fjögurra ára Gerlinde Wagner, tveggja barna móðir, fannst látin i bíl sínum. Frá útblást- ursrörinu lá gúmmíslanga inn í bíl- inn. Gerlinde lá fram á stýrið. Að lokinni rannsókn morðdeildar- manna var foreldrum hennar skýrt frá því að frumniðurstaða löregl- unnar væri rétt. Dóttir þeirra hefði svipt sig lífi. En hjónin, Leopold Wagner, fimmtíu og fimm ára, og Karoline, sem var fjórum árum yngri, trúðu því ekki að dóttir þeirra hefði framið sjálfsvíg. Til þess hefði hún enga ástæðu haft. Tveggja barna móðir Leopold Wagner gerði meðal ann- ars grein fyrir afstöðu sinni með þessum orðum: „Dóttir okkar var glöð, ung kona, sem hafði mikið að lifa fyrir. Meðan hún var gift eign- aðist hún tvo drengi, sem eru nú þrettán og sextán ára, Júrgen og Thomas. Þeir voru henni mjög kær- ir. Eftir skilnaðinn var henni fengið forræði yfir þeim og það gladdi hana mjög. Hún naut líka efnahags- legrar velgengni. Hún átti hlut í pitsuhúsi. Að vísu líkaði okkur ekki félagi hennar, Robert Zeller, því það var skoðun okkar að hann gengi á hagsmuni Gerlinde. Það ræddum við þó helst ekki við hana því okk- ur var ljóst að samband þeirra náði einnig inn á svið einkalífsins." Ástfangin af yngri manni Foreldrarnir höfðu rétt fyrir sér. Gerlinde var mjög ástfangin af ein- um meðeigenda sinna og félaga, hin- um tuttugu og sjö ára gamla Robert Zeller. Það var talin eina skýringin á því hvers vegna hún hafði látið hann fá nægilegt fé til þess að hann gæti keypt sér hlut í pitsuhúsi. í ljós kom að hún hafði tekið út allt spari- fé sitt og tekið fé af öðrum banka- reikningum til þess að hann gæti það. En ljóst varð einnig að hann haföi ekki látið sér nægja það fram- lag, heldur krafist þess að hún veð- setti hús sitt svo hann gæti fengið meira fé. Þá hafði Gerlinde sett hon- um stólinn fyrir dymar. En um þessi atriði vissi lögreglan ekki þeg- ar Gerlinde fannst látin. Og hin heldur yfirborðskennda rannsókn morðdeildarmannanna leiddi þau ekki í ljós. Það gerðist síðar. „Efinn lát okkur ekki í friði" „Efinn lét okkur ekki í friði,“ Gerlinde Wagner. regluna var þessi: „Þegar hún svar- aði ekki símann næsta morgun hringdi ég í foreldra hennar og skýrði þeim frá þvi að ég óttaðist að eitthvað hefði komið fyrir. Við ákváðum að leita að henni nærri garðinum þar sem við höfðum ræðst við um nóttina. Þá kom ég auga á BMW-bílinn. Hann hafði ekki verið færður úr stað. Ég sá að hvítum klút hafði verið vafið um út- blástursrörið og slanga lá inn í far- þegarýmið. Milli rúðunnar og gluggakarmsins, þar sem slangan var leidd inn í bílinn, var troðið leð- urjakka, þannig að ekkert ferskt loft bærist inn.“ Úrskurðuð látin Og Robert hélt áfram. „Ég sá Gerlinde liggja hreyfingarlausa fram á stýrið. Bíllinn var læstur. Ég reyndi að brjóta rúðu með hnefan- um en það tókst ekki. Þá sparkaði ég í eina rúðuna og gat síðan opnað innan frá. Ég dró Gerlinde út og rak henni tvo kinnhesta en hún sýndi engin viðbrögð. Þá lagði ég hana í baksætið í bílnum mínum og ók með hana til sjúkrahússins í Frei- stadt. Þangað komu svo faðir henn- ar og bróðir." Gerlinde var úskurðuð látin við komuna á sjúkrahúsið. Lögreglan tók mark á skýringum Roberts Zell- ers. En hann átti ekki von á því að Wagner-hjónin myndu ráða einka- spæjara. Hann byrjaði á því að kanna samband þeirra Gerlinde og Roberts og komst að því að það hafði alls ekki verið eins gott og sumir höföu talið. Þannig hafði Gerlinde kært Robert til lögreglunn- ar fyrir ofbeldi síðasta kvöldið sem hún lifði. Hún hafði lagt kæruna inn á lög- reglustöð í Bad Leonfelden en í þeim bæ var pitsuhúsið þeirra. í skýrslu sem hún gaf sam- hliða sagði hún að hann hefði beitt hana ofbeldi hvað eftir annað. sagði Leopold Wagner þegar hann ræddi þá ákvörðun þeirra hjóna að hefja rannsókn á dauða Gerlinde á eigin vegum. „Við gátum ekki sætt okkur við niðurstöðu morðdeildar- mannanna. Við urðum að komast að hinu sanna um dauða dóttur okk- ar. Okkur grunaði að hún hefði orð- ið fómarlamb afbrotamanns. Þau hjón ákváðu að ráða einka- spæjara. Hann sýndi meiri fag- Karoline og Leopold Wagner. mennsku en þeir sem áður höfðu komið að rannsókninni. Þeir höfðu litið á öll hin ytri einkenni og kom- ist að þeirri niðurstöðu sem áður segir frá. En hvað gerðist í raun og vem nóttina sem Gerlinde dó? Félagi hennar og elskhugi, Robert Zeller, sagði viö yfirheyrslu hjá lög- reglunni eftir að líkið fannst, að kvöldið sem hún dó hefðu þau rifist. Deilumálið hefði meðal annars ver- ið pitsuhúsið. Gerlinde hefði komist í mikla geðshræringu og á tiltölulega skömmum tíma hefði hún drukkið verulegt magn af rommi, líklega allt að hálfa flösku. Þrátt fyr- ir að hún hefði sýnt veruleg ölvunarein- kenni hefði hún ákveðið að setjast undir stýri en áður hefði hún „bullað eitthvað" um að stytta sér aldur. Um tvöleyt- ið um nóttina hefði hún sest undir stýri á BMW-bil sínum. Var lögð til hliðar í lok skýrslunnar segist Gerlinde ekki lengur geta þolað framkomu unnusta síns við sig. „Hann áreitir mig og lemur mig. Ég hef ekki farið til læknis cif því ég hef átt mér von rnn að bæta mætti samband okkar. En sú von er að engu orðin og nú leita ég til lögreglunnar og bið um vemd gegn unnusta mínum." Skýrar var tæpast hægt að orða Saga Roberts „Af ótta við að eitthvað kæmi fyr- ir hana,“ sagði Robert, „fór ég á eft- ir henni og kom að henni í bílnum í almenningsgarði. Ég settist inn til hennar og við ræddum um rifrildið. Hún hafði hótað aö slíta samstarf- inu en ég vildi fá hana til þess að gera það ekki því i raun væri það ágætt. Við ræddum saman í um tvo tíma. Svo ók ég aftur heim. Ég sá Gerlinde ekki aka burt úr garðin- um.“ Þetta þótti ýmsum geta orkað tví- mælis, því það var einmitt Robert sem kom að unnustu sinni látinni í bílum. Skýring hans á því við lög- það sem gerst hafði en skýrslan var lögð til hliðar og ákæruvaldið hafð- ist því ekki að. Um þetta segja Wagner-hjónin: „Það er alveg óskilj- anlegt að ekki skuli hafa verið grip- ið til ráðstafana gegn Robert Zeller. Þá má segja að sjálft ákæruvaldið hafi veitt honum aflausn í málinu." Sannanirnar koma í Ijós Fagmennska einkaspæjarans varð til þess að hann gat sýnt fram á svo ekki varð um deilt að Gerlinde hafði verið myrt. Hver sönnunin af annarri kom fram en jafnframt varð ljóst að Robert hafði logið oftar en einu sinni en framburður hans hafði ekki verið sannreyndur. í fyrsta lagi hafði ekki verið geng- ið úr skugga um hvort sú fullyrðing að Gerlinde hefði drukkið verulegt magn af rommi nokkru áður en hún dó væri sönn. Það hefði þó mátt gera með blóðsýnatöku og viðeig- andi rannsókn. Einkaspæjarinn krafðist krufningar og þegar leitað hafði verið aðkomuefna í blóðinu varð ljóst að hin látna hafði einskis áfengis neytt fyrir dauða sinn. Hins vegar fannst klóróform í blóðinu og nokkur önnur deyfiefni. í öðru lagi komu í ljós áverkar á höfði líksins og benti allt til þess að hún hefði verið slegin með einhvers konar barefli. Rannsókn lögreglunn- ar hafði ekki leitt það í ljós. í þriðja lagi fundust engin fingraför á stýri og gírstöng bíls Gerlinde, þrátt fyrir það að hún hlaut að hafa ekið honum út í garð- inn, stæðust kenningin um sjálfs- vígið og framburður Roberts. Niður- staðan af þessu var sú að einhver hafði strokið þau af. Og hver gat svo skýringin verið á því? Einhver ann- ar en Gerlinde hlaut að hafa ekið bílnum og viljað leyna því. Handtekinn Niðurstöður einkaspæjarans voru viss áfellisdómur yfir þeim sem að rannsókn dauða Gerlinde Wagner stóðu. Ljóst var nú að hún hafði ekki framið sjálfsvíg heldur verið myrt. Þegar lögreglunni hafði verið gerð grein fyrir þeim stað- reyndum sem komnar voru fram var Robert Zeller þegar í stað hand- tekinn. Hann sat i makindum og uggði ekki að sér þegar lögreglan kom að sækja hann. Reyndar var hann þá með á borðinu fyrir framan sig auglýsingu sem hann hafði sett í einkamáladálk í blaði. Hún var á þessa leið: „Óska eftir að kynnast ungri og laglegri konu i góðum efnum sem vill leggja fé í pitsuhús í fúllum rekstri." Við hlið auglýsingarinnar var svarbréf frá ungri konu. Hún látið mynd af sér fylgja. „Hver veit hve lengi þessi unga kona hefði fengið að lifa ef hún hefði lent í klónum á Zeller?“ sagði faðir Gerlinde er hann frétti af aug- lýsingunni og svarbréfinu. Robert Zeller var úskurðaður í varðhald. Saksóknaraembættið hef- ur fengið allar niðurstöður rann- sóknar einkaspæjarans. Þær eru óumdeildar og ljóst er því að sak- bornings bíða réttarhöld og væntan- lega dómur. Unga stúlkan sem svaraði aug- lýsingunni, Wagner-hjón og aðrir þurfa því vart að óttast Zeller á næstunni, en málið þykir nokkuð sérstakt. Tiltrú á lögregluna í þess- um þýska bæ hefur ekki aukist eft- ir að í ljós kom að hún lét undir höf- uð leggjast að leita staðfestingar á grundvallaratriðum í framburði þess manns sem hefði, samkvæmt venju, talist í hópi þeirra sem ástæða væri til að taka til sérstakrar rannsóknar. Trúin á getu einkaspæjara hefur hins vegar aukist verulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.