Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 15 Skortur á hjúkrun- arfræðingum Kjallarinn Guðm. G. Þórarinsson verkfræðingur A undanfórnum árum hefur tilfinn- anlegur skortur verið á hjúkrunar- fræðingum til starfa á heilbrigðis- stofnunum. Nýút- komin skýrsla Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir manneklu í hjúkrun nú um stundir 14% sem svarar til þess að það vanti um 300 hjúkrunarfræð- inga. Reiknað mið- að við fólksfjölda eru starfandi hjúknmarfræðing- ar á íslandi aðeins um 65% þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Fjöldatakmörkun i háskóla veldur því að nýliðun er minni en þörfin er. Síðustu 5 ár hafa 86 hjúkrunar- fræðingar útskrifast á ári að meðaltali en þessi ár hefur starf- andi hjúkrunarfræð- ingum aðeins fjölgað um 50 á ári. Fækkun er vegna þeirra sem hætta vegna aldurs. Landspítalinn Á Landspítalanum hefur á þessu ári vantað um 70 hjúkr- unarfræðinga það sem ,af er þessu ári á almennt hjúkrunars- svið en að auki er skortur á hjúkrunar- fræðingum á geð- deildum og hefur ver- ið mikill á undanforn- um árum. Sumarlok- anir hafa verið talsverð- ar á Landspítala. Megin- þáttur við þá ákvarð- anatöku hefur verið að skortur hefur verið á fagfólki til afleysinga vegna sumarleyfa. Hér er um að ræða fyrst og fremst hjúkrun- arfræðinga, lækna, að- stoðarlækna, meina- tækna o.s.ffv. í ár eru sumarlokanir meiri en í fyrra einmitt vegna skorts á fagfólki til af- leysinga. í ár nemur sumarlokun um 10% legudaga. Árið 1998 var sumarlokun 7%, árið 1997 7,3% og árið 1996 11%,. Störf á sjúkrahús- unum eru orðin afar sérhæfð og sú þróun verður sífellt hraðari. Það gefur því auga leið að skortur á fagfólki til afleysinga í sumar- leyfum er tilfmnanlegur. Aðgerðir til úrbóta Ekki er auðvelt að benda á „Leita þarf leiða til að víkka fjöldatakmarkanir við Háskólann og endurskipuleggja þarf gild- andi vaktakerfi í þá átt að gera vinnutíma sveigjanlegri. Við þessar aðstæður er óhjákvæmi- legt að fá að hjúkrunarstarfinu fleiri faghópa.“ hversu við skuli bregðast. Á Land- spítala hafa margar leiðir verið „A Landspítalanum hefur vantað um 70 hjúkrunarfræðinga það sem af er þessu ári á almennt hjúkrunarsvið." - Hjúkrunarfræðingar að störfum. ræddar. Varðandi hjúkrunarfræð- inga er ljóst að margir þeirra koma ekki til starfa á sjúkrahús- unum af margvíslegum ástæðum. Árið 1993 var ákveðið að leikskól- ar sem reknir voru á vegum ____________, sjúkrahúsanna skyldu færðir yfir til sveitarfé- laganna. Fram að því höfðu sjúkra- húsin ýmsa möguleika til að liðka fýrir starfs- fólki sínu varð- andi leikskóla- vist. Rekstur al- mennra leikskóla fellur illa að vinnutima og vöktum starfs- fólks sjúkrahúsanna. Leita þarf leiða til að víkka fjöldatakmarkanir við Háskólann og endur- skipuleggja þarf gild- andi vaktakerfi í þá átt að gera vinnutíma sveigjanlegri. Við þessar aðstæður er óhjákvæmi- legt að fá að hjúkrunar- starfinu fleiri faghópa. Á Landspítala er skipt- ing milli hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða nú 55%-45%. Á Landspítala starfar nú vinnuhópur sem tekst á við allar hliðar þessa máls. Það er mikilvægt að almenn- ingur geri sér grein fyr- ir þessari stöðu mála. Aukin sumarlokun í ár stafar ekki fyrst og fremst af fjárskorti eða sparnaði heldur veldur skortur á faglærðu fólki til sumarafleysinga erf- iðleikum. Guðm. G. Þórarinsson Við erum aldamótamennirnir Minnumst síðustu aldamóta- mannanna, sem íslendingar mega þakka þjóðfrelsi og reisn sína, ásamt nútima velmegun og per- sónufrelsi. Við erum aldamóta- mennimir í dag. Eins og fyrrum, þá er ábyrgðin á þjóðfrelsi og sóma þjóðar vorrar á okkar herð- um. Við beram ábyrgð á að hin dygga og hugrakka barátta for- feðranna hafi ekki verið til einskis! Við berum ábyrgðina á að sannir niðjar forfeðranna erfi landið og þjóðfrelsið sem forfeð- umir arfleiddu okkur að. Eilífðarbarátta Við megum aldrei láta blekkjast og halda að þjóðfrelsisbarátta ís- lendingá sé nokkurn tíma unnin til fullnustu um aldur og ævi og að við getum sofið værum þymi- rósarsvefni, það sem eftir er. Við verðum að skilja í eitt skipti fyrir öfl, að þjóðfrelsisbaráttan er óað- skiljanleg sjálfri lífsbaráttu hvers íslendings, sem er eilífl Fjöregg ís- lendinga má því aldrei vera í höndum útlendinga, né þeirra sem þjóna hagsmunum þeirra! Við megum ekki láta menn, sem margir hverjir em vitandi eða óvitandi verkfæri alþjóða- hyggjunnar, eða erlendra valda- fíkla blekkja okkur til undirlægju við útlendinga og hagsmuni þeirra. Oft þarf ekki annað en að veita veikgeðja íslendingi „flottræfils- stöðu“ erlendis, svo að hann gleymi þjóðerni og skyldum sín- um við íslensku þjóðina. Hann lærir oft fljótt að alþjóðahyggjan skuli ráða og að íslendinga verði að skjalla, blekkja og nota. Margir hverjir skammast sín ekki einu sinni fyrir að láta þessa skoðun opinberlega í ljós. Nóg er einnig af svipuðum am- lóðum hér heima fyrir, sem reyna að láta bera á sér með því að níða þjóð og forfeður vora, jafnvel með styrkjum frá op- inberum aðilum af sjóðum skatt- greiðenda. Þetta segir margt um þá andlegu manndóms- hrömun sem á sér stað meðal þjóðar vorrar á þessum tímum. Skylt að duga eða drepast Okkur er skylt að berjast fyrir og vemda gmndvallarhagsmuni íslensku þjóðarinnar. Við verðum að vernda og halda íslandi fyrir íslend- inga. Við verðum að tryggja einkarétt ís- lensku þjóðarinnar á aflri lögsögu föður- lands vors, íslands. Þjóðfrelsi, þjóðemi, sjálfsákvörðunarrétt- ur og föðurlandið ís- land, era tilvera- hagsmunir okkar, sem aldrei má skerða. Látum því ekki blekkjast eða sofna á verðinum. Vera má, að les- anda finnist ofan- greind orð í tíma töl- uð en öðram að þau séu innntóm og ástæðulaus. Það sem ég vil þó segja þeim sem era svo blindir að þeir sjá ekki það sem blasir við þeim er þetta: látið ekki blekkjast af skoðanaframleiðendunum sem trúa orðið eigin áróðri og lygum og skynja því ekki lengur ábyrgð- ina gagnvart þjóð sinni. En era á sama tíma svo margslungnir og útsmognir, að fólk á bágt með að átta sig á þeim. Grundvallarhagsmunir Okkur ber því að vera á varð- bergi í baráttunni fyrir þessum grandvaUartilverahagsmunum ís- lensku þjóðarinnar, þó ekki væri á öðram forsendum en að tryggja mannsæmandi lífsafkomu í landi voru. Tfl þess að svo verði, verður almenningur að gefa alþingis- mönnum og stjórn- völdum, þjónum þjóð- arinnar, aðhald. Breyttir tímar kalla á endurskoðun varn- armála íslands. Þótt samvinna íslendinga við varnarbandalag vestrænna þjóða sé eflaust sjálfsögð, þá era kostir erlendrar hersetu á íslandi, ekki jafh sjálfgefnir. Erlend herseta hlýtur ávallt að teljast í hæsta máta óeðlileg, niðurlægjandi og skaðleg, og má ekki leyfa nema í algjörri neyð og alltaf til bráðabirgða. Þeir þingmenn sem samþykktu herset- una fyrir hönd íslensku þjóðar- innar á sínum tíma, gerðu það á þeim forsendum að hún væri gjörð í neyð og til bráðabirgða þar sem íslandi væri ógnað og innrás yfirvofandi. Allir alþingismennimir og stuðningsmenn þeirra hafa sagt við öll opinber tækifæri, að er- lendur her skyldi aldrei leyfður á íslandi, nema landið væri í bráðri innrásarhættu. Nú er tími til kominn, að efna þau orð. En svo lengi sem NATO er vamarbandalag vestrænna þjóða, þá hlýtur að vera eðlilegt að ís- lendingar séu meðlimir í þeim samtökum. Og það er allt annar handleggur. Helgi Geirsson „Breyttir tímar kalla á endur- skoðun varnarmála íslands. Þótt samvinna íslendinga við varnar- bandalag vestrænna þjóða sé ef ■ laust sjálfsógð þá eru kostir er- lendrar hersetu á íslandi ekki jafn sjálfgefnir." Kjallarinn Helgi Geirsson framkvæmdastjóri Með og á móti Á að hleypa unglingum á útihátíðir? Nú fer í hönd verslunarmannahelgin og þá fer umræða um ungllngadrykkju ávallt á stað samhliða auglýsingum hinna ýmsu hátíða. Sitt sýnist hverjum í því en margir hafa haldið því fram að allt of margir unglingar fari á hátíðirn- ar og um leið að allt of margir af þeim byrji að drekka á útihátíðum. Aðrir segja að þarna séu hálffullorðnir ein- staklingar sem eru fullfærir að bera ábyrgð á sjálfum sér. Óhætt þegar gæsla er góð Ég myndi segja að um grund- vallarspurningu væri að ræða vegna þess að öllu skiptir hvernig að hlutunum er staðið. Fyrir mitt leyti er tæplega hægt að bera saman Halló Akureyri ann- ars vegar og t.d. Húnavers-hátíð hins vegar út frá skipulags- legu sjónar- miði. Annars vegar vel skipu- lögð hátið í þéttbýli, með fullkominni löggæslu og heilbrigðiskerfi með vel afmörkuðum tjaldsvæðum, skipulagt dansleikjahald innan- húss og möguleika að flytja dag- skrá inn ef illa viðrar, þessu til viðbótar er óbein vöktun bæjar- búa sem eykur aðhaldið. Hins vegar er um að ræða útihátíö á víðavangi þar sem allt fyrrgreint skortir, þó ég dragi ekki í efa að vilji og metnaður framkvæmda- aðila hafi verið sá sami og okkar. Munurinn felst í aðstöðu og skipulagningu og miðað við áður upptalin atriði er réttíætanlegt að leyfa unglingum að fara á Halló Akureyri ef þau hafa náð 16 ára aldri. Við sendum þau heim ef þau hafa ekki náð þeim aldri. Markmið okkar rétt eins og for- vera okkar í Húnaveri er að bjóða þægilega afþreyingu með jákvæð- um hætti sem hentar öllum. Magnús Már Þor- valdsson, fram- kvæmdastjóri Halló Akureyrl. Ekki vandalaust að vera foreldri Það er ekki vandlaust að vera foreldri, hvað erfiðast er foreldra- hlutverkið þegar börnin komast á unglingsárin. Þá reynir á að sam- eina festu og aga góðs upp- eldis eðlilegum rétti barnsins til þess að fá að bera ábyrgð á sjálfum sér inn- an þeirra marka sem þroski þess leyf- ir. Útihátíðir Ragnar Tómasson lögfræöingur. eru afar spenn- andi uppákomur í heimi ungling- anna en varhugaverðar í huga þeirra sem reynsluna hafa. Vandi foreldranna er að ná góðri sátt við börn sín um hvernig eigi að planda saman frelsi þeirra og for- sjá foreldra. Það er afleitt fyrir foreldra að lenda í átökum við böm sín sem setlast til þess að þeim sé treyst. Það væri þarft verk ef til þess hæfir aðflar gætu gefið útihátíðum gæðastimpil eftir því hvemig umsjón og eftirliti er hagað. -EIS Kjallarahöfundar Athygli Kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið viö greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.