Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Blaðsíða 46
54 iyndbönd FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 John Carpenter: Hryllingsmeistari Nýjasta mynd Johns Carpenters, Vampires, er nýkomin út á mynd- bandi en hann hefur nú tekið sér frí og er ekkert væntanlegt frá hon- um á næstunni. Hann er kominn vel á þriðja áratuginn á leikstjórn- arferli sínum og hefur leikstýrt Jæpum tveimur tugum kvikmynda og sjónvarpsmynda. Flestar þeirra eru hryllingsmyndir og hann er einhver þekktasti núlifandi hryll- ingsmyndaleikstjórinn. Frægastur er hann sennilega fyrir Halloween, sem ruddi brautina fyrir táninga- hryllingsmyndir níunda áratugar- ins, hefð sem hefur verið endur- vakin hin síðustu ár. Hann er einnig vel þekktur fyrir tónlistina sem hann semur við myndir sínar og einnig fyrir fæmi í beitingu tæknibrellna. Carpenter byrjaði, eins og svo margir, að fikta við 8 mm vélar á unglingsárunum og gekk síðan í kvikmyndaskóla í Los Angeles. Þar gerði hann m.a. Óskarsverð- launastuttmyndina The Resurrect- ion of Bronco Billy og fékk þúsund dollara styrk til að byrja á sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Hann lauk við myndina eftir út- skrift. Hún hét Dark Star (1974) og kostaði aðeins 60.000 dollara. Næsta mynd hans, Assault on Precinct 13 (1976), var dýrari og vakti þónokkra athygli, m.a. fram- leiðandans Moustapha Akkad, sem var í leikstjóraleit. Halloween Kvikmynda Vampires: ★★★ Vampírur vs.Woods VAMPIRES „Gleymdu öllu sem þú hefur séð í kvikmyndum," segir blóðsugubaninn Jack Craw við nýjan liðsmann sinn þegar hann ætlar að fara aö fræða hann um vampírur. Af þessu mætti ímynda sér að Carpenter ætlaði að endurskapa vam- pírugoðsögnina á einhvem hátt en því miður eru vampírurnar hans lítið meira en samkrull klisja úr öðrum myndum. Honum tekst reyndar að skapa afar skemmtilega stemningu í myndinni, svo- lítið vestralega útlagastemningu. Jack Craw og blóðsugubanagengi hans eru e.k. bræðingur úr Vítisenglum, spaghettivestrakúrekum og suður-amerískum skæruliðum. Tóniistin er fin og hjálpar til við að skapa þetta andrúmsloft. Hægur og þungur rafblús silast gegnum hlustimar í stO við eyðimerkurlands- lagið og spænsk/bandarísku smábæina sem em vettvangur átakanna. Þetta hefði hugsanlega getað orðið grundvöllur að mjög skemmtilegri mynd ef söguþráðurinn hefði ekki verið jafn slappur og útataður í klisjum og raun ber vitni. Stemningin reddar manni þó i gegnum myndina, ásamt nokkrum hressilegum vampiruslagsmálaatriðum og fantagóðum James Woods, sem leik- ur hálfsturlaða harðjaxla betur en nokkur annar. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Carpenter. Aðalhlutverk: James Woods, Daniel Baldwin, Sheryl Lee, Thomas lan Griffith og Maximilian Schell. Bandarísk, 1998. Lengd: 104 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Bulworth: ★★★* Stjórnmálamaður segir satt! Öldungadeildarþingmaður demókrata, Jay Bulworth, hefur fómað hugsjónum sínum og sótt inn á miðjuna til að ná fylgi kjósenda. Þjakaður af þung- lyndi ákveður hann að ráða leigumorðingja til að drepa sig. Andspænis dauðanum gerist hann svo fífl- djarfur að fara að segja sannleikann og allt i einu er lífið aftur orðið skemmtilegt. En nú eru góð ráð dýr því að það er leigumorðingi á hælunum á honum. Warren Beatty er greinilega orðinn einvaldur í öllu sem hann gerir og þarf ekki að halda neinum góðum. Alla vega er hann ekkert hræddur við að taka mjög ákveðna afstöðu og móðga hina og þessa hópa. Það er hressandi að sjá slíka mynd, sem ekki er þjökuð af pólitískri rétthugsun, og skiptir þá ekki máli hvort maður er sammála skoðunum hans eða ekki. Annars er þetta sem betur fer fyrst og fremst glens og predikanir ekkert aOt of áber- andi. AOir þeir sem einhvern tíma hafa hrist hausinn yfir hræsninni og buOinu í pólitíkusum ættu að geta hlegið vel að þessari. Ekki spiOir fyrir að Warren Beatty fer alveg á kostum í hlutverki Bulworth. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Warren Beatty. Aöalhlutverk: Warren Beatty, Halle Berry og Oliver Platt. Bandarísk, 1998. Lengd: 104 mín. Bönnuð inn- an 12 ára. -PJ Men with Guns: ★★★ Byssumenn Mi \Wimu \s ** * w * ; , k * • * * * * * Einn af traustustu óháðu leikstjórunum í banda- rískri kvikmyndagerð er John Sayles, sem sendir jafnan frá sér látlausar en athyglisverðar myndir sem mikið er spunnið í. Nýjasta mynd hans, Men with Guns, er engin undantekning. Til marks um hversu lítið hann reynir að eltast við markaðsöflin er að hann velur að hafa myndina á spænsku, enda ger- ist hún í ótOgreindu Suður-Ameríkuríki. Hann er ekkert að eltast við listasnobbselítuna heldur og tekst að forðast tfigerð. Hann segir bara sögu sína og þótt myndin sé á stundum svo hæggeng að þreyttir vinnuþrælar gætu auðveldlega sofnað yfir henni, kemur hann efn- inu vel til skila, þannig að það festist í minninu hjá þeim sem hafa þolin- mæði til að klára myndina. John Sayles segir sögu aldraðs læknis sem leggur í ferðalag til að finna fyrrum nemendur sína í afskekktum fjaOaþorpum. Þar kynnist hann dapur- legum aðstæðum fólks sem lifir undir oki „manna með byssur". Ekki skipt- ir máli hvort það er stjómarherinn eða skæruliðar. Báöir aðUar kúga fólk til hlýðni í krafti vopnavalds. Myndin býður engar lausnir, enda engar skjót- fengnar að finna, en þjónar a.m.k. þeim tUgangi að vekja einhvern til um- hugsunar. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: John Sayles. Aðalhlutverk: Federico Luppi, Damian Delgado og Dan Rivera Conzales. Bandarísk/mexíkönsk, 1997. Lengd: 128 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Afrakstur samstarfs þeirra var Halloween (1978), ein af frægustu hryllingsmyndum aUra tíma, sem kostaði lítið sem ekkert en rakaði inn meira en 60 miUjónum doUara. Jamie Lee Curtis lék í henni barnapíu sem er ofsótt af morðóðum geðsjúklingi á hrekkjavöku. Gagnrýnendur tóku myndinni afar iUa í fyrstu en áhorf- endur streymdu á hana. Myndin gat af sér sex framhaldsmyndir, hverja annarri verri, þangað til í fyrra að H20 var gerð í tUefni 20 ára afmælis HaUoween en hún var beint framhald af upprunalegu myndinni. Carpenter skrifaði handritið að númer tvö og framleiddi númer tvö og þrjú. Annars hefur hann ekki komið nálægt þess- um framhaldsmyndum, ekki einu sinni H20. Eftir að HaUoween sló í gegn hefur John Carpenter að mestu haldið sig við hryllingsmyndirnar en tekist mis- vel upp. Meðal þeirra bestu, að mínu mati, eru The Thing (1982) og In the Mouth of Madness (1995). Þeirri fyrr- nefndu var reyndar iUa tekið af gagn- rýnendum sem fannst tæknibrellurn- ar yfirkeyrðar. Hann hefur einnig gert annars konar myndir, m.a. róm- antísku vísindaskáldsöguna Starman og gamanmyndina Memoirs of an In- visible Man. Kuldi og drungi Kurt Russel lék aðalhlutverkið í The Thing en hann er einn af uppá- haldsleikurum leikstjórans og lék fyrst fyrir hann hlutverk Elvis Pres- leys í ævisögulegri sjónvarpsmynd um söngvarann, sem er í miklu uppá- John Carpenter við tökur á Vampires. Kurt Russell og John Carpenter við tökur á Escape From L.A. haldi hjá Carpenter. Hann lék of- urtöffarann Snake Plissken i hasar- myndinni Escape from New York (1981), einni af frægustu myndum leikstjórans, og aftur í fram- haldsmyndinni Escape from L.A. (1996). Þá lék hann einnig fyrir Carpenter í draugahasarnum Big Trou- ble in Little China (1986). John Carpenter er frægur fyrir að semja oftast tónlist- ina við myndir sínar sjálfur og hún á mikinn þátt í að skapa það andrúmsloft ógnar og spennu sem einkennir myndirnar, a.m.k. þegar vel tekst til. Tónlistin einkennist af notkun hljóðgervla og er jafnan kuldaleg og drunga- leg. Carpenter gerir sjálfur lítið úr þessum hæfileikum sínum og segist hafa þennan háttinn á vegna þess að það sé ódýrt og hann skili alltaf af sér á réttum tíma. Ein helsta undantekningin var þegar hann fékk það fræga kvikmyndatónskáld Ennio Morricone til að semja tónlistina við The Thing, sem reyndar hljómaði ekki ósvipað því sem Carpenter hefur gert. -PJ Myndbandalisti vikunnar 7 r/ • i igSp • 1 rJ&°* / %í fe • »• ■ ’ r í "'Vv % i Vikan 20. júlí - 26. júlí SÆTI {fyrri j VIKA j J VIKUR f fl LISTAj j i TITILL j ÚTGEF. j j i TEG. j j 1 í 1 i 2 i Practical Magic j Wamer Myndir 1 Gaman j 2 NÝ i 1 i j J Amerícan History X J j Myndfotm J J j Drama J ' 3 i 2 i 4 i Very Bad Things Myndform Spenna 4 j J 4 j * j J i 3 i MeetJoeBlack ) ) CIC Myndbönd ) J J Drama ) 5 j J 3 i 5 í Enemy of the State i SAM Myndbönd j Spenna 6 J „ J 5 j J J 3 J j 6 J • | Almost Heroes j Wamer Myndir •’ J ■ J j Gaman 1 7 NÝ J 1 ) 1 J j J J i 1 j 1 J j J Vampires J Skrfan ->• gt i Háskúlabíó J J J Spenna 8 J NÝ J Elizabeth J j Drama J 9 6 1 7 1 j ' J Siege J Skífan J j Spenna 10 i 7 J j J i 6 J j J Saving Prívat Ryan J j CIC Myndbönd J J j Drama ,J 11 i 8 J o J j 3 J Legionnaire j Skffan Spenna 12 ] 18 j J i 2 i Friends 5, Pættir 13-16 J J Wamer Myndir J J J Gaman ) 13 NÝ i 1 i Bullworth i Skrfan j Gaman 14 í .. I J J J * J J 6 J StarTrek: Insurrection I CIC Myndbönd J J j Spenna 1 • 15 i 9 J 1 j 4 i Urban Legend J Skrfan i J J Spenna 16 i 13 i j J J 9 ‘ i 2 j i i Black Dog J j Skrfan j J ‘ j Spenna J 17 i 14 1 9 J j 3 ) Negotiator j Wamer Myndir 1 Spenna 18 j i 12 j j J j 2 ) j J Living Out Loud j Myndform J J j Gaman ) 19 í 20 1 K J ) 5 J Retum To Paradise Háskólabíó Spenna 20 j ! 17 J 1 J j 6 ! J 1— 54 J ] Sktfan J J. Drama j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.